Þjóðviljinn - 16.04.1985, Blaðsíða 4
ÍÞRÓTT1R
England - bikarinn
Kendall
lumaði á trompi!
Mountfieldfram og Everton í úrslit.
Varorðinn vonlaus, sagði Grobbelaar.
Derek Mountfield skoraði hið dýr-
mæta sigurmark Everton gegn
Luton. Hann hefur leikið geysivel í
vörn Everton í vetur og er að auki
búinn að skora 10 mörk fyrir liðið í
deild og bikar*t
Allra augu beindust auðvitað
að undanúrslitaleikjunum í bik-
arnum. En margir spennandi
leikir fóru fram í deildinni og þá
einkum á botni 1. deildar. Sá þýð-
ingarmesti var vafalítið leikur
Coventry og Sunderland á Highfi-
eld Road en bæði liðin voru í
fallsætum fyrir leikinn. Coventry
| byrjaði af krafti og þeir Cyrille
Regis og Kenny gamli Hibbitt áttu
báðir hættuleg skot á mark Sund-
erland. En í fyrstu sókn Sunder-
land náði John Moore að skora og
það reynist eina mark leiksins.
' Terry Gibson misnotaði vfta-
spyrnu fyrir Coventry og gæti
spyrna sú reynst liðinu örlagarík.
Ipswich Ojj Sheffield Wednes-
day áttust við á Portman Road í
þýðingarmiklum leik. Ipswich er
að verjast falli en Wednesday að
keppa að þátttökurétti í Evrópu-
keppni félagsliða. Brian Marwo-
od skoraði í fyrri hálfleik úr víta-
spyrnu fyrir Wednesday. í síðari
hálfleik náði Mich D’Avray að
jafna þegar hann skallaði í mark
Wednesday. Sigurmarkið varð
nokkuð sögulegt. í vítateig
Ipswich upphófst mikill darrað-
ardans og boltinn lauk ferð sinni
með því að skoppa í hné Pauls
Cooper markvarðar og þaðan í
netið. Ipswich er því enn í bul-
landi fallhættu.
Newcastle er að öllum líkindum
sloppið eftir 1-0 sigur á Q.P.R.
Liðið hefur samt leikið fleiri leiki
en hin liðin á botninum. George
Reilley skoraði eina mark
leiksins í síðari hálfleik. Watford
þokaði sér frá mesta hættusvæð-
inu í bili a.m.k.. John Barnes og
Wilf Rostron skoruðu mörkin
gegn Norwich. Tveir leiki fóru
fram í London og lauk báðum
með 1-1 jafntefli. West Ham og
Chelsea léku um morguninn. Da-
vid Speedie náði forystunni fyrir
Chelsea á 18. mín. en Tony Cott-
ee náði að jafna rétt fyrir leikhlé.
Gary Mills kom Nottingham For-
est yfir gegn Arsenal en Ian All-
inson, sem lék í stað Pauls Marin-
er sem er meiddur, náði að jafna.
Tottenham vann nú loks eftir að
hafa tapað 2 af síðustu 3 leikjum
sínum. Sigurinn gegn Leicester
kom á elleftu stundu. Glenn Ho-
ddle afgreiddi sendingu Steves
Perryman á 53. mín. á glæsilegan
hátt og kom Spurs yfir. Þegar 10
mín. voru til leiksloka bar sókn-
arþungi Leicester árangur. Andy
Peake átti bylmingsskot í bak-
vörð Spurs, Danny Thomas. Af
Thomas fór boltinn yfir Clem-
ence í markinu. Jafntefli hefði
verið réttlát úrslit en Mark Falco
náði að skora er aðeins 30 sek-
úndur voru eftir. önnur tíðindi
úr leiknum eru helst að Graham
Roberts var bókaður eina ferðina
enn og Gary Lineker hinn snjalli
leikmaður Leicester meiddist á
ökkla og varð að fara útaf.
í 2. deild er líf og fjör eins og
vanalega. Baráttan um efstu sæt-
in heldur áfram. Oxford er enn á
toppnum eftir nauman sigur á
Wolves. Bobby McDonald átti
skot af 25 metra færi sem hafnaði
í stöng Wolves. Af stönginni lenti
boltinn á kolli Garys Briggs og í
markið. Wolves jafnaði með
marki Campbells Chapman og
var það fyrsta mark Úlfanna í 5
mánuði á heimavelli sínum. 8
mín. fyrir leikslok komst Kevin
Brock á auðan sjó og skoraði og
tryggði Oxford áfram efsta sætið.
Hörkuleikur var á milli Portsmo-
uth sem var í 2. sæti og Birming-
ham sem var í því 4. Birmingham
sigraði örugglega og þar var hetj-
an David Geddis sem skoraði
þrennu. Kevin Dillon skoraði
mark Portsmouth. Manchester
City er að gefa eftir og tapaði illa
á útivelli gegn Grimsby. Gríms-
bæingar komust í 3-0 með mörk-
um Kevins Drinkell og Garys
Lund sem skoraði tvívegis. Paul
Simpson náði að minnka muninn
en Bob Cumming gekk endan-
lega frá Manchester-liðinu þegar
hann skoraði seint í leiknum.
Leeds United á enn smá mögu-
leika á því að blanda sér í barátt-
una á toppnum. Heimavöllurinn
sem hingað til hefur ekki gefið
góða uppskeru reyndist þeim vel
gegn Crystal Palace. Ian Baird og
Scott Sellars komu Leeds í 2-0 og
John Sheridan bætti við tveimur
mörkum í lokin í stórsigrinum,
4-1.
Blackbum á ennþá möguleika
eftir sigurinn á Cardiff. Ian
Mellor kom Blackburn á sporið
en Nigel Vaughan jafnaði. Simon
Gamer gerði sigurmarkið. Mi-
ddlesboro berst upp á líf og
dauða til að forðast fall í þá
þriðju. Archie Stevens og Steve
Bell gerðu mörkin tvö í góðum
sigri á Fulham.
13. deild standa Bradford, Hull
og Millwall best að vígi. En ef
einhver heldur með liði að nafni
Northampton þá hlýtur sá
bjartsýnisverðlaun undirritaðs.
Liðið er nefnilega í 92. sæti í
deildarkeppninni ensku og litlar
líkur á því að það breytist í bráð.
-ab/Húsavík.
England - deildin
Spenna á botninum
Víti Gibsons í vaskinn. Falco skoraði á síðustu stundu
Urslit
Undanúrsllt FA blkarsins:
Liverpool-Manch. Utd..........2-2
Luton-Everton.................1-2
1. deild:
Arsenal-Nottingham Forest.....1-1
Coventry-Sunderland............0-1
Ipswich-Sheffield Wednesday...1-2
Leicester-Tottenham...........1-2
Newcastle-Q.P.R...............1-0
Watford-Norwich...............2-0
West Ham-Chelsea..............1-1
2. deild
Barnsley-Huddersfield..........2-1
Cardiff-Blackburn.............1-2
Charlton-Wimbledon.............0-1
Grimsby-Manch. City............4-1
Leeds-Crystal Palace...........4-1
Middlesbro-Fulham.............2-0
Oldham-Shrewsbury..............0-1
Portsmouth-Birmingham.........1-3
Sheff. Utd.-Carlisle..........0-0
Wolves-Oxford.................1-2
Notts. County-Brighton........1-2
3. deild
Bolton-Newporl.................3-1
Bournemouth-Walsall............4-1
Bristol R-Bristol C...........1-0
Burnley-Cambridge.............2-0,
Derby-Bradford................0-0
Hull-Orient................... 5-1
Lincoln-Brentford.............1-1
Plytmouth-Wigan...............1-0'
Preston-Millwall...............2-1
Reading-Swansea................0-1
Rotherham-Gillingham..........1-0
Doncaster-York City...........3-0
4. deild:
Crewe-Bury....................1-0
Hartlepool-Colchester..........2-1
Hereford-Scunthorpe...........1-0
Mansfield-Halifax..............2-1
Peterbro-Southend.............1-4
PortVale-Aldershot............1-2
Rochdale-Exeter................2-0
Swindon-Northampton.............2-0
Torquay-Chester.................2-0
Tranmere-Chesterfield..........0-1
Wrexham-Darlington............1-1
Staðan
1. deild:
Everton 32 21 6 5 71-35 69
Manch.Uld 35 19 8 8 67-37 65
Tottenham 34 19 7 8 64-36 64
Sheff.Wed 35 15 13 7 52-37 58
Liverpool.... 33 16 9 8 49-25 57
Southampt. 35 16 9 10 47-43 57
Arsenal 36 16 8 12 54-43 56
Nottm. For.. 35 16 6 13 50-43 54
Chelsea 34 13 11 10 49-39 50
Aston Villa.. 35 13 10 12 48-49 49
W.B.A 35 13 6 16 46-52 45
Newcastle.. 36 11 12 13 49-62 45
Q.P.R 36 11 11 14 44-56 44
Leicester ... 36 12 6 18 56-62 42
Norwich 34 11 9 14 39-50 42
Watford 34 10 11 13 61-60 41
WestHam.. 33 9 11 13 41-54 38
Sunderland 35 10 8 17 36-50 38
Ipswich 33 9 9 15 33-46 36
Luton 32 9 8 15 41-53 35
Coventry....32 10 4 18 35-52 34
Stoke 34 3 8 23 20-71 17
2. . deild:
Oxford 35 21 7 7 67-30 70
Birmingham 36 20 6 10 50-32 66
Portsmouth 37 17 14 6 61-45 65
Blackburn... 36 18 10 8 57-35 64
Manch. City 37 18 10 9 55-35 64
Brighton 37 17 11 9 42-28 62
Leeds 37 17 10 10 61-39 61
Shrewsbury 36 15 11 10 59-48 56
Grimsby 36 16 7 13 64-53 55
Barnsley 35 14 13 8 41-31 55
Fulham 36 16 6 14 58-59 54
Wimbledon 35 15 6 14 64-67 51
Huddersf.... 35 14 9 12 47-50 51
Carlisle 37 13 7 17 46-54 46
Oldham 37 12 7 18 39-59 43
Sheff. Utd. ..36 10 12 14 51-57 42
Charlton 36 10 9 17 44-52 39
Cr. Palace.. 35 8 12 15 39-58 36
Middlesboro 37 8 9 20 36-52 33
Wolves 37 7 8 22 33-65 29
Notts. C 37 7 6 24 36-68 27
Cardiff 36 6 8 22 39-72 26
3. . deild:
Bradford C 39 24 9 6 64-34 81
HullCity 40 21 12 7 68-43 75
Millwall 38 20 10 8 57-35 70
Bristol C 39 20 7 12 60-40 67
Gill.ham 38 20 7 11 63-51 67
Preston 39 12 5 22 46-84 41
Burnely 39 10 9 20 53-61 39
Orient 39 10 9 20 47-71 39
Swansea.... 39 9 9 21 44-72 36
Cambridge 38 3 8 27 31-80 17
4. . delid:
Ch.field 39 22 11 6 58-32 77
Darl.ton 38 21 11 6 56-37 74
Bury 39 21 10 8 63-41 73
Blackpool... 38 21 9 8 59-33 72
Hereford 38 20 10 8 57-33 70
Markahæstir f 1. deild:
Gary Lineker, Leicester........20
Kei ry Dixon, Chelsea..........19
Luther Blisset, Watford........18
MarkFalco.Tottenham............18
Graeme Sharp, Everton..........17
Garry Thompson, WBA.............17
Enskar getraunir:
3 stig: nr. 1, 2, 23, 37, 38, 50 og 54.
2 stig: nr. 15, 21,40 og 51.
1 '/2 stig: nr. 3, 4, 8, 9, 13, 14, 16, 25,
31,32, 36,41 og 48.
„Ég sá í iljarnar á honum
þegar hann hentist úr sófanum og
upp í fjósakrónuna“. Þannig
mæltist einum aðdáanda Manc-
hester United seint á laugardag-
inn. Það er hætt við að fjölmargir
aðdáendur Liverpool hafi stokkið
hæð sína í loft upp þegar Paul
Walsh náði að jafna 2-2 í undan-
úrslitaleiknum í enska bikarnum
á laugardaginn. Enn eina ferðina
sýndi stórveldið Liverpool að leik
er aldrei lokið fyrr en dómarinn
hefur flautað hann af. Hreint
ótrúlegt að ná tvívegis að jafna og
það i bikarleik að auki.
Já það var gaman að leikjunum
tveimur í undanúrslitum bikars-
ins á laugardaginn. Mikil harka í
byrjun einkum hjá United og
Graham Hogg var réttilega bóka-
ður þegar hann sparkaði Rush
niður strax á fyrstu mínútum
leiksins. Baráttan fór einkum
fram á miðjunni og þar hafði Un-
ited betur. Olson og Strachan
báðir stórhættulegir og sá síðar-
nefndi klaufi að skora ekki þegar
Grobbelaar mistókst mark-
spyrna. Leikaðferð Rons Atkin-
son hjá United gekk upp. Klippt
var á allt spil hjá Liverpool og
fyrir vikið náði liðið aldrei að
leika sinn besta bolta. Rush var í
strangri gæslu hjá Hogg og
McGrath og sást aðeins fyrst í
leiknum og síðast þegar hann reif
sig lausan og skallaði sendingu
Dalglish á markið. Baily hélt ekki
boltanum og Paul Walsh þurfti
ekki annað en að ýta boltanum
yfir marklínuna.
United náði forystunni á 69.
mín.. Gordon Strachan spyrnti á
nærstöngina úr hornspyrnu, Gra-
ham Hogg nikkaði út í teiginn og
þar var Robson með þrumuskot
sem hafnaði í Mark Hughes og í
netið, 1-0. Dramatískt augnablik
þremur mín. fyrir leikslok. Sam-
my Lee sendi þvert fyrir mark
United og þar var Ronnie Whel-
an. Laglegt spil Whelan og Dalg-
lish og Whelan sá hvar Bailey
hafði hætt sér of framarlega. Frá-
bær bolti hafnaði efst í þaknet-
inu, óverjandi fyrir Gary Bailey.
Framlenging. Liverpool byrj-
aði með látum en Stapleton sem
hafði átt frekar rólegan dag fékk
sendingu inn fyrir vörnina og
skoraðj af öryggi. En gamli hús-
gangurinn „við megum ekki af-
skrifa Liverpool“ átti sannarlega
við þegar Walsh skoraði jöfnun-
armarkið. Liðin verða að leika að
nýju og verður leikurinn annað
kvöld í Manchester, á Maine
Road, heimavelli City.
í viðtali við BBC sagði mark-
vörður Liverpool, Bruce
Grobbelaar:
,J»að að jafna tvívegis í jafn þýð-
ingarmiklum leik sýnir „karakt-
erinn“ í liðinu. Auðvitað var ég
orðinn vonlaus um að okkur tæk-
ist að jafna þegar 30 sekúndur
voru eftir. En þá kom þessi snilld-
arskalli frá Rush. Bailey var
óheppinn að koma ekki báðum
lúkunum í boltann, þá hefði hann
sýnt markvörslu sem um hefði
verið talað lengi“.
Það var ekki síður barist á Villa
Park í leik Everton og Luton. Það
reiknuðu fáir með því að Luton
myndi veita Everton einhverja
keppni þar sem liðið er í fallbar-
áttu í 1. deild en Everton á toppn-
um. En annað kom á daginn. Á
37. mín. náði Luton forystunni.
Langur bolti barst inn í teiginn
hjá Everton og Mick Harford
náði að skalla niður til Rickys
Hill sem skoraði fram hjá Sout-
hall í markinu. í upphafi síðari
hálfleiks munaði litlu að Hill
endurtæki leikinn en að þessu
sinni sá Southall við honum.
Luton barðist vel og ætlaði sann-
arlega að halda fengnum hlut.
Mick Harford var færður aftur í
vömina þegar 10 mín. voru eftir
en það reyndist Luton dýrt. Þeg-
ar aðeins 4 mín. voru eftir var
dæmd aukaspyrna á Harford og
úr spymunni skoraði Kevin Shee-
dy með sínum alræmda vinstri
fæti og jafnaði. Það stefndi allt í
annan leik en eins og stundum
áður þá lumaði Howard Kendall
stjóri Everton á trompi. Hann
færði Derek Mountfield hinn há-
vaxna miðvörð fram í sóknina og
fjómm mín. fyrir leikslok skall-
aði Mountfield inn aukaspyrnu
Kevins Sheedy. Þar með var
Everton komið í úrslit bikarsins
sem verða á Wembley 18. maí.
Everton á nú möguleiica á þrem-
ur titlum og kæmi ekki á óvart að
þeim tækist að vinna þá alla.
-ab/Húsavík.
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. apríl 1985