Þjóðviljinn - 08.06.1985, Síða 1

Þjóðviljinn - 08.06.1985, Síða 1
8 jum 1985 laugar- dagur 128. tölublað 50. árgangur MOÐVIUINN SUNNUDAGS- BLAÐ MENNING ASÍ-VSÍ Einmana dvergkráka Elskhugi í líki hrafns hrakinn burt Dvergkrákan, flækingur sem heldur til við lækinn í Hafnar- fírði, einsog Þjóðviljinn greindi frá fyrir skömmu, er enn í fuiiu Qöri. Að sögn starfsmanna í Steinull er henni þó tekin að leiðast ein- veran. Yngissveinn af hrafna- kyni veitti henni um stund félags- skap, og hýrnaði mjög yfir henni við það. Tók parið nokkra lauf- létta flugspretti við lækinn og var ekki annað að sjá en heitar ástir væru að takast. Hins vegar hljóp á ástarþráðinn snurða í líki starra og spóa, sem sættu sig engan veg- inn við krumma í nábýli og ráku hrafninn í brottu. „Það er ósköp að sjá dverg- krákugreyið síðan“ sögðu Stein- ullarmenn. „Hún virðist hríðhor- ast í ástarsorginni“. -ÖS Þingslit 15. Forsætisráðherra fór í gær fram á samkomulag við stjórnarand- stöðuna um að ljúka þingstörfum föstudaginn 15. júní n.k. Ekki hefur verið gengið frá því hvaða mál muni hljóta afgreiðslu á þeim 5 þingdögum sem eftir eru, en búist er við að það liggi fyrir á mánudag. Þénar á við 8 fostrur Seðlabankastjórinn er metinn til jafns við 8fóstrur. Árstekjur Jóhannesar Nordal voru ífyrra um2 miljónir. Mánaðarlaunin voru hœrri en árslaun verkamanns á lágmarkslaunum. Jóhannes Nordal hafði á síðasta ári tekjur sem námu saman- lagt launum átta fóstra. Sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans hafði hann u.þ.b. tvær miljónir króna á árinu, eða 165 þúsund krónur á mánuði. Jóhannes hafði föst laun og bílastyrk sem bankastjóri 1.221.000 krónur í fyrra. Fyrir störf sín í þágu álviðræðunefndar ríkisstjórnarinnar hlaut hann 443.996 krónur og sem stjórnar- maður Landsvirkjunar 164.600 krónur. Þá eru ótalin laun fyrir setur í öðrum nefndum og stjórn- um á vegum ríkisins. 165 þúsund krónur eru heldur hærri en dagvinnutekjur verka- manns á lágmarkslaunum í fyrra og ámóta og sóknarfélagi á spít- ölunum hafði í árslaun. Jóhannes Nordal er metinn í launum á við 8 fóstrur eða 13 verkamenn á lág- markslaunum. Jóhannes Nordal hefur um ára- tuga skeið verið talsmaður geng- isfellinga en þær hafa verið vinsæ- lasta aðferð ríkisstjórna til að skerða kaupmátt launatekna. Fé- lagi hans í álviðræðunefndinni, Gunnar G. Schram, er stuðnings- maður launastefnu núveranc ríkisstjórnar sem hefur skei kaupmátt launanna um 30% undanförnum misserum. Þeir fengu hins vegar báði kauphækkun um síðustu áramé upp á 34% og 37% og hafa ekl enn heyrst mótmæla þeiri launastefnu sem felst í því. Sjá fréttaskýringu í Sunnu- dagsbiaði bls. 4. Fóstra Fóstra Byrjunarlaun fóstru eru um 18.500 krónur á mánuði. Hæstu mánaðarlaun fóstru eru um 23.000 krónur. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri með meiru hef- ur um 165.000 krónur í mánaðar- laun. Viðræðumar fjara út VSÍhafnar kauptryggingarkröfum Alþýðusambandsins. Nýr viðrœðufundur ívikunni, enflestirteljalitlarUkurá sumarsamningum rm~ Jesí ucíiuís isi pess að slitm uppúr viðræðum Alþýðu- sambandsins og Vinnuveitenda um nýja kjarsamninga fljótlega eftir helgina. Magnús Gunnars- son framkvæmdastjóri VSI hefur lýst því yfir að viðræðurnar séu orðnar vonlitlar og heimilda- menn Þjóðviljans innan verka- lýðshreyfingar og meðal vinnu- veitenda töldu í gær allar líkur á þvi að ekkert yrði úr sumarsamn- ingum. Viðræðum yrði hætt í næstu viku og þráðurinn ekki tekinn upp aftur fyrr en í haust þegar samningar verða lausir. Vinnuveitendur óskuðu eftir frestun á fundi með aðalasamn- inganefnd ASÍ sl. fimmtudag en ráðgert er að samninganefndirn- ar hittist að nýju eftir helgina en framkvæmdastjórn VSÍ kemur saman á mánudagsmorgun til að meta stöðuna. Almenn samstaða er meðal verkalýðshreyfingarinnar um að ófært sé að ganga til samninga nema haldföst kauptryggingar- ákvæði náist fram en vinnu- veitendur hafa alfarið hafnað þeim hugmyndum er ASÍ lagði fram í þeim efnum fyrr í vikunni. Þá hafa forystumenn fjölmargra landssambanda lagt mikla áherslu á að Ieiðrétting verði að fást á ýmsum sérmálum eigi að gera samning. „Það er eins og kröfur hinna ýmsu landssambanda hafi komið VSÍ-mönnum á óvart, ég get ekki skilið viðbrögð þeirra öðruvísi. Boltinn er hjá VSÍ við bíðum eftir viðbrögðum frá þeim eftir að hafa kynnt okkar kröfur", sagði Benedikt Davíðsson formaður Sambands byggingarmanna í gær. Guðmundur Þ. Jónsson for- maður Landssambands iðn- Fóstra verkafólks tók í sama streng og sagði greinilegt að tilboð VSI dygði óbreytt engan veginn til samninga. „Það eru mörg atriði í okkar samningum sem þurfa leiðréttingar við og ef menn eru að tala um að semja núna til lengri tíma þá verður að taka það með i dæmið. Það verður að koma í ljós mjög fljótlega hvort grundvöllur er fyrir frekari við- ræðum eða hvort menn bíða til 1. september." sagði Guðmundur Þ. Jónsson. -»g- Fóstra Fóstra Fóstra Fóstra

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.