Þjóðviljinn - 29.05.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.05.1985, Blaðsíða 3
fslensku keppendurnir, eöa hluti þeirra, ganga eftir leikvanginum viö lokaathöfnina. Pétur Guðmundsson kúluvarpari ber fánann. Mynd: Ólafur Gíslason. Smáþjóðaleikarnir Tólf gull í sundi ísland hlautflestgullverðlaun allra. Eðvarð hlautfjögur, Ragnheiður og Bryndís þrjú. íslensku keppendurnir fengu flest gullverðlaun allra á Ólympíuleikum smá- þjóða í Evrópu sem haldnir voru í ríkinu San Marino á Ítalíu um helgina. ísland hlaut 21 gull, 7 silfur og 4 brons. Kýpur fékk 15 gull, 8 silfur og 9 brons, Luxem- burg 11 gull, 23 silfur og 18 brons og því 52 verðlaun alls, San Marino fékk 2 gull, 11 silfur og 11 brons, Lichtenstein og Andorra fengu 4 brons hvor þjóð, Món- akó fékk 2 brons og Malta eitt brons. Sund Sundfólkið íslenska var atkvæðamest og fékk 12 gull og 4 silfur. Eðvarð Þ. Eðvarðsson var yfirburða- maður í sínum greinum og hlaut 4 gull. Hann sigraði í 100 m bringusundi á 1:06,95 mín, í 100 m baksundi á 58,95 sek, í 200 m baksundi á 2:09,67 mín, og í 200 m fjórsundi á 2:12,22 mín. Ragnheiður Runólfsdóttir fékk 3 gull og 2 silfur. Hún sigraði í 100 m baksundi á 1:09,77, í 200 m baksundi á 2:29,22 og í 200 m fjórsundi á 2:28,19 mín, sem er íslandsmet. Hún varð önnur í 100 m bringusundi á 1:15,12 mín. og í 200 m bringusundi á 2:43,97 mín. Bryndís Ólafsdóttir hlaut 3 gullverð- laun. Hún sigraði í 100 m skriðsundi á 59,75 sek, í 200 m skriðsundi á 2:13,41 mín, og í 100 m flugsundi á 1:07,60 mín. Magnús Ólafsson, bróðir Bryndísar, fékk 2 gull og 2 silfur. Hann sigraði í 100 m skriðsundi á 53,49 sek, og í 200 m skrið- sundi á 1:58,02 mín. Magnús varð annar í 100 m flugsundi á 1:00,58 mín, og í 200 m fjórsundi á 2:18,44 mín. Frjálsar Frjálsíþróttafólkið fékk 4 gull, 3 silfur og 3 brons. Aðalsteinn Bernharðsson sigraði í 400 m hlaupi á góðum tíma, 48,60 sek. Hann varð annar í 200 m hlaupi á 22,07 sek. Bryndís Hólm sigraði í hástökki með 1,69 metra og varð önnur í langstökki með 5,76 metra. Pétur Guðmundsson sigraði í kúlu- varpi, kastaði 16,01 metra. Soffía Gestsdóttir sigraði í kúluvarpi kvenna, kastaði 12,54 metra. Oddný Árnadóttir varð önnur í 400 m hlaupi á 55,49 sek, og þriðja í 200 m hlaupi á 25,18 sek. Unnar Vilhjálmsson varð annar í há- stökki, stökk 2,06 metra. Gísli Sigurðsson varð annar í 110 m grindahlaupi, hljóp á 14,83 sekúndum. Júdó Júdómennirnir skiluðu 100 prósent ár- angri. Þeir voru fjórir og unnu allir gullverðlaun. Karl Erlingsson lagði Luxemburgara að velli í úrslitaglímunni í 65 kg flokki. Halldór Guðbjörnsson vann einnig Luxemburgara í úrslitaviðureigninni í 71 kg flokki. Ómar Sigurðsson vann í 78 kg flokki og sigraði Kýpurbúa í úrslitum. Magnús Hauksson vann Luxemburg- ara í sögulegri viðureign í úrslitum 86 kg flokksins. Andstæðingur Magnúsar hafði náð undirtökum í glímunni en þá skellti Magnús honum og Luxemburgarinn skreið útaf dýnunni! Fyrir það fékk hann 7 stig í mínus og sigurinn var Magnúsar. Lyftingar Þar var árangurinn líka 100 prósent, einn keppandi og gullverðlaun. Guðmundur Sigurðsson var þar á ferð í dpnum flokki, sigraði með 328,202 stig. Hann lyfti samtals 297,5 kg. Skotfimi Karl J. Eiríksson vann til bronsverð- launa í keppni með loftskammbyssu af 10 m færi. Hann fékk 559 stig en Luxem- burgararnir sem urðu í efstu sætunum fengu 566 og 560 stig af 600 mögulegum. Agætlega heppnuð ferð, að sögn Há- konar Arnar Halldórssonar fararstjóra, þó misbrestir hafi verið í skipulagningu mótsins. - VS Jón Kr. FékkekkT leyfi! íþróttakennaraskólinn stöðvar landsliðsmann! Webster ekki með tilAusturríkis. Jón Kr. Gíslason verður ekki með í Austurríki. Islenska landsliðið í körfuknattleik fer í fyrramálið til Austurríkis og tekur þar þátt í alþjóðlegu móti um helgina. Leikið verður við Austurríkismenn á föstudags- kvöld, Ungverja á laugardag og Tyrki á sunnudagsmorguninn. ívar Webster, risinn úr Haukum, kemst ekki með í ferðina. Hann stendur í íbúða- kaupum og getur ekki sleppt vinnu. Þá fékk Jón Kr. Gíslason ekki frí en hann stundar nám við íþróttakennaraskólann á Laugarvatni. Furðuleg framkoma skóla- yfirvalda þar. í staðinn koma í liðið hinn hávaxni Matthías Matthíasson sem leikur í Bandaríkjunum og ÍR-ingurinn Björn Steffensen. Aðrir í liðinu eru Torfi Magnússon, Val, Valur Ingimundarson, UMFN, Pálmar Sigurðsson, Haukum, Tómas Holton, Val, Árni Lárusson, UMFN, Hreiðar Hreiðarsson, UMFN, Guðni Guðnason, KR, og Birgir Mikaelsson, KR. -VS Noregur Amundsen aftur í slaginn! Skrifaði undir samning í íþróttaþœtti sjónvarpsins Frá Markúsi Einarssyni frétta- manni Þjóðviljans í Noregi: Roy Amundsen fyrrum lands- liðsmarkvörður Norðmanna í knattspyrnu skrifaði undir samn- ing við 1. deildarliðið Mjöndalen í íþróttaþætti norska sjónvarps- ins í fyrradag. Markvörður Mjöndalen tilkynnti þá strax að- hann væri hættur, svo liðið er illa statt þar til Amundsen verður löglegur. Amundsen er frægur langt út- fyrir Noreg síðan hann sló niður dómara í deildarleik fyrir nokkr- um árum. Hann fór í langt keppn- isbann og hóf síðan að leika með 4. deildarliði - sem útispilari! En nú er hann á leið f 1. deildina á ný með pompi og pragt og verður án efa mjög í sviðsljósinu að vanda. Noregur Start situr á botninum Markvörður Brann hélt hreinu Frá Markúsi Einarssyni frétta- manni Þjóðviljans í Noregi: Start, lið Guðbjörns Tryggva- sonar, situr á botni norsku 1. deildarinnar í knattspyrnu eftir 1:0 ósigur gegn Rosenborg í fyrradag. Guðbjörn lék allan leikinn með Start en sýndi ekkert sérstakt, frekar en aðrir leik- menn liðsins sem átti ekki góðan dag. Varamarkvörður Brann tók stöðu Bjarna Sigurðssonar og hélt hreinu í 0:0 leik gegn Molde í Bergen. Um 10 þúsund áhorf- endur sáu leikinn. Lilleström gerði jafntefli við Viking 2:2 og er efst með 10 stig Rosenborg hefur 9, Molde, Vik- ing, Bryne, Kongsvinger og Brann 6 stig, Valerengen og Moss 5 og Mjöndalen, Eik og Start reka lestina með 4 stig. Start hefur lökustu markatöluna. Öll liðin hafa leikið 6 leiki nema Ros- enborg og Valerengen fimm. Lárus Lárus Guðmundsson, bikarmeistari með Waterschei og Bayern Uerdingen. V. -Þýskaland Gífurleg spenna fallbaráttunni i Sjö lið íhœttu, þar á meðal Stuttgart! Dusseldorfífallsœti og úrþvíaftur. Atli lagði upp mark í Hamborg Frá Jóni H. Garðarssyni frétta- manni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: Gífurlega spenna er komin í fallbaráttu Bundesligunnar í knattspyrnu eftir leiki 32. um- ferðar. Þegar tveimur umferðum er ólokið koma enn sjö lið til greina með að lenda í þriðja neðsta sætinu og þurfa að leika aukaleik um að halda sér uppi. Karlsruher og Braunschweig eru þegar fallin í 2. deild. Meðal þess- ara 7 liða eru meistarar Stuttgart, en þeir eru þó ekki í verulegri hættu. Dússeldorf var komið í þriðja neðsta sætið eftir sigur Bielefeld í Dortmund á föstudagskvöldið, en vann óvæntan sigur í Ham- borg, 2:1. Gífurleg barátta skóp Körfubolti Dregið í C-keppnina í gær var dregið í riðla fyrir C-keppnina í körfuknattleik en annar riðillinn verður leikinn hér á landi í apríl 1986. ísland er í sterkum riðli - með Norðmönnum, Skotum, írum og Portúgölum. Hinn riðillinn verð- ur leikinn í Danmörku og þar eru m.a. Englendingar meðal þátt- takenda. Efsta liðið í hvorum riðli kemst í B-keppnina. - VS sigurinn hjá Atla Eðvaldssyni og félögum og Kaiser kom þeim yfir með marki á 28. mínútu. Á 2. mínútu seinni hálfleiks átti Atli góða sendingu á Ralf Dusend sem skoraði, 0:2, en strax á eftir fékk Hamburger vítaspyrnu sem Manny Kaltz skoraði úr, 1:2. Dússeldorf hefði getað bætt mörkum við eftir það. Atli lék sem knatttengiliður að þessu sinni og fékk 3 í einkumm, lék vel. Úrslit urðu þessi: Hamburger-Dússeldorf............1:2 Dortmund-Bielefeld..............13: Leverkusen-Köln.................4:4 Braunschweig-Bremen.............0:2 Frankfurt-Schalke..............1:1 Bochum-Stuttgart...............2:1 Gladbach-Mannhelm...............3:0 Þriðjudagskvöldið í síðustu viku vann Kaiserslautern Boc- hum 5:2 og Karlsruher tapaði 0:4 fyrir Bayern Múnchen. Bielefeld, Dússeldorf, Dort- jnund, Kaiserslautern, Frankfurt og Leverkusen eru öll í mikilli fallhættu og Stuttgart má passa sig. Leverkusen var aðili að átta marka stórgóðum leik gegn Köln og jafnaði í lokin með tveimur mörkum frá Herbert Waas. Pi- erre Littbarski átti enn einn stór- leikinn með Köln og gerði 2 mörk. Bremen lifir enn í voninni um að ná Bayern og þeir Rudi Völler og Uwe Reinders gerðu tvö glæsi- leg mörk í annars lélegum leik í Braunschweig. Borussia Mönc- hengladbach sýndi loks sitt rétta andlit og malaði Mannheim. Cri- ens 2 og Mill gerðu mörkin. Ralf Zumdick markvörður Bochum átti stórkostlegan leik gegn Stutt- gart og tryggði liði sínu 2:1 sigur með þvf að verja vítaspyrnu frá Nico Claesen sem rétt áður hafði jafnað fyrir Stuttgart. Sigurmark Bochum var sjálfsmark frá Karl- Heinz Förster. Staðan í Bundesligunni þegar aðeins tvær umferðir eru eftir er þannig: Bayern.......32 19 8 5 75:38 46 Bremen........32 17 10 5 85:48 44 Köln..........32 18 4 10 66:56 40 Gladbach......32 15 8 9 73:49 38 Uerdingen......31 14 8 9 55:43 36 Hamburger......32 13 9 10 56:48 35 Mannheim.......32 12 11 9 44:48 35 Schalke........32 12 8 12 60:59 32 Bochum.........32 11 10 11 52:52 32 Stuttgart......32 13 4 15 74:57 30 Leverkusen.....32 8 12 11 49:49 29 Frankfurt.......32 Kaiserslaut.....31 Dortmund........32 Dusseldorf.......32 Bielefeld........32 Karlsruher......32 Braunschweig....32 Bikaimeistari í tveimur löndum! Uerdingen vann sanngjarnan sigur á Bayern í úrslitaleiknum. Lárus átti þátt í sigurmarkinu. 9 11 12 58:64 29 9 11 11 44:56 29 12 4 16 48:62 28 9 9 14 51:64 27 7 12 12 44:59 27 4 11 17 42:84 19 8 2 22 37:75 18 Dússeldorf á eftir heimaleik við Mönchengladbach og útileik gegn Bochum. Frá Jóni H. Garðarssyni, frétta- manni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: Lárus Guðmundsson hefur unnið það einstæða afrek að verða bikarmeistari í knatt- spyrnu í tveimur löndum á þrem- . ur árum. Hann varð bikar- meistari með Waterschei í Belgíu fyrir tveimur árum - tryggði þá liðinu sigur með tveimur mörk- um - og á sunnudaginn unnu hann og félagar hans í Bayer Uer- dingen óvæntan en sanngjarnan sigur á Bayern Múnchen, 2-1, í úrslitaleik vestur-þýsku bikar- keppninnar. Áhorfendur í Berlín voru 70 þúsund og þeir voru nær allir á bandi Uerdingen. Úrslitin voru sanngjörn, Uerdingen átti mun meira í leiknum og sigurinn gat orðið enn stærri því einu sinni var dæmt löglegt mark af liðinu og þeir Wolfgang Scháfer, Lárus og Peter Loontiens fengu allir dauðafæri sem þeir náðu ekki að nýta. Dieter Höness, sem lék með tvíbrotið nef en var einna besti maður Bayern, skoraði strax á 8. mínútu með laglegu vinstrifótar- skoti frá vítateig, stöngin inn. Udo Lattek þjálfari og aðrir Bæjarar voru enn að fagna þegar Horst Feilzer jafnaði á næstu mínútu, 1-1. Sending frá vinstri fyrir mark Bayern, Klaus Áugenthaler náði ekki að skalla frá og Feilzer skoraði með dúnd- urskoti af 10 metra færi. Uerdingen náði góðum tökum á leiknum og stjórnaði honum. Wolfgang Funkel og Werner Buttgereit tóku Lerby og Matt- háus alveg úr sambandi og lömuðu miðvallarspil Bayern. Vendipunkturinn kom síðan á 48. mín. þegar Dremmler hjá Ba- yern var rekinn af leikvelli fyrir sitt annað grófa brot. Bæjarar léku því 10 það sem eftir var og voru heppnir að Mattháus skyldi ekki vera líka rekinn útaf fyrir gróft brot en hann hafði áður fengið gula spjaldið. Sigurmarkið kom á 67. mín- útu. Herget gaf jarðarsendingu inní vítateig Bayern og Lárus steig í veg fyrir Áugenthaler svo hann komst ekki að boltanum sem rann óhindrað fyrir fætur Scháfers sem skoraði örugglega, 2-1 ..Scháfer hefur verið Uerding- en óhemju dýrmætur og komið á óvart á sínu fyrsta ári í Bundeslig- Handbolti Fjortan næsta vetur Unnið að framtíðarskipulagi íslandsmótsins. Meistarar 1986 krýndir í desember 1985! unni en hann var keyptur frá So- lingen sl. sumar. Aðeins síðustu 5 mínúturnar náði Bayern að sækja eitthvað að ráði og þá varði Werner Wollack markvörður Uerdingen lúmskt skot frá Lerby uppi í samskeytunum. Leikmenn Úerdingen léku allir mjög vel en W. Funkel og Buttgereit skiluðu þó þýðingar- mesta hlutverkinu. Herget var frábær og stjórnaði leik liðsins eins og herforingi og þeir Lárus, Scháfer og Feilzer sköpuðu allir hættu með snerpu sinni. Þá tók Wöhrlin hinn hættulega Kögl al- veg úr umferð. Hjá Bayern voru Höness og Raimond Aumann markvörður þeir einu sem eitthvað sýndu. Aganefnd KR tapar stigunum! Reglur skýrar, segir Garðar. Hneyksli, segir Gunnar Aganefnd KSI úrskurðaði í gær að KR skyldi missa stigin þrjú úr sigurleiknum við Þrótt í 1. umferð Islandsmótsins, 4:3, og teljast hafa tapað honum 3:0. KR notaði í leiknum Jón G. Bjarna- son sem dæmdur hafði verið í leikbann sl. haust, en KR hafði fengið skeyti aganefndar um það - skeytið var borið í næsta hús við formann knattspyrnudeildar KR eins og frægt er. „Starfsreglur aganefndar KSÍ eru skýrar. Skeytið var sent frá KSÍ og það staðfest af Pósti og síma. Það er allt sem þarf, sam- kvæmt 2. grein starfsreglna aga- nefndar. Það var eini í nefndinni um þessa niðurstöðu, reglurnar eru til að starfa eftir þeim og ef menn eru óánægðir með þær verður að breyta þeim á þingi KSÍ,“ sagði Garðar Oddgeirsson formaður aganefndar í samtali við Þjóðviljann. „Þetta er hreinasta hneyksli, anda Við það er ekki dæmt eftir starfsreglna aganefndar. erum dæmdir fyrir skeyti sem al- veg eins hefði getað lent í Síberíu. Það stendur svart á hvítu að mót- tökustimpill skeytisins eigi að gilda og þá eiga starfsmenn Pósts og síma að fara að settum reglum við útburð skeytisins. Við ætlum að skoða málið vel næstu daga og kanna hvort möguleiki sé að að áfrýja þessum úrskurði. Hér er aganefnd KSÍ að dæma í eigin sök, það er framkvæmdavald en ekki dómsvald sem dæmir af okk- ur stigin," sagði Gunnar Guð- mundsson formaður knattspyrn- udeildar KR. Samkvæmt 4. grein títtnefndra reglna verður úrskurði aganefnd- ar ekki áfrýjað. Standi það óhaggað eru KR-ingar komnir í næstneðsta sæti 1. deildarinnar með 2 stig en Þróttur situr hins vegar í öðru sæti með 6 stig. - VS Keppni í 1. deild íslandsmóts- ins í handknattleik næsta vetur verður með gamla forminu. Átta lið leika tvöfalda umferð, 14 leiki alls, og efsta liðið að þeirri keppni lokinni er íslandsmeistari. Þetta er það sama og gert var áður en úrslitakeppnin var tekin upp. Þetta var niðurstaðan á árs- þingi HSÍ sem fram fór um helg- ina. Svonaverðurfyrirkomulagið þó aðeins næsta vetur, skipuð var sérstök nefnd til að móta tillögur fyrir framtíðarskipulag íslands- mótsins í heild og á hún að hafa lokið sínu verki fyrir 1. október í haust. Veturinn 1986-87 ætti því að verða leikið með nýju framtíð- arfyrirkomulagi. Mótið næsta vetur fer að öllum líkindum allt fram fyrir árarnót, frá september framí desember. íslandsmeistari 1986 verður því krýndur í desember 1985! Fyrir- hugað er að koma á sérstöku móti eftir áramót þar sem liðin leika án landsliðsmannanna og eftir A- heimsmeistarakeppnina í Sviss tekur bikarkeppnin við. -SV Stórsigur Austra Austri gerði góða ferð á Fá- skrúðsfjörð í gærkvöldi, vann þar Leikni 4-0 í NA-riðli 3. deildarinnar í knattspyrnu. Óvænt eftir stórsigur Leiknis og Einherja í fyrstu umferðinni. Þróttur og Huginn skildu jöfn í Neskaupstað, 1-1. Þróttur var mun betri aðilinn og náði forystu í fyrri hálfleik með sjálfsmarki Seyðfirðinga en Birgir Guð- mundsson náði að jafna fyrir Hugin í seinni hálfleik. Engin dómari mætti í Mývatns- sveitina en þar átti HSÞ.b að leika við Magna. -VS Bræður á burtleið Bræðurnir Hreinn og GylFi Þorkelssynir, helstu máttarstólp- ar ÍR í körfuboltanum og lands- liðsmenn, eru að öllum líkindum báðir á leið frá félaginu. Hreinn stendur í viðræðum við Grindvíkinga um að þjálfa lið þeirra og leika með því í 1. deildinni næsta vetur. Gylfi hefur hug á að breyta til og þá helst að ganga til liðs við Hauka. „Það er þó ekkert afráðið í þeim efnum,“ sagði Gylfi í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. -VS V.Þýskaland Féllu öll úr bikamum Frá Jóni H. Garöarssyni fréttamanni Þjóöviljans í V.Þýskalandi: fslendingaliðin þrjú sem eftir voru í bikarkeppninni í handknattleik féllu öll út í 8-liða úrslitunum um helgina. Gummersbach vann Kiel 20-19 eftir 12-10 í hálfleik. í leik 2. deildar- liða tapaði Gunzburg, liðið sem Atli Hilmarsson fer til, fyrir Erhard Wunderlich og félögum í Milberts- hofen, 23-24, eftir framlengingu. Wunderlich skoraði 11 mörk í leiknum. Grosswallstadt vann Bjarna Guðmundsson og félaga í Wanne- Eickel 28-21 og Lemgo tapaði 17-21 heima fyrir Reinefusche Berlin og var undir, 5-13, í hálfleik. Gummersbach leikur við Milberts- hofen og Grosswallstadt við Reinef- usche í undanúrslitunum. 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. maí 1985 Miðvlkudagur 29. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.