Þjóðviljinn - 26.02.1985, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTT1R
Undankeppni HM
nn ánægja
-Þýskalandi
rábœr úrslit V. -Þjóðverja í Lissabon þráttfyrirflensu
Fjórir veiktustfyrir leikinn
Rudi Völler frá Bremen átti frábæran leik meö Vestur-
Þjóðverjum i Lissabon á sunnudaginn.
Frjálsar
Met og
þrjú gull
Bryndís Hólm með
' glœsiárangur
Bryndís Hólm setti nýtt Islandsmct í langstökki
kvenna innanhúss á Meistaramóti íslands í frjáls-
um íþróttum innanhúss sem fram fór um helgina.
Hún stökk 6,02 metra og sigraði með yfírburðum.
Bryndís varð einnig íslandsmeistari í hástökki þar
sem hún stökk 1,66 m og í 50 m hlaupi þar sem hún
hljóp á 7,6 sek.
Gísli Sigurðsson, ÍR, jafnaði íslandsmetið í 50
m grindahlaupi er hann hljóp á 6,7 sek. í undanrás-
um. Hann sigraði síðan í úrslitahlaupinu á 7,0 sek.
Magnús Haraldsson, FH, sigraði í 800 m hlaupi
karla á 2:04,0 mín. og einnig í 1500 m hlaupi á
4:21,3 mín.. Guðrún Eysteinsdóttir, FH, sigraði í
800 m hlaupi kvenna á 2:33,4 mín., Pétur Guð-
mundsson, HSK, í kúluvarpi karla með 15,12
metra, Steingrímur Kárason, HSÞ, í kúluvarpi
drengja með 12.04 m, Gunnlaugur Grettisson, IR,
í hástökki karla með 1,97 m, Jóhann Jóhannsson,
ÍR, í 50 m hlaupi karla á 5,9 sek., Svanhildur
Kristjónsdóttir, UMSK, f 50 m hlaupi kvennaá6,4
sek., Aðalsteinn Bernharðsson, UMSE, í lang-
stökki með 6,95 m, Soffía Gestsdóttir, HSK, í
kúluvarpi kvenna með 13,29 m, og Jón Arnar
Magnússon, HSK, í þrístökki karla með 13,60 m
en sá árangur hans er sveinamet. -VS
Evrópuknattspyrnan
Maradona
í markaham
Jafnt á Ítalíu Anderlecht og
Bordeauxvinna enn
Báðir toppleikir I. deildar ítölsku 1. deildarinnar um
helgina enduðu með jafntefli, 1-1, og staðan á toppnum
breyttist því sáralítið. Juventus og Verona skildu jöfn,
1-1, og Inter Milano og Torino sömuleiðis. Það var Liam
Brady sem skoraði mark Inter.
En Diego Maradona stal senunni með því að skora 3
mörk þegar Napoli malaði Lazio 4-0. Síðan Argentínu-
maðurinn snjalli hrökk í gang hefur Napoli ekki tapað og
hefur nú fengið 11 stig úr síðustu sjö leikjunum. Trevor
Francis gerði það einnig gott - hann skoraði tvö mörk
þegar Sampdoria vann nágranna sína Fiorentina 3-0 á
útivelli. Verona er með 29 stig á toppnum, Inter hefur 28
stig, Torino 26 og Sampdoria og AC Milano 25 stig hvort.
Anderlecht er áfram ósigrað í Belgíu og rótburstaði nú
Seraing 6-0. Ef svo heldur fram sem horfir verður liðið
meistari án þess að tapa leik. Waregem er á mikilli sigl-
ingu og er eina liðið sem getur ógnað Anderlecht úr
þessu. Stórsigur á Waterschei, 5-0. Anderlecht er með 35
stig en Waregem 30.
Bordeaux jók forystu sína í Frakklandi uppí 7 stig -
vann Marseilles 1-0 á útivelli á meðan Nantes tapaði 1-0 í
Auxerre. Bordeaux er þá með 43 stig, Nantes 36 og
Auxerre 32 stig. -VS
Frá Jóni H. Garðarssyni
fréttamanni Þjóðviljans
í V. Þýskalandi
Það ríkir almen ánægja hér í
landi með frammistöðu knatt-
spyrnulandsliðsins sem vann
frækilegan sigur á Portúgölum í
Lissabon á sunnudaginn, 2-1, í
undankeppni heimsmeistara-
keppninnar. Fyrirfram var ekki
búist við stórafrekum - Olaf
Thon, Karl-Heinz Rumenigge og
Karl-Heinz Förster veiktust af
flensu þegar komið var til Lissa-
bon og gátu ekki leikið með og
Hans-Peter Briegel var með hita
en lék þó með.
V.Þjóðverjar voru hikandi í
byrjun en tóku leikinn í sínar
hendur eftir 15 mínútur. Á 28.
mín. náðu þeir frábærri sókn.
Herget gaf langa stungusendingu
upp vinstri kant á Rudi Völler
sem gaf hárnákvæma sendingu á
Pierre Littbarski sem skoraði
með viðstöðulausu skoti uppí
þaknetið. Á 37. mín. óð Briegel
upp völlinn og gaf mjög góða
sendingu á Völler sem skaut
undir markvörðinn og í netið, 0-
2. V.Þjóðverjar bökkuð eftir hlé,
Briegel fór aftar og við það
veiktist miðjan mikið. Á 57. mín.
skoraði Diamantino, sem kom
inná í hléi, fyrir Portúgali, 1-2.
Við markið vöknuðu V.Þjóð-
verjar á ný og voru nálægt því að
Fimleikar
KR vantar tvö
KR er aðeins tveimur stigum
frá sæti í efri hluta úrslitakeppn-
innar eftir sigur á Þór í
Vestmannaeyjum í fyrrakvöld,
22-16. Nái KR-ingar 15 stigum
eru þeir öruggir þó Þróttur geti
náð sömu stigatölu því KR-ingar
standa betur í innbyrðis leikjum
liðanna.
Leikurinn í Eyjum var jafn
lengi vel. Staðan í hálfleik var 8-7
fyrir KR en liðið komst síðan í
16-12. Þór lagaði stöðuna í 18-16
en KR skoraði síðustu fjögur
mörkin.
Mörk KR: Jakob Jónsson 7, Jóhannes
Stefánsson 5 (1v), Friörik Þorbjörnsson 3,
Páll Björgvinsson 2, Hörður Harðarson 2,
Pétur Árnason 1, Haukur Ottesen 1 og
Ólafur Lárusson 1.
Mörk Þórs: Gylfi Birgisson 4, Herbert
Þorleifsson 4 (2v), Sigurbjörn Óskarsson
2, Óskar Brynjarsson 2, Stefán Guð-
mundsson 2, Sigurður Friðriksson (yngri) 1
og Sigurður Friðriksson (eldri) 1 (1v).
bæta við mörkum. Völler sýndi
snerpu sína með 60 m einleik upp
allan völlinn. Þegar inní vítateig
var komið var hann felldur en
ekkert dæmt nema hornspyrna!
Völler gaf síðan á Briegel sem
skaut rétt framhjá úr góðu færi.
Sanngjarn sigur V.Þjóðverja,
einn þeirra besti landsleikur
lengi. Briegel, Völler og Littbar-
ski voru langbestir en allt liðið lék
vel, nema kannski Felix Magath
sem sást ekki í leiknum.
Staðan í 2. Evrópuriðli er þá
þessi:
V.Þýskaland..........3 3 0 0 7-3 6
Portúgal.............5 3 0 2 8-7 6
Svlþjóð..............4 2 0 2 7-4 4
Tékkóslóvakía........2 10 15-2 2
Malta................4 0 0 4 3-14 0
Jóhannes og Hjördís
unnu í öllum greinum
Jóhannes N. Sigurðsson úr Ár- Akureyringar voru mjög sig-
manni hlaut 7 gullverðlaun á ursælir á mótinu og sýndu miklar
Unglingamóti FSI í fímleikum framfarir. Þá komu keppendur
sem fram fór í Laugardalshöllinni frá Stjörnunni í fyrsta skipti á mót
um helgina. Jóhannes keppir I FSÍ. Keppendur í mótinu voru
flokki 15-16 ára og hann sigraði í um 100 og var þetta í fyrsta skipti
öllum greinum í þeim flokki. sem keppt var í íslenskum fim-
leikastiga en hann er unninn af
Hjördís S. Sigurðardóttir úr Berglindi Pétursdóttur og Jónasi
Gerplu var sigursælust stúl- Tryggvasyni. A-landsliðið tók
knanna en hún hlaut fimm ekki þátt í mótinu en það mun
gullverðlaun í flokki 10 ára og taka þátt í Unglingameistaramóti
yngri, sigraði í öllum greinum íslands sem haldið verður 23.
sem keppt var í. mars.
Handbolti
KA tapaði aftur
Fram, KA, HK og Haukar leika um 1.
deildarsœtin tvö
HK er komið í baráttuna um albjörn Svanlaugsson 7. Þór situr
sæti í 1. deild eftir góðan sigur á þvf á botninum með slæma stöðu
KA í Digranesi á laugardaginn, þegar úrslitakeppnin hefst.
27-25. Leikurinn var hörku- Staðan í 2. deild
spennandi, HK hafði 13-11 yfir í Fram.....n 9 1 1 264-218 19
hálfleik og náði að halda sínum KA......12 9 0 3 278-241 18
hlut. Björn Björnsson skoraði 11 .....]2 8 1 3 252-238 17
marka HK en Friðjón Jónsson Fylkir ..Z'.'Z'Z'. 12 4 2 6 237-250 10
skoraði 7 mörk fyrir KA og Er- Ármann..12 4 0 8 258-266 8
lendur Hermannsson 6. KA tap- Grótta..12 2 3 7 250-267 7
aði einnig fyrir Fram á föstu- ÞórAk....14 2 1 11 275 335 5
dagskvöldið eins og við höfum Fram, KA, HK og Haukar
áður sagt frá. leika í efri hluta úrslitakeppninn-
Hitt Akureyrarliðið, Þór, tap- ar. Haukar eru öruggir þar sem
aði einnig öðru sinni í sinni suður- þeir hafa betri útkomu en Fylkir
ferð - 24-15 fyrir Fylki á laugar- útúr innbyrðis leikjum liðanna.
daginn. Gunnar Baldursson Hin fjögur leika síðan í
skoraði 9 mörk fyrir Fylki en Að- fallkeppninni. -VS
Handbolti
Staðan
i urvalsdeildinni í körfuknattleik
eftir leiki helgarinnar:
Njarðvík... 19 17 2 1752-1491 34
Haukar..... 19 14 5 1606-1446 28
Valur..... 19 12 7 1714-1619 24
KR........ 19 8 11 1571-1520 16
(R........ 19 4 15 1503-1683 8
ÍS....... 19 2 17 1381-1768 4
Stigahæstir:
Valurlngimundarson, Njarðvík.482
PálmarSigurðsson, Haukum...390
IvarWebster, Haukum........372
Guðni Guönason, KR...........362
Kristján Ágústsson, Val....328
Staðan
í 1. deild karla í handknattleik eftir
leikina um helgina:
FH..........12 11 1 0 332-271 23
Valur.......12 7 4 1 276-244 18
KR..........11 5 3 3 234-21713
Víkingur.... 12 5 3 4 290-271 13
Þróttur..... 12 4 3 5 289-294 11
Stjarnan.... 12 32 7259-277 8
ÞórVe....... 11 3 0 8 218-265 6
Breiðablik.12 1 0 10 250-309 2
Markahæstir:
KristjánArason, FH............85
Þorbergur Aöalsteinsson, Víkingi.... 77
HansGuðmundsson, FH..........66
Páll Ólafsson, Þrótti........65
GuðmundurÞórðarson, Stjörnunni 62
Björn Jónsson, Breiðabliki..61
Jakob Jónsson, KR............61
Handbolti
Naumt hjá Víkingum
gegn frískum Blikum
Blikar nýttu ekki færin í lokin og töpuðu
Víkingar rétt náðu að sigra fríska
Breiðabliksmenn í Digranesi á sunnudags-
kvöldið. Leiknum lauk 26-28 eftir að staðan
var 13-13 í hálfleik.
Fyrri hálfleikur var mjög sveiflukenndur
og skiptust liðin á að skora 3-5 mörk í röð,
staðan 3-2,3-6,6-6,6-10 og 11-10 og síðan
jafnræði og 13-13 í hálfleik.
Víkingar voru ívið sterkari í byrjun seinni
hálfleiks og náðu þriggja marka forskoti,
15-18. Það reyndist nægja, Blikarnir náðu
ekki að jafna og munurinn var 1-2 mörk
það sem eftir var. Einni mínútu fyrir leiks-
lok var staðan 26-27. Þá varði Kristján Sig-
mundsson og síðan áttu Blikar skot í stöng.
Viggó Sigurðsson átti síðasta orðið þegar
hann fiskaði víti og skoraði, 26-28.
Það er auðsjáanlegt að Björgvin þjálfari
Björgvinsson er á réttri leið með Blikana.
Þeir áttu ágætan leik og voru mun agaðri og
öruggari en oftast áður. Aðalsteinn Jóns-
son og Kristján Halldórsson voru þeirra
bestir í þessum leik auk Guðmundar
Hrafnkelssonar sem varði mjög vel í síðari
hálfleik.
Víkingsliðið var mjög jafnt og naut þess
að Viggó hefur náð sér eftir meiðslin.
Mörk Breiðabliks: Aðalsteinn 6, Kristján H. 6, Magn-
ús Magnússon 5 (2v), Björn Jónsson 4, Alexander Þór-
isson 3 og Brynjar Björnsson 2.
Mörk Víkings: Viggó 7 (2v), Þorbergur Aðalsteins-
son 7, Karl Þráinssson 6, Hilmar Sigurgíslason 3,
Steinar Birgisson 3 og Guðmundur Guðmundsson 2.
Dómarar voru Gunnlaugur Hjálmarsson
og Óli P. Ólsen og vantaði nokkuð uppá að
ÍÞRÓTTIR
Viggó Sigurðsson rífur sig í gegnum vörn Breiðabliks og skorar. Hann gerði gæfumuninn fyrir Víkinga í leiknum. Mynd: -eik
Handbolti
Engin vandræði
Létt hjá Fram. Valur í basli. IBV sama og fallið.
Fram átti ekki í neinum vand-
ræðum með KR í 1. deild kvenna
á föstudagskvöldið. Framstúlk-
urnar léku mjög vel, voru komn-
ar í 12-4 og leiddu síðan 13-7 ■
hálfleik. KR reyndi nokkrar
varnaraðferðir í byrjun seinni
hálfleiks, en án árangurs - Fram
jók forskotið og vann að lokum
29-16.
Mörk Fram: Sigrún Blomsterberg 7, Guð-
ríður Guöjónsdóttir 5, Erla Rafnsdóttir 5,
Oddný Sigsteinsdóttir 4, Arna Steinsen 3,
Ingunn Bernótusdóttir 2, Margrét Blöndal
1, Kristín Birgisdóttir 1 og Guðrún Gunn-
arsdóttir 1.
Mörk KR: Karólína Jónsdóttir 6, Sigur-
björg Sigþórsdóttir 4, Pála Skúladóttir 2,
Kristbjörg Magnúsdóttir 1, Snjólaug Benja-
mínsdóttir 1, Bryndís Harðardóttir 1 og
Nellý Pálsdóttir 1.
Valur lenti í miklum vand-
ræðum með Þór á Akureyri en
náði að vinna sigur, 23-19. Þórs-
stúlkurnar léku vel og varð vel
ágengt gegn lélegri vörn Vals-
stúlkna. Staðan í hálfleik var 13-
9, Val í hag.
Mörk Vals: Kristín Arnþórsdóttir 7, Guð-
rún Kristjánsdóttir 5, Soffia Hreinsdóttir 3,
Magnea Friðriksdóttir 3, Erna Lúðvíksdóttir
2, Harpa Sigurðardóttir 1, Steinunn Einars-
dóttir 1 og Katrín Fredriksen 1.
Mörk Þórs: Þórunn Sigurðardóttir 6,
Inga Huld Pálsdóttir 6, Þórdis Sigurðar-
dóttir 5, Borghildur Freysdóttir 1 og Sigur-
laug Jónsdóttir 1.
í Vestmannaeyjum vann Vík-
ingur stórsigur á ÍBV í fyrra-
kvöld, 23-14. Fyrri hálfleikur var
jafn, Víkingur 9-8 yfir í hálfleik,
en Eyjastúlkurnar voru skildar
eftir í byrjun seinni hálfleiks.
Með þessum úrslitum eru þær
nánast fallnar í 2. deild - þær
verða að sigra Val í sínum síðasta
leik til að eiga möguleika á að
forðast fall því Þór Akureyri og
í A eiga eftir báða sína innbyrðis
leiki.
Staðan í 1. deild:
Fram........13 12 0
Valur.......13 11 0
FH..........12 10 0
Víkingur....12 6 0
KR..........11 3 1
IBV.........13 1 2
ÞórAk.......10 1 1
lA..........10 1 0
Leik FH og ÍA var frestað
vegna flensufaraldurs á Akra-
nesi. FH og Fram leika næsta
laugardag. Þar dugir Fram jafn-
tefli til að tryggja sér meistaratit-
ilinn en sigri FH má búast við
þriggja liða úrslitakeppni Fram,
FH og Vals um efsta sætið.
-HrG/VS
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 26. febrúar 1985
Handbolti
Páll í stuði
Skoraði níu í fyrri hálfleik.
fallkeppnina.
Stjarnan í
Þróttarar unnu léttan sigur
á daufum Stjörnumönnum í 1.
deildinni í Digranesi á sunnu-
dagskvöldið. Páll Ólafsson
lagði grunninn að þessum
sigri með 9 mörkum í fyrri
hálfleik. Staðan var 9-15 í
hálfleik og leiknum lauk 21-29
fyrir Þrótt. Þar með er öruggt
að Stjarnan leikur í
fallkeppninni en Þróttarar
eiga veika von um að komast í
efri hlutann.
Stjarnan skoraði fyrsta
markið en Páll svaraði með
þremur mörkum. Þróttur
komast í 4-8, þá tók Stjarnan
Pál úr umferð og minnkaði
muninn í 9-11 en Palli stal þá
boltanum tvisvar og skoraði
og í hléi var staðan orðin 9-15.
Munurinn fór í átta mörk í byrj-
un seinni hálfleiks, 10-18, og
aldrei var spurning eftir það hvar
sigurinn lenti.
Leikurinn var lélegur og hjá
Stjörnunni voru það helst Sigur-
jón Guðmundsson og Magnús
Teitsson sem héldu haus, auk
þess að Birkir Sveinsson varði
þokkalega í seinni hálfleik.
Páll var bestur á vellinum og
Guðmundur A. Jónsson varði vel
allan leikinn, alls 15 skot. Birgir
Sigurðsson átti góðan seinni hálf-
leik.
Mörk Stjörnunnar: Sigurjón 7, Magnús
5, Guðmundur Þórðarson 4 (1v), Her-
mundur Sigmundsson 2, Hannes
Leifsson 2, Gunnlaugur Jónsson 1.
Mörk Þróttar: Páll 10, Konráð Jóns-
son 6, Birgir 5, Sverrir Sverrirsson 4,
Haukur Hafsteinsson 2 og Brynjar Ein-
arsson 1.
Dómarar voru Ævar Sigurðs-
son og Kristján Örn Ingibergsson
og munu þeir eins og flestir aðrir
helst vilja gleyma frammistöðu
sinni í þessum leik. ~gsm
Körfubolti
Valur var
óstöðvandi
s
Skoraði 53 stig þegar Njarðvík vann IR
116-113 eftirframlengingu
Það var heppnisstimpill á sigri
Njarðvíkinga gegn ÍR í Seljaskól-
anum á sunnudaginn. ÍR var síst
verra liðið í leiknum sem var
mjög spennandi allan tímann.
Eftir venjulegan leiktíma voru
liðin jöfn að stigum, 100-100 en
Suðurnesjamenn reyndust vera
sterkari aðilinn í framlenging-
unni. Lokatölur urðu 116-113.
Valur Ingimundarson reyndist
ÍR-ingum erfið hindrun í þessum
leik; hann skoraði hvorki fleiri né
færri en 53 stig.
ÍR var mun sterkari aðilinn
lengst af fyrri hálfleik, liðið hafði
Körfubolti
Haukar
höfðuKR
Haukar unnu 10 stiga sigur á KR er
liðin mættust í úrvalsdeild körfubult-
ans á laugardaginn. Leikurinn fór
fram í Hafnarfirði og náðu heima-
menn fljótlega frumkvæðinu sem þeir
síðan héldu að mestu óslitnu út
leikinn. Lokatölur 81-71.
Það var aðeins á fyrstu mínútum
hálfleiksins að jafnræði var með lið-
unum en munurinn varð þó aldrei
mikill, í hálfleik höfðu heimamenn
yfir 43-33. Seinni hálfleikur var lítt
spennandi, munurinn á liðunum var
5-15 stig en KR-ingar gerðu sig aldrei
líklega til að láta sverfa til stáls og
úrslitin urðu sem áður sagði 81-71
Haukum í hag.
f var Webster og Pálmar Sigurðsson
voru sterkastir Hauka. Þá átti Ólafur
Rafnsson góða kafla.
Hjá KR var Guðni Guðnason best-
ur en Þorsteinn Gunnarsson stóð sig
einnig vel. Flestir aðrir spiluðu undir
getu.
Stig Hauka: Ivar W. 20, Pálmar 17,
Ólafur 15, Kristinn Kristinsson 11, Henning
Henningsson 8, Hálfdán Markússon 6, (var
Ásgrímsson og Sigurgeir Tryggvason 2.
Stig KR: Guðni 22, Þorsteinn 17, Birgir
Jóhannsson 12, Mafthías Einarsson 8,
Ástþór Ingason, Jón Sigurðsson og Björn
Indriðason 4.
náö 10 stiga forskoti á tímabili en
í hléi var 5 stiga munur á liðun-
um, 50-45.
UMFN náði að jafna leikinn á
byrjunarmínútum seinni hálf-
leiksins en einkaframtak Gylfa
Þorkelssonar breikkaði bilið aft-
ur. Gylfi fékk síðan sína 5. villu
fljótlega eftir það. Njarðvík náði
að jafna 80-80 er sjö mínútur
voru til Ieiksloka. Á loka mínút-
um voru skoruð 40 stig og var
þeim bróðurlega skipt. Síðasta
orðið fyrir venjulegan leiktíma
átti Hreinn Þorkelsson er jafnaði
leikinn fyrir ÍR, 100-100.
í framíengingunni náði UMFN
snemma frumkvæði, náðu 6 stiga
forystu 110-104 en ÍR náði að
minnka muninn í 114-113 rétt
fyrir leikslok, Gunnar Þorvarðar-
son skoraði þá fyrir Njarðvík úr
tveimur vítaskotum og tilraun
ÍR-inga til að jafna leikinn með
þriggja stiga körfu undir lokin
mistókst.
Valur Ingimundarson var
hreint óstöðvandi, hann skoraði
rúmlega helminginn af stigum
Njarðvíkinga eftir venjulegan
leiktíma en það því síðan rólega í
framlengingunni. Þeir Gunnar
Þorvarðarson og ísak Tómasson
voru einnig sterkir en lítið bar á
öðrum leikmönnum liðsins.
ÍR liðið náði að sýna sínar
bestu hliðar, léku allan tímann
mjög sannfærandi og er það mikil
framför frá hinum köflóttu
leikjum liðsins í vetur. Liðið var
mjög jafnt. Gylfi og Hreinn að
venju traustir, en ungu strákarnir
voru einnig stór þáttur í góðum
leik liðsins, sérstaklega þeir
Björn Steffensen og Vignir Hilm-
arsson.
Stig UMFN: Valur 53, Gunnar 23, ísak
17, Ellert Magnússon 10, Helgi Rafnsson
5, Teitur örlygsson og Hafþór Óskarsson
4,
Stig ÍR: Hreinn 25, Gylfi og Björn 16,
Vignir 15, Karl Guðlaugsson 13, Hjörtur
Oddsson 12, Ragnar Torfason 9, Bragi
Reynisson-7.
Þeir Jóhann Dagur og Jón Otti
dæmdu leikinn vel. -Frosti
Körfubolti
ÍBK einum frá
Keflvíkingar eru aðeins cinum
sigri frá úrvalsdeildinni eftir að
hafa unnið Þór tvívegis í 1.
deildinni á Akureyri um helgina.
Á föstudagskvöldið 87-81 og á
laugardaginn 85-78. Keflvíkingar
leika ekki aftur í deildinni fyrr en
15. mars, þá við Reyni á heima-
velli, og sigur þar myndi tryggja
þeim úrvalsdeildarsætið.
Leikurinn á föstudagskvöldið
jafn og tvísýnn allan tímann, og
liðin skiptust á um forystuna.
Staðan í hálfleik var 45-41, ÍBK í
hag. Guðmundur Björnsson
skoraði 24 stig fyrir Þór, Björn
Sveinsson 14, Konráð Óskarsson
13 og Jón Héðinsson 11. Guðjón
Skúlason og Jón Kr. Gíslason
voru yfirburðamenn hjá ÍBK -
Guðjón skoraði 32 stig og Jón 20.
Hrannar IJólm og Ingólfur Har-
aldsson komu næstir með 10 stig
hvor.
Keflvíkingar höfðu laugar-
dagsleikinn ávallt í hendi sér eftir
góðan fyrri hálfleik en staðan í
hléi var 53-37 þeim í hag. Guðjón
Skúlason átti frábæran fyrri hálf-
leik og skoraði þá 27 stig. Hann
lét síðan það gott heita. Jón Kr.
skoraði 10 stig og Björn 9. Kon-
ráð skoraði 29 stig fyrir Þór, Jón
H. 13 og Guðmundur 9.
-K&H/Akureyri
Viltu bjóða gestum
þínum gott brauð?
Snittur - brauðsneiðar
af öllum stærðum og gerðum.
Okkar brauð er öðruvísi.
Seljum út - sendum heim.
Hringdu í síma 11440.
Hótel Borg
Þriðjudagur 26. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11