Þjóðviljinn - 20.11.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.11.1984, Blaðsíða 1
Sjö „útlendingar“ hafa verið valdir í íslenska landsliðshópinn i handknattleik sem leikur sex landsleiki á jafnmörgum dögum í Danmörku og Noregi í næstu viku. Fjórir koma frá Vestur- Þýskalandi, Sigurður Gunnars- son frá Kanaríeyjum og þeir Andrés Kristjánsson og Guð- mundur Albertsson frá GUIF í Svíþjóð. Bogdan Kowalczyk valdi í gær- kvöldi 18 leikmenn í hópinn og eru þeir eftirtaldir: Markverðir: Einar Þorvar&arson, Val Haraldur Ragnarsson, FH Jens Elnarsson, KR Aðrir leikmenn: Alfreð Gíslason, Essen Andrés Kristjánsson, GUIF Atli Hilmarsson, Bergkamen Bjarni Guðmundsson, W. Eickel Guðmundur Albertsson, GUIF Guðmundur Guðm.son, Víklngi Jakob Sigurðsson, Val Kristián Arason, FH Páll Ólafsson, Þrótti Sigurður Gunnarsson, T.D. Mayo Sigurður Sveinsson, Lemgo Steinar Blrgisson, Víkingi Þorbergur Aðalsteinsson, Víkingi Knattspyrna Enn vinnur Anderlecht Anderlecht heldur áfram sig- urgöngu sinni í belgísku 1. deildinni og á sunnudaginn vann liðið spútnikana frá FC Liege 3-0. Arnór Guðjohnsen lék ekki með Anderlecht. Sævar Jónsson lék heldur ekki með sínu félagi, CS Brúgge, sem tapaði 0-1 fyrir Gent. Sævar var í leikbanni. Anderlecht er með 24 stig en Waregem er í öðru sæti með 20 stig. Heimir Karlsson og félagar í Excelsior unnu óvæntan sigur á Feyenoord, liði Péturs Péturs- sonar, 2-1, í hollensku bikar- keppninni. -VS / kvöld Þorbjörn Jensson, Val Þorgils Óttar Mathiesen, FH Ekki er öruggt að Alfreð og Sigurður Sveins fái leyfi frá fé- lögum sínum til fararinnar en þeir eru sjálfir reiðubúnir til að mæta. Markverðimir Kristján Sig- mundsson og Brynjar Kvaran komust ekki með og því fær FH- ingurinn efnilegi, Haraldur Ragnarsson, sín fyrstu tækifæri með A-landsliðinu. ísland mætir Dönum tvívegis, á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku. Frá Danmörku verð- ur haldið til Noregs og tekið þátt í Polar-Cup ásamt ítölum, A.Þjóðverjum, Norðmönnum og ísraelsmönnum. Þar verður leikið frá fimmtudegi til sunnu- dags og því er mjög erfiður tími framundan hjá landsliðsmönnun- um sem að auki leika margir hverjir í Evrópukeppni um næstu helgi. - VS Jón Pétur Jónsson átti mjög góðan leik þegar Valur sigraði Ystad í IHF-keppninni í handknattleik í fyrrakvöld og hér skorar hann eitt marka sinna. Nánar á bls. 10-11. Mynd: Atli. Evrópukeppni „Ætluöu að kaffæra okkur með hraðaupphlaupum" Frábœr árangur FH í Ungverjalandi, 29-27 tap gegn Honved keyrðu upp mundsson voru teknir úr umferð nokkur gullfalleg mörk. Harald- verður þó að vera í la Vfldngar í Eyjum Einn leikur fer fram í 1. deild karla í handknattleik í kvöld. Hann er sögulegur þvi hann verð- ur sá fyrsti sinnar tegundar í Vestmannaeyjum - Þórarar fá Víkinga í heimsókn og hefst viðureignin kl. 20. Þetta er fyrsti leikur þriðju umferðar en hinir þrir fara fram annað kvöld. „Ungverjarnir keyrðu upp mikinn hraða strax í byrjun og ætluðu sér greinilega að kaffæra okkur með hraðaupphlaupum. Okkur tókst sæmilega að verjast þeim og náðum síðan að svara í sömu mynt svo úr varð geysi- hraður og fjörugur leikur“, sagði Þorgils Ottar Mathiesen fyrirliði FH í samtali við Þjóðviljann í gærkvöldi. FH náði stórgóðum úrslitum gegn Honved í Búdapest á laugardaginn í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik. Honved vann 29- 27 og þau úrslit gefa FH-ingum góðar vonir um að slá þetta fræga lið útúr keppninni. FH var yfir í byrjun en Honved náði síðan forystunni og leiddi 14-12 í hálfleik. FH jafnaði fljót- lega eftir hlé og komst yfir þegar tíu mínútur voru búnar af hálf- leiknum. Síðan skiptust liðin á um að skora en Honved náði 2- 3ja marka forystu skömmu fyrir leikslok. „Þeir voru famir að ör- vænta og þá tóku júgóslavnesku dómaramir að aðstoða þá eftir mætti og dæmdu af okkur bolt- ann hvað eftir annað. Leik- mönnum Honved tókst ekki að nýta sér þetta, asinn á þeim var alltof mikill og þó við misstum menn tvívegis útaf undir lokin tókst þeim ekki að auka foryst- una,“ sagði Þorgils Óttar. Kristján Arason og Hans Guð- mundsson vom teknir úr umferð strax í byrjun leiks. Honved hafði greinilega fengið upplýsingar um þá frá Tatabanya, andstæðingum FH í fyrra. Samt náðu þeir að vera virkir í spilinu en Guðjón Árnason nýtti sér aukið olnbog- arými til hins ýtrasta og skoraði nokkur gullfalleg mörk. Harald- ur Ragnarsson lék mjög vel í marki FH þrátt fyrir markafjöld- ann. Hann varði tvö vítaköst og nokkmm sinnum úr dauðafæri. „Möguleikinn á að slá Honved út og komast í 8-liða úrslit er virkilega fyrir hendi. Hugarfarið V.Þýskaland Alfreð í fomii Skoraði átta í Evrópuleik Frá Jóni H. Garðarssyni fréttamanni Þjóðviljans í V. Þýskalandi: Alfreð Gíslason átti mjög góðan leik þegar Essen sigraði Zreqjanen frá Júgóslavíu 21- 16 í IHF-keppninni í hand- knattleik í Essen um helgina. Þetta var fyrri leikur félag- anna. Alfreð var meiddur en fékk góða meðferð fyrir leikinn og náði að skora 8 mörk. Fraatz skoraði önnur átta og Essen á góða mögu- leika á að komast i 8-liða úr- slitin. Sigurður Sveinsson skoraði 8 mörk, þar af 7 úr vítaköst- um, þegar Lemgo fékk slæm- an skell gegn Dankersen í Bundesligunni, 23-14. Hann var meiddur og var að auki tekinn úr umferð allan leikinn en sýndi mikið öryggi í víta- köstunum. Atli Hilmarsson hefur feng- ið fjögurra leikja bann sitt fellt niður og hann lék með Bergkamen í Hofweier um helgina. Hofweier sigraði 31- 26 og skoraði Atli þrjú mörk í leiknum. Kubicki var marka- hæstur með sex mörk. Kiel, iið Jóhanns Inga Gunnarssonar, tapaði óvænt á heimavelli gegn Gummers- bach, 20-25, og langt er síðan nokkurt félag hefur sótt tvö stig til Kielar. verður þó að vera í lagi, við verð- um að mæta rólegir til leiks eins og við gerðum á laugardaginn og hafa trú á að við getum sigrað þá. Stuðningur áhorfenda kemur til með að hafa mikið að segja, lið Honved er ungt þó það hafi fjóra landsliðsmenn innanborðs og hefur örugglega ekki mikla reynslu í að leika undir mikilli pressu, eins og þeirri sem íslensk- ir áhorfendur geta veitt“, sagði Þorgils Óttar. Þeir Hans, Kristján og Guðjón skoruðu 7 mörk hver í Búdapest. Pálmi Jónsson skoraði 3 mörk, og Þorgils Óttar, Valgarður Val- garðsson og Guðjón Guðmunds- son eitt hver. Síðari leikur FH og Honved fer fram í Laugardalshöllinni næsta sunnudagskvöld, 25. nóvember. - VS. Sextán með |Á|| ■14»l[n toif retta í 13. leikviku Getrauna komu fram 16 seðlar með 12 réttum leikjum og var vinningur fyrir hverja röð kr. 32,765. Með 11 rétta reyndust vera 257 raðir og var vinningur fyrir hverja röð kr. 874. Handbolti Sjö „útlend- ingar“ á Polar Cup UMSJON: VfÐIR SIGURÐSSON Þriðiudaaur 20. nóvember 1984 ÞJÖÐVIUINN - SfÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.