Þjóðviljinn - 23.06.1985, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 23.06.1985, Qupperneq 10
MENNING Gjald á öll myndbönd -átekin jafntsem óátekin og tekjurnarfari eingöngu í innlent efni - rœtt við Þórhildi Þorleifsdóttur, formann Félags leikstjóra á íslandi, en hún hefur verið kosin nœsti formaður norrœnu leikstjórasamtakanna Fyrir skömmu var haldinn í Kaupmannahöfn fundur stjórnarnefndar norrænu leik- stjórasamtakannaog varfor- maður Félags leikstjóra á ís- landi. Þórhildur Þorleifsdóttir kosin formaður. Er þetta í fyrsta sinn sem ísland skipar formennsku í samtökunum. ísland mun þó ekki taka við formennsku fyrr en að lokinni norrænu leiklistarhátíðinni sem haldinn verður í Kaup- mannahöfn næsta vor og í tengslum við hana verður næsti fundur leikstjóra sam- takanna. Á þessum fundi sem nú er nýlokið var fjallað um upptökur á leiksýningum fyrir sjónvarp og einnig um mynd- bandavæðingu og kapal- stjónvarp frá listrænum og lagalegum sjónarmiðum. Auk Þórhildar sat Þórunn Sigurð- ardóttirfundinnfyriríslands hönd. Við lögðum nokkrar spurningarfyrir Þórhildi um málefni þau sem fjallað var um á fundinum og önnur þeim skyld: „Hver er afstaða listamanna á Norðurlöndunum til upptöku af sviði á leiksýningum fyrir sjón- varp?“ „Það þykir greinilega alveg sjálfsagt að það sé gert í töluverð- um mæli. í Danmörku meira að segja svo mikið að listamönnum þykir magn ráða meiru en gæði. Þar eru jafnvel sýndar beinar út- sendingar af leiksýningumogeru þá myndgæði öll auðvitað alveg í lágmarki; lýsing of dauf fyrir sjónvarp, hljóðupptaka óskýr, myndatökumennirnir þekkja ekki sýninguna og missa fólk út úr ramma o.s.frv. Á hinum Norðurlöndunum er viðhöfð sama aðferð og tíðkast hér heima (þá sjaldan að leiksýningar hér eru teknar upp fyrir sjónvarp), sýningin er endurunnin til að að- laga hana nýjum miðli. Langoft- ast vinnur sama fólk að því og vann sýninguna upprunalega fyrir sviðið, enda erfitt að ganga inn í annars manns verk. Þá höfðu leikstjórar þá sögú að segja, að þegar taka ætti upp sýn- ingu sem þeir höfðu leikstýrt hvort heldur af sviði eða í stúdíoi, mættu þeir oft kröfum frá tækni- fólki um breytingar og styttingar; „Þetta gerir sig ekki í sjónvarpi", væri viðkvæðið. Oft eru svona til- lögur til bóta, en margir leikstjór- arnir vöruðu við of miklu ósjálf- stæði og lotningu fyrir tækninni. Treystið tæknifólki fyrir sínu en ykkur sjálfum til að vita best um hvað sýningin ykkar snýst og hvar áherslupunktar hennar liggja, var þeirra niðurstaða.“ „Hver er ástceðan fyrir því að svona lítið er gert af því að taka upp leiksýningar fyrir sjónvarp. “ „Það er sjálfsagt ekkert einhlítt svar við því, en sannleikurinn er sá að fyrstu ár sjónvarpsins var meira um þetta en nú. Og oft hafa slíkar upptökur tekist prýðisvel. Peningaleysi kann að valda ein- hverju, en áhugaleysi sjónvarps er þó aðalástæðan. Það virðist ríkja megnasta vantrú á leikhús- fóki sú mynd sem hefur verið dregin af einhverju óbrúanlegu bili á milli þessara tveggja miðla, leikhúss og sjónvarps er stórlega ýkt. Þetta áhugaleysi um að koma nokkrum leiksýningum á ári til skila til allra landsmanna er lítt skiljanlegt þegar það sýnir sig að innlend þáttaframleiðsla og leikrit, skipa efstu sætin á óska- lista áhorfenda. Eins er sárt til þess að vita að flest leiklistar- afrek íslenskra leikara og annara leikhúslistamanna skuli dæmd til að falla í gleymsku og dá þrátt fyrir þá tækni sem til er nú. Stað- reyndin er sú að þrátt fyrir góð tilþrif í kvikmyndum og sjónvarpi hér á landi þá er ennþá besta „leiklistin“ framin á sviði og svo mun í fleiri löndum. Annars stað- ar á Norðurlöndum er álitið skylt og sjálfsagt að sjónvarp hjálpi uppá að koma leiksýningum til „allra landsmanna" þar sem allir borga jú skatt og fyrir skattpen- ingana er bæði leiíchús og sjón- varp hluta til rekið.“ „Hvernig geta hagsmunahópar eins og t. d. leikstjórar verndað sig gegn stuldi á verkum þeirra til sýninga í kapalkerfum?" „Þeir geta nátturlega aldrei varið sig algjörlega frekar en aðr- ir sem eiga einhvern höfundarétt eða á annan hátt aðild að fram- leiðslu efnis. En frumskilyrðið er þó að landslög miði að því að gera listamönnum og öðrum kleift að sækja rétt sinn og fá borgað fyrir vinnu sína og framlag. Því er þannig háttað hjá nor- rænum bræðrum okkar að ekki er hægt að setja á stofn kapalkerfi án leyfis hins opinbera. Um leið og einhver fær þetta leyfi er hann orðinn samningsskyldur við lista- menn og þeir hafa möguleika á að fylgjast með notkun á efni. Til að mál verði ekki of flókin er æskilegt að einhver einn aðili,- einhvers konar heildarsamtök,- semji fyrir alla og greiði síðan út til listamanna samkvæmt samn- ingi hinna einstöku félaga." „Telur þú œskilegt að gjald verði sett á óátekin myndbönd hér eins og gert er á hinum Norðurlöndunum, eða telurðu æskilegri að af allri útleigu á myndböndum, innlendum sem erlendum, verði tekið gjald er renni til innlendrar framleiðslu leikins efnis?“ „Bæði kerfin hafa kosti og galla. Það þykir einhverra hluta vegna sjálfsagt að nota framlag listamanna ókeypis og er ekki þjófnaður í hugum fólks, svo best væri sjálfsagt að hafa bæði kerfin í gangi. Leggja smáupphæð bæði á óátekin myndbönd í innflutn- ingi og á átekin í útlegu og leggja féð í sjóð sem yrði notaður til framleiðslu innlends efnis. Þessar upphæðir þurfa að vera það lágar á hverja spólu að mönnum þyki ekki taka því að smygla eða stela þeim undan. Slíkir sjóðir þyrftu að vera al- gerlega í höndum listamannanna sjálfra, því það er bitur staðreynd bæði hér og annars staðar að geti ríkisvaldið einhvers staðar hirt ágóða af menningar og listastarfi (sem það gerir mjög víða) er það tregt til að láta hann renna óskiptan til þeirra sömu mála, (nægir að minna á nýlegt dæmi um kvikmyndasjóð). Og þá er ég aðeins að tala um mælanlegan gróða, ekki hinn sem aldrei verð- ur mældur. „Voru menn á fundinum bjart- sýnir á stöðu leiklistar í samkepp- ni við kapalsjónvarp, myndbönd og frjálst sjónvarp?" „Já, það held ég. ÖIl löndin gengu í gegnum einhverja erfið- leika á frumbýlisárum sjónvarps, en það jafnaði sig fljótt. Sömu sögu er að segja hér á landi. Mað- urinn virðist hafa betur í sam- keppni við tæknina þegar á allt er litið. Flestum þykir mun skemmtilegra að fara í leikhús, en sitja heima og horfa á sjón- varp. Sjálfsagt á hið „algera frelsi" í rekstri útvarps- og sjón- varpsstöðva eftir að segja eitthvað til sín, en ég held að það muni ekki ganga af íslensku leikhúsi dauðu. Og heilmikið gæti áunnist fyrir íslenska lista- menn. Ég trúi ekki öðru en að samkeppnin leiði til þess að menn 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. júnl 1985 verði að líta hlustenda- og áhorf- endakannanir alvarlegum augum og innlent efni verði látið sitja í fyrirrúmi, þegar frelsið ríkir eitt. Ef ætlunin er að byggja upp á erlendu afþreyingarefni fyrst og fremst er miklu ódýrara og ein- faldara að kaupa afnot af er- lendum stöðum í gegnum gerfi- hnetti. En hvemig sem allt veltist held ég að leikhúsið haldi velli.Kvik- myndin hefur ekki drepið leikhúsið og því þá sjónvarpið eða videóið? Það sem helst ógnar hér nú eru of lítil fjárráð almenn- ings. Við höfum þá sérstöðu hér á landi að „allir" fara í leikhús og ef menn missa út þá lægst launuðu er hætt við að samdráttur í að- sókn verði talsverður. Væri það mikill skaði því leikhúsið og allar listir eiga að vera til almennings- brúks.“ „Hefur ísland gagn afsamstarfi í samtökum á borð við norrœnu leikstórasamtökin ? “ „Vissulega getur það haft gagn af þessu samstarfi. Þama er skipst á ýmsum upplýsingum um tilhögun mála í hinum ýmsu löndum og einn lærir af reynslu annars. Enn sem komið er er þetta gagn sem hafa má af sam- starfinu fyrst og fremst „prakt- iskt“, en væri vissulega hægt að nýta það betur í listrænu tilliti.“ „Hvað með norræna samvinnu leiklistarfólks almennt. -Telurður hana hafa komið íslendingum til góða?“ „Það er alltaf erfitt að meta slíkt. Hvað leiðir af hverju, hvað er orsök og hvað afleiðing? Hins vegar finnst mér þess gæta alltof mikið í þessu norræna samstarfi að við komum þar aðeins sem þiggjendur. Þar kemur tvennt til: Annars vegar sú landlæga skoðun að allt sé betra sem kemur að utan, og hins vegar sú afstaða „stóm Norðurlandanna" að við séum bara litli bróður sem beri að vera góður við og ala upp, en þurfi ekki að hafa með í ráðum. Á því tapa þeir kannski meira en við, því ýmislegt geta þeir líka af okkur lært.“ ,/lð lokum, Þórhildur. - Nú ert þú nýkomin úr heilmikilli leikhúsferð um Evrópu - fórst á frumsýningu hjá Bergman og heimsóttir ýmis þekkt leikhús. Hvernig er samanburðurinn við íslenskt leikhús?:“ „Þess ber að gæta þegar maður fer í svona „skoðunarferð“ að maður reynir að fiska upp aðeins það besta, sleppir hinu, en af því er vissulega nóg alls staðar. Hér heima sér maður hins vegar svo til allf og horfir þar að auki öðru vísi á, þar sem þetta er manni allt svo nátengt. Én vilji maður að þessu sögðu bera saman stöndum við allvel. Þó held ég að sú stétt leiklistarfólks sem stenst bestan samanburð séu leikararnir. Góð- ir leikarar og eftirsóttir hér þættu líka góðir utanlands, ef túngu- málið kæmi ekki til. Leikarinn er mjög átthagabundinn alls staðar. Annað leikhúslistafólk á erfitt uppdráttar hér á landi vegna smæðar markaðarins. Hér hefur ekkert leikhús efni á að „fjár- festa“ í höfundi, leikstjóra eða leikmyndateiknara eins og gert er í þessum stóru leikhúslöndum. Þessi „eitthvað fyrir alla“ stefna er hér ræður ríkj um (og er ekki af hinuilla)(gerirþað að verkum að erfitt er að hugsa um einstakl- ingsframa þessa fólks. Það er á einhvers konar færibandi og hending ræður oft hvenær að því kemur og hvaða verkefni það fær í hendur. Það er varla til í dæminu að höfundur fái mörg verk eftir sig sýnd í röð eða leikstjóri vinm áfram með sama leikhópi eftir vel heppnaða sýningu. Þannig er erf- itt fyrir leikstjóra að þróa stíl eða að vinna markvisst í einhverju áframhaldi. Hann verður bara að taka því sem að höndum ber: - Shakespeare í dag, gamanleikur á morgun. Og ákvörðunin er ekki hans heldur ráðamanna leikhús- ins, sem eru allt of fáir. Ákvarð- anir af þessu tagi eru fyrst og fremst spurning um smekk og því er það veikleiki hversu fáir hafa áhrif á slíkar ákvarðanir. Þetta er nú kannski frekar innanhússmál en að það snertir hinn almenna leikhúsáhorfenda, nema óbeint. Þó er hið listræna uppeldi auðvit- að ein höfuðskylda hvers leikhúss | og þannig sinnir það líka best skyldum sínum við áhorfendur. Því væntanlega verður árangur í samræmi við alúð. Þetta er ekk- ert séríslenskt vandamál, eins og ég minntist á hér áðan er maður annars vegar að tala um leiklist- arlíf í heild en hins vegar svona „sælkerasýningar" þar sem ann- að hvort góður höfundur og / eða leikstjóri með leikhóp hefur náð þeim árangri að það þykir þess virði að veita þeim tækifæri til að þróast og þroskast að eigin vild. Það er kannski þetta sem helst vantar hér á landi. Við höfum góða breidd, góða listamenn, en vantar að „sérviska" ýmis konar nái að þróast, því úr slíku sprettur oft eitthvað nýtt sem skilar sér svo aftur inn í hið daglega starf. Stfl- og formtilraunir eru illfram- kvæmanlegar þar sem hópur „sérvisku-áhorfenda“ er mjög lít- ill. Því þarf að vinna markvisst í ákveðnu samhengi með allarslík- ar tilraunir. Þær gefa leikhúsinu síðan þann kraft og frumleika sem nauðsynlegur er til að færa það áfram til aukinnar listrænnar getu.“ sagði Þórhildur að lokum. Þs Sunnudagur 23. júnl 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.