Þjóðviljinn - 28.03.1985, Page 14
HEIMURINN
Aðalfundur
Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra verður haldinn að
Borgartúni 18, laugardaginn 30. mars n.k. kl. 14.00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir ábyrgðar-
mönnum eða umboðsmönnum þeirraföstudaginn 29.
mars n.k. í afgreiðslu sparisjóðsins og á fundarstað.
Stjórnin
Lögmenn
Aðalfundur Lögmannafélags íslands árið 1985 verður
haldinn í hliðarsal Hótel Sögu á morgun föstudaginn
29. mars og hefst kl. 13.00.
Árshóf félagsins verður haldið að skíðaskálanum í
Hveradölum og hefst kl. 20.00. Rútuferð frá Álftamýri
9 kl. 19. Miðar seldir á skrifstofunni og á aðalfundin-
um.
Stjórnin
ÚTBOÐ
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í eftirtalin verk:
Klæðning á Norðurlandsveg 1985.
(9,5 km). Verki skal lokið 31. ágúst 1985.
Skagavegur1985.
(30.000 m3, 4,8 km). Verki skal lokið 30. sept. 1985.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í
Reykjavík og á Sauðárkróki frá og með 28. mars 1985.
Skila skal tilboðum fyrir kl. 14:00 þann 15. apríl 1985.
Vegamálastjóri
AÐALSKOÐUN BIFREIÐA 1985
í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
fer fram við Bifreiðaeftirlitið í Borgarnesi kl. 09 -12 og
13 - 16.30 eftirtalda daga.
Þriðjudaginn
Miðvikudaginn
Miðvikudaginn
Fimmtudaginn
Föstudaginn
Þriðjudaginn
Miðvikudaginn
Fimmtudaginn
Föstudaginn
Þriðjudaginn
Miðvikudaginn
Föstudaginn
Logaland
Lambhagi
Oliustöðin
2. apríl
3. apríl
apríl
apríl
12. apríl
16. apríl
17. apríl
18. apríl
19. apríl
23. apríl
apríl
apríl
10
11
24
26
Borgarnesi kl. 9
Borgarnesi kl. 9-
Borgarnesi kl. 9
Borgarnesi kl. 9
Borgarnesi kl. 9-
Borgarnesi kl. 9
Borgarnesi kl. 9-
Borgarnesi kl. 9
Borgarnesi kl. 9
Borgarnesi kl. 9-
Borgarnesi kl. 9
Borgarnesi kl. 9
12 og 13-
•12 og 13-
■12 og 13-
12 og 13-
12 og 13-
12 og 13-
12 og 13-
■12 og 13-
12 og 13-
12 og 13-
12 og 13-
■12 og 13-
16.30
16.30
16.30
16.30
16.30
16.30
16.30
16.30
16.30
16.30
16.30
16.30
30. apríl í Borgarnesi kl. 10-12 og 13.00-16.00
2. maí í Borgarnesikl. 10-12 og 13.00-16.00
3. maí í Borgarnesikl. 10-12 og 13.00-16.00
Aukaskoðun fer fram í Borgarnesi dagana 4. 5. og 6. júní kl.
9 - 12 og 13.00 - 16.30. í Lambhaga og Olíustöðinni fer
aukaskoðun fram 7. júní. í Lambhaga kl. 10 - 12 og í
Olíustöðinni kl. 13- 15.00.
í Borgarnesi fer skoðun fram við Bifreiðaeftirlitið, engin
skoðun fer fram á mánudögum.
Framvísa ber kvittunum fyrir bifreiða- og tryggingagjöldum
ásamt gildu ökuleyfi.
Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðarsýslu,
18. mars 1985.
Rúnar Guðjónsson,
sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu.
• Blikkiðjan
Iðnbúð 3, Garðabæ
Onnumst þakrennusmiöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboö
SIMI 46711
Auglýsið í Þjóðviljanum
Fjandmenn . . .
Framhald af bls. 13
Arafat komu sér saman um í Am-
man fyrir nokkru.
Pólitískar
afleiðingar
Reagan og hans menn hlust-
uðu kurteislega á Mubarak en
tóku ekki undir mál hans - fór
hann bónleiður til búðar. Enn
einu sinni hafa þeir leiðtogar Ar-
abaríkja sem kallaðir eru hóf-
samir í vestrænum fjölmiðlum
reynst máttvana í viðleitni sinni
til að koma einhverju áleiðis með
því að draga inn í taflið það stór-
veldi sem hefur ráð Israela í
hendi sér. Og reynslan sýnir að í
hvert sinn sem hin „veraldlega"
arabíska þjóðernisstefna bíður
ósigur eða íendir í ógöngum, þá
eflast þær hreyfingar sem af
mestu kappi vilja sameina fyrir-
mæli trúarinnar og stjórnmál.
Það er einmitt í þessu samhengi
að ótti ísraela við Shííta í Suður-
Líbanon, sem engum lögmálum
herfræða lúta, verður smitandi.
Fréttamaður breska blaðsins Gu-
ardian í Jerúsalem hefur það eftir
einum talsmanna Palestínu-
manna á hernumdu svæðunum
að „ef Shíítar hefðu verið hér en
ekki við - hve mörgum nýjum
þorpum Gyðinga hefði verið
komið upp á Vesturbakkanum?"
Fréttamaðurinn bætir því við í
grein sinni, að ísraelar geri sér
ofur vel grein fyrir því, að and-
spyrnan í Suður-Líbanon hafi far-
ið eins og rafstraumar um hinn
arabíska heim, sem hefur lengi
beðið í örvæntingu eftir því að
árangur náist í vopnaðri baráttu
við óvininn zíoníska.
Fleiri telja, að fordæmi Shííta
muni hafa áhrif á Palestínumenn
á Vesturbakkanum og á Gaza-
svæðinu og yfirhöfuð muni sá
heittrúarandi sem skapar sjálfs-
morðsskæruliða í Líbanon í vax-
andi mæli fara um Miðjarðar-
hafsbotna. Ef það reynist rétt
hefur sókn ísraela inn í Líbanon
1982 verið hættulegasti hernað-
arsigurinn sem þeir hafa unnið til
þessa - þeim sjálfum.
ÁB tók saman.
Persaflóastríðið
blossar upp á ný
Irakar reyna að knýja á um úrslit-Loftárásir og
eldflaugahríð á borgir - Hvorugur getur unnið
Styrjöldin milli írans og íraks
hefur nú staðið í hálft fimmta
ár og á síðastliðnum mánuð-
um hefur verið tíðindalítið á
vígstöðvunum. En fyrir um
það bil hálfum mánuði hafa
bardagar blossað upp af
óvenjulegri heift með loftárás-
um, fregnum af miklu mann-
falli, ásökunum um að írakar
beiti eiturvopnum og þar fram
eftir götum. Samkomulag um
að láta í friði mannvirki, sem
ekki eru hernaðarlegs eðlis,
hefur verið rofið.
Höfuð-
borgirnar
einnig
í þessari lotu hafa höfuðborg-
irnar Bagdad og Teheran báðar
orðið fyrir sprengjum. írakskar
þotur réðust á Teheran og meira
en tuttugu aðrar borgir og bæi.
Stórskotalið írana svaraði með
mikilli skothríð á borgina Basra,
sem eitt sinn var blómleg verslun-
arborg við Shatt-el-Arab, en lifir
nú hálfgerðri skuggatiiveru. Her-
sveitir írana voru sendar til sókn-
ar yfir Huvazia-fenin í suðurhluta
íraks og loftárásir voru gerðar á
Bagdad. í báðum höfuðborgum
urðu meiriháttar sprengingar
sem hermdarverkamenn gætu
hafa staðið fyrir.
Hermdarverkamaður sprengdi
sprengju og drap sjálfan sig og
fimm aðra meðan á stóð predík-
un íransforseta á háskólasvæðinu
í Teheran. Forsetinn slapp
ómeiddur. Hann kenndi um ekki
írökum heldur skæruliðum and-
stæðinga stjórnar Khomeinis
erkiklerks.
Sigursögur
Báðir aðilar sögðu af sér sigur-
sögur og töldu mörg lík í liði and-
stæðingsins. íranir ítrekuðu ásak-
anir, sem einnijg komu fram í
fyrra, um að Irak hefði beitt
eiturgasi í hernaðinum og svo
mikið er víst, að nokkrir tugir ír-
anskra hermanna hafa verið flutt-
ir til Evrópu til lækninga - þeir
höfðu hlotið sinnepsgaseitrun.
Ljóst þykir, að franir hafi ekki
sent jafn mikið lið á vettvang yfir
Húvazía-fenin einsog menn áttu
von á. Alltjent sendu írakar liðs-
auka á vettvang og tókst þeim að
stöðva sóknina. Það vekur
nokkra athygli að í stríðsáróðri
íraka er ekki aðeins borið lof á
foringjann, það er að segja Sadd-
am Hussein forseta, eíns og gert
var í fyrri áföngum stríðsins. Ein-
stakir hershöfðingjar og liðs-
foringjar fá sinn skammt af lof-
inu. Það á bersýnilega að reyna
áð festa íraka í þeirri trú að þetta
sé þjóðarstríð.
írakar
fyrri
til
Áður en til meiriháttar bar-
daga kom var búið að rjúfa það
samkomulag sem gert var fyrir
níu mánuðum eða svo um að
stríðsaðilar létu óbreytta borgara
og heimkynni þeirra í friði. Það
voru írakar sem riðu á það vað -
en þeim er mikið í mun að reyna
að rjúfa þann vítahring, sem
þetta langvinna stríð er komið í.
Þeir urðu fyrstir til að hefja loft-
árásir á borgir og bæi andstæðing-
anna.
Örvæntingaraðgerðir fraka
eiga rætur í því, að þeir vita vel að
þeir hafa ekki herstyrk til að
þvinga írana til friðarviðræðna.
Það var reyndar Saddam fr-
aksforseti sem hóf stríðið - hann
ætlaði að notfæra sér þá ringul-
reið sem hann taldi að klerkabylt-
ingin í íran hefði af stað komið,
til þess að tryggja það í eitt skipti
fyrir öll að írak væri forystuveldi
fyrir botni Persaflóa. Khomeini
erkiklerk dettur ekki í hug að fyr-
irgefa herhlaup þetta og hann
hefur margítrekað, að hann sætti
sig ekki við minna en að Saddam
Hussein forseta og Baað-flokki
hans verði steypt frá völdum. Og
það leiðir af sjálfu sér, að það
gerist varla fyrr en með hernaðar-
sigri, sem íranir hafa ekki heldur
bolmagn til að vinna. Khomeini
hefur reynt að skírskota til þess
að í írak er mikill fjöldi fólks sem
aðhyllist sið Shííta, eins og franir
- en það hefur enn ekki dugað til
að hann eignist „fimmtu her-
deild” sem um muni þar í landi.
írakar hafa nú um heils árs
skeið reynt að þvinga íran til að
semja um frið með því að trufla
olíuútflutning landsins, sem
stendur undir stríðskostnaðin-
um. írakar hófu einmitt í
marsmánuði í fyrra loftárásir á
olíuflutningaskip, sem sigldu
fyrir íran um Persaflóa, og síðan
þá hafa um fimmtíu skip orðið
fyrir meira eða minna tjóni. Enn
hefur þeim stríðsrekstri ekki tek-
ist að koma íran á kné. Hitt er þó
vitað, að í íran er mikill skortur á
flestum nauðsynjum og sá trúar-
eldur sem hleypti vígamóð í her-
inn sýnist þverrandi.
Framan af var talið að það
kæmi endanlega íran til góða ef
styrjöldin dregst mjög á langinn.
Þetta hefur ekki reynst rétt spá.
Hin auðugu olíuríki við Persaflóa
vestanverðan hafa ítrekað stuðn-
ing sinn við írak nýverið - þau
hafa af ótta við það að hin íslam-
ska bylting ajatollanna breiðist út
séð sig tilneydda að styðja við
bakið á Saddam Hussein. Risa-
veldin tvö hafa ekki komið mikið
við sögu þessarar styrjaldar (og
þess vegna fær hún líka fremur
litla umfjöllun í fjölmiðlum). En
Bandaríkjamenn hafa þó unnið
heldur gegn því að íran berist það
mikið af vopnum og varahlutum
(herbúnaður írana er frá fyrri tíð
mest bandarískur) að þeir gætu
efnt til meiriháttar sóknar. Á
hinn bóginn telja ýmsir, að styrj-
öldin sé, þótt stríðsþreytu sé
mjög farið að gæta, það eina sem
gæti haldið við stjórn Khomeinis.
Ef hann missir af því samein-
ingarafli sem ytri óvinur er muni
ekkert geta hindrað að uppreisn
verði gerð gegn þeirri klerka-
byltingu, sem hefur orðið beisk
vonbrigði svo mörgum þeim sem
létu sig dreyma um betri tíð á
dögum keisarastjómarinnar sál-
ugu í íran.
-ÁB tók saman.
Eftir loftárás á borg í íran: Það hafði verið samið um að sjá óbreytta borgara í
friði.
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. mars 1985