Þjóðviljinn - 26.02.1985, Blaðsíða 1
Sigurður Sveinsson skoraði sjö mörk
í sigri Lemgo á Berlin.
Glíma
Sund
Olafur
sigraði
Ólafur H. Ólafsson úr KR bar sigur
úr býtum í bikarglímu Glímusam-
bands Islands sem fram fór í íþróttas-
al Melaskóla á sunnudaginn. Ólafur
lagði alla sex andstæðinga sína að
velli. Kristján Yngvason, HSÞ, var
annar með 5 vinninga og Hjörtur Þrá-
insson þriðji með 4 vinninga.
Islandsmet
Ragnheiðar
Ragnheiður Runólfsdóttir frá
Akranesi bætti íslandsmet sitt í 100 m
baksundi á sundmóti Armanns
á sunnudaginn. Hún synti á
1:08,50 mín. en gamla
metið hennar var
1:08,59 mín..
V. Þýskaland
Hástökk
Heimsmet tvo
daga í röð!
Sjöberg átti það ísólarhring áður en
Mögenburg tók við
Frá Jóni H. Garðarssyni
fréttamanni Þjóðviljans
í V.Þýskalandi
Dietmar Mögenburg, vestur-
þýski Ólympíumeistarinn, setti
glæsilegt heimsmet í hástökki
innanhúss I Köln í fyrradag, að-
eins sólarhring eftir að Svíinn
Patrik Sjöberg hafði eignað sér
metið!
Sjöberg, sem er tvítugur að
aldri, keppti á móti í Vestur-
Berlín á laugardaginn og þar
stökk hann 2,38 metra - bætti
heimsmet V.Þjóðverjans Carlos
Tránhardts um einn sentimetra.
Sigurgleði Svíans entist fram á
sunnudag þegar Mögenburg
vippaði sér yfir 2,39 m í Köln. Þar
með er nú heimsmetið innanhúss
orðið jafnt utanhússmetinu.
Keppnistímabil frjálsíþrótta-
manna er nýbyrjað og stökk
þeirra Sjöbergs og Mögenburgs
lofa mjög góðu fyrir sumarið og
ekki er ólíklegt að annar þeirra
verði fyrstur yfir 2,40 m markið.
Kraftlyftingar
Metið fauk
í Gríndavík
Stórleikur Atla
Það dugðiþó skammt gegn Essen. Kielfékk á sig eitt mark í
fyrri hálfleik. Sigurðurskoraði sjö. Alfreð heiðraður
Frá Jóni H. Garðarssyni
fréttamanni Þjóðviljans
í Þýskalandi:
Essen þurfti engan stórleik til
að sigra Atla Hilmarsson og fé-
laga frá Bergkamen í Bundeslig-
unni í handknattleik um helgina,
20-15. Alfreð Gíslason ætlaði
ekki að leika með vegna meiðsla,
hann sneri sig á æfíngu á þriðju-
daginn og var búinn að fá 12
sprautur í fótinn. Tveir aðrir hjá
Essen voru líka meiddir þannig
að Alfreð varð að leika með en
gat ekki beitt sér mikið.
Atli Hilmarsson hélt uppi
merki landans og var langbesti
maður Bergkamen, sem lék án
sinnar aðalskyttu, Rabka. Alti
skoraði 4 mörk, átti þrjár línu-
sendingar sem gáfu mörk og fisk-
aði tvö vítaköst. Hann var sá eini
hjá liðinu sem gat skotið fyrir
utan og var hans því gætt vel.
Greinilegur munur var á liðunum
strax í upphafi og eftir 14-9 í hléi
var aldrei spurning um úrslit.
Hinn 21 árs gamli Fraatz hjá Ess-
en átti frábæran leik, skoraði 10
mörk og einu skotin sem klikk-
uðu hjá honum voru tvö vítaköst!
Hann hefur allt til að bera,
leikinn og snöggur hornamaður.
Fimm leikmanna Essen voru sér-
staklega heiðraðir áður en leikur-
inn hófst, fyrir frammistöðu sína
á Ólympíuleikunum sl. sumar.
Alfreð var einn þeirra.
Kiel, lið Jóhanns Inga Gunn-
arssonar, sýndi stórkostlega vörn
í fyrri hálfleiknum gegn sterkasta
útiliði Bundesligunnar, Dankers-
en, og staðan í hléi var 10-1, Kiel í
hag! Liðið slakaði síðan á en vann
20-13. „Ég er ánægður með fyrri
hálfleikinn en ekki þann seinni.
Ég lagði fyrir leikmenn mína að
halda áfram að berjast en slaka
ekki á, en í heildina er ég ánægð-
ur með sigur eins og alltaf", sagði
Jóhann Ingi í samtali við Kicker.
Sigurður Sveinsson skoraði 7
mörk, 4 úr vítum, þegar Lemgo
lyfti sér upp um eitt sæti með því
að sigra Reinefusche Berlin 21-
19. Sigurður var tekinn úr umferð
allan tímann en átti þó ágætan
leik.
Kiel er nú með þriggja stiga
forystu í Bundesligunni, hefur 24
stig. Gummersbach og Essen
hafa 21 stig og Grosswallstadt 19.
Neðst eru Berlin og Húttenberg
með 12 stig, Lemgo 11, Ber-
gkamen 9 og Hándewitt með 7
stig.
Torfi Olafsson, kraftajötu-
nninn ungi úr KR, fór til Grinda-
víkur á laugardaginn með það
fyrir augum að setja nýtt heim-
smet unglinga í réttstöðulyftu á
íslandsmeistaramóti unglinga
sem fram fór í samkomuhúsinu
Festi. Til að vigta Torfa inní
keppnina dugði engin venjuleg
vigt þannig að honum var skellt á
hafnarvogina í Grindavík! Þar
reyndist hann vera 155 kg - og
síðan skellti hann sér uppí Festi
Blikur eru komnar á loft hjá
Vestur-Þjóðverjum og ekki eins
öruggt að þeir fái til sín úrslit Evr-
ópukeppni landsliða í knatt-
spyrnu árið 1988 og útlit var
fyrir.
Pólitíkin er komin í málið -
framkvæmdanefnd UEFA hefur
farið framá að ekki yrði leikið í
Berlín en vestur-þýsk stjórnvöld
eru hörð á því að Berlín verði
leikstaður ef keppnin verður
haldin í landinu. Knattspyrnu-
þar sem heimsmetið féll - 322,5
kg - bæting um hálft þriðja kfló.
Fyrir utan afrek Torfa voru sett
13 íslensk unglingamet á mótinu,
Hjalti Árnason, KR, Baldur
Borgþórsson, KR, og Ólafur
Sveinsson, KR, settu þrjú met
hver, Björgúlfur Stefánsson,
ÍBV, tvö og Matthías Eggerts-
son, KR, og Magnús Magnússon,
UÍA, eitt hvor. Keppendur á
mótinu voru sextán frá KR, ÍBV,
UÍA, ÍBA og FH. - VS
samband Vestur-Þýskalands hef-
ur fallist á málaleitanir UEFA og
þá er eftir að sjá hvaða pól
stjórnvöld landsins taka í hæðina
á næstu dögum og vikum.
- VS
í 26. leikviku Getrauna komu fram
þrjár raðir með 12 réttum
leikjum, sem gefur 131,965 krón-
ur á röð. Með 11 rétta voru 56
raðir og er vinningurinn kr. 3,029
á röð.
EM 1988
Blikur á lofti
B-keppnin
Úrsltt næstum ráðin
A. Evrópuþjóðirnar og Spánn standa langbest að vígi
V. Þýskaland
Hilmar
skoraði
Frá Jóni H. Garðarssyni
fréttamanni Þjóðviljans
í V.Þýskalandi:
Hilmar Sighvatsson skoraði
mark fyrir Siegen sem vann Ham-
mer 2-1 á útivelli í 3.
deildarkeppninni í knattspyrnu á
laugardaginn. Það var fyrsta
mark lciksins. Hilmar og Omar
Jóhannsson léku allan leikinn
með Siegen sem er komið uppí 14.
sæti af 18 liðum í deildinni eftir að
hafa verið á botninum í mest allan
vetur. Aðeins tvö stig skilja nú
liðið frá því sem er í sjöunda sæti.
Hilmar Sighvatsson.
Tékkar, Sovétmenn, A.Þjóð-
verjar og Pólverjar eru næsta ör-
uggir með sæti í næstu A-keppni í
handknattleik eftir fyrstu umferð
milliriðla B-keppninnar í Noregi í
fyrrakvöld. Úrslit þá urðu þessi
og staðan fylgir:
A-rlðill:
T ékkóslóvakía-Frakkland.........20-19
Spánn-Finnland...................29-19
Sovétríkin-Noregur...............31-17
Sovétríkin...........3 3 0 0 86-54 6
Tókkar...............3 3 0 0 65-55 6
Spánn 3 2 0 1 66-57 4
Finnland 3 10 2 71-84 2
Frakkland 3 0 0 3 61-77 0
Noregur 3 0 0 3 49-71 0
B-rlðill:
A. Þýskaland-Bandaríkin ....21-15
Ungverjaland-Búlgaría ....28-22
.. 29-33
A.Þýskaland 3 3 0 0 70-39 6
Pólland 3 3 0 0 83-65 6
Ungverjaland 3 2 0 1 72-64 4
Búlgaria 3 0 12 54-71 1
3 0 12 53-73 1
Bandaríkin 3 0 0 3 45-65 0
Spánn og Ungverjaland ættu
að hreppa sæti númer fímm og
sex að öllu óbreyttu þannig að lítil
spenna ríkir í keppninni. Frakkar
gætu þó mögulega ógnað Spán-
verjum með því að sigra bæði þá
og Norðmenn stórt og Spánverjar
steinlægju á meðan fyrir Sovét-
menn. Ungverjar ættu að vinna
Hollendinga í B-riðlinum og þá er
sæti þeirra í höfn.
- VS
Þriðjudagur 26. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
UMSJÓN: VÍÐIR SIGURÐSSON