Þjóðviljinn - 07.05.1985, Page 2

Þjóðviljinn - 07.05.1985, Page 2
V. Þýskaland „Nú höfum við titilinn“ Yfirburðir Bayern gegn Gladbach en Bremen missti niður2-0 forskotgegn Leverkusen. Góður útisigur Diisseldorf og sigrar hjá Stuttgart og Uerdingen. Frá Jóni H. Garðarssyni frétta- manni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: Þegar Bayern Miinchen hafði gjörsigrað Borussia Mönchengla- dbach 4-0 frammi fyrir 78 þúsund áhorfendum á laugardaginn gengu ailir leikmenn liðsins til búningsklefanna, nema Dieter Höness. Hann beið úti á vellinum uns hann heyrði úrslitin úr leik Werder Bremen og Bayern Le- verkusen. Þegar þau komu, 2-2, hljóp hann inní klefa og þaðan heyrðust gífurleg fagnaðarlæti. Bayern er komið með tveggja stiga forskot á Bremen þegar fimm umferðir eru eftir og Udo Lattek þjálfari sagði: „Nú höfum við titilinn í hendi okkar.“ Bayern hafði yfirburði gegn Gladbach með Lothar Mattháus í banaformi gegn sínum gömlu fé- lögum, en hann, Sören Lerby, Laus Augenthaler og Holger Willmer léku allir frábærlega. Höness skallaði í netið á 34. mín. og síðan kom Mattháus með glæsiskalla, 2-0, á 48. mín. Ro- land Wohlfarth og Reinhold Mathy bættu við mörkum og stór- sigur var staðreynd. í Bremen stefndi allt í öruggan sigur heimaliðsins á Leverkusen framanaf. Yasuhiku Odudera skoraði eftir 12 mínútur og strax á eftir bætti Rudi Völler öðru marki við. En Völler lék einn af eðlilegri getu hjá Bremen, miðja liðsins var slöíc, og þeir Falko Götz og Alois Reinhardt jöfnuðu leikinn fyrir Leverkusen með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Gífurleg vonbrigði fyrir leik- menn Bremen og 18 þúsund áhorfendur púuðu á þá í leikslok. Úrslit urðu þessi í Bundeslig- unni um helgina: Bayern-Gladbach.................4-0 Bremen-Leverkusen...............2-2 Stuttgart-Schalke...............1-0 Dortmund-Dusseldorf........ Uerdingen-Bochum........... Köln-Hamburger SV.......... Braunschweig-Kaiserslautern Bieleteld-Karlsruher....... Mannheim-Frankfurt......... . 1-2 .3-1 . 2-1 . 2-1 . 4-1 .3-1 ®GUND|R ) DOPPEL DUSCH -sjampó og sápa í sama clropa! Helmut Roleder markvörður Stuttgart hlýtur að hafa lesið skammirnar um sig í Þjóðviljan- um því hann sýndi markvörslu í heimsklassa þegar Stuttgart vann Schalke 1-0. Lið Stuttgart var mjög slakt, enda vantaði sex fastamenn. Júrgen Klinsmanna skoraði sigurmarkið á 63. mín- útu. Klaus Fichtel hjá Schalke setti nýtt leikjamet í Bundeslig- unni, hann lék sinn 520. leik og bætti þar með met Willi Neuber- gers. Dússeldorf sýndi fágæta bar- áttu í Dortmund og vann þýðing- armikinn 2-1 sigur. Þar með aukast líkurnar á að liðið haldi sæti sínu í deildinni. Ralf Loose kom Dortmund yfir á 6. mínútu en Sepp Weikl jafnaði á 15. mín. fyrir Dússeldorf. Gúnter Thiele skoraði síðan sigurmarkið á 66. mínútu. Atli Eðvaldsson kom inná í hálfleik hjá Dússeldorf og fékk 4 í einkunn. Uerdingen vann loks eftir fjóra leiki í röð án sigurs. Sigurinn gegn Bochum, 3-1, var sanngjarn og besti maður liðsins var Peter Loontiens, sem hefur tekið stöðuna af Lárusi Guðmunds- syni, var besti maður Uerdingen og fiskaði tvær vítaspyrnu sem Funkelbræður, Friedhelm og Wolfgang, skoruðu úr. Á milli jafnaði Klaus Fischer fyrir Boc- hum en Franz Raschild innsiglaði sigur Uerdingen með marki á 80. mín. Lárus kom inná sem vara- maður á síðustu mínútu leiksins. Köin vann sigur á Hamburger í ágætum leik. Hamburger var betra í fyrri hálfleik og þá skoraði Ditmar Jacobs með skalla, 0-1. Köln var sterkara eftir hlé en Hamburger hugsaði meir um vörnina. Pierre Littbarski og Klaus Allofs áttu stórgóðan leik með Köln ásamt Skotanum Vinc- ent Mennie og Allifs jafnði á 69. mínútu. Stefan Engels skoraði síðan sigurmark Kölnar fjórum mínútum síðar. Braunschweig á enn veika von eftir sigurinn á Kaiserslautern og ný leikaðferð hjá nýjum þjálfara réði þar mestu um úrslit. Sigi Reich skoraði öll fjögur mörk Bielefeld í fall- slagnum gegn Karlsruher og lið hans getur því enn haldið sér uppi. Það var þó slök dómgæsla sem var vendi- punkturinn í þeim leik. Mannheim lék sinn 13. leik í röð án taps og stefnir á sæti í UEFA-bikarnum í fimmta skipti. Staða efstu og neðstu Iiða í Bund- esligunni: Bayern..........29 17 7 5 68-36 41 Bremen..........29 15 9 5 76-46 39 Köln............29 16 3 10 57-49 35 Gladbach........29 13 8 8 65-44 34 Mannheim........29 11 11 7 41-40 33 Hamburger.......27 12 8 7 49-39 32 Uerdingen.......28 12 7 9 50-42 31 Stuttgart.......29 13 4 12 70-49 30 Dusseldorf......29 8 8 13 46-59 24 Dortmund........29 10 4 15 41-56 24 Bielefeld.......29 5 12 12 37-55 22 Karlsruher......29 4 10 15 41-76 18 Braunschweig... 29 8 2 19 33-68 18 Fortuna Köln gerði jafntefli, 1-1, gegn St. Pauli á útiveíli í 2. deild. Janus Guðlaugsson átti góðan leik með Fortuna og fékk 3 í einkunn. Fortuna er áfram í 12. sæti deildarinn- Handbolti Island naumlega í lokakeppnina Mark dœmt afFinnum í lokin ísiand tryggði sér sæti í loka- keppni heimsmeistaramótsins í handknattleik karla 21 árs og yngri með því að sigra í forriðli sem leikinn var í Danmörku um helgina. ísland sigraði Holland 21-20 og gerði jafntefli við Finna, 20-20. Finnar sigruðu einnig Hollendinga með einu marki en með lægra markaskori en íslend- ingar. Naumt var það líka gegn Finn- um. ísland var undir, 20-16, þeg- ar skammt var til leiksloka, en náði að jafna, 20-20, 8 sekúndum fyrir Ieikslok. Finnar skoruðu síðan mark í lokin og var það í fyrstu dæmt gilt en dómararnir komust síðan að þeirri niður- stöðu að leiknum hefði verið lok- ið áður en markið var skorað, eftir samráð við tímaverði. Mjög umdeilt - en ísland leikur í loka- keppninrii á Ítalíu næsta vetur. Valdimar Grímsson var markahæstur gegn Hollending- um með 5 mörk en Geir Sveins- son, Jakob Jónsson og Hermund- ur Sigmundsson skoruðu 4 mörk hver. Gegn Finnum skoraði Jak- ob síðan 8 mörk en Karl Þráins- son 4. -VS Sigrún Blomsterberg (7) og Margrét Theodórsdóttir (13) i hörkuslag við norsku stúlkurnar I Seljaskólanum á laugardaginn. Mynd: E.OI. Handbolti Kafsigling fyrst en sá seinni mun betri Noregur í A-keppnina eftir tvo sigra hér á landi. Kolbrún varði af snilld í báðum leikjunum. Noregur tekur þátt í A-heimsmeist- arakeppni kvenna í handknattleik eftir tvo örugga sigra á íslenska landsliðinu hér á Iandi um helgina. íslensku stelp- urnar voru kafsigldar í fyrri leiknum í Digranesi á föstudagskvöldið, 21-7, en léku mun betur í síðari leiknum í Selja- skóla á laugardaginn sem þær töpuðu einnig, 26-18. Það var taugastrekkt lið sem hóf'fyrri ieikinn. íslensku stelpurnar héldu bolt- anum varla og var hann annaðhvort útaf eða í höndum norska liðsins. Það var engu líkara en skyttur íslenska liðsins væru í fríi. Engin skaut og allir tilburðir voru kæfðir í fæðingu af sterkri vörn og frábærri markvörslu norska liðsins. Einu jöfnu tölur leiksins voru 1-1 en síðan breyttist það í 1-4, 2-8 og 3-13. í síðari hálfleik var sama sagan. Þó hleypti Guðrún Kristjánsdóttir fjöri í spil íslensku stelpnanna er hún kom inná. Hún ein virtist hafa einhvern kraft til jafns við norsku stúlkurnar. Sú eina sem hélt nokkurn veginn haus allan leikinn var Kolbrún Jóhannsdóttir markvörður og varði hún 14 skot. Aðrar voru slakar, nema Erla Rafnsdóttir og Guðrún. Vamarleikur íslenska liðsins VERÐTRYGGÐUR nn m vaxtareikningu ávaxtar fé þitt á arðbæran hátt Betri kjör bjóðast varla Samvinnubankinn var kannski ekkert sérlega góður en að minnsta kosti var hann besti parturinn. Áberandi fannst undirritaðri hversu dómararnir dæmdu allt öðruvísi en okk- ar íslensku 1. deildardómarar. Það mætti halda að hérlendis viðgengjust einhverjar aðrar reglur um kvenna- handbolta, en sjálfsagt má um kenna áhugaleysi dómara. Það var nú kannski ekki alveg að marka þennan leik liðanna, munurinn er ekki svona mikill þó svona hafi farið í þetta skiptið, en það fer ekkert á milli mála að þær norsku eru betri. Samt má nefria okkar konum til málsbóta að norska liðið er mun leikreyndara, síðan í haust hefur það leikið 22 landsleiki en það íslenska aðeins tvo. Þar er eflaust mikið um að kenna landfræðilegri stöðu en vafalaust spila hér einnig inní for- dómar HSÍ gegn kvennahandbolta þó landsliðsnefndin hafi staðið sig vel með þær Björgu Guðmundsdóttur og Helgu Magnúsdóttur í fararbroddi. Mörk íslands: Erna Lúðvíksdóttir 2 (2v), Kristín Amþórsdóttir 2, Margrét Theodórédóttir 1, Erla Rafnsdóttir 1 og Guðrún Kristjánsdóttir 1. „Mjög stressaðar“ „Við vorum mjög stressaðar er við vorum komnar í leikinn,“ sagði Krist- jana Aradóttir fyrirliði íslands eftir leikinn. „Þær eru í sjálfu sér ekkert tekniskari en við en líkamlega eru þær mun betur á sig komnar. Skytturnar okkar brugðust, það vantaði skot fyrir utan. Við bjuggumst alls ekki við þessu,“ sagði Kristjana. „Þetta var áfall“ „Ég get ekki sagt annað en þetta hafi verið áfall,“ sagði Viðar Símonarson landsliðsþjálfari. „Við losnuðum hrein- lega ekki úr byrjunarstressinu. Þær eru sýnilega mun sterkari líkamlega og einn- ig hafa þær mun meiri samæfingu. Undirbúningur okkar hefur verið góður en við áttum slakan leik.“ Mun skárri seinn i leikur Það var allt annað að sjá íslenska liðið í síðari leiknum. Skyttur okkar höfðu greinilega áttað sig á að þær voru komn- ar til leiks og leikurinn var frekar jafn til að byrja með. Stelpurnar með Erlu í fararbroddi spiluðu skemmtilegan handbolta. Það fór nú samt svo að þær norsku náðu yfirhöndinni með mjög góðan leik. Hraðinn var töluvert meiri hjá þeim og fátið ekki neitt. Þær leiddu 11-8 í hálfleik og komust síðan í 15-9, 20-13 og 24-16 í seinni hálfleik. íslensku stelpurnar hafa sýnilega ekki nógu mikinn hraða og ógnuðu norsku vörninni ekki að ráði. Það var frekar einstaklingsframtakið sem gilti, þó svo að skemmtilegum fléttum og samspili hafi brugðið fyrir. Það var sama og dag- inn áður - Kolbrún varði markið af snilld og er illmögulegt að spá nokkru um endalokn leiksins ef hennar hefði ekki notið við. Hin fjölhæfa Erla átti frábæran leik og einnig er hægt að hæla Ernu og Margréti. Þessi munur, átta mörk, var mun raunsærri en 14 mörkin í fyrri leiknum en samt held ég að fimm mörk hefði verið eðlilegra. Það var sama sagan eins og kvöldið áður að íslenska liðið lét dæma alltof oft á sig leiktafir. Mörk íslands: Erla 6, Margrét 4, Sigrún Blom- sterberg 3, Ema 2, Soffía Hreinsdóttir 1, Kristjana 1 (1v) og Kristín 1. „Þetta var svona í jafnara lagi, skárra en í gær. Þó hefði 3-5 marka sigur Nor- egs verið eðlilegri úrslit,“ sagði Viðar landsliðs'þjálfari. -HrG Knattspyrna Urslit íkvöld Urslitaleikur Reykjavíkurmótsins { knattspyrnu fer fram á gervigrasinu í Laugardal kl. 20.30 í kvöld. Þar mætast Fram og Valur, sem sigruðu Fylki og Þrótt í undanúrslitunum. Þróttarar tryggðu sér þriðja sætið í fyrrakvöld er þeir unnu Fylki 2-1. Kristján Jónsson og Nikulás Jónsson skoruðu fyrir Þrótt en Kristinn Guðmundsson fyrir Fylki. V.Þýskaland Eimrígið heldur áfram Bergkamen og Lemgo bítast umfallið. Essen kyrrt íþriðja sœti. Siggi skoraði helming. Frá Jóni H. Garðarssyni frétta- manni Þjóðviljans í V. Þýska- landi: Einvígi Gummersbach og Kiel, liðs Jóhanns Inga Gunnarssonar, um vestur-þýska meistaratitilinn í handknattleik er að ná hámarki. Bæði lið unnu örugga sigra um helgina, Kiel vann Schwabing 24- 29 (9-8 I hálfleik) og Gummers- bach vann Húttenberg 24-15 á útivelli. Gummersbach hefur því eins stigs forystu þegar tvær um- ferðir eru eftir en Kiel er með betri markatölu. Bergkamen og Lemgo berjast hinsvegar hatrammri fallbaráttu og bæði töpuðu um helgina. Sig- urður Sveinsson skoraði helming marka Lemgo, 8(4 víti) er liðið tapaði 22-16 í Dússeldorf og Atli Hilmarsson gerði 3 mörk fyrir Bergkamen sem tapaði 20-19 fyrir Hándewitt. Essen er og verður í þriðja sæt- inu, það breytist ekki úr þessu. Nú gerði liðið jafntefli við Dank- ersen, 19-19, á útivelli og skoraði Alfreð Gíslason 5 marka Essen. Hofweier vann Reinefusche Berlin 25-22 og Grosswallstadt vann Massenheim 22-16. Mass- enheim er nú sama sem fallið í 2. deild. Tvö neðstu lið falla en það þriðja neðsta mætir þriðja liði 2. deildar í aukaleikjum. Gummersbach............24 524-454 37 Kiel...................24 524-452 36 Essen..................24 471-390 33 Schwabing..............24 476-476 26 Grosswallstadt.........24 458-471 25 Dusseldorf.............24 474-464 24 Hofweier...............24 519-519 24 Dankersen..............24 447-445 23 Reinefusche Berlin.....24 511-514 20 Hándewitt..............24 475-525 20 Bergkamen..............24 468-493 18 Lemgo..................24 433-478 18 Huttenberg.............24 489-538 17 Massenheim.............24 421-470 15 Hameln, liðið sem Kristján Arason leikur með næsta vetur, á möguleika á sæti í Bundeslig- unni. Hameln er öruggt með ann- að sætið í norðurriðli 2. deildar, er 4 stigum á undan Bjarna Guðmundssyni og félögum í Wanne-Eickel þegar tvær um- ferðir eru eftir. Hameln mætir liði númer tvö úr suðurriðlinum í úrslitum um 3. sæti 2. deildar. Sigurliðið þar leikur síðan auka- leiki gegn þriðja neðsta liði Bundesligunnar um sæti þar næsta vetur. Handbolti Jenstil Framara Jens Einarsson landsliðsmark- vörður í handknattleik hefur ver- ið ráðinn þjáifari hjá nýliðum Fram í 1. deildinni næsta vetur. Jens hefur undanfarin ár leikið með KR en áður með Víkingi og ÍR. Jens hefur mikið þjálfað í yngri flokkum, svo og í knatt- spyrnu, en þetta er hans fyrsta verkefni með meistaraflokk karla í handbolta. Þetta er mikið áfall fyrir KR-liðið, Jens hefur verið hornsteinninn í leik þess en eins og kunnugt er hafa KR-ingar einnig misst Jakob Jónsson til Stavanger í Noregi. -VS éerum ÖaUadaga íslensKa MAÍ1985 12 3 4 8 9 10 11 12 13 14 1 ■ 15 16 17 18 19 20 26 27 2! j 281 22 23 24 25 29 30 31 FÉLAG ÍSLENSKRA IÐNREKENDA Hallveigarstígl 101 Reykjavík sími 91 27577

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.