Þjóðviljinn - 08.06.1985, Side 14
MENNING
MINNING
Framhald af bls. 13
svo mjög líkist ljósmynda-
tækninni; eitthvað sem heillar
menn á sama hátt og seiðandi
kvikmynd.
Gallinn er bara sá að þetta er
nokkuð sem búið er að gera
hundrað sinnum áður, og hafa
listamenn þessarar jarðarkringlu
haft heils aldarfjórðungsforskot
umfram Tryggva til að tæma
möguleika þessa miðils og vinda
úr honum allan safa. „Kæra
Reykjavík” er því einum of seint
á ferðinni til að hún geti sagt okk-
ur nokkuð nýtt um þá tegund
grafíklistar sem hún er sprottin
af. í besta falli er sýningin þess
umkomin að snúa nokkrum
þeirra „sem jafna vilja helv...
bárujárnsdraslið við jörðu” til
fylgis við Torfusamtökin. Vand-
inn er hvernig fá megi slíka menn
inn á Kjarvalsstaði í tæka tíð svo
þeir verði fyrir ærlegum áhrifum
af Reykjavíkurmyndum
Tryggva.
Nærtækara væri að hugsa sér
Reykjavíkurmyndirnar sem
plaggatfóður fyrir húsfriðunar-
samtök höfuðborgarinnar. Þann-
ig gætu myndirnar staðið ásamt
velvöldum textum á hverjum
gafli og í hverjum glugga. Slík list
væri ekki einskorðuð við loft-
lausan sýningarsal, heldur mætti
dreifa henni um borg og bý, þar
sem hún þjónaði sínum tilgangi
sem varnarvopn gegn ógnar-
legum niðurrifstólunum.
Sem sjálfstæð listaverk standa
grafíkmyndir Tryggva hins vegar
höllum fæti. Þær eru of ópersónu-
legar í tækni og hugsun til að lifa
sínu eigin lífi án hjálpar einhvers
prógramms. Þær eru einnig of
sláandi ísætar til að vísa veginn til
einhvers nýs listskilnings. Þetta
eru dæmigerð verk þess sem ger-
ist þræll tækninnar í stað þess að
gera sér hana undirgefna.
HBR
Jóhann Jónsson
Fáskrúðsfirði
Fœddur 24. nóvember 1921. Dáinn 1. júní 1985.
Fallinn er félagi og góður.vin-
ur. Með söknuði er kvaddur
traustur og trúr liðsmaður, hlýr
og hressandi vinur.
Heilsteypt var lífsskoðun hans
og lífssýn. Þar fóru saman hleypi-
dómalaus hugsun og réttsýn rök-
vísi hins greinda erfiðismanns.
Hann skildi og vissi, að samhjálp
og samtakamáttur fjöldans, þar
sem alþýðufólkið gæfi hinn
leiðandi tón, gætu ein skapað hér
betra þjóðfélag, bjartara
mannlíf. Sjómennskan og fisk-
vinnslan voru samofnir þættir í
lífsstarfi hans og honum var ljóst
samhengið á milli þessa auðs og
þess réttláta arðs, sem hann á
með sanni að færa því fólki, sem
vann og vinnur þar að hörðum
höndum.
Hann átti þá hugsjón sósíal-
ismans að leiðarljósi sínu alla tíð,
þá skoðun og stefnu, sem ekki
verður af bók numin, en herðist
og skírist í eldi baráttunnar og
LANDSFRÆG
IHÖRKIITÓL
-gröfurnar hafa fyrir löngu sannað tilverurétt sinn á
íslandi. Mikil útbreiðsla þeirra, styrkleiki og ending bera
því glöggt vitni.
En sérfræðingar JCB halda stöðugt áfram að þróa og
endurbæta vélarnar, eins og JCB Dx4 grafan sannar.
Hún er frábærlega vel hljóðeinangruð, með opnanlega
framskóflu, og hinni ómetanlegu skotbómu fylgja tvær
grafskóflur. Auk þess er hægt að fá við hana ótal
aukahluti, svo sem lyftaragaffla, kranakróka, götusópa,
snjóplóga o.fl. o.fl.
Og vegna hagstæðra samninga við JCB-verksmiðjurnar
getum við nú boðið JCB-gröfurnar á ótrúlega láguverði.
Hringið í síma 81555 eða lítið við og leitið nánari upplýsinga.
Globus
H
'F
Lágmúla 5 — Pósthólf 555 — 105 Reykjavík.
erfiði brauðstritsins. Seint þótti
honum sækjast, örðugt átti hann
með að una því, að hið vinnandi
fólk til sjávar og sveita skyldi ekki
bera gæfu til að sækja fram sam-
einað á sigurbraut og flytja arð-
inn frá afætunum til þeirra sem
auðinn skapa.
Tæpitunga var það ekki er
hann talaði. Hann gagnrýndi
hispurslaust, en gaf hollráð um
leið. Fyrir það er honum þakkað í
dag.
Jóhann var ötull kappsmaður
til allrar vinnu og hlífði sér
hvergi. Hugurinn knúði hand-
tökin snör, þó hjartað væri veilt
og vildi ekki hlýða. Þannig var
lífsviðhorfið, að aldrei skyldi
æðrast og áfram staðið að starfi,
þó þrek og kraftar væru á þrot-
um. Hetjuleg var barátta við
óvæginn sjúkdóm og hvert upp-
rof nýtt til hins ýtrasta.
Hann var glaðsinna og gaman-
samur, kunni vel að koma fyrir
sig orði og þegar sannfæringin
heit og sterk var annars vegar,
var henni fylgt eftir, svo enginn
velktist í vafa. Skörp og heið var
lífstrú hans öll og góð greind vís-
aði honum til vegar að leita ávallt
hins sanna og rétta. Minnisbrot
úr farsælli en of skammri ævi-
göngu skulu tilfærð hér:
Jóhann var fæddur 24. nóvem-
ber 1921 að Hafnarnesi við Fá-
skrúðsfjörð, en foreldrar hans
voru bæði þaðan, Guðlaug Hall-
dórsdóttir, sem fyrir skömmu er
látin og Jón Níelsson útvegs-
bóndi. Snemma var sjósóknin
hafin, en í Hafnarnesi ólst hann
upp, í þessu litla en lifandi sjávar-
þorpi úti við hafið.
Lífsförunaut sinn ágætan fann
hann í Kristínu Þórarinsdóttur
frá Hvammi í Fáskrúðsfirði.
Röskleiki og dugnaður hefur
ævinlega sett svip sinn á þessa at-
gerviskonu, sem mjög hefur
reynt á þessi síðustu heilsuleysis-
ár Jóhanns. Þar hefur umhyggja
og umönnun verið til fyrirmynd-
ar, enda Kristín þeirrar gerðar,
sem gefst ekki upp þó ágjöfin sé
ærin.
Þau Kristín og Jóhann gengu í
hjónaband 27. júní 1946 og
bjuggu í Hafnarnesi til ársins
1970, er þau fluttu inn að Búðum,
þar sem þau bjuggu sér ágætt
heimili. Þau eignuðust fimm
börn, öll eru þau uppkomin. Þau
eru: Sjöfn húsmóðir í Reykjavík,
Ómar verkamaður í Reykjavík,
Guðjón sjómaður Fáskrúðsfirði,
Ingibjörgsjúkraliði Reykjavík og
Bjartþór sjómaður Fáskrúðs-
firði.
Og nú er hann allur. Daginn
fyrir sjómannadaginn kvaddi
hann. Sá dagur átti að vera hon-
um gleði- og heiðursdagur í senn.
Heiðursmerki sjómannadagsins
á Fáskrúðsfirði skyldi verða hans
og það merki geymir Kristín nú,
svo verðugt sem það var og er.
Minni góðu vinkonu Kristínu,
börnunum og ástvinum öðrum
sendi ég einlægar samúðarkveðj-
ur. Minnisstæð verður mér
myndin af hinum hugprúða
dreng, hinum liðtæka liðsmanni,
þessum vorhugans vin, sem nú er
kært kvaddur.
Aldan blá mun áfram syngja
sinn síunga óð úti við Hafnarnes
og saman munum við geyma sól-
bjarta minningu góðs drengs.
Blessuð sé sú mæta minning.
Helgi Seljan.