Þjóðviljinn - 08.06.1985, Síða 7

Þjóðviljinn - 08.06.1985, Síða 7
Húsin fcri lifandi hlutverk Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar, segirfró hugmyndum sínum um framtíð Listasafns hans Eitt af stóru nöfnunum í ís- lenskri myndlist á þessari öld er Sigurjón Ólafsson mynd- höggvari. Hann lést áriö 1982 og lét þá eftir sig safn lista- verka frá meira en hálfrar aldarskeiöi. ífyrravarsvo formlega stofnað Listasafn Sigurjóns Ólafssonar af ekkju hans Birgittu Spur með leyfi Reykjavíkurborgar. Nú um helgina veröur opnuð sýning á síðustu verkum Sigurjóns eða nánast þeim sem hann gerði tvö síðustu æviár sín. Jafnframt verður Sigurjóns- vaka með margvíslegum upp- ákomum út mánuðinn. Við hittum Birgittu Spurað máli þar sem hún var að vinna að uppsetningu sýningarinnar og spurðum hana um framtíð- aráform um Listasafnið úti á Laugarnesi. Henni sagðist svo frá: - Reglugerð var samin um Listasafn Sigurjóns Ólafssonar fyrst og fremst til þess að það hafi lieiti og ákveðinn stað í kerfinu. Það er ekki á eins manns færi að halda við húsinu og hafa hæfi- legan ramma um listaverkin. Ráðamenn sýndu þessu skilning að því er virtist en það gengur hægt að fá fjármagn, það er svo margt annað sem kallar á fé. List- in er kannski dálítill lúxus þó að hún sé hjartans mál margra. Að- alatriðið núna er að tryggt verði að verkin eyðileggist ekki. - Er hætta á því? - Það verður að útvega fé til þess að gera við vinnustofuna. Hún heldur ekki regni og það þarf að skipta um þak, helst í sumar. Verkin liggja jafnvel undir skemmdum. Húsið er byggt af vissum vanefnum, gert úr flekum sem settir voru saman utan um braggann. Sigurjón vissi að það þurfti að lagfæra húsið mikið en hann vildi ekkert láta trufla vinnufrið sinn síðustu árin og þess vegna var ekki farið út í endurbætur fyrr. Fé vantar - Hefur ekki verið tekið vel í að útvega þetta fé? - Það hefur öllum þótt þetta sjálfsagt mál en ekki hefur fengist beinn stuðningur frá borginni. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar var felldur 250 þúsund króna stuðningur við safnið. Nú liggur hins vegar fyrir aukafjárveiting frá fjármálaráðherra en hún er háð því skilyrði að borgin leggi jafn mikið fé á móti svo að ég veit ekki hvernig fer. Borgin hefur hins vegar gefið loforð um að safnið fái að vera áfram á Laugarnesi og ætlunin er að út- hluta framtíðarlóð til þess. Það er vissulega mikill áfangi. - Hafði Sigurjón sjálfur ein- hverjar hugmyndir um hvað yrði um verk hans? - Gerður var kaupmáli árið 1980 þar sem tryggt var að mynd- irnar yrðu í minni umsjá. Hann var fyrst og fremst gerður til þess að þær færu ekki úr landi og tvístruðust. Auk okkar fjögurra barna átti hann fjögur böm fyrir og verkin hefðu örugglega dreifst í allar áttir ef þessi kaupmáli hefði ekki verið gerður. Þau eru í stjórn Listasafnsins. F.v. Brynia Benediktsdóttir leikari, Hlíf Sigurjóns- dóttir fiðluleikari, dóttir listamannsins, Ogmundur Skarphéðinsson arkitekt og Birgitta Spur. Listaverkið heitir Himnastiginn. Ljósm.: E.ÓI. Birgitta Spur: Mig dreymir um að upp rísi hreyfing og slái skjaldborg um Laugarnes sem útivistarsvæði. Ljósm.: E.ÓI. - Hvað hugsar þú þér með safnið í nánustu framtíð? - Mig langar til þess að húsin fái lifandi hlutverk. Víðast hvar þykir stórkostlegt að hafa vinnu- stofu og heimili listamanns eins og hann skildi við það og þetta væri hægt að sýna og jafnframt koma upp smábíógrafískri sýn- ingu. Þegar mín nýtur ekki lengur við væri hægt að gera íbúðina að gistibústað, fyrir listamenn, ekki bara myndlistarmenn heldur alls konar listamenn. Ef það sem eftir er af Laugarnesinu yrði friðað gæti þessi staður samsvarað Svea- borg í Finnlandi, Louisiana í Danmörku eða Höviksodda í Noregi. Þetta em allt staðir sem hafa listræna þýðingu og eru jafn- framt í fallegu umhverfi. Það þarf að finna góða lausn á þessum málum. Mér virðast sumir halda að safnið hafi verið stofnað bara til þess að ég gæti gerst safnstjóri en það er ekki málið. Ég vildi fyrst og fremst vekja athygli á þessum verkum og vinnustofunni til þess að koma í veg fyrir tóm- læti um málið. Aðalatriðið er að verkin skemmist ekki og gengið verði frá heimilinu og vinnustof- unni þannig að það geti funkerað sem safn. Hins vegar er eðlilegt að það taki sinn tíma að finna góða lausn. Dreymir um kraftaverk - Þú vilt gera Laugarnes að úti- vistarsvæði? - Mig dreymir um að það gérist kraftaverk og upp rísi hreyfing til verndar Laugarnesi, hreyfing sem slái skjaldborg um að þetta verði útivistarsvæði. Á nesinu eru mörg skemmtileg örnefni, fjaran er óspillt, bæjarhóllinn stendur ennþá og kirkjugarður- inn gamli við Laugarnesbæinn er friðaður. Fyrir austan Laugarnes á svæði Olís er mói eða holt þar sem tvær bæjarrústir eru í og þær hafa aldrei verið rannsakaðar. Ég vil að Laugarnesið verði látið vera eins og það er með útsýni út í Viðey og túnið og holtið eins og það er. Náttúruverndarmenn segja að nú sé vaxandi áhugi á verndun nesja víða um heim vegna þess að þau hafi alveg sér- stakt lífríki. - Er fyrirhugað að skerða svæðið frekar en orðið er? - Mér skilst að það sé fyrirhug- aður vegur í gegnum túnið, yfir holtið og niður á uppfyllingu Olís. Ef þetta gerist verður ekki mikið eftir af fornri frægð þessa staðar. - Er mikið um að fólk leggi leið sína niður á Laugarnes? - Það er stöðugur straumur af fólki þangað allan ársins hring - og það er ekki endilega fólk úr næsta nágrenni. - Er það ekki framtíðarmúsík að hægt verði að sýna verk Sigur- jóns í sérstöku safni? - Ég er nú frekar á móti eins manns söfnum í hjarta mínu en vel gæti verið salur í einhverju stærra safni sem helgaður væri Sigurjóni. Hugsanlegt væri líka að reisa sali í Laugarnesi og væri t.d. annar rekinn „commercielt" en í hinum væru sýningar á verk- um Sigurjóns. En það er mikið mál að reisa heilt safn. Það sem vantar hér á landi eru einkasjóðir sem styrkja listaviðleitni t.d. eins og Carlsbergsjóðurinn í Dan- mörku. - Eru ekxi flest verkin í safninu frá síðari árum Sigurjóns? - Þau eru flest frá síðari árun- um en dreifast þó yfir 50 ára tíma- bil. Elsta myndin mun vera lág- mynd af Aðalsteini Sigmunds- syni, kennara Sigurjóns, gerð 1923 eða 1924. - Og þú ert að gera bók um mann þinn? - Já, safnið er að gefa út 240 bls. bók þar sem ævisaga Sigur- jóns er sögð í myndum og enn- fremur er að finna í henni skrá yfir allar myndirnar í safninu og myndir af flestum þeirra. Þá eru í bókinni greinar eftir Kristján Eldjárn og Thor Vilhjálmsson og yfirlit yfir sýningar og skrá yfir verk á opinberum vettvangi. - Sigurjón var mjög afkasta- mikill? - Hann unni sér engrar hvfldar allt til loka. Samt var hann kom- inn með ofnæmi fyrir ryki síðari árin. Við þökkum þessari elskulegu og broshýru konu og vonum að Listasafn Sigurjóns Ólafssonar eigi sér mikla og glæsta framtíð. -GFr Laugardagur 8. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN — SfÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.