Þjóðviljinn - 12.03.1985, Page 4

Þjóðviljinn - 12.03.1985, Page 4
Urslit FA-bikarninn 5. umferð Luton-Watford................1-0 6. umferð Evertorv-lpswich..............2-2 Manch.Utd-WestHam.............4-2 Barnsley-Liverpool............0-4 1. deild: Chelsea-Southampton..........0-2 Conventry-Q.P.R..............3-0 Leicester-Sheff.Wed..........3-1 Norwich-Aston Villa..........2-2 Nottm.-For.-Newcastle........0-0 Sunderland-Arsenal...........0-0 2. deild: Birmingham-Notts Co..........2-1 Cardiff-Fulham...............0-2 Carlisle-Grimsby.............1-1 Cr.Palace-Wolves.............0-0 Leeds-Huddersfield...........0-0 Manch.City-Middlesboro.......1-0 Oldham-Blackburn..............2-0 Portsmouth-Wimbledon.........1-0 Sheff.Utd-Oxford..............1-1 Shrewsbury-Charlton..........1-1 3. deild: Doncaster-Bristol R...........2-2 Bournemouth-Lincoln..........3-1/ Bristol C.-Bradford C.........2-01 Burnley-Reading...............0-2J Gilingham-Brentford...........2-0 Hull City-Derby...............3-2 Millwall-York City..........*. 1-0 Orient-Newport............... 1-1 Preston N.E.-Bolton...........1-0 Rotherham-Plymouth............0-2 Walsall-Swansea...............3-0 Wigan-Cambridge...............3-3 4. deild: Colchester-Chester............1-1 Scunthorpe-Southend...........2-1 Tranmere-Hereford.............0-1 Aldershot-Northampton.........0-0 Bury-Blackpool................1-0 Crewe-Stockport...............2-1 Darlington-Halifax............2-0 Exeter-Chesterfield...........0-1 Hartlepool-Torquay............3-1 Peterboro-Rochdale............1-1 PortVale-Swindon..............2-0 Wrexham-Mansfield.............2-2 Staðan 1. deild Everton 27 17 5 5 60-31 56 Tottenham 27 16 6 5 53-27 54 Man.Utd 28 14 7 7 51-32 49 South.ton... 29 14 7 8 40-34 49 Liverpool.... 28 13 9 6 40-23 48 Arsenal 29 14 5 10 48-37 47 Shetf.W 28 12 10 6 43-29 46 Nott.For 28 14 4 10 41-36 46 Chelsea 29 10 10 9 42-35 40 Aston Villa.. 28 10 8 10 40-43 38 Nonvich 28 10 8 10 35-39 38 Newcastle.. 30 9 10 11 43-53 37 Leicester.... 28 10 6 12 48-49 36 W.B.A 28 10 5 13 40-43 35 Q.P.R 30 8 11 12 35-50 35 WestHam. 26 8 8 10 33-39 32 Coventry.... 29 9 4 16 31-48 31 Watford 26 7 9 10 47-50 30 Sund.land... 28 8 6 14 30-39 30 Ipswich 25 6 7 12 24-35 25 Luton 26 6 7 13 31-47 25 Stoke 27 2 6 19 17-56 12 2. deild Man.City .... 30 17 7 6 47-24 58 Birm.ham... 28 17 4 7 39-24 55 Blackburn... 30 15 8 7 52-30 53 Oxford 27 15 6 6 54-26 51 Ports.mth... 29 13 11 5 47-36 50 Fulham 30 15 4 11 54-50 49 Leeds .30 13 9 8 49-32 48 Grimsby.... .30 14 6 I0 57-46 48 Brighton .29 14 6 9 33-23 48 Hudd.fld.... . 29 13 6 10 39-38 45 Barnsley.... .27 11 10 6 33-25 43 Shr.bury .28 11 9 8 48-39 42 Wimbledon 28 11 5 12 53-53 38 Oldham .31 10 6 15 32-53 36 Sheff.U .30 8 11 11 45-49 35 Carlisle .30 9 6 16 33-48 33 Charlton.... . 29 8 7 14 39-46 31 C.Palace... .28 6 10 12 31-45 28 Midd.bro.... . 31 6 8 17 31-47 26 Wolves . 30 6 8 16 30-53 26 Cardiff . 30 6 5 19 35-62 23 NottsCo.... .30 5 6 19 24-56 21 3. deild Bradford C.. .32 20 e i 6 52-28 66 Millwall ...30 17 7 ’ 6 49-28 58 HullCity .32 16 10 6 51-33 58 Gill.ham .29 17 C i 7 51-40 56 4. deild Bury........31 18 7 6 54-33 61 Hereford....29 17 7 5 48-24 58 Ch.field....31 16 10 5 47-29 58 Blackpool...31 17 7 7 45-27 58 Markahæstir f 1. deild: Gary Lineker, Leicester..........17 Garry Thompson, WBA..............17 Kerry Dixon, Chelsea.............16 Mark Falco, Tottenham............15 Graeme Sharp, Everton............15 Imre Varadi, Sheff.Wed...........15 Enskar getraunlr: 3 stig: nr. 2, 7, 12, 13, 19, 23, 30, 32, 43, 47 og 54. 2 stig: nr. 3, 4, 8, 9, 24, 37, 46 og 52. 1'/2 stig: nr. 6, 16, 21, 28, 33, 34, 38, 39, 40, 41, 44, 49, 51, 53 og 55. lanRush- þrenna í Barns- \ ley. England-bikarinn Rush raðar! Skoraði þrjú og lagði eitt upp á Oakwell Ian Rush er óðum að bæta sér upp öll mörkin sem hann missti af þvi að skora þegar hann lá í meiðslum fyrri hluta vetrar. Hann slökkti bikarvonir Barnsley nánast uppá eigin spýtur á sunnudaginn, skoraði þrjú mörk og lagði eitt upp þegar Liverpool vann 0-4 sigur á Oakwell í 6. umferð bikarkeppninnar. Skaut Liverpool í undanúrslit- in en þar leikur einnig Manchester United ásamt sigur- vegurunum í Luton-Millwall og Ipswich-Everton. Barnsley náði aldrei að kveikja hjá sér þann neista sem til þarf í svona bikarleik en tókst þó að halda Liverpool í skefjum framyfir leikhlé. Eftir að Rush hafði skorað uppúr sendingu frá Kenny Dalglish var aldrei spurning um úrslit. Rush gaf á Ronnie Whelan sem skoraði, 0-2, Rush gerði þriðja markið eftir stórgóða sókn og sendingu frá Dalglish og fjórða markinu bætti hann við rétt fyrir leikslok. Þrátt fyrir allar hrákspárnar í háust og vetur er Liverpool á höttunum á eftir þremur vegsemdum - FA- bikarnum, enska meistaratitlinum og Evrópubikarnum. -VS England - bikarinn Norman Whitesi- de-þrennagegn West Ham. Whiteside í vígahug Fyrsta þrenna hansfyrir Man. Utd. kom liðinu í undanúrslit. West Ham fékk ekki frest. Everton náði naumlega jöfnu á heimavelli. Watford óheppið ogúrleik „Það þarf tvo í tangó,“ sagði hinn geðþekki fréttamaður BBC, Bryan Butler, eftir leik Manc- hester United og West Ham í 6. umferð enska bikarsins á laugar- daginn. Sá sem dansaði best á laugardaginn var norður-írski landsliðsmaðurinn Norman Whiteside. Stórleikur hjá stráksa þcgar Rauðu Djöflarnir tryggðu sér sæti í undanúrslitum bika- rsins. Kappinn skoraði þrennu og er það í fyrsta skipti sem hann nær að skora þrjú mörk í leik með aðalliði Man. Utd. Það sem meira er, að núna spilar Whiteside í nýrri stöðu. Vegna meiðsla nokk- urra lykilmanna Man. Utd hefur strákur leikið á miðjunni í nokkr- um síðustu leikjum með þeim ár- angri að hann hefur sjaldan spil- að betur. Það var mikil stemmning í en- ska bikarnum og fullar stúkur á Old Trafford og Goodison Park. Forráðamenn West Ham reyndu að fá leiknum frestað vegna glórulausrar flensu og meiðsla nokkurra lykilmanna liðsins. Svarið frá KSÍ þeirra enskra var þvert nei og 17 manna hópurinn sem fór til Manchester innihélt 6 leikmenn sem voru varla leikfær- ir. Það sást ekki á leik liðsins fyrstu 45 mínúturnar því West Ham hreinlega yfirspilaði Manchester-liðið. Það kom nokkuð á óvart að Man.Utd. skoraði fyrsta markið. Mark Hughes var þar að verki á 21. mín. West Ham náði að jafna þegar Paúl Allen lék laglega í gegnum Manchestervörnina og náði að skora með aðstoð varnar- manns United, Grahams Hogg. Á 39. mín. tók Whiteside til sinna ráða og skoraði uppúr horns- pyrnu, 2:1. í seinni hálfleik sner- ist leikurinn Man. Utd. í hag og skömmu eftir hlé jók Whiteside forystu heimamanna. Paul Allen minnkaði muninn en síðasta orð- ið í leiknum átti Whiteside, 4:2, þegar hann skoraði úr vítaspyrnu seint í leiknum. Opinn og skemmtilegur leikur sem bauð uppá sex mörk en þau hefðu al- veg eins getað orðið tólf. Leikur dagsins var á Goodison Park þar sem heimamenn áttu í höggi við Ipswich, sem þarna lék sinn fjórða leik á átta dögum. Everton yfirspilaði Ipswich fyrstu mínútur leiksins og mátti Paul Cooper markvörður tvívegis hirða boltann úr netinu hjá sér á fyrstu 4 mínútunum. En bæði mörkin voru dæmd af. Cooper kom engum vörnum við á 5. mín- útu þegar Kevin Sheedy skaut góðum bogabolta beint í mark- hornið úr aukaspyrnu, 1:0. En á 15. mín. var staðan orðin jöfn. Kevin Wilson fékk fyrirgjöf frá Romeo Zondervan og skaut lausu skoti á mark Everton. Ne- ville Southall var klaufi að verja ekki skotið og boltinn hafnaði í netinu. Á 31. mín. tók Ipswich forystuna. Ian Cranson tók langt innkast á Terry Butcher sem skallaði niður til Zondervan og Hollendingurinn þrumaði tuð- runni í markið, 1:2. Everton lagði allt í sölurnar til að jafna. Andy Gray átti t.d. skalla á 74. mín. sem fór þumlungi yfir markið. Þegar 12 mín voru til leiksloka var einum leikmanni Ipswich, bakverðinum Steve McCall, vik- ið af leikvelli fyrir brot á Gary Stevens. Einum færri reyndu leikmenn Ipswich að halda feng- num hlut en þegar 5 mín. voru eftir jafnaði miðvörðurinn Derek Mountfield með hörkuskalla sem hinn annars ágæti markvörður Paul Cooper átti ekkert svar við. Liðin verða að leika að nýju á miðvikudaginn á heimavelli Ipswich, Portman Road. Luton og Watford áttust við á Kenilworth Road en liðin höfðu tvisvar gert jafntefli í 5. umferð. Luton var meira með boltann í leiknum en sóknarlotur Watford voru stórhættulegar. Útherjinn knái John Barnes lék nú að nýju með Watford, nýstaðinn uppúr meiðslum. Á 17. mín. bjargaði Les Sealey í Lutonmarkinu hæg- rifótarbíru frá Barnes. Átta mín- utum síðar var Barnes aftur á ferð og að þessu sinni var það hinn alræmdi vinstri fótur sem kapp- inn sveiflaði. Svo fast var skotið að Sealey í markinu hafði nærri hafnað í markinu en á einhvern máta tókst honum að halda sér og boltanum utan við marklínuna. Eina mark leiksins skoraði Wa- yne Turner á 64. mín. og á 24. afmælisdaginn sinn. Luton leikur nú við Millwall í 8-liða úrslitun- um - annað liðanna fer síðan í undanúrslit. - ab/Húsavík 12 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN England-deildakeppnin Saumaklúbbur á Stamford Arsenal klaufar. Stórsigur Coventry. Heppnin með Man. City og Birmingham. Deildakeppnin féll nokkuð í skugg- ann af bikarleikjunum. Öll toppliðin voru önnum kafin við að tryggja sér sæti í undanúrslitum bikarsins nema Tottenham sem átti frí á laugadag. Coventry kom mest á óvart með góð- um sigri á QPR. Terry Gibson hinn smávaxni skoraði tvívegis í fyrri hálf- leik, og í þeim síðari bætti Brian Kilc- line við því þriðja. Leikmenn Arsenal voru miklir klaufar að sigra ekki Sunderland á Roker Park. Brian Talbot fékk dauðafæri ársins á 41. mín. eftir að Charlie Nicholas hafði leikið hann frí- an. Ekkert mark var skorað í leiknum. Pað sama var uppi á teningum í leik Nottingham Forest og Newcastle, lið- in skildu jöfn án marka. Forráftamenn Chelsea hafa miklar áhyggjur þessa dagana. Áhorfendur gera þeim lífið leitt með slæmri hegð- an og inni á vellinum gengur hvorki né rekur. Ekki gátu þeir kvartað undan áhorfendunum á laugardag í leiknum gegn Southampton. Var engu líkara en pöpullinn á Stamford Bridge væri í saumaklúbb frekar en á fótboltaleik. Inni á vellinum var sama lognmollan yfir leik Chelsea og áhorf- endunum og enn eitt tapið leit dagsins ljós. Southampton vann 0-2 og átti Danny Wallace heiðurinn af báðum. Fyrst var honum hrint í teignum og réttilega dæmt vítaspyrna sem Dave Armstrong afgreiddi í netið. Eftir markið sótti Chelsea nokkuð og var óheppið að jafna ekki leikinn. í ákaf- anum gleymdist varnarleikurinn og tveimur mínútum fyrir leikslok bætti Wallace við öðru marki. Lawriem McMenemy, stjórinn þungbrýndi hjá Southampton, var ekki ýkja kátur með leik Chelsea eftir fyrri hálf- leikinn og sagði við tvo fjallgamla Chelsea-aðdáendur að þeir gætu leikið seinni hálfleikinn, það kæmi varla niður á leik liðsins! Þrettán er greinilega ekki happatala hjá Sheff.Wed. Eftir að hafa leikið 12 leiki án taps kom ósigurinn í þeim þrettánda. Imre Varadi kom Shef- f.Wed. yfir gegn Leicester, en í seinni hálfleik skoraði Leicester þrívegis, Gary Lineker, John O ’Neill og Alan Smith, án þess að Sheff. Wed. næði að svara. Eftir markalausan fyrri hálfleik á Carrow Road opnuðust varnir Norw- ich og Aston Villa og leik þeirra lauk með jafntefli, 2-2. Allan Evans skoraði fyrst fyrir Villa úr vítaspyrnu, Paul Haylock náði að jafna, en Evans kom Villa yfir á ný úr vítaspyrnu. Gary Rowell jafnaði leikinn fyrir Norwich. Manch.City hefur tekið góða for- ystu í 2.deild. Rúmlega 22 þúsund áhorfendur sáu Dave Phillips taka forystuna fyrir gegn Middlesboro á 14. mín. Eftir markið tóku gömlu brrýnin hjá Boro, Tony Mc Andrew og Irving Nattrass, öll völd og City var heppið að hirða öll stigin. Soknarmenn Blachburn klúðruðu hverju færinu á fætur öðru gegn Old- ham og töpuðu 2-0. Derrick Parker skoraði bæði mörkin, það síðara með því að snúa sér á snilldarlegan hátt og fíra feikigóðu skoti í markið hjá Terry Gennoe. David Seaman, sem Ron Saunders keypti til Birmingham frá Rotherham fyrir 100 þúsund pund í haust, bjar- gaði tveimur stigum á laugardag er hann varði vítaspyrnu frá Notts County-leikmanninum Rachid Hark- ouk 10 sekúndum fyrir leikslok. Birmingham vann því 2-1, Robert Hopkins og Wayne Clarke skoruðu fyrir heimaliðið en Steve Sims fyrir Cardiff. Mel Eves kom Sheff. Uth yfir gegn Oxford en Jeremy Charles jafnaði. Robert Wilson og Kevin Lock úr víti skoruðu fyrir Fullham í Cardiff og Fulham er nú komið í ó.sæti. Neil Webb gerði sigurmark Portsmouth gegn Wimbledon. . 6 6 —ab/Húsavík

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.