Þjóðviljinn - 28.03.1985, Síða 13

Þjóðviljinn - 28.03.1985, Síða 13
Eftir sprengingu í höfuöstöðvum Shííta í Beirút. Líbanon: Fjandmenn sem Israelsher ræður ekki við i Shíítar ískœruhernaði og hefnd ísraela - Uppreisn gegn Gemayel í röðum kristinna Svo virðist sem ísra- elar hafi í Shíítum í Suður- Ltbanon fundið erfiðari and- stæðinga en þeir hafa áður barist við. Líbanon sýnist um þessar mundir enn nær full- kominni upplausn en nokkru sinni fyrr, en þau tíðindi sem þar eru að gerast gætu um leið bæði grafið undan hernaðar- yfirburðum ísraela í Miðjarðar- hafsbotnum og veikt þær arab- ískar ríkisstjórnir sem styðjast við „veraldlega“ þjóðernis- hyggju andspænis heittrúar- öflum. Var vel tekið Reyndar var það svo, að þegar ísraelar hernámu allan syðri hluta Líbanons árið 1982, þá var þeim heldur vel tekið í þorpum Shííta, en sá trúflokkur er önnur af tveim megingreinum íslams. Ástæðan var sú, að Palestínuarabar, sem eru í trúar- legum efnum Súnnítar, höfðu gert sig um of heimakomna í byggðum Shííta. En meðan á hernáminu í Líbanon hefur stað- ið, hefur þessi blendni vinskapur við ísraela kólnað og ber þar margt til - meðal annars áhrif þeirra Shííta sem líta til ajatoll- anna í íran um leiðsögn og fyrir- mynd. Og nú upp á síðkastið, þegar ísraelar hafa verið að hörfa frá Líbanon með her sinn í áföng- um, hafa skæruliðar Shííta, sem einatt eru reiðubúnir til að beita sjálfsmorðsaðferðum, margoft, kannski sex sinnum á dag, gert árásir eða efnt til sprengjutilræða gegn ísraelsku liði. Stigmögnun átaka í einni sprengingu létu 12 her- menn lífið - og ísraelar brugðust við með hefndaraðgerðum eins og þeirra er venja. Daginn eftir sendu þeir skriðdreka til að um- kringja Shíítaþorpið Zraría, stilltu öllum karlmönnum upp á aðaltorginu, létu njósnara benda á þá, sem helst voru grunaðir um andóf, drápu 34 menn og sprengdu allmörg hús í loft upp. Talið er víst, að slíkar aðferðir muni ekki leiða til neins annars en að áhlaupum á ísraelskar sveitir muni enn fjölga. ísraelska blaðið Jediot Akhronot hefur sagt á þá leið, að best sé fyrir ísraela að koma sér sem skjótast frá Líb- anon - þeir geti barist gegn stór- um herjum og hertekið borgir, en þeir geti ekki ráðið neitt við barn- unga drengi sem séu reiðubúnir að sprengja sjálfa sig í loft upp. Úlfúð með Marónítum í Beirút sjálfri drap mikil sprenging 75 manns og særði 250 í einni höfuðbækistöð Shííta. Ýmsir kunna hafa verið að verki en ísaelum og Ameríkönum var kennt um. Vestrænir diplómatar hafa verið fluttir á brott flestir og þeir fáu sem eftir eru óttast mjög um sinn hag. Um svipað leyti ger- ast þau tíðindi, að mikill klofn- ingur kemur upp í röðum krist- inna Maroníta, en úr þeirra röðum er Gemayel forseti. Sá sem stendur fyrir uppreisn gegn Gemayel er Samir Geagea, foringi í vopnuðum sveitum Fal- angista og er sagður hafa bein tengsli við Mossad, ísraelsku leyniþjónustuna. Hann og hans menn náðu í fyrstu atrennu yfir- ráðum yfir flestum setuliðsstöðv- um „Líbanskra sveita“, hinna vopnuðu sveita Falangista - þá munu þeir og einnig hafa náð undir sig útvarpsstöð Falangista. Ætlunin mun ekki sú að steypa Gemayel af stóli. En hinsvegar á að neyða hann til að láta af nán- um tenslum við hitt hernámsveld- ið í landinu, Sýrland. Gemayel hafði reynt að gera sérfrið við ísraela, en Sýrlend- ingar og líbanskir flokkar músl- imskir ógiltu þær tilraunir. Síðan hefur Gemayel helst litið til Sýr- lendinga um stuðning við hina veiku stjórn sína, og á reyndar ekki margra annarra kosta völ. Sýrlendingar hafa og sent honum skriðdrekasveitir gegn upp- reisnarmönnum í hans eigin liði. Ef að Sýrlendingar líta svo á, að heppilegast sé fyrir þá að verja stjórn Gemayels falli með her- valdi, gæti það svo aftur leitt til ýfinga milli Sýrlendinga og a.m.k. hluta múslíma í landinu, og þar með væri enn ein lota hjaðningavíga hafin í Líbanon. Fýluferð Mubaraks Má vera að senn komi að því, að spár rætist um að þetta litla og ótrúlega sundurleita ríki, Líban- on, leysist upp. Annað mál er, að tíðindi sem hafa orðið í Suður- Líbanon geta haft fleiri afleiðing- ar í þeirri stöðu, sem nú er uppi í Austurlöndum nær. Fyrir hálfum mánuði var Mu- barak Egyptaforseti í heimnsókn í Washington. Hann reyndi þar að fá stjórn Reagans til sátta- semjarastarfa í Austuriöndum nær og hafði með sér tilteknar málamiðlunarhugmyndir frá Hússein Jórdaníukonungi og frá PLO, Frelsissamtökum Palest- ínumanna. Altént vildi Mubarak að Reaganstjórnin hyrfi frá þeirri afstöðu, að neita með öllu að tala við PLO, og léti það verða fyrsta skref til hugsanlegs friðarsamn- ings við ísrael að ræða við sam- eiginlega nefnd Jórdana og PLO um þann „ramma“ sem þeir Hússein konungur og Jassir Mubarak hjá Reagan: Nei, því miður, við erum ekki til viðtals. Framhald á bls, 14 Zraríaþorp eftir árás fsraela: Það er hægt að sigra heri en ekki þessa unglinga.... Fimmtudagur 28. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN — SfÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.