Þjóðviljinn - 06.11.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.11.1984, Blaðsíða 15
FRETTIR Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands íslands: Farnigjöldin em ekkert einkamál Athugasemd vegna ummœla Þórðar Sverrissonar hjá Eimskipa- félaginu í Morgunblaðinu sl. sunnudag er endurprentaður hluti úr viðtali við mig, sem birtist upphaflega í Sæfara, málgagni Sjómannas- ambands íslands. Þessi hluti við- talsins fjallar um þann gífurlega kostnað sem lagður er á herðar sjávarútvegsins hér á landi af þjónustufyrirtækjum ýmsum og milliliðum og á beinan þátt í bág- bornum kjörum íslenskra sjó- manna. Meðal dæma eru nefnd þau farmgjöld sem greiða þarf fyrir flutning íslenskra sjávar- afurða á markað erlendis, en þau eru margfalt hærri en hliðstæð gjöld erlendra skipafélaga. Nefnd eru dæmi um rækjuflutn- ing og sýnt fram á að það kostar þrefalt meira að flytja rækjukíló frá íslandi á markaði í Englandi og Danmörku en frá Norður- Noregi og Grænlandi á sömu markaði. Þetta eru óyggjandi staðreyndir. í framhaldi af birtingu þessa kafla í Morgunblaðinu leitar blaðið til Þórðar Sverrissonar fulltrúa framkvæmdastjóra Eimskipafélagsins og biður hann að segja álit sitt á málinu. Þórður fullyrðir þar að flutningsgjaldið frá Grænlandi sé hærra en sagt er í viðtalinu og nefnir til taxta Kon- unglegu Grænlandsverslunarinn- ar. Vegna þessa er rétt að taka fram, að upplýsingar mínar fékk ég frá fyrstu hendi í Sisimiut (Holsteinsborg) á Grænlandi þegar ég var þar á síðasta ári. Þær upplýsingar sé ég enga ástæðu til að rengja, hvað sem líður pappír- um er Þórður Sverrisson telur sig hafa í höndum. En það eru önnur ummæli Þórðar sem vert er að gaumgæfa. Hann segir í Morgunblaðinu: „.. .En það er rétt að skýra frá því að við erum þessa dagana að hafa samband við viðskiptavini okkar og tilkynna um talsverða lækkun á farmgjöldum fyrir sjávarafurð- ir. Hversu mikil sú lækkun er hlýtur að vera cinkamál okkar og viðskiptavinanna...“ (Leturbr. mín, Ö.V.) Velta má því fyrir sér hvort hugsanlega geti átt sér stað, að þessi lækkun farmgjalda kynni að vera í einhverjum tengslum við þá ákvörðun Söiumiðstöðvar hraðfrystihúsanna að leita til- boða erlendis í flutning á afurð- um sínum. Látum það liggja á milli hluta. En Þórður Sverrisson veður hins vegar villu og svíma ef hann heldur að farmgjöld ís- lenskra farskipa séu einkamál skipafélaganna og viðskiptavin- anna, - h vort sem rætt er um sj áv- arafurðir eða annan varning. Farmgjöld eru nefnilega ekki svo lítill hluti af því verði sem neytendur þurfa að greiða fyrir vöruríverslunum. Þar afleiðandi kemur almenningi það mjög við hver farmgjöld skipafélaganna eru. Lækkuð farmgjöld þýða lækkað vöruverð. Hvað snertir farmgjöld fyrir sjávarafurðir eru þau á sama hátt ekkert einkamál skipafélaga og einstakra útflytjenda. Eftir því sem farmgjöldin eru hærri minnkar það svigrúm sem kaup- endur hráefnis hafa til að greiða sjómönnum almennilegt verð fyrir fiskinn. Lækkun farmgjalda ætti því að leiða til hærra fisk- verðs, sem aftur myndi leiða til bættra kjara sjómanna. „Einka- mál“ Þórðar er því hreint hagsmunamál sjómannastéttar- innar allrar, - og landsmanna allra, ef út í það er farið. Játvarður Jökull Framhald af bls. 15 Og landsgæðin eru margvísleg, ekki síst við Breiðafjörð: Söl, hrognkelsi, kræklingur, hvönn, egg, reyr, dúnn, melur, kál, ber, lundi, kolviður, kofa, rjúpa, selur. Svo segir í gamalli vísu um hlunnindin á Reykhólum, og veit Játvarður vel, að ísland er ríkt land. Það er nýting landsins, um- gengnin við það, og svo skipting lífsgæðanna, sem er ábótavant. Úr því vill Játvarður bæta. Jæja, Játvarður minn, - þetta hef ég nú skrifað í tilefni afmælis þíns fyrir lesendur Þjóðviljans á ýmsum landshornum, hvort svo sem þér sjálfum líkar betur eða verr. En í lokin má ekki minna vera en ég óski þér fararheilla fram á áttunda tuginn og þakki fyrir mig, að hafa stundum átt þig að. Ég hefði eiginlega viljað, að þú værir bæði eldri og yngri. Það hefði verið gaman að sjá þig og heyra á Kollabúðafundi á sínum tíma. Ég hefði líka viljað fylgja þér að Möðrudal á Fjöllum, þar sem hún Sigríður stórráða, frænka þín úr Skáleyjum, mætti örlögum sínum, sigld manneskj- an og útlærð í mjólkurverki. Þá hefði mátt skjótast að Sænauta- seli í Jökuldalsheiði, þar sem rétt- ur var settur vegna Sigríðarmála í ágústbyrjun 1874, en hún þá sjálf komin í spekúlantskip með óvísa höfn fyrir stafni. Var þetta ekki sömu dagana og þjóðhátíðin mikla var haldin á Þingvöllum við Öxará og veislan góða stóð í timbursalnum á Reykhólum, þar sem rætt var um stjórnarskrána og heitstrengt að leggja fram fé til gufuskipaferða umhverfis landið? Ef til vill mætti reisa Einari í Nesi níðstöng vegna Sigríðar- mála þar á Fjöllunum eða í Sæ- nautaseli, þótt margt gerði hann nú annað vel karlinn sá. Ég hefði líka vilj að fy lgj a þér til Kaupmannahafnar í fótspor Sig- ríðar stórráðu þar, m. a. um göt - una litlu þar sem hún átti síðustu sporin, - á bak við Konunglegu akademíuna við Kóngsins Nýja- torg, þar sem Jóhannes Kjarval þá sat og lærði að fara með pensil. Það var löng mannsævin, allt frá dögum Guðmundar Scheving í Flatey, sem Jörundur hunda- dagakóngur gerði að amtmanni, og þar til Kjarval var kominn á akademíuna. Svo hefði ég reyndar viljað fara með þér í Flatey, þar sem hann Ólafur jarðyrkjumaður, afi þinn, stóð fyrir búnaðarskóla á árunum 1857 til 1860 og kenndi m.a. ung- um Torfa, er síðar var kenndur við Ólafsdal. Þá hefði mátt koma við í Hergilsey, þar sem hann Eggert Ólafsson, betri - langafi hennar langömmu þinnar - reisti bú og gerðist landnámsmaður vorið 1783. Og gott hefði verið að hafa Hring á floti og sjá þig stýra í Oddbjarnarsker, þar sem Eggert nærði bjargþrota förufólk á fiski og fugli, eggjum og mjólk í móðuharðindunum árið eftir og skammtaði svo að allir náðu heilsu og kröftum, sem til hans komust. Trúlega verða það samt hvorki ég né þú, sem þessar ferðir för- um, - en aðrir koma síðar og landið lifir með sögn og sögu meðan vættir búa í Vaðalfjöllum og Pjattmarssteini. Heill þér sjötugum. Kjartan Ólafsson. Miðaðu við IBMPC Skjár án auka- endurkasts. Létt og auðvelt Söluumboð fyrir IBM PC einkatölvuna: Ef þú ert að hugleiða kaup á tölvu, hagaðu þér þá eins og þeir sem reynsluna hafa. Flestir tölvuframleiðendur og nær allir framleiðendur hugbún- aðar miða við IBM PC.tölvuna, sem tók beint strik á toppinn hér- lendis eins og hvarvetna í heimin- um. Betri meðmæli eru vandfund- in. IBM PC er ekkert frekar tölva fyrir byrjendur þó að hún henti þeim mjög vel. Þú þarft heldur ekki eingöngu að ætla henni byrj- unarhlutverk. Verkefnasvið IBM PC er afar víðfeðmt hvort sem hún er sjálfstæð eða í tengslum við aðrar tölvur. Við að kynnast kostum IBM PC kemstu fljótt að raun um hve dýr- mæt hún er. Pantaðu kynningu á IBM PC strax hjá næsta söluum- boði. Gísli J. Johnsen Skrifstofubúnaður sf., Smiðjuvegi 8, Kópavogi, sími 73111 Skrifstofuvélar hf. Ottó A. Michelsen, Hverfísgötu 33, Reykjavík, sími 20560 Örtölvutækni sf., Ármúla38. Reykjavik, simi 687220

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.