Þjóðviljinn - 19.02.1985, Síða 2
ÍÞRÓTTIR
IÞROTTIR
Handbolti
Þijú lið jöfh?
Yfirburbasigur FH á Val. Aukakeppni um meistaratitilinn?
Fyrsti sigur IBV
Alfreð Gíslason - 5 mörk.
V. Pýskaland
Klúður
hjá Essen
Frá Jóni H. Garðarssyni fréttamanni
Þjóðviljans í V.Þýskalandi.
Essen klúðraði unnum leik niður í
jafntefli gegn botnliðinu Handewitt í
Bundesligunni í handknattleik. Stað-
an var 20:18 fyrir Essen rétt fyrir
leikslok en þá klúðraði landsliðsmað-
urinn Joachim Fraatz tveimur sókn-
um klaufalega og heimaliðið nýtti sér
það til fullnustu og jafnaði, 20:20. Al-
freð Gíslason átti góðan leik með Ess-
en og skoraði 5 mörk.
íslendingaslagurinn, Bergkamen
og Lemgo í fallbaráttunni, endaði
með jafntefli, 16:16, og bæði lið eru
því áfram í mikilli fallhættu. Kiel er
eitt á toppnum eftir 23:17 útisigur
gegn Húttenberg. Hofweier tapaði
21:28 fyrir Gummersbach og Dank-
ersen vann Grosswallstadt 18:14.
Kiel hefur 20 stig, Gummersbach,
Essen og Grosswallstadt 19 stig.
FH skaut sig inní baráttuna um
meistaratitilinn í kvennaflokki
með því að bursta Val 23-13 í Selj-
askólanum á föstudagskvöldið.
Þar með eiga Fram, FH og Valur
öll áþekka möguleika á sigri, ef
FH nær að sigra Fram verða liðin
þrjú að líkindum öll jöfn að stig-
um á toppnum og verða að heyja
aukakeppni um meistaratitilinn.
Frábær varnarleikur og
stjörnuleikur Margrétar Theórs-
dóttur lögðu grunninn að stór-
sigri FH. Margrét hóf leikinn á
þrumumarki og FH komst í 4-0 á
meðan Valsstúlkur noru iðnar
við að skjóta í stengur FH-
marksins. Valur minnkaði mun-
inn í 5-3 en staðan breyttist í 10-5
og síðan 11-7 í hálfleik, FH í hag.
Valur skoraði fyrsta mark seinni
hálfleiks en FH svaraði tvívegis,
13-8, og eftir það var mótspyrna
Vals úr sögunni. FH var komið í
19-9 þó nokkru fyrir leikslok og
tíu mörk skildu er upp var staðið.
FH sýndi mjög góðan leik.
Margrét frábær og Kristjana Ara-
dóttir mjög góð, sérstaklega í
vörninni þar sem hún sýnir engu
minni snilli en Kristján bróðir
hennar. FH beitti skæðum hrað-
aupphlaupum og tætti lélega
Valsvörnina í sig hvað eftir ann-
að. Valsliðið átti hörmulegan dag
og átti aldrei svar við leik Hafnar-
fjarðarliðsins. Kristín Arnþórs-
dóttir var langbest hjá Val.
Mörk FH: Margrét 10 (5v), Sigurborg
Eyjólfsdóttir 4, Siri Heggen 3, Kristjana 3,
Kristín Pótursdóttir 2 og Þorgerður Gunn-
arsdóttir 1.
Mörk Vals: Kristín 3, Erna Lúðvíksdóttir
3, Magnea Friðriksdóttir 2, Harpa
Sigurðardóttirl, Katrín Fredriksen 1, Guð-
Verona og Inter Milano, sem
berjast um ítalska meistaratiti-
linn í knattspyrnu, skildu jöfn á
sunnudaginn, 1:1. V.Þjóðverjinn
Blak
Fimm
sigrar
ísland vann fímm af sex
landsleikjum við Færeyjar í
blaki sem fram fóru í Þórshöfn
og Klakksvík á miðvikudags-
fímmtudags- og föstudags-
kvöld. íslenska karlalandslið-
ið vann alla þrjá leikina, 3-1,
3-0 og 3-0 og kvennalandsliðið
vann tvo leiki, 3-1 og 3-1, en
tapaði miðjuleiknum 3-0.
Karlaliðið skoraði alls 163 stig
gegn 104 í ferðinni en kvcnnal-
iðið 134 stig gegn 124.
rún Kristjánsdóttir 1, Helga Lúðvíksdóttirl
og Sofffa Hreinsdóttir 1.
IBV vann sinn fyrsta sigur í
deildinni og kom sér úr fallsæti
með því að sigra ÍA örugglega,
16-12, á Akranesi á föstudags-
kvöldið. Eyjastúlkurnar veittu-
síðan KR harðvítuga mótspyrnu í
Seljaskólanum á laugardaginn en
KR náði að sigra, 18-15.
Hans-Peter Briegel jafnaði fyrir
Verona eftir að Altobelli hafði
komið Itölum yfír.
AC Milano vann góðan sigur á
Juventus, 3:2, og skoraði Ray
Wilkins eitt markanna. Michel
Platini og Paolo Rossi gerðu
mörk Juventus sem á nú sáralitla
möguleika á að halda meistara-
titlinum. Torino vann 1:0 sigur á
Udinese og er í þriðja sæti,er með
24 stig, en Verona hefur 28 stig og
Inter Milano 27.
Þrátt fyrir 0:0 jafntefli gegn
Real Sociedad jók Barcelona for-
ystu sína í spænsku 1. deildinni
uppí 10 stig. Atletico Madrid tap-
aði nefnilega á heimavelli fyrir
Valencia, 2:3. Barcelona er með
41 stig, Atletico Madrid 31, og
Gijon er komið í þriðja sæti með
29 stig eftir 2:1 útisigur gegn Real
Betis.
Nantes vann 4:0 sigur á Tours í
frönsku 1. deildinni en Borde-
aux, sem ekki lék um helgina, er
þó með þriggja stiga forskot, 39
stig gegn 36 hjá Nantes. Toulon
er í þriðja sæti eftir 2:0 sigur á
Auxerre, með 31 stig.
- VS
Handbolti
Skagamenn í úrslit
Akurnesingar lögðu Reyni frá
Sandgerði að velli í A-riðli 3.
deildarinnar á Akranesi á föstu-
dagskvöldið. Úrslit urðu 31:28
eftir 15:13 fyrir ÍA í hléi. Þar með
er Ijóst að ÍA og Afturelding fara
í úrslitakeppnina, ÍA er endan-
lega öruggt og Aftureldingu dug-
ir 4 stig úr 4 leikjum, tveimur við
Sindra, einum við Njarðvík og
einum við Reyni. Það er nánast
formsatriði. Staðan í A-riðli er
þessi:
ÍA................8 7 0 1 231:170 14
Afturelding........6 5 0 1 168: 97 10
ReynirS...........8 5 0 3 260:168 10
Njarðvík..........8 3 0 5 208:200 6
Sindri.............4 1 0 3 66:127 2
Ögri...............8 0 0 8 88:259 0
- VS
-HrG/VS
Evrópuknattspyrnan
Jafntefli
á toppnum
Mmi
w ||» . - ■ i - j- mm / ) í
1 ú| L ÚmJ 1 a IjI pÁ 7 ' \y Sm/M \v jlffi eUjl Æ
Wl •ÆWmMw
, - Æb w >& S AdSBHMm
Fylkir— íslandsmeistari í karlaflokki. Aftari röð f.v.: Jóhannes Óli Garðarsson formaður Fylkis, Ólafur Magnússon þjálfari, Gústaf Vífilsson, Harald-
ur Úlfarsson, Brynjar Níelsson, Brynjar Jóhannesson, Valur Ragnarsson.GuðmundurSigurðssonformaðurkn.deildarog Friðrik Guðmunds-
son. Fremri röð: KristinnGuðmundsson, HilmarÁrnason, Anton Jakobsson fyrirliði, Jón B. Guðmundsson og Tryggvi Pótursson. Mynd:-eik.
Körfubolti
Fram tapaði
á Akureyri!
Þórsarar gerðu Keflvíkingum mikinn greiða með því
að sigra Framara í öðrum leik liðanna af tveimur í 1. deild
karla á Akureyri um helgina. Fram vann Þór 75:69 á
föstudagskvöldið en Þórsarar sneru blaðinu við á laugar-
dag og sigruðu 93:83.
Þór var yfir í hálfleik á föstudagskvöldið, 41:37, en
Fram náði að sigra eftir spennandi leik. Þorvaldur Geits-
son skoraði 24 stig fyrir Fram og Jóhann Bjarnason 19.
Jóhann Sigurðsson gerði 26 stig fyrir Þór, Konráð Ósk-
arsson 19 og Björn Sveinsson 10.
Laugardagsleikurinn var hnífjafn í hléi, 38:38, en Þór
náði góðri forystu snemma í seinni hálfleik, 61:48. Akur-
eyringarnir létu forskotið ekki af hendi og unnu með 11
stiga mun. Ekki bætti úr skák fyrir Framara að þeir lentu í
miklum villuvandræðum undir lokin. Konráð gerði 31
stig fyrir Þór, Jón Héðinsson 19, Jóhann S. 15 og Björn
11. Þorvaldur skoraði 17 stig fyrir Fram, Ómar Þráinsson
15, Björn Magnússon 14 og Guðbrandur Sigurðsson 12.
- K&H/Akureyri
Tveir gegn einum: Brynjar Níelsson og Haraldur Úlfarsson, Fylkismenn,
þjarma að Skagamanninum Herði Jóhannessyni í úrslitaleiknum. Lokatölur
urðu líka hlutfallið 2:1, Fylkir vann 6-3. Mynd:-eik.
Innanhússknattspyrna
VIÐ RÝMUM
VEGNA FLUTNINGA
TEPPABUMN
SiOUMÚLA 31
Körfubolti
Kæruleysi
Sitt lítið af hverju er
Kæruleysi og alvara, skemmtileg tilþrif
og hroðaleg mistök. Af þessum andstæðum
einkenndist viðureign Vals og ÍR í úrvals-
deildinni í fyrrakvöld. Þarna var nánast um
æfíngu að ræða, upphitun fyrir úrslita-
leikina en Valur sigraði 91-80 eftir jafnan og
spennandi leik þar sem úrslitin réðust undir
lokin. Staðan í hálfleik var 44-39, Val í hag,
en ÍR komst af og til yfír, í báðum hálf-
leikjum.
Bæði lið hvíldu mikið sína bestu menn,
enkum Valsarar sem deildu leiknum jafnt á
og alvara
Valur vann ÍR 91:80
milli manna. Kristján var í lykilhlutverki
hjá Val í fyrri hálfleik en Tómas Holton í
þeim seinni. Gylfi og Hreinn Þorkelssynir
voru atkvæðamestir hjá ÍR og Björn Stef-
fensen var góður í fyrri hálfleik.
Stig Vals: Tómas 17, Kristján 16, Torfi Magnússon
11, Páll Arnar 8, Einar Ólafsson 8, Leifur Gústafsson 8,
Björn Zoega 8, Sigurður Bjarnason 7, Jóhannes
Magnússon 6 og Svali Björgvinsson 2.
Stig ÍR :Gylfi 18, Hreinn 17, Ragnar Torfason 14,
Björn 11, Jón örn Guðmundsson 8, Hjörtur Oddsson 6
og Karl Guðlaugsson 6. Jóhann Dagur og Rob lliffe
dæmdu leikinn vel.
-VS
KR geystist framúr
Stakk af eftir hlé og vann IS 83:62
KR sigraði ÍS í úrvalsdeildinni í Haga-
skóla á sunnudaginn. Leikurinn var mjög
slakur framanaf, skotnýting beggja liðanna
fyrir neðan allar hellur og gott spil var sjald-
séð. Enda fór svo að stig fyrri hálfleiksins
urðu aðeins 51. KR 26, IS 25. í seinni hálf-
leiknum tóku KR-ingar sig til í andlitinu,
geystust fram úr og sigruðu örugglega, 83-
62.
ÍS skoraði fimm fyrstu stig leiksins og var
heldur skárri aðilinn í byrjun. Það var ekki
fyrr en á síðustu mínútum hálfleiksins að
KR seig framúr.
Seinni hálfleikur var síðan allt önnur
sjón, KR-ingar komu ákveðnir til leiks og
góður varnarleikur þeirra var Stúdentum
ofviða. Stigin hlóðust upp hjá KR og er upp
var staðið munaði 21 stigi á liðunum, 83-62.
Guðni Guðnason átti góðan leik fyrir KR
og þá lék Birgir Jóhannsson mjög vel í
seinni hálfleik.
Hjá ÍS var Valdimar Guðlaugsson pott-
urinn og pannan í flestu sem var reynt. Aðr-
ir stóðu honum langt að baki.
Stig KR: Guðni 20, Birgir J. 18, Þorsteinn Gunnars-
son 13, Matthías Einarsson 12, Birgir Mikaelsen 10,
Ástþór Ingason 8, Ómar Guðmundsson og Bjöm Ind-
riðason 2.
Stig (S: Valdimar 24, Guðmundur Jóhannsson 12,
Ágúst Jóhannesson 8, Jón Indriðason 5, Árni Guð-
mundsson og Björn Leósson 4, Þórir Þórisson 3, Helgi
Gústafsson 2.
Fylkir skaut
þeim stóm
ref fyrir rass
Árbæingarnir Islandsmeistarar eftir 6-3
sigur á Skagamönnum
Knattspyrna er óútreiknanleg,
ekki síst innanhúss. Allir veðjuðu
á að ,rstóru“ liðin myndu berjast
um meistaratitilinn innanhúss í
Laugardalshöllinni um helgina en
það fór á annan veg. Fylkismenn
úr Árbænum skutu öllum ref
fyrir rass, slógu Kcflavík og
Breiðablik ásamt harðskeyttu liði
Mývetninga út í riðlakeppni 1.
deildar, unnu Val í undanúrslit-
unum og sigruðu síðan Akurnes-
inga glæsilega í úrslitaleiknum, 6-
3.
Fyrri undanúrslitaleikurinn
var milli ÍA og KR. KR-ingar
voru taldir sigurstranglegastir í
mótinu, ekki síst eftir að hafa
sigrað Framara í riðlakeppninni,
ásamt fráfarandi íslandsmeistur-
um Þróttar sem reyndar voru
ekki svipur hjá sjón. KR komst í
2-0 og 3-1 gegn ÍA en Skaga-
seiglan er söm við sig og Árni
Sveinsson skoraði sigurmark ÍA
aðeins 5 sekúndum fyrir leikslok,
4-3.
Þá léku Valur og Fylkir. Fylkir
náði undirtökunum, 2-0 og 3-1,
en Valur jafnaði, 3-3, í byrjun
seinni hálfleiks. Þegar ein og hálf
mínúta var eftir skoraði Brynjar
Nielsson glæsimark fyrir Fylki,
þrumufleygur í slána og inn, og
Gústaf Vífilsson innsiglaði sigur-
inn með marki úr vítaspyrnu á
lokasekúndunni, 5-3.
í úrslitaleiknum skoraði Árni
fyrst fyrir í A eftir glæsilega hæl-
sendingu Karls Þórðarsonar en
Brynjar og Anton Jakobsson
svöruðu fyrir Fylki, 2-1. Hörður
Jóhannesson nýtti sér síðan
hroðaleg mistök Gústafs og jafn-
aði, 2-2. Haraldur Úlfarsson tók
. sig til íbyrjun seinni hálfleiks og
skoraði tvö glæsimörk frá
Innanhússknattspyrna
Eldsnögg vítakeppni
Breiðablik endurheimti meistaratitilinn í kvennaflokki með
3-2 sigri á IA.
Breiðabiik endurheimti meist-
aratitilinn í kvennaflokki í innan-
hússknattspyrnu - með því að
sigra meistara síðasta árs, IA, 3-2
eftir framlengingu og víta-
spyrnukeppni í Laugardalshöll-
inni í fyrrakvöld.
Ásta B. Gunnlaugsdóttir
skoraði eina mark fyrri hálfleiks
fyrir Breiðablik eftir að hafa farið
illa með tvö dauðafæri en Ásta
Benediktsdóttir jafnaði fyrir ÍA
rétt fyrir hlé. Erla Rafnsdóttir
kom Breiðabliki yfir 20 sek. síð-
ar, en 40 sek. eftir það jafnaði
Laufey Sigurðardóttir, 2-2. Ekki
meira skorað, ekki heldur í fram-
lengingu, og því gripið til víta-
keppni. Reglurnar voru að þar
gátu ráðist úrslit á fyrstu spyrnu
og svo fór - Laufey brenndi af
fyrir ÍA og náði síðan ekki að
verja skot Ástu Maríu Reynis-
dóttur sem þar með tryggði
Breiðabliki íslandsmeistaratitil-
inn.
Úrslit leikja í kvennaflokki
urðu þessi í C og D-riðlum en frá
A og B-riðlum sögðum við í
laugardagsblaðinu:
C-riðill:
Fylkir-KA..............................2-2
ÍA-ÍBÍ.................................6-2
Erla Rafnsdóttir jafnar fyrir Breiðablik,
komi vörnum við. Mynd:-eik.
IBÍ-KA...............................4-1
lA-Fylkir.............................9-0
lA-KA.................................7-0
ÍBl-Fylkir...........................5-1
íA 6 stig, ÍBÍ 4, KA 1 og Fylkir
1 stig.
D-rlðill:
Þór A-Hveragerði.....................4-1
KR-Selfoss...........................5-1
Þór A-Víðir...........................4-2
2-2, án þess að Laufey Sigurðardóttir
KR-Hveragerði.......................7-0
Selfoss-Víðir.......................1-1
KR-ÞorA.............................7-1
Selfoss-Hveragerði..................2-1
KR-Viðir............................4-0
Þór A.-Selfoss......................3-0
Víðir-Hveragerði....................2-2
KR 8 stig, Þór A. 6, Selfoss 3,
Víðir 2 og Hveragerði 1 stig.
-VS
Breiðablik - íslandsmeistari í innanhússknattsþyrnu kvenna 1985. Mynd:-eik.
punktalínu, 4-2 en hinn lipri Að-
alsteinn Víglundsson minnkaði
munin, 4-3. Skagamenn pressuðu
en Fylkir lék skynsamlega og yfir-
vegað og þegar 2.05 mín. voru
eftir skoraði Kristinn Guð-
mundsson með hörkuskoti, 5-3.
Hann innsiglaði síðan óvæntan
sigur Árbæinganna með marki úr
hraðaupphlaupi hálfri mínútu
fyrir leikslok, 6-3.
Keppt var í 1. deild og 3. deild í
karlaflokki um helgina og áður
hafði keppni í 2. og 4. deild farið
fram. Úrslitíriðlinum urðu þessi:
1. deild
A-riðill:
FH-Víkingur.........................4-4
Valur-FH............................5-4
Valur-KA............................4-4
KA-Víkingur.........................6-4
Valur-Víkingur.......................6-3
FH-KA................................5-4
Valur 5 stig, KA 3, FH 3 og
Víkingur 1 stig.
B-riðill:
(BK-HSÞ.b...........................5-4
Fylkir-lBK..........................5-4
HSÞ.b-Breiðablik....................6-5
Fylkir-Breiðablik...................5-3
Fylkir-HSÞ.b........................9-6
Breiðablik-ÍBK.......................6-4
Fvlkir 6 stig, Brciðablik 2, ÍBK 2 og
HSÞ.b 2 stig.
C-riðill:
KR-Þróttur R.........................6-3
Fram-ÞrótturR........................9-1
Fram-Víðir...........................4-3
KR-Víðir.............................9-5
KR-Fram..............................4-3
Þróttur R.-Víðir.....................7-1
KR 6 stig, Fram 4, Þróttur R. 2
og Víðir 0 stig.
D-riðill:
Skallagrímur-lBl.....................2-2
(A-ÞórA..............................3-2
Skallagrimur-Þór A...................2-1
lA-lBl...............................6-2
lA-Skallagrímur......................5-2
ÞórA-ÍBl.............................6-5
ÍA 6 stig, Skallagrímur 3, Þór
A. 2 og ÍBI1 stig. Víkingur, HSÞ
b, Víðir og ÍBÍ féllu því í 2. deild
en sæti þeirra í 1. deild taka
Grótta, Selfoss, Haukar og KS.
3. deild
A-riðill:
HV-Árvakur..........................4-4
VíkingurÓ.-Súlan....................6-2
Árvakur-Súlan.......................6-3
H V-Víkingur Ó......................7-2
Vikingurö-Árvakur...................5-2
HV-Súlan............................7-6
HV 5 stig, Víkingur Ó. 4, Ár-
vakur 3 og Súlan 0 stig.
B-riðlll:
LeiknirF.-ÞórVe.................... 7-6
Neisti-Tindastóll.................. 7-3
Neisti-Leiknir F................... 6-3
ÞórVe.-Tindastóll..................12-2
Tindastóll-Leiknir F................. 6-4
Neisti-ÞórVe......................... 6-6
Neisti 5 stig, Þór Ve. 3, Leiknir
F. 2 og Tindastóll 2 stig. Glæsi-
legur árangur Neista frá Djúpa-
vogi, þetta er aðeins í annað sinn
sem liðið tekur þátt í mótinu og
það leikur í 2. deild að ári.
C-riðlll:
ReynirS-Einherji....................5-3
ReynirÁ-Augnablik...................3-2
Einherji-ReynirÁ....................4-4
ReynirS.-Augnablik..................4-2
Einherji-Augnablik..................7-3
ReynirS.-ReynirÁ....................5-4
Reynir S. 6 stig, Einherji 3,
Reynir Á. 3 og Augnablik 0 stig.
D-riðill:
IK-Stjarnan........................ 7-6
fK-Valur Rf........................ 3-2
Stjarnan-Magni..................... 9-5
Stjarnan-Valur Rf..................11-5
[K-Magni...........................13-4
ValurRf.-Magni..................... 8-2
ík 6 stig, Stjarnan 4, Valur Rf.
2 og Magni 0 stig.
HV, Neisti, Reynir S. og ÍK
leika því í 2. deild að ári í stað
Njarðvíkur, Týs Aftureldingar
og Árroðans.
Súlan, Tindastóll, Augnablik
og Magni falla í 4. deild en í stað
þeirra koma Vorboðinn, Hafnir,
Víkverji og Leiknir Reykjavík
upp í 3. deild. -VS
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. febrúar 1985
Þriðjudagur 19. febrúar 1985 ÞJÓÐVIUINN - SlÐA 11