Þjóðviljinn - 12.03.1985, Side 3

Þjóðviljinn - 12.03.1985, Side 3
ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Atli V. Þýskaland Bayem réð gangi mála í Köln Schumacher vondur. Stuttgartfrábœrt íseinni hálfleik. Atli bestur hjá Diisseldorf. Janus aftur með eftir hundsbitið Frá Jóni H. Garðarssyni frétta- manni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: Það kom mér á óvart hversu vel Bayern Munchen lék gegn hinu sterka liði Kölnar hér í Köln á laugardaginn. Mestan hluta leiksins stjórnaði Bayern gangi mála og vann sanngjarnan sigur, 0-2. Með honum stendur liðið mjög vel að vígi á toppi Bundes- ligunnar í knattspyrnu og með þessu áframhaldi stendur það uppi sem meistari í vor. Búist var við 60 þúsund áhorf- endum en aðeins 45 þúsund mættu. Sennilega sátu 15 þúsund heima vegna þess að snillingurinn Pierre Littbarski lék ekki með Köln, hann er í fjögurra leikja banni. Sókn Kölnar var í rúst, Klaus Allofs var settur í stranga gæslu og þar með réð Bayern lögum og lofum á vellinum. Góð vöm og frábær miðja hjá Bæjur- um sem tóku forystu á 28. mín. þegar Dieter Höness, sem er í hörkuformi þessa dagana, skoraði með skalla, 0-1. Loks á 60. mín. tók Köln við sér þegar Gerd Strack var settur inná. Hann var bara 20 sekúndur að komast í fyrsta færi Kölnar í leiknum en skaut í hliðarnetið. Köln sótti eftir þetta en Bayern missti aldrei tökin á leiknum og mínútu fyrir leikslok tryggði Lot- har Mattháus liðinu sigur, vipp- aði snyrtilega yfir Toni Schumac- her í Kölnarmarkinu af 30 m færi. Flautað til leiksloka, Uli Höness og Udo Lattek, æðstu menn Bay- ern, hlupu inná, en enginn fagn- aði eins og Mattháus. Hann hafði á 10. mín. leiksins lent í samstuði við Schumacher sem reiddist gífurlega og öskraði lengi á Matt- háus, félaga sinn úr landsliðinu. Eftir leikinn sagði svo hinn óút- reiknanlegi markvörður: „Ég fyrirgef honum þetta ekki á næstu dögum!“ Sveið greinilega sárt að fá markið á sig. Úrslit í Bundesligunni: Stuttgart-Uerdingen.............5-2 Mannheim-Bremen.................1-1 Dusseldorf-Bielefeld............1-1 Frankfurt-Braunschweig..........2-0 Schalke-Kaiserslautern..........1-1 HamburgerSv-Karlsruher..........0-0 Gladbach-Leverkusen.............1-1 Köln-Bayern Munchen.............0-2 Bochum-Dortmund.................4-1 Stuttgart var 0-1 undir í hálf- leik gegn Uerdingen og hafði leikið hörmulega illa. Meistar- arnir tóku síðan hressilega við sér eftir hlé og Klinsmann og Reichert, sem nú náðu vel saman í framlínunni, skoruðu strax, 2-1. Mörk frá Wöhrlin (sjálfsmark), Allgöwer ogK.H. Förster fylgdu í kjölfarið, 5-1, en Funkel skoraði fyrir Uerdingen úr vítaspyrnu á lokamínútunni. Lárus Guð- mundsson sást lítið hjá Uerding- en að þessu sinni. Hann fékk 5 í einkunn og var tekinn útaf 12 mínútum fynt leikslok. Ásgeir Sigurvinsson lék ekki með Stutt- gart, er ekki búinn að ná sér eftir meiðslin. Atli Eðvaldsson var besti mað- ur Dusseldorf ásamt Peter Löhr þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Bielefeld. Báðir fengu 3 í ein- kunn. Mikil veikindi herja enn á lið Dusseldorf og það hefði getað fengið leiknum frestað af þeim sökum. Atli lék á miðjunni og á þeim stutta kafla sem sýndur var í sjónvarpinu geystist hann þríveg- is upp kantinn og sendi vel fyrir mark Bielefeld. Búrscher kom Bielefeld yfir en Fach jafnaði fyrir Dússeldorf. Leikurinn ein- kenndist af misheppnuðum send- ingum, Atli og Löhr voru þeir einu sem gerðu eitthvað af viti. í öðrum leikjum kom jafntefli Hamburger og Karlsruher mest á óvart. Karlsruher var m.a.s. nær sigri í leiknum. Dietmar Jacobs hjá Hamburger var rekinn af leikvelli - það er farinn að fjúka einn landsliðsmaður í hverri um- ferð Bundesligunnar! Stefan Kunz hjá Bochum er ekki bara atvinnuknattspyrnumaður, hann er líka í fullu starfi sem lögreglu- þjónn, þótt ótrúlegt megi virðast. Þetta virðist fara ágætlega saman - á laugardag skoraði hann 2 mörk í 4-1 sigri Bochum á Dortmund og er ann- ar markahæsti leikmaður liðsins í vet- ur með 8 mörk! Efstu og neðstu lið Bundeslig- liðsins í seinni hálfleik en kom ekki í veg fyrir 5-0 tap. Siegen tapaði fyrir Lutgendort- mund 2-0 í Westfalen-riðli Oberlig- unnar (3. deildar) og datt niður í 3. neðsta sæti. Hilmar Sighvatsson lék allan leikinn með Siegen en Ómar Jó- hannsson var tekinn útaf 15 mínútum fyrir leikslok. Efstur á óskalistanum Enn ekki verið boðinn nýr samningur Atli Eðvaldsson slær hér á létta strengi með íranum Liam Brady. Atli leikur stórt hlutverk í liði Dusseldorf, ekki síst utan vallar. Frá Jóni H. Garðarssyni frétta- manni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: í stórri grein um Fortuna Diiss- eldorf sem birtist í Kicker nú á dögunum er talsvert fjallað um Atla Eðvaldsson. Þar kemur fram að Dusseldorf hefur enn ekki boð- ið honum nýjan sanúwng i stað þess sem rennur út í vor. Hins vegar er vitað að Atli er efstur á óskalista Kremers þjálfara sem vUI ólmur halda honum, enda leikur Atli geysistórt hlutverk í liðinu, innan vallar sem utan. Utan vallar virðist Atli ávallt hafa orð fyrir leikmönnum Dúss- eldorf og nú um helgina stakk hann upp á því að Dússeldorf léki gegn Bielefeld á leikvelli áhuga- unnar eru: Bayern M .22 Bremen .21 Uerdingen . 21 Gladbach . 20 Köln .20 Stuttgart .22 Dússeldorf... Bielefeld.... Braunschw.. Karlsruher... Dortmund.... Janus Guðlaugsson lék að nýju með Fortuna Köln í 2. deildinni eftir hundsbitið fræga. Fortuna var að tapa 4-0 í hálfleik í Duisburg þegar hann var settur inná - hann var besti maður Handbolti Sigur án áhuga Ahugalausir Víkingar sigruðu Þór í síðasta leik forkeppni ís- landsmótsins í handbolta. Leikurinn fór fram í Seljaskólan- um í gærkvöldi að viðstöddum ör- fáum áhorfendum sem að ein- hverjum ástæðum höfðu ekkcrt betra við tímann að gera. Leikur- inn skipti Víking engu máli, þeir hafa sín þrjú stig upp í úrslitak- eppnina, Þórarar taka með sér sex stig niður í fallkeppnina, eru með næst slökustu útkomuna þar eftir forkeppnina, aðeins Breiða- blik stendur verr að vígi. Fyrri hálfleikur var allan tím- ann jafn og sjaldnast munaði meira en einu marki. í hálfleik höfðu borgarbúar forystuna, 8-7. í seinni hálfleiknum skyldi fyrst að með liðunum, Víkingar náðu þriggja marka forystu 12-9 og síðar sex marka forskoti 19-13, það reyndist of stór biti fyrir ný- liða Þórs. Lokatölur 24-19. Hornamennirnir Karl Þráins- son og Guðmundur Guðmunds- son voru frískastir Víkinga en þeir Viggó Sigurðsson og Hilmar Sigurgíslason gerðu einnig góða hluti. Gylfi Birgisson og Sigbjörn Óskarsson voru í aðalhlutverkum hjá Þór. Mörk Víkings: Karl 7, Viggó 6/3v, Guö- mundur 5, Hilmar 4, Þorbergur Aöalsteins- son og Einar Jóhannesson 1. Mörk Þórs: Gylfi 5, Sigbjörn 4, Óskar Brynjólfsson, Páll Scheving og Steinar Tómasson 3, Sigurður Friðriksson (eldri) 1/1v. -Frosti Körfubolti n ns 80 Allir með Steindóri! ALLAR STÆRÐIR SENDIBÍLA Stórsigur KR-stúlkna Pola 23 stiga tap gegn Haukum KR er sama og öruggt með meistaratitilinn í kvennaflokki í körfuknattleik eftir stórsigur á ÍR, 65:43, í 1. deildinni um helg- ina. KR á eftir að ieika við Hauka til að hreppa Islandsmeistaratitil- inn. Staðan er þessi í 1. deild: KR..............15 13 2 827:588 26 Haukar..........14 11 3 587:523 22 og þann leik verða Haukastúlk- [g...............[4 f 9 [q urnar að vinna með 25 stiga mun Njárðvik"!!!!!!!!!""i3 0 13 377Í706 0 10 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sund Ragnar danskur meistari Systkinin Ragnar Guðmundsson og Þórunn Kristín Guðmundsdóttir stóðu sig frábærlega á danska meistar- amótinu í sundi sem fram fór um helgina. Ragnar setti tvívegis íslandsmet í 400 m skriðsundi á föstudagskvöldið og varð síðan Danmerkurmeistari í 1500 m skriðsundi á sunnudaginn og bætti þá íslandsmet sitt um hvorki meira né minna en 22 sekúndur. Þórunn setti íslandsmet í 400 m skriðsundi kvenna á mótinu. Á föstudaginn byrjar Ragnar á að synda 4:04,09 mín. í undan- rásum 400 m skriðsundsins og með því bætti hann eigið íslands- met um rúmar þrjár sekúndur. í úrslitasundinu, þar sem hann varð annar, synti hann síðan á 4:00,40 mín, aftur nýtt met og búinn að bæta sig um 7 sekúndur á kvöldinu. f fyrradag var síðan 1500 m skriðsundið á dagskrá og þá kom Ragnar fyrstur í mark á 15:49,11 mín, en gamla íslandsmetið hans var 16:11,80 mín. Stórkostlegur árangur. Millitíminn á 800 m var 8:27,51 mín, líka Islandsmet. Þórunn bætti íslandsmet sitt í 400 m skriðsundi á föstudags- kvöldið, synti vegalengdina á 4:38,40 sekúndum og bætti metið um eina sekúndu. - VS mannaliðs í Dússeldorf. Það er miklu minni leikvangur en hinn glæsilegi Rheinstadion sem Dúss- eldorf leikur á. „Það yrði mikið betri stemmning á svona litlum velli - það er lítið gaman að leika fyrir 4,500 manns á velli sem rúm- ar 70 þúsund áhorfendur“, er haft eftir Atla. Guido Buchwald varð nú fyrir helgina fimmti leikmaður Stutt- gart til að ganga frá nýjum samn- ingi við félagið. Áður höfðu Karl- Heinz Förster, Roleder og Jáger markverðir og Gúnther Scháfer gert nýja samninga - ásamt Ás- geiri Sigurvinssyni sem gekk í fyrra frá samningi til ársins 1987. Framtíðin hjá Stuttgart er því smám saman að skýrast. Körfubolti vann i baráttuleik Hefur 1 -0 forystu í einvíginu við IS ÍR-ingar unnu Stúdenta í fallkeppni úrvalsdeildar KKÍ á laugardaginn í Scljaskóla. Leikurinn einkenndist fyrst og fremst af mikilli baráttu liðanna frekar en góðum körfuknattleik. Úrslitin réðust ekki fyrr en á loka- minútunum er ÍR náði að skora fimm stig án svars frá ÍS og breyta stöðunni í 60-54, bæði liðin gerðu síðan eina körfu á síðustu mínút- unni og lokatölur því 62-56. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en í síðari hluta fýrri hálfleiksins náði ÍR góðum kafla sem tryggði níu stig umfram ÍS í hléi, 33-24. í seinni hálfleik náði ÍS fljót- lega að jafna leikinn en ÍR-ingar höfðu meira púður á endasprett- inum, úrslitin 62-56. Hvernig sem á því stendur þá virðast IR-ingar aldrei ná að sýna sitt rétta andlit gegn ÍS, þrír tap- leikir ÍR í innbyrðis viðureign lið- anna bera glöggt vitni um það. Bræðurnir Hreinn og Gylfi Þor- kelssynir stóðu einir upp úr með- almennskunni! Enginn getur afskrifað Stúdenta sem úrvalsdeildarlið, ekki mátti miklu muna að stigin tvö lentu í höndum þeirra. Þeir spiluðu leikinn skynsamlega lengst af. Liðið var mjög jafnt í þessum leik. Stig ÍR: Hreinn 23, Gylfi 15, Bragi Reynisson og Björn Steffensen 6, Karl Guðlaugsson, Hjörtur Oddsson og Ragnar Torfason 4. Stig (S: Guðmundur Jóhannesson 15, Helgi Gústafsson 10, Ragnar Bjartmarz 9, Valdemar Guðlaugsson 8, Ágúst Jóhann- esson 6, Árni Guðmundsson og Eirikur Jó- hannesson 3, Þórir Þórisson 2. - Frosti. Danmörk „Gamla dómkirkjan skalf í nýju Mekka!“ Gísli Felix, Gunnar ogAnders Dahl íaðalhlutverkum hjá Ribe íglæsisigri á verðandi Danmerkurmeisturum Frá Emil Björnssyni fréttamanni Þjóðviljans í Danmörku: „Gamla dómkirkjan skalf á grunni sínum í hinni nýju Mekka handboltans, Ribe“, segir í risa- fyrirsögn í dönsku blaði eftir að 2. deildarlið Ribe, með Gísla Felix Bjarnason, Gunnar Gunnarsson og fyrrum KR-þjálfarann Anders Dahl-Nielsen í broddi fylkingar, sigraði Helsingör, efsta lið dönsku 1. deildarinnar sem er sama og orðið meistari, 19-17 í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar um helgina. Gísli Felix Bjarnason (Felix- sonar) var besti maður vallarins í Ribe þar sem heimaliðið var ó- Anders Dahl-Nielsen hefur náð frábærum árangri með Ribe og nú vilja danskir sjá hann við hlið Leifs Michaelsens með danska landsliðið. íslendingaslagur Góður leikur Sigga og Alla Alfreð gætti Sigurðar og var rekinn útaf þrisvar Sigurður skoraði tvö síðustu mörk leiksins og jafnaði Frá úrslitaleik KR og Stjörnunnar í 2. flokki kvenna í handknatt- leik I Hafnarfirði á sunnudaginn. Stjarnan sigraði 10-9 og varð (slandsmeistari í 2. flokki kvenna. Það er Stjörnustúlka sem stöðvar stöllu sína úr KR á myndinni. Keppni í 2. flokki karla fór fram að Varmá í Mosfellssveit og þar sigraði Víkingur Stjörnuna 19-13 1 úrslitaleik og varð fslandsmeistari. Mynd: eik. Frá Jóni H. Garðarssyni frétta- manni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: Sigurður Sveinsson og Alfreð Gíslason sýndu báðir mjög góðan leik þegar lið þeirra, Lemgo og Essen, gerðu jafntefli, 16:16, í hörkuspennandi viðureign í Bundesligunni í handknattleik um helgina. Alfreð var settur til höfuðs Sigurði í leiknum og braut þrisvar illa á honum - var rekinn af velli í þriðja sinn og þar með itilokaður um miðjan síðari hálf- eik. Sigurður notaði sér frelsið >g skoraði tvö síðustu mörk eiksins, það fyrra úr vítakasti og það síðara eftir að hafa platað vörn Essen uppúr skónum og rennt sér í gegn. Staðan í hálfleik var 8:11, Ess- en í hag, og frábært hjá Lemgo að láta þetta sterka lið aðeins skora fimm mörk í seinni hálfleik. Á síðustu sekúndum leiksins fékk Lemgo aukakast. Stillt upp fyrir . Sigurð sem lyfti sér og skaut, þrumuskot, en Hecker mark- vörður, besti maður Essen, varði á óskiljanlegan hátt og bjargaði stigi. Sigurður gerði flest mörk Lemgo, 6, eitt víti. Fraatz skoraði 8 (3 v) fyrir Essen og Alfreð 4 (lv). Atli Hilmarsson og félagar í Bergkamen unnu góðan sigur á Schwabing á sunnudaginn, 25:19, og náðu í dýrmæt stig í fallbarátt- unni. Kiel tapaði loks eftir langa sigurgöngu, 22:19 fyrir Hofweier en er áfram efst. Grosswallstadt fékk óvæntan skell gegn botnliði Hándewitt, 25:17, eftir að hafa leitt 9:12 íhálfleik. Kiel ermeð26 stig, Gummarsbach 25 og Essen 24 en önnur eru talsvert að baki. Neðst eru Lemgo með 14 stig, Massenheim með 13, Hútten- berg, Berlin og Bergkamen með 12 stig og Hándewitt með 9 stig. England Man. Utd. gegn Liverpool! Risarnir í Liverpool og Manc- hester United mætast í undanúr- slituni ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu þann 13. aprfl! Þetta varð niðurstaðan þegar dregið Alfreð- útaf. fjögur mörk og rekinn þrisvar Sigurður - sex mörk, ustu mörk leiksins. þar af tvö síð- Blak Fimmta árið í röð hjs 1 Þrótti Þróttarar urðu um helgina íslandsmeistarar í blaki karla fimmta árið í röð. Þeir fullnægðu formsatriðinu með því að sigra Fram 3:0 í Haga- skóla. Þróttarar eiga enn eftir tvo lciki í l.deildinni en þeir skipta ekki máli. IS vann Víking 3:0 og er þar með öruggt með annað sætið. í 1. deild kvenna vann Þróttur sigur á Vflringi, 3:1, og í bikar- keppni kvenna vann ÍS Völs- ung 3:1. spart hvatt af 2000 áhorfendum. Hann varði eins og berserkur í leiknum, ótrúlegustu skot. Gunnar Gunnarsson og Anders Dahl voru síðan í aðalhlutverki í sóknarleiknum, Gunnar gerði 5 mörk, flest með glæsilegum þrumuskotum. „Mörk Gunnars voru frábær og hann hlýtur með þessu að hafa bankað hressilega á dyr íslenska landsliðsins“, segir í BT en í því blaði, sem telur sig það stærsta í Danmörku, er birt stór mynd af Gísla Felix þar sem hann fagnar sigrinum í leikslok. Leikurinn var hörkuspenn- andi, staðan var 14-14 þegar skammt var til leiksloka en þá seig Ribe framúr og náði að tryggja sér sæti í undaúrslitum keppninnar. Anders Dahl Næst með lands- liðið? Frá Emil Björnssyni fréttamanni Þjóðviljans í Danmörku: Anders Dahl-Nielsen, fyrrum þjálfari KR-inga, er nú sterklega orðaður við danska landsliðið í handknattleik. Hann hefur náð frábærum árangri með Ribe og liðið er öruggt með sæti í 1. deild að ári. Óskaparið við stjórnvöl- inn hjá landsliðinu, að mati dönsku pressunnar, er Leif Mic- haelsen, núverandi landsliðs- þjálfari, og Anders Dahl. Þrátt fyrir góðan árangur með Ribe í vetur heldur Anders sig við jörðina. Eftir bikarsigurinn frækna á Helsingör um helgina (sjá annars staðar á síðunni) sagði Anders: „Það er ekki hægt að fleyta sér lengi á einum stjörnuleik. Ribe verður að sýna jafna og góða leiki næsta vetur til að eiga einhverja möguleika í hinni hörðu 1. deildarkeppni.“ Skotland var í Englandi í gær. Hinn undan- úrslitaleikurinn verður milli sig- urvegaranna í leikjum Ipswich- Everton og Luton-Millwall. -VS Tvö komin áfram Dundee United og Motherwell eru komin í undanúrslit skoska bikarsins í knattspyrnu. Dundee United vann St. Mirren 4:1 á úti- velli, David Dodds gerði tvö markanna, og Motherwell sigraði Forfar 4:1. Dundee og Celtic skildu jöfn, 1:1. Maurice Johns- ton kom Celtic yfir en John Brown jafnaði. Loks gerðu He- arts og Aberdeen jafntefli, 1:1. Sandy Clarke skoraði fyrir He- arts en Eric Black fyrir Aberde- en. - ab/VS

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.