Þjóðviljinn - 12.03.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.03.1985, Blaðsíða 1
Undanúrslitin Yfirvegun og öryggi Njarðvíkyfirfrá 7. mínútu og vann KR öðrusinni, nú 94-82. „VilfáHaukana“, segir Valur Nei, KR-ingar náðu ekki að ógna íslandsmeisturum Njarð- víkinga að marki í Laugardals- höllinni í gærkvöldi. Eftir að UMFN hafði náð forystu á 7. mín- útu leiksins hafði maður alltaf á tilflnningunni að hún yrði ekki af hendi látin. Svo fór heldur ekki, Njarðvíkingar héldu sínu striki og sigruðu 94-82. Þeir leika því til úrslita um íslandsmeistaratitilinn öðru sinni, við Hauka eða Val. KR-ingar byrjuðu af krafti og voru 8-4 yfir eftir 5 mínútur. Val- ur Ingimundarson hafði eytt þeim tíma í að stilla skot- maskínuna en síðan varð fókus- inn réttur og hann hitti úr sex skotum í röð. Á þeim kafla náði UMFN forystunni í eitt skipti fyrir öll, 12-10 og síðan 24-15. KR-ingar gáfu sig ekki, minnkuðu muninn niður í tvö stig, 33-31, en Njarðvík leiddi 41- 37 í hléi. Fljótlega í síðari hálfleik komst Njarðvík í 63-53 og þá varð enn Ijósara hvert stefndi. Yfirvegun og öryggi voru aðalsmerki Suður- nesjamanna, þeir léku eins og sá sem valdið hefur allt til leiksloka, hikstuðu örlítið þegar KR gerði sína síðustu örvæntingarfullu til- raun og lagaði stöðuna í 86-80 en í lokin gerði Njarðvík átta stig gegn t veimur - öruggur sigur var í höfn. Úrslitaleikirnir næsta verk- efni - þátttöku KR á þessu ís- landsmóti er lokið. Það var sterkur heildarsvipur á liði UMFN. Valur í aðalhlutverki að vanda - óstöðvandi í sókninni og í vörninni skilaði hann frábæru verki, hélt hinum hættulega Guðna Guðnasyni svo vel í skefjum að hann skoraði aðeins þrjú stig í fyrri hálfleik. Jónas Jó- hannesson og Gunnar Þorvarðar- son léku feikivel í vörn og sókn, Jónas hefur ekki verið svona at- kvæðamikill í sóknarfráköstun- um lengi. Isak Tómasson reif sig uppúr ládeyðunni sem hann hef- ur verið í undanfarið og skoraði 15 stig á jafnmörgum mínútum í seinni hálfleik. Aðrir skiluðu sínu - Árni Lárusson óhemju yfirveg- aður var og ómetanlegur liðs- maður síðustu mínútumar. „Við erum í góðu formi, nú vil ég fá Hauka í úrslitunum og mala þá,“ sagði Valur við undirritaðan eftir leikinn. Hverjir sem andstæðing- arnir verða, þá vita þeir að hverju þeir ganga gegn Val og félögum. KR hefur lokið sínu í þessu ís- landsmóti - en mikið má vera ef þetta lið sem Vesturbæingar eru að skapa verður ekki í fremstu röð næstu árin. Meiri reynsla er allt sem þarf. Hún er ekki til stað- ar enn - þess vegna var sigri UMFN ekki ógnað að marki. Birgir Mikaelsson var besti mað- ur iiðsins í gærkvöldi eftir að hafa verið mistækur framan af. Jón Sigurðsson lék meira með en yfir- leitt í vetur og var drjúgur og Matthías Einarsson komst mjög vel frá leiknum. Guðni náði sér ekki á strik fyrr en of seint. Stig UMFN: Valur 38(5 fráköst), Isak 15(2), Jónas 14(15), Gunnar 12(8), Ellert Magnússon 6(2), Árnl 6, Hafþór Óskars- son 2(2), Helgi Rafnsson 1 (2) og Jón Viðar Matthiasson (1). Hreiðar Hreiðarsson lék ekki með, var I leikbanni. Stig KR: Birgir M. 26(9 fráköst), Guðni 16(4), Jón 15(2), Matthías 10(6), Ástþór Ingason 7(2), Þorsteinn Gunnarsson 6(2) og Birgir Jóhannsson 2(1). Hörður Tulinius og Rob Iliffe dæmdu leikinn þokkalega. _____________________________-VS. Bikarinn „otóru“ fiðin a neimaveffi Lrvalsdeildarliðín I eru í btkarkeppni b hvort við annað þegai Ha,.kUndanÚrslitan"a HaukarmætaFranií| sm“re‘r,K £ H«»k»r-KR er (,»(",j slitaleikur - en allt get Landsliðsmarkverðirnir Henning Henningsson úr Haukum og Tómas Holton úr Val krækja saman klóm í baráttunni í gaerkvöldi. Henning hefur betur - eins og Haukarnir þegar upp var staðið. Mynd: E.ÓI. Undanúrslitin Haukar höfðu það í Höllinni Haukar undir en sneru leiknum við í lokin og unnu 81 -80. Þriðji leikur í Hafnarfirði annað kvöld Annar leikur Vals og Hauka í úrslitakeppninni í körfuknattleik var ekki síður spennandi en sá fyrri. Leikið var í Höllinni í gær- kvöldi og þegar rúmar 2 mín. voru til leiksloka var staðan 62-71 fyrir Hauka, en með miklu harð- fyigi tókst Valsmönnum að jafna 72-72 áður en leiktíma lauk. Var þá framlengt og náðu þá Haukar að knýja fram sigur 80-81. Stað- an í hálfleik var 38-37 fyrir Val. Leikurinn var nánast endur- tekning á leiknum í Hafnarfirði. Reyndar ekki eins góður, en jafn spennandi og þróaðist á sama hátt. Jafnt var í byrjun, en síðan komust Haukar yfir, 8-12. Mest komust þeir 6 stig yfir og um miðjan hálfleikinn var staðan 18- 23. Þá tóku Valsmenn kipp og komust yfir 24-23. Liðin skiptust síðan á að hafa forystuna fram að leikhlé er staðan var 38-37. Seinni hálfleikurinn var mjög jafn þar til 9 mín. voru eftir og staðan 61-61. Þá fór allt að ganga á afturfótunum hjá Val. Þeir misstu Torfa Magnússon útaf með 5 villur þegar 5 mín. voru eftir og skoruðu ekki stig í 5 mín., þannig að þegar 4 mín. voru eftir var staðan orðin 61-69 og síðan 62-71. Valsmenn tóku þá að pressa allan völlinn og setti það Haukamenn út af laginu. Einar Ólafsson 3ja stiga körfu og Krist- ján Ágústsson 4 stig og 2 mín. eftir. Kristinn Kristinsson fékk 2 vítaskot þegar 90 sek. voru eftir og hitti úr öðru og staðan 72-68. Valsmenn stálu boltanum af Pálmari Sigurðssyni þegar 35 sek. lifðu af leik og Tómas Holton minnkaði muninn í 2 stig. Þegar síðan aðeins 7 sek. voru eftir komst Leifur Gústafs inn í send- ingu, gaf fram á Kristján en Ólafur Rafnsson braut á honum og fékk Kristján 2 vítaskot og að- eins 4 sek. eftir. Hann hitti úr báðum og jafnaði. Því þurfti að framlengja. Kristinn kom Haukum strax yfir, en Jóhannes Magnússon svaraði með 4 stigum. Þegar 2 mín. voru eftir voru Valsmenn yfir 78-76 og með boltann, en hittu ekki og Pálmar jafnaði. í næstu sókn misstu Valsmenn boltann, Haukar brunuðu upp, skutu en hittu ekki, Pálmar náði frákastinu og skoraði og fékk auk þess eitt vítaskot sem hann nýtti. Jóhannes minnkaði muninn í 1 stig og var síðan nálægt því að ná boltanum þegar 16 sek. voru eftir, það gekk þó ekki og Haukar héldu haus og spiluðu af skynsemi það sem eftir var og stigu síðan stríðsdans þegar bjall- an gall. Eins og í fyrri leiknum þá gat sigurinn lent hvorumegin sem var og því ekki nema sanngjarnt að hann skulu hafa lent hjá Haukum. Hvorugt liðið náði að sýna eins skemmtilega kafla og oft áður, en spennan vann það upp. Torfi var besturíjöfnu Vals- liði og Leifur var geysisterkur í fráköstum. Þeir Kristján, Tómas og Jón Steingríms áttu einnig góðan leik. Athygli vakti að Sig- urður Bjarnason sem sýndi snilldarleik í Hafnarfirði fékk nánast ekkert að spreyta sig. Haukar börðust mjög vel og stóðu sig allir vel. ívar var sterkur og Pálmar í fyrri hálfleik og fram- lengingu en daufur í seinni hálf- leik. Henning Henningsson, Ólafur, Kristinn og Hálfdán Markússon stóðu allir vel fyrir sínu. Stlg Val*: Kristján 16, Tómas 14, Torfi 12, Jón 11, Leifur 9, Jóhannes og Einar 8 og Björn Zoega 2. Stlg Hauka: Ivar 25, Pálmar 19, Hálfdán 11, Henning og Kristinn 9, Ólafur 7. Dómarar voru Jón Utti og Sigurður Valur og skiluðu þeir góðri dómgæslu í erfiðum leik. Sagt eftir leikinn: Pálmar Sigurðsson, fyrirliði Hauka: „Við gerðum þau mistök að hætta að spila og hugsa of mikið um að tefja þegar Valsmenn fóru að pressa stíft. Við náðum þó loksins að halda haus í stað þess að missa allt r.iður eins og oftast áður. Vörnin kom betur út hjá okkur núna og hafði það mest að segja. Þessi lið eru mjög jöfn og getur allt gerst í þessum leikjum." Torfi Magnússon, fyrirliði Vals: „Við vorum óheppnir með skot í framlengingunni og auk þess vantaði nokkuð á baráttuandann í meirihluta seinni hálfleiks. Við náðum þó að koma honum upp í restina þó það hafi ekki dugað að þessu sinni.“ Því má bæta við að einn leikmanna lét þau orð falla að liðin væru svo jöfn að það væri eins hægt að kasta upp um úrslitin! -gsm UMSJÓN: VfÐIR SIGURÐSSON Þriðjudagur 19. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.