Þjóðviljinn - 15.01.1985, Side 4

Þjóðviljinn - 15.01.1985, Side 4
Urslit 1. deild: Arsenal-lpswich............frestað Aston Villa-Watford........frestað Everton-Newcastle..............4-0 Leicester-Stoke City...........0-0 Luton-Nottm. For...........frestað Manch.Utd-Coventry.............0-1 Norwich-Southampton............1-0 Q.P.R.-Tottenham...............2-2 Sheff.Wed.-W.B.A...............2-0 Sunderland-Liverpool..........hætt West Ham-Chelsea...........frestað 2. deild: Cardiff-Barnsley...........frestað Carlisle-Birmingham........frestað Crystal Pal-Brighton.......frestað Fulham-Oxford..............frestað Grimsby-Blackburn..............1-1 Huddersfield-Man.City..........0-2 NottsCo.-Sheff.Utd.............0-0 Oldham-Charlton................2-1 Portsmouth-Leeds...........frestað Wimbledon-Shrewsbury.......frestað Wolves-Middlesboro.............0-0 3. deild: Bolton-DerbyCounty.............3-0 Bournemouth-HullCity...........1-1 Bradford City-Wigan............4-2 Brentford-Walsall..........frestað Bristol C.-Newporl.........frestað Burnley-Doncaster..........frestað Gillingham-Orient...............2-0 Lincoln-Rotherham..........frestað Millwall-Cambridge.........frestað Preston N.E.-Bristol Rov........2-2 Reading-Plymouth...........frestað York City-Swansea City..........1-0 4. deild: Colchester-Scunthorpe......frestað Chester-Aldershot..........frestað Chesterfield-Northampton........2-1 Crewe-T ranmere............frestað Darlington-Southend........f restað Exeter-Blackpool. I........f restaö Halifax-Bury....................4-1 Peterboro-Hereford..............1-1 Port Vale-Wrexham..........frestað Rochdale-Mansfield.........frestað Stockport-Torquay..........frestað Swindon-Hartlepool.........f restað Stadan l.deild: Everton .24 15 4 5 53-29 49 Tottenham... .24 14 5 5 49-25 47 Manch.Utd. . . 24 12 5 7 46-30 41 Shetf.Wed... . 24 118 5 39-24 41 Arsenal .23 12 3 8 43-30 39 Southampton 24 10 7 7 29-29 37 Nottm.For.... .23 113 9 36-34 36 Norwich . 24 10 6 8 31-30 36 Chelsea .23 9 8 6 39-28 35 Liverpool . 23 9 8 6 29-22 35 W.B.A . 24 10 4 10 37-36 34 WestHam ... .23 8 7 8 30-34 31 Q.P.R .24 7 9 8 32-39 30 Watford .23 7 8 8 45-42 29 Leicester .24 8 5 11 42-45 29 Aston Villa... .23 7 7 9 31-38 28 Newcastle... .24 7 7 10 37-49 28 Sunderland . .23 7 5 11 28-35 26 Coventry .24 7 4 13 26-42 25 Ipswich .23 5 7 11 21-33 22 Luton . 23 5 6 12 27-43 21 Stoke .24 2 6 16 17-52 12 2.deild: Blackburn.... . 24 14 6 4 47-23 48 Oxford .21 14 4 3 51-18 46 Birmingham 23 14 4 5 33-21 46 Man.City . 24 12 7 5 37-20 43 Portsmouth. .23 118 4 39-32 41 Leeds .23 114 8 40-29 37 Grimsby .24 114 9 47-40 37 Huddersfield 24 114 9 33-35 37 Barnsley . 22 9 9 4 25-15 36 Brighton .23 10 6 7 24-17 36 Fulham .23 113 9 42-41 36 Shrewsbury 23 8 8 7 40-35 32 Wimbledon.. .23 9 4 10 42-48 31 Carlisle .23 8 4 11 24-34 28 Oldham 23 7 4 12 25-43 25 Sheff.Utd 24 5 9 10 35-40 24 Charlton 23 6 5 12 31-37 23 Cr.Palace .22 5 8 9 27-34 23 Middlesbro... 23 6 5 12 27-38 23 Wolves 24 6 4 14 28-49 22 Notts Co 23 4 4 15 21-44 16 Cardiff 23 3 4 16 25-51 13 3. delld: BradfordC.. 24 16 4 4 39-19 52 Hull .... 24 12 9 3 39-23 45 Gillingham.. .... 24 14 3 7 45-38 45 Bristol R ....23 12 6 5 38-26 42 4. deild: Bury .... 24 15 5 4 42-22 50 Hereford .... 24 14 6 4 39-17 48 Blackpool... ....25 14 6 5 41-24 48 Chesterfld.. .... 24 13 8 3 41-24 47 Markahæstir í 1. deild: Kerry Dixon, Chelsea........16 Gary Lineker, Leicester......15 GraemeSharp, Everton.........15 Garry Thompson, WBA..........15 Imre Varadi, Sheff.Wed.......14 Enskar getraunir: 3 stig: nr. 2,5,8,15,23,26,31,36,40 og 52. 2 stig: nr. 4, 10, 11, 17, 21 og 52. V/2 stig: nr. 6, 12, 13, 16, 27, 29, 38, 45, 47, 48, 49 og 51. ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnan Besti leikur Ever- ton í langan tíma Everton á ný í efsta sœti, burstaði Newcastle á meðan Tottenham gerði jafntefli. Bryan Robsonfrá í mánuð eftir árekstur x við auglýsingaspjald. 'jMan. Utd. tapaði heima gegn Coventry. Kevin Sheedy skoraði tvö marka Everton gegn Newc- astle. Hann ergeysilega mikilvægur hlekkur í hinu sterka liði Everton sem nú stefnir á sinn fyrsta meistarat- itil í 15ár. Everton er komið á toppinn á nýj- an leik. Nú ríkir kátína meðal stuðningsmanna Everton og stjórinn þeirra, Howard Kendall, brosir útí bæði. Tottenham gaf eftir efsta sætið í jafnteflis- leiknum í Lundúnum gegn QPR. Spútnikliðið ShefTield Wednes- day heldur áfram sigurgöngu sinni og er nú í fjórða sæti. Enn má Manchester United þola ósigur, og það á heimavelli. Staðan á toppi 1. deildar tók enn eina ferðina nokkrum breytingum, þrátt fyrir að frost og fannfergi settu svip sinn á ensku deildakeppnina. Bretar þurftu að kalla í „Pools Panel“, sérstaka nefnd sérfræðinga, til að spá í úrslit frestuðu leikjanna fyrir ensku getraunirnar. Er það í fyrsta sinn í vetur sem slíkt gerist. Sem fyrr segir var það Everton sem nældi sér í tveggja stiga for- ystu með sigri á Newcastle. Stór var sigurinn, 4-0, og Everton spil- aði sinn langbesta fótbolta í langan tíma. Fyrsta markið kom á 17. mínútu, bakvörðurinn Pat van der Hauwe böðlaðist upp kantinn sinn og sendi góðan lág- bolta og í markteig Newcastle var mættur Guðmundur Skarphéð- insson (Graeme Sharp) og skall- aði örugglega framhjá Kevin Carr borgarmánni Newcastle. Þetta var 21. mark Guðmundar í vetur og jafnframt 50. mark Everton í deildinni. Strákarnir hans Kendalls léku á als oddi í leiknum og annað markið kom á 32. mínútu. Everton fékk horn- spyrnu og varnarmönnum New- castle tókst ekki að koma boltan- um lengra en að tánum á Derek Mountfield sem fíraði í netið af stuttu færi. Newcastle var alveg úti að aka að þessu sinni þar sem albesti maður liðsins, Chris Waddle, átti daufan leik og stóð ekki steinn yfir steini hjá liðinu. í síðari hálfleik tókst Kevin Shee- dy að skora tvívegis framhjá Carr í markinu. Peter Reid átti óhemju góðan leik fyrir Everton eins og svo oft áður í vetur. Fyrir leiklna á laugardag var Tottenham í efsta sætinu og áttu piltar þeir ekki langa ferð fyrir höndum, á Loftus Road, gegn nágrönnum sínum, QPR. Leikurinn fór fram á gervigras- vellinum umdeilda sem þarna sannaði ágæti sitt á meðan fresta varð mörgum öðrum leikjum. Leikurinn var sannkölluð veisla fyrir augað en bæði þessi lið spila mjög skemmtilegan fótbolta. Tottenham varð fyrra til að skora þegar Garth Crooks stakk sér innfyrir vörn Rangers. Petta var sjöunda mark hans í jafnmörgum leikjum. Gary Bannister jafnaði fyrir hlé og í byrjun seinni hálf- leiks var hann aftur á ferðinni eftir sendingu frá Robbie James. En stuttu síðar jafnaði Totten- ham með marki hins öfluga Mark Falco, 2-2. í lokin varði Peter Hucker snilldarlega kollspyrnu frá Crooks sem var á auðum sjó eftir sendingu Glenn Hoddle. Þetta voru ögn betri úrslit fyrir QPR en í fyrri leik liðanna sem lauk með sigri Spurs, 5-0. Gary Bannister, sem nú hefur skorað' 20 mörk í vetur fyrir QPR, sagði í viðtali við BBC eftir leikinn að hann hefði átt að gera þrennu. Ray Clemence hefði komið í veg fyrir það með snilldarmark- vörslu. Ossie Ardiles lék nú með að nýju í Tottenhamliðinu og kom inná sem varamaður fyrir John Chiedozie á 35. mínútu. Fyrsti leikur Ardiles í aðalliði Spurs í 8 mánuði. Hann ætlar að verða erfiður, veturinn, fyrir Ron AtKinson, stjórann hjá Manchester United. Harðir aðdáendur United við Skjálfandaflóann segja margir hverjir að karlinn ætti fremur að snúa sér að kartöflurækt og láta fótboltann lönd og leið. Ekkert virðist ætla að ganga hjá þessum margfræga fótboltaklúbbi og á laugardaginn löbbuðu leikmenn Coventry frá Old Trafford með 3 stig í farteskinu. United átti að vísu allan leikinn og yfirburðir liðsins voru gífurlegir en það dug- ir víst ekki á meðan mörk eru ekki skoruð. Ein af örfáum sókn- arlotum Coventry endaði með því að Terry litli Gibson trítlaði undir tærnar á þunglamalegum varnarmönnum United og skoraði án þess að nýliðinn í United-markinu, Paul Dvies, kæmi vörnum við. Og til að auka á vandræðin hjá United meiddist þeirra albesti maður, Bryan Rob- son, eftir árekstur við auglýsinga- skilti aftan við mark Coventry. Robson fór úr axlarlið og var fluttur á sjúkrahús. Reiknað er með að kappinn verði frá í a.m.k. mánuð og er það mikið áfall fyrir bæði United og enska landsliðið. Þykir mörgum nú orðið býsna heitt undir rumpnum á Atkinson. Annar enskur landsliðsmaður, David Watson hjá Norwich, varð einnig að fara á slysavarðstofuna eftir að hafa slitið liðbönd. Þetta var í leik Norwich og Southamp- ton á Carrow Road. Norwich vann leikinn 1-0 með marki John Deehan á 52. mínútu. Það er hreint ótrúlegt hve Sheffield Wednesday ætlar að komast langt á þessu keppnistím- abili, en sem kunnugt er kom lið- ið uppúr 2. deild í fyrra. Spark- unnendur hafa nokkrum sinnum séð til Wednesday í sjónvarpinu í vetur og verður ekki annað sagt en þarna sé á ferðinni venjulegt miðlungslið, varla betra en Leeds og Derby! Sheffield vann 2-0 sigur á WBA. Hinn ógnarstóri Lee Chapman skoraði sitt 12. mark á keppnistímabilinu í fyrri hálfleik og Imre Varadi bætti við öðru marki í þeim seinni. í viðtali við BBC eftir leikinn sagði Chap- man að hann kynni vel við sig hjá Wednesday. „lmre Váradi' og Brian Marwood leggja upp mörg færi fyrir mig og án þeirra hjálpar væri ég ekki búinn að skora þessi 12 mörk. Annars skiptir engu máli hver skoraar mörkin svo framarlega sem við skorum fleiri mörk en andstæðingurinn. How- ard Wilkinson framkvæmdastjóri er frábær karakter og honum tekst að ná viðunandi úrslitum úr hverjum leik.“ Heldur var hún erfið, síðasta vikan, fyrir Leicester. I vikunni var liðinu gert að endurspila leikinn gegn Burton Albion, markvörður Burton kvartaði yfir því eftir leikinn, sem Leicester vann 6-1, að hann hefði rotast og að hann myndi hreinlega ekki eftir tveimur mörkum sem hann hefði fengið á sig. Eftir að hafa skoðað leikinn á myndbandi komst dómstóll að þeirri niður- stöðu að hann skyldi spilaður á ný, og það fyrir luktum dyrum. Eitthvað voru svo strákarnir í Leicester timbraðir gegn Stoke því þeir náðu einungis marka- lausu jafntefli gegn botnliðinu. Leikur Sunderland og Liverpool fékk skjótan endi eftir 45 mínút- ur. Þá fannst dómaranum nóg komið. „Lífi og limum leikmanna er stefnt í hættu ef við höldum áfram," sagði hann, og verðurþví að leika leikinn uppá nýtt. Einungis fimm leikir voru leiknir í 2.deild og enduðu tveir þeirra með markalausu jafntefli. Blackburn gerði jafntefli í Grimsby, 1-1, og heldur enn for- ystunni þar sem hin toppliðin léku ekki. Chris Thompson kom Blackburn yfir en Gary Lund jafnaði skömmu síðar fyrir Grimsby. Manchester City er í mikilli sókn og vann góðan sigur í Jórvík gegn Huddersfield. Gordon Smith og Clive Wilson sáu um 2-0 sigurinn. Oldham vann Charlton með mörkum Joe McBride og Mike Quinn. Paul Curtis skoraði mark Charlton. -AB/Húsavík 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. janúar 1985 Fairclough til Wolves? David Fairclough, rauðhærði „súper-söbbinn” sem lék með Liver- pool, er að öllum likindum á leið í ensku knattspyrnuna á ný og þá til 2. deildarliðs Wolves. úlfarnir eru í þriðja neðsta sæti 2. deildar og veitir ekki af liðsstyrk. Portsmouth sankar að sér sterkum leikmönnum og næst- ur í röðinni verður líklega varnar- maðurinn Bryn Gunn frá Nottingham Forcst. Sunderland gerði góð kaup á föstu- dagskvöldið, keypti þá hinn sterka varnarmann Reuben Agboola frá Southampton á 80 þúsund pund sem þykir ekki mikið fé í þessu tilviki. -ab/VS

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.