Þjóðviljinn - 08.06.1985, Side 13

Þjóðviljinn - 08.06.1985, Side 13
MENNING Listmálarafélagið er nú komið af stað enn einu sinni og leggur undir sig vestursal Kjarvalsstaða. Þarsýna 18 fé- Iagar60 málverk, flestolíu- málverk, en einnig akrýl- og vatnslitamyndir. Olíkt því sem áður var fóru forsvarsmenn Listmálarafélagsins gætilega í sakirnar þegar þeir fengu ný- lega tækifæri til að skilgreina sérstöðu sína í útvarpinu. Það lá við að þeir væru einum of hógværir. A.m.k. fékk maður að vita það að hér væru ein- ungis á ferðinni málarar sem kysu að sýna saman, en ekki „hið guðdómlega créme de la crérne" íslenskrar listasögu sem fyrir nokkrum árum ætl- Pétursson kemur t.d. á óvart með ágætum akrýlmyndum sínum. Þær eru sumar prýðilega málað- ar, en tapa ögn flugi vegna jafnrar stærðar og staðlaðs frá- gangs. Hvers vegna ekki að ráð- ast í stærri fleti og ákveðnari? Það gerir Elías B. Halldórsson með ágætum árangri í þremur stórum abstraktverkum sem eru með þeim betri á sýningunni. Að ég tali nú ekki um Kristján Davíðs- son með stóran, nafnlausan him- inbláma beint gegn inngangin- um. Kristjáni tekst að gera furð- ulegustu hluti með þessum sörlu- mbláa lit sínum, sem flæðir um allan flötinn. Svona verk eru afr- eksverk. Hins vegar eru hlutirnir eitthvað meira á reiki hjá Haf- steini Austmann. Hann er ein- Frá sýningu Listmálarafélagsins. Ljósm. Valdís. Listmálarar fylkja liði á Kjarvalsstöðum Margbreytileg en misjöfn sýning aði sér að frelsa kúnstina úr klóm hinnar satanísku framúr- stefnu. Það er erfitt að svara því hvað valdi slíkum sinnaskiptum. Eitt er víst að Listmálarafélagið er undarleg moðsuða góðra- og meðalgóðra listamanna. Sumir félaganna eru málarar af guðs náð, en aðrir eru það frekar af vilja en mætti. Meðaltalið er því ósköp mikið miðlungsmoð, þar eð fleiri eru kallir en útvaldir eins og gengur og gerist. Þrátt fyrir það er þetta fremur góð sýning þótt ekki sé hægt að segja að hún sé beinlínis spenn- andi. Kringum „risann“ Svavar Guðnason hverfast minni spá- menn, en þar á meðal má kenna marga góða málara. Pétur Már Nú er algjört sýningarmet á Kjarvalsstöðum; hvorki meira né minna en fimm sýningar í gangi á tíma þegar venjulega hefurdregið úrsýningum vegna birtu og sumaryls. Júní er oftast sá mánuður þegar ládeyðan hefur inngöngu sína í gallerí og söfn, enda kvarta margir yfir því að þá dragi úr heimsóknum fólks í sýningar- sali og sé því vísast að loka þeim fram að hausti. En þetta virðast óvenjulegir tímar og ýmislegt tekur nú örari breytingum en oft áður. Hefðin lætur undan og nýir siðir skjóta upp kollinum í listabransanum líkt og annars staðar. Örn Ingi er þó samur við sig, kominn enn einu sinni til Reykjavíkur með sýningu sem hann kallar „Sviðs- myndir í tilveru lífs og dauða“. Þetta er sýning fjörutíu og tveggja mynda sem flestar eru höggmyndir. Eins og fyrri daginn eru samsetningar áberandi og sækir Örn Ingi efnivið sinn langt út fyrir hinn listræna heim ef svo ber undir. Reyndar minna að- föng hans töluvert á aðföng súr- realistanna gömlu, þegar þeir duttu í lukkupottinn á skran- sölum eða útimörkuðum Parísar- borgar. En þar sleppir saman- burðinum, því samsetningar Arnar Inga eru yfirleitt rökræns eðlis; þær má útlista samkvæmt tilvísunum í efni og útlit. Sam- suður súrrealistanna voru í hæsta máta órökrænar og tilviljun ein hvern veginn að reyna að tæma tæmdan bikar Parísarskólans og þessi verk eru farin að sveiflast ískyggilega yfir á skreytilistar- hliðina án þess að þangað sé stefnt. Svipað er Steinþóri Sig- urðssyni varið og e.t.v. í enn rík- ari mæli. Þessi eftirstríðsstefna er dauð og það fyrir löngu og hefur kannski aldrei verið lifandi nema í sögusögnum. Enn ómerkilegri fínessur þjaka réð hvað hvert atriði verksins táknaði. Þó er ekki þar með sagt að verk Arnar Inga verði lesin ofan í kjöl- inn eins og gátur eða málshættir. Öllu heldur leiða meginatriði þeirra áhorfandann inn á á- kveðna braut og með hjálp nafngifta má geta í eyðurnar. Gjarnan er um orðaleiki að ræða og vísa orðin til hlutanna í verk- unum eða öfugt. Sú breyting hefur samt orðið á að trésmíði er orðin fyrirferðar- meiri í verkum listamannsins og því verða höggmyndir meira áberandi en áður. Reyndarbend- ir Örn Ingi sjálfur á þetta í sýning- arskrá. Þetta er athyglisverð þró- un og krefst mun ákveðnari og fagurmannlegri vinnubragða en fyrri samsetningar. Enda lætur árangurinn ekki á sér standa eins og sjá má í veglegu og ógnvekjandi líkneski af drekan- um Fáfni sem listamaðurinn kall- ar „Verndarinrí*. Ófreskjan vak- ir yfir gýlltum eggjum, trúlega samt málverk tíenedikts Gunn- arssonar. Það er einhver auglýs- ingabragur yfir verkum hans sem vart sést lengur nú orðið, en þótti nothæfur meðan hann var og hét á 6. áratugnum. í þennan pytt hrasa þau ekki, Einar Þorláksson og Guðmunda Andrésdóttir. Málverk þeirra eru þrátt fyrir allt laus við Parísarpjattið eins og það gerðist verst. Hins vegar skortir í verk beggja þann þunga sem ger- ir list að mikilli list. Verk Einars eru líkt og veikur endurómur fra abstraktsúrrealískum verkum Mirós á millistríðsárunum og Guðmundu vantar allt flug, en einkum það flug sem kennt er við hugmyndir. Betur væri að þau tækju Jó- hannes Jóhannesson sér til fyrir- myndar. Þar er maður með bar- fjöreggjum þjóðarinnar og blak- ar vængjum. Hægt er að leggja út af verki þessu á margan hátt og er auðveldast að skilja samlíking- una með samanburði á örnefnum sem tengja söguna um Rínargull- ið í Völsungakviðu íslenskri nú- tímasögu. Gnitaheiði verður t.d. Miðnesheiði o.s.frv. Þannig er hægt að rekja táknmál „Verndar- ans“ eins langt og mönnum sýnist og rifja um leið upp hin gömlu sannindi að „margur verður af aurum api“, en það er reyndar annað verk á sýningu Arnar Inga. Verk þessa norðlenska lista- manns eru sérstæð og persónu- leg. Þau eiga sér ákveðið mynd- mál og táknmál sem stundum minnir á list Súmaranna, þeirra Magnúsar Tómassonar og Jóns Gunnars Árnasonar. Af þeim hefur Örn Ingi lært ýmislegt, en bætt um leið við sínum eigin frá- sagnarháttum ásamt persónulegu handbragði og húmor. HBR áttuviþa og seiglu, en slíkt þarf til að fást við sömu formgerðina í langan tíma þannig að einhverju sé skilað til áhorfandans öðru en endurteknu tómahljóði. Hinir hlutlægu eru e.t.v. jafn- betri en abstraktmálararnir, en þó rísa verk þeirra sjaldan hátt og engan Svavar er að finna í þeirra hópi. Þeir Einar Hákonarson og Bragi Ásgeirsson eru eins konar millistig milli hins abstrakta og fígúratíva. Bragi er að vísu með óhlutbundnar myndir, en þær eru í ætt við fyrri verk hans í popp- kenndum anda. Þetta eru ekki rismikil verk og segja lítið unt listamanninn og enn minna um ætlun hans. Einar er einnig nokk- uð óljós í eina verkinu sem eftir hann er á sýningunni. Ég hef séð mun betri verk eftir hann í þess- um anda. Miklu meira sannfærandi eru hinir hreinu og kláru lands- lagsmálarar; bræðurnir Sigurður og Hrólfur Sigurðssynir. Sigurð- ur sýnir vandaðar landslags- myndir, sumpart í anda Kjarvals og Jóns, en persónulegar þrátt fyrir allt, meðan Hrólfur fylgir hinum hefðbundna cézannisma í túlkun sinni á íslensku landslagi. Þetta eru vandaðir málarar, sem er allnokkuð nú á tímum. Valtýr Pétursson heldur sig einnig við landslagið og nær sí- fellt betri tökum á þeim stfl sem hann tók ástfóstri við fyrir allmörgum árum og kostaði hann þá töluverða glímu. Hins vegar verður að segja það um Jóhannes Geir að ekki hefur hann haft ár- angur sem erfiði. „Flóð í Elliða- „Kæra Fteykjavík” er yfirskrift arafíksýningar sem Tryggvi Árnason opnaði um síðustu helgi að Kjarvalsstöðum. Á sýningunni eru á 6. tug mynda, gerðar meö sáldþrykks- (silkiþrykks-) og mezzótintutækni. Eins og yfir- skriftin bendirtil er obbinn af sýn- ingunni helgaður Reykjavík þar sem Tryggvi sleit barnsskónum og lærði að meta fegurð og töfra gömlu hverfanna (skv. viðtali við Hildi Einarsdóttur í Mbl. 2.6. 1985). Restin fjallar um alls óskylda hluti, s.s. Monu Lísu Leonardos, sem Tryggvi þrykkir í anda War- hols „á la Marilyn Monroe” og kallar enda „Monroe”. Þá eru önnur sáldþrykksverk, sum hver nokkuð flókin í tæknilegum ám“ mun hafa verið sex ár í vinnslu og virðist það næsta ótrú- legt, svo ósannfærandi er útkom- an. Þótt hin verkin séu skárri er einhver yfirborðsblær yfir þeim hversu mjög sem listamaðurinn reynir að hengja við þau þjóð- legan sveitasælu hátt. Einar G. Baldvinsson er miklu sannferðugri í kreppumálverkum sínum og tekst með virkilegum elegans að færa áhorfandann aft- ur til loka fjórða áratugarins og byrjunar þess fimmta. Að vísu er það með hjálp þeirra stílbrigða sem Snorri Arinbjarnar innleiddi í íslenskt málverk, en enginn fær gert við því. Ekki er hægt að víta menn fyrir söknuð eftir liðnu list- skeiði, síst ef þeir túlka þann söknuð af smekkvtsi. Hins vegar vantar allan slíkan dýpri hljómgrunn í verk Gunn- laugs St. Gíslasonar. Þar er það keppnin við ljósmyndavélina sem liggur til grundvallar. Spurningin snýst því aðeins um það hvor sé nákvæmari; listamaðurinn eða ljósmyndavélin. Þegar Gunn- laugur er annars vegar er það engin spurning. Hins vegar er tími til kominn að hann fari að takast á við flóknari hluti en fjöruna með sínum fyrirfram fögru effektum. Það má með sanni segja að sýn- ing Listmálarafélagsins sé marg- breytileg. í heild eru hlutbundnu málararnir jafnbetri en hinir óhlutbundnu. En þegar tekið er mið af Svavari Guðnasyni og öðr- um þeim cem rísa hæst á þessari sýningu, má sjá að hið abstrakta hefur vinning þrátt fyrir allt. skilningi, þar sem litgreining og gróf röstun gefa verkunum visst fagurfræðilegt gildi. Þá eru 11 mezzótintur sem hverfast um kvenlíkamann og konuna og eru e.t.v. flóknustu myndir sýningar- innar að inntaki. Það er greinilegt að Tryggvi hefur mikið dálæti á sáldþrykki og hefur viðað að sér miklum tæknilegum fróðleik um mögu- leika þess. Allt frá því að Warhol og Rauschenberg gerðu ljós- myndaþrykkið að aðalatriði myndverka sinna í upphafi 7. ára- tugarins, hefur þessi tækni heillað myndlistarmenn sökum sláandi auglýsingamáttar síns. Það er eitthvað grípandi við þennan framsetningarmáta sem i Framhald á bls. 14 Höggmyndir og orðaleikir Örn Ingi sýnirá gangi Kjarvalsstaða „Kœra Reykjavík" að Kjarvalsstöðum Laugardagur 8. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.