Þjóðviljinn - 08.06.1985, Blaðsíða 16
Ur borgarstjórn
FRETTIR
Magnús L.
forseti
Á borgarstjórnarfundi í fyrra-
kvöld var kosið í einærar nefndir
og ráð. Pál) Gíslason baðst undan
endurkjöri sem forseti borgar-
stjórnar og var kjörinn Magnús
L. Sveinsson. Hann er fjórði for-
setinn frá því meirihluti Davíðs
tók við, eftir Albert Guðmunds-
syni, Markúsi Erni Antonssyni og
Páli.
Páll Gíslason er fyrsti varafor-
seti, Katrín Fjeldsted annar. Þá
var kosið til borgarráðs án ann-
arra breytinga en þeirrar að fram-
sóknarmaðurinn Kristján Bene-
diktsson tekur við af Guðrúnu
Jónsdóttur, Kvennaframboði,
samkvæmt samkomulagi
Kvennó, Framsóknar og krata.
Engar teljandi breytingar urðu á
öðrum nefndum og ráðum.
-m
Grettisgata
Bílastæði
óútkljáð
íbúar fjölbýlishúss austast á
Grettisgötu hafa mótmælt
harðlega fyrirætlunum um að
taka af þeim bflastæði við
róluvöll bakvið Austurbæjar-
bíó. íbúarnir vísa til þess að á
þessu svæði er bflum afar
ónæðissamt vegna bíógesta,
nærliggjandi veitingahúsa og
Hlemms-unglinga.
Á borgarráðsfundi í vik-
unni var samþykkt að taka af
íbúunum bflastæðin gegn
mótmælum ráðsliðanna Sig-
urjóns Péturssonar og Guðr-
únar Jónsdóttur, en borgar-
stjórn samþykkti hinsvegar í
fyrrakvöld tillögu frá Sigurði
E. Guðmundssyni þarsem
málinu er frestað þar til
heildarlausn er fundin á bíla-
stæðavandræðum í grennd-
inni, sérstaklega við Austur-
bæjarbíó.
Barnabónusinn
i gegn
Barnabónusinn í Vinnuskóla
Reykjavíkur var samþykktur á
borgarstjórnarfundi í gær. Til-
laga frá Guðrúnu Ágústsdóttur
um að sleppa bónusnum og borga
þess í stað hærri laun fékk ekki
stuðning. í ræðu Guðrúnar kom
fram að á fundi leiðbeinenda í
Vinnuskólanum kom fram mikil
óánægja með bónusinn, enda
ekki auðséð hvernig á að reikna
hann út fyrir utan efasemdir upp-
eldismanna um heillavænleg
áhrif slíks samkeppniskerfis á
unglinga.
MyrvMistn- harttU&nskóU Isímds
LetMr-j
nomskeio
GunnUugurSí briem kentúr í
þrjnr vikur, rncmiM^inn 10-júní
tUfistutUgsins frntugostH'/jm
niu tUfimm-^Vtrkkfyur Kftnqnr:
fijrstu byrjindavivuiræði tU vii-
-fiMstfiu ntvinnurturnm.
NfffWWi í bmíptnrw., Uturíúnnun
boluursrMÍ/UfpMe^pin^ cg-fiwr-
cefinýM.c&ruxtusufinrLtstmr
um ícncmotkwurg sotju
stnfiáfsins.c^-lmrituno^fifiir-
spurrúr-.Skrijsttfi. MyncMstu. -
og HcmÁíÍnskéUi'ÍsUvnUiS/Skip-
kolrti 1/Svmi i'jjfio/fiú3tti5-
Borgin
Ölfusvatn keypt
íhaldsfjölskyldafœr 60 milljónir „á silfurfati“. Páll Gíslason: hefði
verið gott aðfá eitthvað á blaði
r
Ihaldsmeirihiuti borgarstjórnar
samþykkti í gær að kaupa Ölf-
usvatn í Grafningi handa Hita-
veitunni fyrir 60 milljónir króna.
Oddvitar minnihlutaflokkanna
gerðu harða hríð að borgarstjóra
fyrir Ölfusvatnsævintýrið, töldu
alls ósannað að borgin þyrfti á
landinu að halda, sögðu
kaupverðið svimhátt og réttindi
seljenda furðumikil. Eðlilegra
væri að fara eignarnámsleið ef í
ljós kæmi síðar að borgin þyrfti
að eignast landið. Davíð Ödds-
son taldi kaupsamning sinn góð-
an og hagstæðan.
Sameiginlegri bókun minni-
hlutafulltrúanna (nema Kvenna-
framboðs sem á fundinum léku
fegurðardrottningar) lýkur með
þeim orðum að „með þessum
landakaupum er íhaldið í
Reykjavík að rétta einni kunn-
ustu íhaldsfjölskyldu í borginni,
sem auk þess er nátengd sjálfum
hitaveitustjóranum, geypilega
fjárfúlgu á silfurfati".
Þetta var í fyrsta sinn sem Ölf-
usarvatnsmálin eru rædd af
kjörnum fulltrúum í borginni. í
umræðunum vakti Adda Bára
Sigfúsdóttir meðal annars athygli
á því að Hitaveita Reykjavíkur
hagaði sér einsog ríki í ríkinu:
borgarfulltrúar fengju ekki að
fylgjast með ákvörðunum eða
hafa áhrif á þær heldur stæðu
hverju sinni frammi fyrir gerðum
hlut. Páll Gíslason, Sjálfstæðis-
flokki, tók óbeint undir þessi orð
þegar hann lýsti því yfir í ræðu um
Nesjavelli og Ölfusvatn að „það
hefði verið gott að fá eitthvað á
blaði‘-‘. -m
l»ú þarft á líftryggingu
að halda til aukins öryggis
fyrir þig og þína.
Stærð og fjárhagslegur
styrkur Sameinaða
líftryggingarfélagsins hf.
skapa þér örugga
lí ftryggingarvemd.
Líftrygging hjá
Sameinaða líftryggingarfélaginu hf.
tryggir öryggi þeirra
sem þér er annast um.
Tryggmg fyrir þig og þína
Sameinaða líftryggingarfélagið hf. er nýtt
líftryggingarfélag.
Sameinaða líftryggingarfélagið hf
er í eigu tveggja af traustustu
vátryggingarfélögum landsins,
Sjóvátryggingarfélags íslands hf.
og Tryggingamiðstöðvarinnar
Sameinaða
líf tryggingarfélagið hf.
er stærsta
líftryggingarfélag
landsins.
&
SAMEINAÐA
LÍFTRYGGINGARFÉLAGIÐ HF
SUÐURLANDSBRAUT4 125REYKJAVÍK P.O.BOX5300 SJMI91-82500