Þjóðviljinn - 28.03.1985, Síða 6
VTOHORF
Sjómannasamningamir og staða verkalýðs-
hreyfingar eftir þá
eftir Kristján Guðjónsson
Nú er nýlokið kjaradeilu sjó-
manna annarsvegar og VSÍ/LÍÚ
og ríkisvalds hinsvegar, með
undirritun samninga 7. mars sl.
eftir tæplega þriggja vikna verk-
fall. Langar mig til að fara nokkr-
um orðum um undirbúning
samninga af hálfu SSf, og svo
samningagerðina sjálfa. Ég ætla
ekki að fara út í einstaka þætti
samningsins, en kemst ekki hjá
því að minnast á nokkur atriði úr
honum.
Undirbúningur
samninganna
Undirbúningur af hálfu SSÍ.
hófst strax um sumarið 1984 með
fundarherferð formanns og
starfsmanns SSÍ, þeir ferðuðust
vítt og breitt um landið og héldu
fundi með sjómönnum. A þess-
um fundum öfluðu þeir sér upp-
lýsinga frá sjómönnum um hvað
væri helst ábótavant í þeirra
kjörum og hvernig bætt yrði úr.
Og jafnframt hvöttu þeir menn til
samstöðu um að fá úr þessu bætt,
en það er mikið atriði fyrir fólkið
að forustumenn samtaka þess séu
ákveðnir og hvetji menn till átaka
ef þurfa þykir. Er þetta ólíkt því
sem forusta ASf hefur gert á und-
anförnum misserum, enda árang-
urinn eftir því.
Síðan voru niðurstöður úr
þessari fundarherferð ræddar á
14. þingi SSÍ í nóv. s.l. Þar var
samþykkt einróma að hvetja fé-
lög til að segja upp samningum og
jafnframt afla sér verkfalls-
heimildar. Flest öll félög SSÍ
urðu við þessari ósk. Ennfremur
voru á þinginu mótaðar aðalkröf-
ur á hendur viðsemjendum, en
þær voru m.a. um tvöföldun
kauptryggingar, um lífeyrissjóðs-
mál og um að sú kostnarhlutdeild
sem komst á með lögum í júní
1983 kæmi til fullra skipta.
- Sjómenn hafa lengi mátt búa
við það óréttlæti að framhjá um-
sömdum skiptum hefur verið
tekin ákveðin prósenta, til þess
„að létta undir“ með útgerðinni,
sem eins og venjulega er rekin
með bullandi tapi. Þetta hefur
verið mismikið og undir mismun-
andi heitum, en hefur aldrei verið
jafn hátt og púna. Hér á Húsavík
er rekinn togari sem Kolbeinsey
heitir og er kominn á uppboð.
Þrátt fyrir að Kolbeinsey hafi, að
flestra dómi, verið vel rekin og
fiskað vel, og þrátt fyrir að rnenn-
irnir sem á togaranum eru hafi
borgað hundruð á undanförnum
árum til reksturs togarans með
kostnaðarhlutdeildinni, eiga þeir
á hættu að standa uppi atvinnu-
lausir um mitt sumar 1985.-
Reiði sjómanna gegn kostnað-
arhlutdeildinni er fyrst og fremst
vegna svona dæma og þess, að
þær útgerðir sem afla mest og
eyða minnstri olíu fá tugi þús-
unda á ári beint í rassvasann.
Þetta bætist ofaná kvótakerfið og
aðra þá kjaraskerðingu sem allir
launþegar hafa orðið fyrir, síðan
núverandi ríkisstjórn komst til
valda.
Samningaviðræður
Kröfur voru kynntar LÍÚ upp-
úr áramótum, þeir vísuðu á VSÍ
sem svaraði með gagntilboði sem
fól í sér beina launalækkun fyrir
sjómenn. Lítið miðaði fyrr en
verkfall var boðað. Undir- og yf-
irmenn gengu saman að samning-
aborði. Verð ég að segja að veru-
legur árangur náðist fram að
þeim tíma að yfirmenn svikust
undan merkjum og skrifuðu
undir samninga.
Það að yfirmenn skrifuðu
undir án þess að neitt ákveðið
kæmi fram um kostnaðarhlut-
deilldina, virtist koma samninga-
nefnd sjómanna verulega á óvart,
en átti ekki að gera það, því yfir-
menn eru að stórum hluta útgerð-
armenn líka. Það virtist sem allt
færi úr böndunum hjá samninga-
nefnd sjómanna og samningar
fljótlega undirritaðir, og jafn-
framt ákveðið að viðhafa alls-
herjar atkvæðagreiðslu og verk-
falli frestað fram yfir talningu!
Samningar voru kolfelldir,
fyrst og fremst vegna kostnaðar-
hlutdeildarinnar og samningstím-
ans, sem er tvö ár. Einnig fannst
togarasjómönnum sín eftirtekja
lítil. En því miður vegna frestun-
ar verkfalls var samstaðan runnin
út í sandinn. Samstaða sem eng-
inn hafði þorað að vona að yrði
svo mikil sem raun bar vitni, var
runnin út í sandinn vegna furðu-
legrar meðferðar á afgreiðslu
samninganna.
Aftur var sest að samninga-
borði og fljótlega undirritaður
nýr samningur, með tveimur
breytingum, þ.e. hækkun fata-
peninga og kostnaðarhlutdeild
lækkaði um 2% strax.
Menn sættu sig við þetta og
töluðu um að nú væri búið að
stöðva það óréttlæti sem kostn-
aðarhlutdeildin væri og jafnvel
snúa þróuninni við. En er það
svo? Erum við ekki með sam-
þykkt samninganna hreinlega að
viðurkenna rétt ríkisvalds til að
ganga á gerða samninga. Eða
hvað?
Eitt er það enn í þessum samn-
ingi sem fer dálítið illa í mig, en
það er ákvæði þess efnis að hækki
kaup verkafólks í fiskvinnslu eftir
1. maí 1985 skal kauptr. og kaup-
liðir hækka í sama hlutfalli—.
Þarna finnst mér að við séum
að velta samn. okkar yfir á fisk-
vinnslufólk; að láta það berjast
fyrir okkar kjörum. Ekki mun
þetta auðvelda fiskvinnslufólki
að fá leiðréttingu á kjörum sín-
um, sem eru hvað lökust hér á
landi. Vinnuveiteiidur eru hrein-
lega að etja stéttum saman með
svona ákvæði og láta okkur berj-
ast innbyrðis um lítinn part þjóð-
arkökunnar á meðan þeir nærast
á stærsta partinum.
Stéttarfélög eiga að setja fram
ákveðnar kröfur og ef þau treysta
sér ekki til að ná fram verðtrygg-
ingarákvæði eða ákveðinni
kauphækkun á fyrirfram ákveðn-
um tíma, þá bara taka þau því.
En eiga ekki að vísa á þá sem
næstir koma.
Eftirmálinn
Niðurstaða samninganna
hlýtur að marka tímamót hvað
varðar stöðu verkalýðshreyfing-
arinnar. Hér náðist fram veruleg
hækkun á kauptr. og kaupliðum,
en eins og menn vita þá taldi
form. LÍU að sjómenn hefðu
lang-flestir hærri laun en krafan
hljóðaði uppá. Samt vildi hann
ekki ganga að þessari kröfu. Þeir
þorðu ekki að samþykkja hana
vegna þess að ef þeir gerðu það
þá var láglaunastefna ríkisstjórn-
ar og VSÍ brostin.
Hún er brostin eftir þessa
samn. og niðurstöður kjaradóms
fyrr á þessu ári. Ætti þetta að
koma öðrum launþegum til góða
í komandi samningum þeirra.
Það sem við, forusta launþega
og launþegar sjálfir, getum lært
af þessum samningum er eftirfar-
andi:
Forustan getur einkum lært af
undirbúningi samn. af hálfu SSÍ,
sem ég tel að hafi verið mjög vel
staðið að. Einnig af mistökum
sem áttu sér stað þegar yfirmenn
skrifuðu undir samn. - Hvernig á
ekki að bregðast við þó einhverjir
hópar yfirgefi samstöðuna. -
Launþegar geta einkum lært
tvennt: í fyrsta lagi að samstaða
er númer eitt, tvö og þrjú. í öðru
lagi að treysti aldrei á neitt nema
sjálfan sig og stéttarfélag sitt, í
baráttunni fyrir bættum kjörum.
Verkafólk verður að standa
saman sem ein heild að baki for-
ustu sinni, og þá ekki bara þegar
verkfall stendur yfir, heldur líka
þess á milli með því að mæta á
fundi í félögum sínum og halda
uppi öflugu starfi í verkalýðs-
hreyfingunni.
Sterk verkalýðshreyfing, bæði
fagleg og pólitísk, er það sem
skiptir sköpum í kjarabaráttu
launþega.
Húsavík
Kristján Guðjónsson.
„Verkafólk verður að standa saman sem ein heild að baki
forystu sinni, ogþá ekki bara þegar verkfall stenduryfir,
heldur líka þess á milli“.
FRÁ LESENDUM
Fulltrúar verkalýðsins
Fulltrúar Alþýðubandalagsins
á þingi verða að gera sér grein
fyrir því að þeir geta ekki heitið
fulltrúar verkalýðsins með svona
framkomu. Tökum sem dæmi
svar Garðars Sigurðssonar við
fyrirspurn á þingi frá Jóhönnu
Sigurðardóttur hverjir séu 5
stærstu lánaþiggjendur frá bönk-
unum. Svar hans var að það komi
engum við nema bönkunum sjálf-
um. Svona menn geta ekki kaílast
málsvarar verkalýðsins eins og
þeir voru einu sinni. Það er ekki
nema von að fylgið fari úr bönd-
um eins og nýjar skoðanakann-
anir sýna, þegar þingmenn haga
sér svona. Það þarf að vekja
menn til umhugsunar um að
eitthvað þarf að gera, fulltrúar
AB þurfa að sýna smá viðleitni.
Kjósandi
SMMté&tÉTr
TmSfíJM
iSftwm
Laun ekki greidd
Þjóðviljinn þarf að skrifa
meira um hvað gerist í öðrum
löndum ef launin eru ekki greidd
og gera samanburð við Island.
Það er aldrei minnst á það hvað
gerist í Svíþjóð ef fólk fær ekki
kaupið sitt. Þá kemur starfsmað-
ur frá verkalýðsfélaginu og greið-
ir launin og síðan innheimtir
verkalýðsfélagið launin hjá fyrir-
tækinu. Ef Albert hefði leikið
sama leik þar og hann gerði hér
þá hefði öllum skrifstofum verið
skellt í lás. Hér er fólk bara látið
eiga sig og vinnulaun ekki borg-
uð. Ætli slíkt viðgangist annars
staðar?
Lesandi
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 28. mars 1985