Þjóðviljinn - 28.03.1985, Síða 2
Páskahret. Þaö bar til tíðinda í höfuðborginni í gær að í stað sólskins og blíðu undanfarinna daga lækkaði hitastigið skyndilega og í kjölfarið fór að snjóa. Var haft á
orði að páskahretið væri komið enda aðeins rúm vika til hátíða. Sáust menn moka af gangstéttum sínum seinni part dags í gær. - Ljósm. E.ÓI.
Alþingi
Ragnhildur gagmýnd harðlega
Þingmenn skora á menntamálaráðherra að endurskoða afstöðu sína til að
íslenskt œskufólk geti tekið þátt í átaki gegn Apartheid-stefnu S-Afríku
Steingrímur Sigfússon hóf um-
ræður utan dagskrár á Al-
þingi í gær um neitun mennta-
málaráðherra á því að gefa frí í
framhaldsskólum þann 28. mars
næstkomandi svo nemendur geti
tekið þátt í hinni norrænu söfnun
æskufólks sem beinist gegn að-
skilnaðarstefnu Suður-Afríku-
stjórnar. Átaldi Steingrímur
Ragnhildi Helgadóttur harðlega
fyrir afstöðuna og sagði raunar í
lokin að hann beinlínis lýsti frati á
þá ákvörðun sem ráðherra hefur
tekið.
Ragnhildur Helgadóttir
menntamálaráðherra taldi sem
fyrr með öllu ófært að gefa fyrir-
mæli frá ráðuneytinu um íeyfi
fyrir nemendur til að vinna einn
dag í atvinnulífinu, þegar kennsla
hefur þegar fallið niður í nokkrar
vikur.
Stefán Valgeirsson og Marí-
anna Friðjónsdóttur tóku einnig
til máls og skoruðu á ráðherra að
endurskoða afstöðu sína svo ís-
lenskt æskufólk gæti tekið þátt í
hinu norræna verkefni af fullum
myndugleik.
Ólafur Ragnar Grímsson sagð-
ist telja að óvild ráðherra í garð
verkefnisins réði ferðinni. Taldi
Ólafur Ragnhildi hafa borið á-
byrgð á löngu stoppi í skólum, en
hún gæti nú ekki hugsað sér að
tekin yrði einn dagur í að taka
þátt í sérstöku hugsjónaverkefni
æskufólks á Norðurlöndum.
í samtali við Þjóðviljann í gær
bentu talsmenn nemenda á að
ekki stæði til að fá frí fyrir alla
nemendur, heldur einungis þá
sem ætluðu sér að taka þátt í
verkefninu. Upphaflega höfðu
menn gert ráð fyrir að um 20%
nemenda þyrftu leyfi af þessum
sökum, en nú væri ljóst að þeir
yrðu miklu færri, fyrst og fremst
vegna andstöðu menntamálaráð-
herra. Ljóst væri að verkefnið í
upprunalegri mynd væri ónýtt.
Nú yrðu að koma til viðræður við
Hjálparstofnun kirkjunnar um
að reyna að hrinda af stað ein-
hverskonar söfnun. hágé.
Ríkisstjórnin lýkur
verkfallinu með
lagasetningu um3%
kauphœkkun ogstyttingu
vinnuvikunnar.
Á mánudaginn 1. aprfl lýkur
fyrsta stóra verkfalli sem háð hef-
ur verið hér í rúman áratug. Dag-
setningin er vel við hæfi, því að
niðurstaðan er sú, að rfldsstjórn-
in hefur heldur betur látið
verkalýðshreyfinguna hlaupa
aprfl.
Eftir að samningaumleitanir
fóru út um þúfur, boðaði alþýðu-
sambandið til verkfalls nokkra
fámennra hópa, sem þó hefðu
lamað stóran hluta atvinnulífsins.
Atvinnurekendur svöruðu með
því að setja verkbann á mikinn
meirihluta verkafólks. Verkfall
og verkbann skall á um sl. helgi
en þá lá þegar ljóst fyrir að ríkis-
stjórnin myndi beita sér fyrir lag-
asetningu um kjör verkafólks.
Seint á þriðjudagskvöld náði
ríkisstjórnin samkomulagi við
Radekale Venstre um slíka laga-
setningu. Kaupið mun hækka um
3% á næstu 2 árum og auk þess
styttist vinnuvikan um 1 klukku-
tíma og 7% skyldusparnaður
verður lagður á hátekjufólk. Bú-
ist er við 5-7% verðbólgu á ári svo
að töluverð skerðing er fyrir-
sjáanleg á kaupmætti næstu
tveggja ára.
Helsta niðurstaða þessa viku-
verkfalls er sú, að stórt skarð hef-
ur verið höggvið í verkfallssjóði.
Neytendur hafa lítið fundið fyrir
því, nema hvað svo mikið var
hamstrað af rúgbrauði og geri að
hvort tveggja er uppselt og í Ala-
borg hefur hitaveitunni verið lok-
að.
Kaupmannahöfn 27. mars GG/óg
Dómsmál
Þorgeiri dæmdar skaðabætur
Maður rekur ekki svona mál
fyrir sjálfan sig vegna pening-
anna. Þeir hossa ekki hátt þegar
allir fingur eru komnir í lófann.
En þetta skiptir máli fyrir höf-
undarréttinn, sagði Þorgeir Þor-
geirsson rithöfundur og kvik-
myndagerðarmaður, en Hæsti-
réttur hefur nýlega dæmt Ríkisút-
varpið til þess að greiða honum
50 þús. kr. í skaðabætur vegna
brots þess á höfundarrétti.
Forsaga þessa máls er sú, að
fyrir allmörgum árum gerði Þor-
geir Þorgeirsson kvikmyndina
„Meðferð gúmbjörgunarbáta",
fyrir Skipaskoðun ríkisins. Hún
fékk rétt til þess að sýna kvik-
myndina endurgjaldslaust „í
kvikmyndahúsum, skólum, á
námskeiðum og fundum“ væri
aðgangur ekki seldur. Svo var
farið að sýna myndina í sjónvarpi
en það taldi Þorgeir óheimilt að
gera án þess að greiðsla kæmi
fyrir.
- Þá var komið út fyrir þann
ramma, sem um hafði verið sam-
ið, sagði Þorgeir. - Sjónvarpsins
njóta menn ekki ókeypis. Það
tekur sín afnotagjöld og tekur
sinn aðgang gegnum þau.Þaueru
aðgöngumiði að því efni, sem
Sjónvarpið flytur. í NT segir að
ég hafi ekki krafið Sjónvarpið um
greiðslu fyrir en 11 árum eftir að
það sýndi myndina í fyrsta sinn.
Þetta er rangt. Ég gerði þessa
kröfu strax.
Fjárhagslega skiptir þetta mig
ekki miklu máli. Hitt er mikils-
verðara ef þessi dómur getur
kennt Sjónvarpinu að virða höf-
undarréttinn, sagði Þorgeir Þor-
geirsson.
-mhg.
FRETTIR
Rafeindaiðnaður
150% aukning á 2 ámm
Innlendur rafeinda- og örtölvubúnaður seldurfyrir 150 miljónir sl. ár.
Jón Hjaltalín Magnússon: Raunhœfir möguleikar íframleiðslunni.
Áœtlun iðnaðarráðherra um 10þúsund störf um aldamótnokkuð bjartsýn
Asíðustu tveimur árum hefur
orðið yfir 150% aukning í
framleiðslu á rafeinda- og
örtölvubúnaði hérlendis og á síð-
asta ári var slíkur búnaður seldur
bæði hér innanlands og til út-
landa fyrir um 150 miljónir
króna.
„Ég held að menn sjái það
núna að það eru raunhæfir mögu-
leikar á því að framleiða og selja
þekkingu í formi tækja og hug-
búnaðar bæði hérlendis og er-
lendis. Þess vegna er menn farnir
að tala um þessa hluti af meiri
alvöru en áður“, segir Jón Hjalta-
lín Magnússon verkfræðingur en
hann stýrði á sínum tíma vinnu-
hóp rafeindaframleiðenda sem
lagði fram tillögur til iðnaðar-
ráðuneytisins vorið 1983 um að-
gerðir til að byggja upp þennan
iðnað hérlendis.
„Það hefur ýmislegt jákvætt
gerst síðan við skiluðum okkar
tillögum, fjármagn hefur verið
aukið til rannsókna og þróunar-
starfsemi, sjóðir iðnaðarins hafa
verið opnaðir betur fýrir þessari
grein og fyrirtækin hafa tekið upp
skýrari markaðsstefnu og eru
komin inn á erlenda markaði.
Sverri Hermannsson iðnaðar-
ráðherra lýsti á dögunum því
markmiði sínu að um aldamótin
yrðu 10 þúsund manns starfandi í
þessum nýiðnaði. Er það raun-
hæft markmið að þínu áliti?
„Ef miðað er við upplýsinga-
iðnað sem beinan þjónustuiðnað
þá er þetta sennilega of lág tala en
ef reiknað er með framleiðsluiðn-
aði þá er áætlað að nú séu starf-
andi hámark 1000 manns við þau
störf. Til að ná þessu markmiði
þarf fjölgunin að verað 20% á
hverju ári fram til aldamóta og
síðasta árið þyrftu 1600 manns að
koma til starfa í þessum iðnaði
eða um 50% af þeim sem koma út
á vinnumarkaðinn það árið.
Þannig að þetta er nokkuð hátt
stefnt og ekki víst að þessi störf
séu þau arðbærustu eftir 10 ár.
Við eigum okkar líftækniiðnað
líka og margt annað en það er
ljóst að tölvurnar munu spila
stórt hlutverk", sagði Jón Hjalta-
lín Magnússon.
-<g-
T0RGIÐ
Nú er Búkollu brugðið og baular
vart fyrr en beinþynningin er kom-
in á hreint.
Danmörk
Apríl-
gabb á
vinnu-
markaði
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN