Þjóðviljinn - 28.03.1985, Qupperneq 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsfmi: 81663.
Flmmtudagur 28. mars 1985 73. tölublað 50. örgangur
DiÚÐVIUINN
Mjólkurdagsnefnd
Auglýsing stöðvuð
Snorri Snorrason: villandi upplýsingar og rangar fullyrðingar
Gunnar Steinn Pálsson: engar beinar rangfœrslur sannaðar
Manneldisráð hefur fjallað um
málið og telur að í auglýsing-
unum komi fram villandi upplýs-
ingar, rangar fullyrðingar og ýkj-
ur, sagði Snorri Snorrason lækn-
ir í samtali við Þjóðviljann í gær
um auglýsingar sem svo kölluð
„Mjólkurdagsnefnd“ hefur verið
að birta í fjölmiðlum undanfarið.
Sigurður Samúelsson læknir og
prófessor sagði að þessar auglýs-
ingar, ef eftir þeim væri farið,
væru ekki til að bæta heilsu
manna.
Þessar mjólkurauglýsingar
hafa komið miklu róti af stað hjá
sérfræðingum. Hjartasérfræðing-
ar benda á þá hættu sem of mikil
neysla dýrafitu hefur í för með sér
og eins eru sérfræðingar óá-
nægðir með textann um
beinþynninguna í auglýsingun-
um.
„Við höfum ákveðið að stöðva
birtingu þessara auglýsinga í bili.
Sérfræðingarnir hafa enn ekki
bent á neitt sérstakt í texta
auglýsinganna sem þeir eru and-
vígir en ég á von á skýrslu frá
þeim um málið. Við ráðfærðum
okkur við sérfræðinga þegar við
sömdum texta auglýsinganna,
sem eru teknir upp úr ritum sér-
fræðinga á þessu sviði“, sagði
Gunnar Steinn Pálsson forstjóri
Auglýsingaþjónustunnar, sem
annaðist gerð auglýsinganna.
Gunnar sagðist taka á sig alla
ábyrgð á textanum.
Það var Hollustuvernd ríkisins
sem leitaði álits manneldisráðs á
texta auglýsinganna og nú er
skýrsla manneldisráðs til Hollust-
uverndar á leiðinni. Hollustu-
verndin mun síðan afhenda
Verðlagsstofnun skýrsluna og
hún síðan Auglýsingaþjónust-
unni. Svona ganga málin fyrir sig
í því sem við köllum kerfi.
- S.dór
Gunnar Steinn Pálsson forstjóri
Auglýsingaþjónustunnar til vinstri
grandskoðar Mjólkurdagsauglýs-
ingarnar ásamt einum starfs-
manna sinna Finnboga Kjart-
anssyni. Ljósm. E.ÓI.
Saga
Þýskur vonarkóngur 1938?
Konungsríkið ísland boðið Prins Friedrich Christian zu Schaumburg-Lippe,
lausn, og fer ekki fleiri sögum af
þessu konungsævintýri.
í Bókaormsgreininni telur Örn
Helgason frásögn aðalsmannsins
vera með „talsverðum reyfara-
blæ“. Þó séu líkur á að einhverjir
íslendingar hafi í raun komið
þarna við sögu. „Þeir hljóta að
hafa verið vel kunnugir í Þýska-
landi og haft þar góð sambönd,
án þess hefði ekkert verið á þeim
tekið“ segir Örn, og væri þeirra
þá væntanlega að leita meðal
þeirra fáu íslendinga, sem dáðu
þá stjórnarhætti, sem þá voru í
Þýskalandi.“
Friðrik konungsefni lést í Bæ-
heimi í hittifyrra, og telur Örn
litla von til að grafa meira upp um
þetta mál: „Sendimennirnir sjálf-
ir, séu einhverjir þeirra á lífi, eru
ólíklegir til að rifja upp ævintýri
sín í Berlín 1938.“ - m
starfsmanni í áróðursmálaráðuneyti Göbbels
ýskur aðalsmaður, nú látinn,
segir frá því í endurminning-
um sínum að árið 1938 hafi „ís-
lenskir sendimenn“ boðið sér
konungstign á íslandi. í bókinni
kemur ekki fram hverjir hér voru
að verki, en að vel athuguðu máli
sótti konungsefnið, prins Frie-
drich Christian zu Schaumburg-
Lippe, um lausn frá starfi sínu í
áróðursmálaráðuneyti Þriðja
ríkisins og bað um leyfi Hitlers til
að taka boðinu.
Frá þessu skýrir Örn Helgason
í grein sem birtist í síðasta tölu-
blaði tímaritsins Bókaormurinn.
Endurminningabók þýska prins-
ins kom út árið 1952, en hefur
hingað til ekki vakið mikla at-
hygli hérlendis svo kunnugt sé.
Friðrik prins var sonur furstans í
smáríkinu Schaumburg-Lippe í
Þýskalandi. Hann gekk í þýska
nasistaflokkinn 1932 og var sam-
starfsmaður og kunningi ýmissa
foringja nasista, einkum Göbbels
áróðursmálaráðherra.
Prinsinn skýrir svo frá í bók
sinni að árið 1938 hafi honum
boðist „einstakt tækifæri. Þá voru
í Berlín nokkrir góðir borgarar og
föðurlandsvinir frá íslandi." ís-
lendingarnir hefðu sett sér það
markmið að stofna eigið kon-
ungsríki og ætti konungsefnið að
vera á besta aldri, eiga son og
vera af ríkjandi þjóðhöfðingja-
ætt. „Um þessi áform vissi ég
ekkert" segir í bókinni, „þar til ég
var dag nokkurn spurður að því í
ráðuneytinu hvort ég væri fáan-
legur til að takast þetta á hend-
ur.“ Prinsinn hugsaði sig um, „og
að því kom að ég gat skýrt hinum
íslensku sendimönnum frá því...
ipnnnR
Skjaldarmerki furstaættarinnar - í
Schaumburg-Lippe.
að ég tæki boði þeirra“, en setti
þó það skilyrði að Adolf Hitler
samþykkti áformin. Friðrik sagði
upp stöðu sinni en fékk ekki
NOD-söfnun
Getum
ekkert
gert
Kristinn Einarsson: Urð-
um að fresta söfnuninni.
Ætlum að safna á annan
hátt
„Við getum ekkert gert 28.
mars úr því að menntamálaráð-
herra neitaði okkur um frí í dag
til að safna fé handa æskufólki
Suður-Afríku. Það er einkenni-
legt hvað mönnum snarsvimar
yfir þessum 700 þúsundum með-
an fólk deyr í hrönnum í S-
Afríku“, sagði Kristinn Einars-
son í NOD-nefndinni við Þjóðvilj-
ann í gær.
„Þessar 700 þúsund krónur
hafa farið í laun starfsmanns sem
hefur unnið að undirbúningi
NOD-dagsins síðan í júní í fyrra,
komu Jacquline Williams hingað,
útgáfu á veggspjöldum, blaði,
ferðalög og fundahöld NOD hér
og erlendis. Þetta eru brúttógjöld
og tekjur til dæmis fyrir blaðið og
barmmerki sem við létum búa til
eiga eftir að koma hér á móti.
Peningarnir komu frá Norður-
landaráði meðal annars og okkur
fannst þeim betur varið til kynn-
ingar á málefnum S-Afríku held-
ur en að senda þá beint.“
„Söfnunin átti að vera þann 21.
mars en ástæðan fyrir því að við
frestuðum henni er einfaldlega sú
að Ragnhildur gaf sér ekki tíma
til að tala við okkur. Við gátum
ekki séð fyrir að svar hennar yrði
á þessa leið. Þetta er einn alls-
herjar skandall út í gegn.
En við ætlum ekki að sitja með
hendur í skauti. Við reynum að
safna peningum á annan hátt. í
næstu viku verða til dæmis tón-
leikar í Háskólabíói og þeir sem
þar koma fram gefa alla sína
vinnu í söfnunina. Við trúum
ekki öðru en íslendingar styðji
baráttuna gegn aðskilnaðar-
stefnu suðurafrískra stjórnvalda.
Við látum ekki neitun mennta-
málaráðherra aftra okkur frá að
styðja æskufólk S-Afríku,“ sagði
Kristinn. - aró
Sjá bls. 2
Saltfisksala
Stórfelldur
hagnaður
Saltfiskframleiðendur gerðu
góðan sölusamning á 15 þúsund
tonnum af saltfiski til Portúgal og
Spánar. Þeim tókst að selja þess-
ar 15 þúsund lestir, 10 þúsund til
Portúgal og 3 þúsund til Spánar, á
sama verði í dollurum og í fyrra,
en uppsveifla dollarans hefur ver-
ið mikil á einu ári sem kunnugt
er. Það eru því ekki allir sem tapa
á hækkun dollarans. Sá saltfiskur
sem nú var seldur er allur svo
kallaður -tandur-fiskur. _ s.dór