Þjóðviljinn - 06.11.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.11.1984, Blaðsíða 8
ATVINNULIF Kjörin dregist mikið saman Hjónin Eyjólfur Guðlaugsson og Sigrún Jónsdóttir hjálpastað við söltunina Á næsta boröi viö hliðina á Sigríði kepptust ung hjón við að hausa og salta. Það voru þau Eyjólfur Guðlaugsson lögregluþjónn og Sigrún Jónsdóttirskólaritari. Ég var á næturvakt í nótt og ætla að salta núna eftir hádegið. Það er þó nokkuð um það að fjöl- skyldur hjálpist að, bæði börn og fullorðnir, sagði Eyjólfur meðan hann hamaðist við afhausunina. - Þetta er fjórða vertíðin hjá mér í sfldinni og mér finnst sífellt verr borgað. Það var miklu meira uppgrip í þessu áður. Maður rétt nær næturvinnukaupi með öllum þessum hamagangi. Það miða ég við almennt verkamannakaup. Kjörin hafa dregist allt of mikið saman í þessari vinnslu. Þú ert eins konar aukahjól í vinnslunni með konu þinni? - Já ég kem í plássið og sker og salta þegar ég hef lausan tíma. Þetta hefur tíðkast nokkuð hérna að eiginmenn og börn hjálpi til. Þetta stendur stutt og menn reyna því að ná sem mestu út úr þessu. Það þýðir ekki annað en að ná í það sem mögulegt er eins og kjörin eru í dag. Hvað hafið þið svo upp úr þessu? - Ætli við höfum ekki náð um 300 kr. hvort á tímann í gær. Það er ekkert miðað við þá vinnu sem þetta kostar, sagði Eyjólfur.- lg. Eyjólfur og Sigrún: Þetta stendur stutt og menn reyna að ná sem mestu út úr því. Ljósm.-eik. Eðvarð Júlíusson: Sama fólkið ár eftir ár. dag frá degi hversu margir eru við vinnsluna en þetta er mest sama fólkið sem við höfum haft í sfld- inni undanfarin ár. Hvernig er svo sfldin? - Það kom leiðinlegur átukafli en nú hefur þetta skánað. Sfldin er bæði sterk og góð. Hvað ef engin sfldarsöltun hefði orðið? - Þá hefði orðið ljótt ástand hér og í öllum smærri bæjarfé- lögum sem byggja allt sitt á sjáv- arútvegi. Sem betur fer rættist úr og við getum ekki horft framhjá því að Sovétríkin eru okkar stærsta markaðsland og það held- ur þessari sfldarverkun hér uppi sem um Ieið tryggir vinnu hér á ströndinni. -Ig- Ingibjörg Gunnlaugsdóttir: Væri ekki úti að vinna ef ekki væri síldin. Mynd-eik. Uppgrip fyrir marga - Ég kann ágætlega við mig í þessu starfi. Vinnutíminn er að vísu nokkuð óreglulegur. Allur gangur á því hvenær er byrjað, sagði Ingibjörg Gunnlaugsdóttir sem kepptist við að hausa, en þetta er annað haustið sem hún er í síldarsöltun. - Mér finnst allir dagar ósköp svipaðir í þessu. Og þó ég segi ekki að þetta sé ekki að komast á ákveðna vertíð. Þetta eru örugg- lega góð uppgrip fyrir marga. Eg hugsa ekki að ég væri úti að vinna ef ekki væri sfldin, sagði Ingi- björg. - Ig- - Það er búið að salta hér í 7060 tunnur á hádegi en á vertíðinni í fyrra náðum við að salta í 8200 tunnur.sagði Eð- varð Júlíusson framkvæmda- stjóri Hópsness sem erein stærsta söltunarstöðin í Grindavík. - Heilsöltuninni fer að ljúka hvað úr hverju en við ætlum líka að salta eitthvað af flökum fyrir Svíþjóðarsamninginn. Það var mikið um að vera í sölt- unarstöðinni þegar vinna hófst að nýju eftir hádegishléið og við spurðum Eðvarð hversu margir væru við sfldarvinnsluna. - Ætli það hafi ekki verið um 100 umslög sem fóru út sl. föstu- dag. Það er nokkuð breytilegt Sembeturfer rættistúr Sovétsamningurinn hefur tryggt vinnu á ströndinni segir Eðvarð Jú- líussonframkvœmdastjóri Hópsness 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 6. nóvember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.