Þjóðviljinn - 29.05.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.05.1985, Blaðsíða 4
ÍÞRÓTTIR 4. deild Nóg af mörkum Alls58íll leikjum. Sigurður með 4, Garðar, Halldór og Ari 3. Handboltakappar líka á skotskónum. Einar Vilhjálmsson byrjar vel í Grand-Prix keppninni. Hann sigraði í San Jose og takist honum að halda sér í hópi fimm bestu í sumar kemst hann i úrslit keppninnar í haust. Frjálsar Einar tekur forystuna! Sigraði ífyrsta Grand-Prix mótinu og kastaði tœpa níutíu metra Keppni í 4. deildinni í knatt- spyrnu hófst um helgina og var leikið í öllum riðlum nema Austfjarðariðli. Mikið var skorað og víða sáust háar tölur og í 11 leikjum voru gerð 58 mörk, eða ríflega 5 að meðaltali í leik. A-riðill: Grótta-Léttir IR-Grundarfjöröur 5-2 4-0 Víkverji-Grundarfjörður 4-1 í liðum Gróttu og Léttis leika nú margir kunnir leikmenn og sumir þeirra skoruðu í leiknum á Nesinu. Erling Aðalsteinsson 2, Sverrir Herbertsson, Erlingur og Sigurður Benediktsson skoruðu fyrir Gróttuna en Baldur Hann- esson og Egill Ragnarsson fyrir Létti. Guðmundur Magnússon kom ÍR á bragðið gegn Grundfirðing- um með glæsimarki af 35 m færi. Páll Rafnsson, Bragi Björnsson Unglingaleikurinn Þorsteinn forðaði frá stórtapi Skosku unglingalandsliðsmennirn- ir reyndust þeim íslensku ofjarlar á öllum sviðum knattspyrnunnar í Evr- ópuleik þjóðanna 16-18 ára á Val- bjarnarvellinum í fyrradag. íslenska liðið átti aldrei möguleika og slapp vel með 2-0 tap. Skotarnir voru samstilltari, kröft- ugri, sneggri, leiknari og ákveðnari en íslensku leikmennirnir, þeir léku virkilega sannfærandi. Wright stýrði knettinum í íslenska markið eftir fyr- irgjöf frá Norwich-leikmanninum Kinnard strax á 9. mínútu og síðan var það einungis frábær markvarsla Eyjamannsins Þorsteins Gunnars- sonar sem hélt markatölunni í 0-1 þar til 10 mínútur voru eftir. Þá tók Wright aukaspyrnu og skaut hörku- skoti, Þorsteinn varði glæsilega en McFarland fylgdi vel og skoraði, 0-2. Þorsteinn var yfirburðamaður í ís- lenska liðinu sem saknaði sárlega Sig- urðar Jónssonar, A-landsliðsmanns. Theodór Jóhannsson og Atli Einars- son sluppu sæmilega frá leiknum. Það vakti athygli að Guðmundur Magnús- son úr KR var látinn leika þó hann hefði greinilega ekkert erindi í leikinn, langt frá því að vera orðinn góður af meiðslunum sem hann varð fyrir í vor. f unglingalandsliði leynast jafnan verðandi A-landsliðsmenn, en miðað við þennan leik verða fáir úr þessum hópi sem ná svo langt. - VS (víti) og Eyjólfur Sigurðsson gerðu hin mörkin. Gísli Felix Bjarnason hand- boltamaður úr Ribe varð einn fjögurra Víkverja til að skora gegn Grundfirðingum á sunnu- dag. Hinir voru Svavar Hilmars- son, Óskar Óskarsson og Vil- hjálmur Sigurhjartarson. Guð- mundur Ásgeir Björnsson gerði mark Grundfirðinga. B-riðill: Hafnir-Þór Þ....................5-1 Stokkseyri-Hveragerði...........4-2 Afturelding-Mýrdælingur.....frestað Halldór Viðarsson skoraði þrennu fyrir Stokkseyri í Suður- landsslagnum og Páll Leó Jóns- son 1. Stefán Halldórsson og Árni Svavarsson gerðu mörk Hvergerðinga. Hafnamenn fóru létt með Þór Þorlákshöfn og mörk liðsins gerðu Haraldur Gíslason, Ómar Borgþórsson, Óskar Gíslason, Hilmar Hjálmarsson og Gunnar Björnsson. Hannes Haraldsson svaraði fyrir Pór. Garðar Jónsson byrjar vel sem þjálf- ari Hvatar, þrjú mörk strax. C-riðill: Haukar-Bolungarvík.................3-2 Augnablik-Bolungarvík..............9-0 Snorri Leifsson handbolta- kappi, Grétar Hilmarsson og gamla kempan Loftur Eyjólfsson skoruðu fyrir Hauka en Runólfur Pétursson og Jóhann Kristjáns- son fyrir Bolvíkinga. Að undirrituðum stórsamningi við Auglýsingaþjónustuna skor- uðu Augnablikar níu mörk gegn dösuðum Bolvíkingum á sunnu- dag. Sigurður Halldórsson var fremstur f flokki með 4 mörk, Birgir Teitsson, Kristján Hall- dórsson, Sverrir Hauksson, Gunnlaugur Helgason (víti) og síðast en ekki síst Óskar Guð- mundsson læddu allir inn marki. D-riðill: Svarfdælir-ReynirÁ........frestað Höfðstrendingur-Hvöt..........1-6 Borgnesingurinn Garðar Jóns- son byrjar vel sem þjálfari Hvat- ar. Hann skoraði 3 mörk í Skaga- firðinum, Kristinn Guðmunds- son 2 og Hörður Sigurðsson eitt. Jón Jóhann Jónsson skoraði fyrir Höfðstrending. E-riðill: Tjörnes-Bjarmi....................2-0 Vaskur-UNÞ.b......................4-0 Árroðinn-UNÞ.b....................3-0 Sigurður Illugason, Völsungur í fyrra, gerði bæði mörk Tjörnes- inga gegn nýja liðinu úr S. Þing- eyjarsýslu, Bjarma. Fyrstu leikir liðs úr N. Þing- eyjarsýslu á íslandsmóti fóru fram í Eyjafirðinum. UNÞ.b sótti Vask og Árroðann heim en náði ekki að skora mark. AriTorfason 3 og Svanur Kristinsson gerðu mörk Vasks og fyrir Árroðann gegn UNÞ.b skoruðu Orri Ótt- arsson, Ingi Haraldsson og Örn Tryggvason. -hs/K&H/VS Einar Vilhjálmsson vann það glæsilega afrek að sigra í spjót- kasti á fyrsta Grand-Prix frjáls- íþróttamótinu sem haldið var í San Jose í Kaliforníu um helgina. Einar kastaði 88,28 metra sem er með því besta sem náðst hefur í heiminum í ár. Annar varð Tom Petranoff frá Bandaríkjunum, fyrrum heimsmethafi, með 87,22 metra. Grand-Prix mótin verða haldin víðsvegar um Ameríku og Evr- ópu í sumar og lýkur með stóru mót í september þar sem fimm bestu í hverri grein keppa. Áhorfendur í San Jose voru 9000 og þeir urðu vitni að tvenn- um óvæntum úrslitum. Brasilíu- maðurinn Joachim Cruz tapaði í fyrsta sinn í 800 m hlaupi karla í tæp tvö ár. Johnny Gray frá Bandaríkjunum vann á 1:45,76 en Cruz varð annar á 1:45,89. „Þetta er mikill léttir, það er of mikil pressa þegar gert er ráð fyrir að maður vinni hvert einasta hlaup," sagði Cruz. Grete Waitz frá Noregi tapaði óvænt fyrir La- vier frá Bandaríkjunum í 3000 m hlaupi kvenna, varð önnur en 16 sekúndur skildu þær að. Stórstirnin Carl Lewis og Edwin Moses áttu að vera meðal keppenda í San Jose en urðu báð- ir að hætta við vegna meiðsla. -VS Knattspyrna England Norwich niður Coventry tókst það ómögulega - að vinna þrjá síðustu leiki sína í 1. deild ensku knattspyrnunnar og halda sér uppi á kostnað mjólk- urbikarmeistaranna Norwich, sem þar með eru fallnir í 2. deild ásamt Sunderland og Stoke. Coventry kórónaði glæsilegan endasprett með því að vinna Englands- og Evrópubikar- meistara Everton 4-1 á Highfield Road á sunnudagsmorguninn. Cyrille Regis átti sinn albesta leik í mörg ár og var maðurinn á bak- við sigurinn. Regis skoraði strax á 4. mínútu og gaf tíu mínútum síðar á Mick Adams sem kom Coventry í 2-0. Paul Wilkinson svaraði fyrir Everton mínútu fyrir hlé en áhorfendur vörpuðu öndinni létt- ar þegar Regis skoraði eftir send- ingu frá Terry Gibson strax á 2. mínútu seinni hálfleiks. Loks 12 mínútum fyrir leikslok bætti Gib- son fjórða markinu við - Norwich var fallið, Coventry heldur áfram að leika í 1. deild eins og 18 und- anfarin ár. - VS. 3. deild SV Þrjú með fullt hús sdga Selfoss, Stjarnan og Armann. Heimirvarðivíti. Tvö skallamörk á Skaganum Ármann-ÍK 2-1 (1-0) Bragi Sigurðsson skallaði Ár- mann yfir um miðjan fyrri hálf- leik en stuttu síðar varði mark- vörður Ármanns, Heimir Gunn- arsson, vítaspyrnu frá Guðjóni Guðmundssyni. Smári Jósafats- son kom Ármanni í 2-0, vel rang- stæður, og í kjölfar þess var Ólaf- ur Petersen, ÍK, rekinn af leik- velli fyrir mótmæli. Tíu ÍK-ingar sóttu stíft það sem eftir var og Guðjón Guðmundsson skallaði í netið, 2-1, en fleiri urðu mörkin ekki. Stjarnan-Grindavík 2-0 (2-0) Stjarnan lék undan strekkings- vindi í fyrri hálfleik og skoraði tvö mörk á þremur mínútum snemma. Rúnar Sigurðsson og Jón Bragason voru þar að verki. Leikurinn var jafn, Stjarnan ívið sterkari ef eitthvað var, en Grindavík sótti talsvert í seinni hálfleik án þess að komast á blað. Selfoss-Víkingur Ó. 4-1 (1-0) Selfyssingar léku ekki sannfær- andi en nógu vel þó til að sigra ungt lið Ólafsvíkinga. Viðar 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. maí 1985 Gylfason jafnaði fyrir Víking snemma í seinni hálfleik en þá tóku heimamenn við sér og skoruðu þrívegis. Hilmar Hólmgeirsson 2, Gylfi Garðars- son og Daníel Gunnarsson gerðu mörk Selfyssinga. HV-Reynir S. 0-2 (0-2) Tvö skallamörk eftir auka- spyrnur færðu Reynismönnum þrjú stig á Akranesi. Fyrst skall- aði Ævar Finnsson í mark HV og síðan Ari Haukur Arason. Að auki áttu Reynismenn skot í þverslá og niður, innfyrir línu að þeirra mati. Einn leikmanna HV var rekinn af leikvelli rétt fyrir leikslok. Staðan í SV-riðli: Selfoss...............2 2 0 0 6-2 6 Stjarnan..............2 2 0 0 3-0 6 Ármann................2 2 0 0 3-1 6 ReynirS................2 10 1 3-2 3 Grindavík..............2 10 12-33 ÍK....................2 0 0 2 2-4 0 HV....................2 0 0 2 0-3 0 VíkingurÓ.............2 0 0 2 1-5 0 Öllum leikjum í NA-riðli 3. deildar sem fram áttu að fara á laugardag var frestað vegna ó- færðar. -VS Góð upp- hitun Skotar hituðu vel upp fyrir leikinn á Laugadalsvellinum með því að sigra Englendinga 1-0 á Hampden Park í Giasgow. Þetta var jafn og spennandi leikur, Skotar voru sterkari framanaf en Englendingar náðu smám saman yfirhöndinni. Það var því gegn gangi leiksins þegar Richard Go- ugh frá Dundee United skallaði í mark Englendinga á 68. mínútu. Þessi leikur er það eina sem lifir af bresku meistarakeppninni sem fór fram í síðasta sinn fyrir ári síðan. Hann átti að fara fram á Wembley í London en var færður til Glasgow vegna hættu á óeirðum. _ ys.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.