Þjóðviljinn - 09.07.1985, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 09.07.1985, Qupperneq 4
ÍÞRÓTTIR 2. deild Bræður í banastuði Prjú mörk Kristjáns eftir sendingar Björns. Frábœr seinni hálfleikur Völsungur-UMFN 5-2 (2-2) ★ ★★★ Leikurinn á Húsavíkurvelli var bráðljörugur og skemmtilegur. Skálabrekkubræður, Beggi og Bjössi Olgeirs, voru í banastuði og komu mikið við sögu. Völsungar hófu leikinn af krafti og Njarðvíkingar voru nánast áhorfend- ur fyrstu mínúturnar. Á 4. mín. lék Björn á varnarmann UMFN útvið endamörk og sendi hárfína sendingu á Kristján bróður sinn sem kastaði sér fram við fjærstöngina og skallaði Völsungum yfir, 1-0. Völsungar héldu áfram að sækja en snögglega snerist leikurinn við. Á 7. mín. bjar- gaði Gunnar Straumland skoti Guð- 2. deild Siglfirðingar stálheppnir! Jöfnuðu á síðustu stundu eftir stangarskot ísfirðinga KS-ÍBÍ 2-2 (1-2) ** Þrátt fyrir að vera öllu sterkari aðilinn í leiknum mátti KS hrósa happi yfír að ná cinu stigi útúr þessari viðureign við ísfirðinga á laugardaginn. IBÍ leiddi 1-2 oglO mínútuni fyrir lcikslok slapp Ragnar Rögnvaldsson í gegnum Siglufjarðarvörnina en skaut í stöng. KS slapp með skrekkinn, og jafnaði svo á 88. mínútu. Mark Duffíeld einlék glæsilega frá eigin vítateig að endamörkunum hin- um megin og sendi fallega á Frið- fínn Hauksson sem skallaði í net- ið, 2-2. KS átti meira í leiknum sem einkenndist af miðjuþófi og bar- áttu. Hættuleg færi voru fá og skorað úr þeim flestum. Gísli Sig- urðsson markvörður KS varði vel aukaspyrnu á 8. mínútu en hann réð ekki við neitt þegar Ragnar einlék laglega í gegnum vörn KS og skoraði af stuttu færi, 0-1, á 33. mínútu. Við þetta hresstust heimamenn við og fimm mínút- um síðar skallaði Colin Thacker glæsilega í mark ÍBI eftir auka- spyrnu, 1-1. Aðeins þrjár mínút- ur í viðbót og ísfirðingar voru komnir yfir á ný. Laust skot frá Hauki Magnússyni sigldi óvænt í netið, Gísli var víðsfjarri og átt- aði sig greinilega ekki á skotinu. í seinni hálfleik gerðist fátt mark- vert fyrr en í lokin, eins og áður er sagt - KS var með undirtökin en náði ekki að skapa sér veruleg færi. Ragnar lék miög vel og var besti maður ÍBI og vallarins. Kristinn Kristjánsson byggir vel upp og Guðjón Reynisson stóð sig með prýði. Mark Duffield og Colin Thacker stóðu uppúr hjá Siglfirðingum. Maður leiksins: Ragnar Rögnvaldsson, ÍBÍ. rb/Siglufírði mundar Vals Sigurðssonar naumlega í horn og uppúr horninu var bjargað á línu. Á 10. mín. var staðan 1-1. Jón Halldórsson á vinstri vængnum lék á varnarmann, átti þversendingu á Þórð Karlsson sem skoraði af öryggi. Mínútu síðar var staðan 1-2. Haukur Jóhannesson skaut á Völsungsmark- ið, Gunnar náði að slá boltann en ekki nógu langt og Pórður þakkaði fyrir sig með öðru marki. Völsu- ngsvörnin var úti að aka þessar mín- útur og saknaði tveggja lykilmanna, Helga Helgasonar sem er meiddur og Birgis Skúlasonar sem var í leikbanni. En hún átti eftir að þéttast og á 36. mín. jöfnuðu Völsungar. Vilhelm sendi feykigóða sendingu á Jón Leó Ríkharðsson sem hljóp af sér varnar- menn UMFN og skoraði stórfínt mark, laglega gert hjá báðum. f seinni hálfleik efndu Völsungar hreinlega til útfarar á Njarðvíking- um. Þeir skiptu um gír og spiluðu frá- bæra knattspyrnu sem fékk áhorfend- ur hvað eftir annað til að berja saman lúkunum. Á 60. mín. voru Skála- brekkubræður enn á ferð. Björn sendi þá beint í fætur Begga og sá var ekki í vandræðum með að skora sitt annað mark, 3-2. Sjö mínútum síðar bjargaði Gunnar skoti Guðmundar Vals. Rothöggið kom á 79. mín. og enn voru bræðurnir á ferð. Björn komst laglega í gegn eftir að hafa leikið gestina uppúr skónum en í stað þess að skjóta sjálfur sendi hann netta hælspyrnu á Begga sem þrumaði knettinum með stórutánni efst í marknetið, 4-2. Þriðja mark hans í leiknum og hefur hann nú gert 4 mörk í deildinni, og öll eftir sendingar Björns. Hér sprungu Njarðvíkingar og Völsungar gengu á lagið. Ómar Rafnsson og Beggi léku laglega í gegn og í dauðafæri skaut Beggi rétt yfir. Fimmta markið kom mínútu fyrir leikslok. Sigurgeir Stefánsson og Ómar léku vel saman upp vinstri vænginn. í vítateignum var hinn geð- þekki Mývetningur, Jónas Hallgríms- son í litlum vandræðum með að skora hjá Erni Bjarnasyni sem fékk því á sig 5 mörk í leiknum, en áður hafði hann fengið á sig 4 í 7 leikjum. Völsungar eru greinilega á leið í 1. deildina. Góðir heimasigrar á ÍBV og KA og liðið er komið með 14 stig og er í öðru sæti ásamt KA. Ómar og Björn léku stórkostlega vel og á löngum köflum voru þeir yfirburða- menn á vellinum. Maður leiksins var Kristján Olgeirsson sem í síðustu leikjum hefur spilað stöðu framherja. ■ V ».■ ...; 'í:; Kristján Olgeirsson skoraði 3 marka Völsungs gegn Njarðvík, öll eftir sendingar frá Birni bróður sínum. Venjulega sér hann um að mata fé- laga sína en að þessu sinni skoraði hann 3 mörk, öll gullfalleg. Aðrir áttu einnig góðan dag. Njarðvíkingar léku ekkert illa í fyrri hálfleik en í þeim seinni voru þeir hreinlega yfirspilað- ir. Bestir voru Guðmundarnir, Sig- urðsson og Sighvatsson. Þórður nýtti færin vel. Maður leiksins: Kristján Olgeirsson, Völsungi. —ab/Húsavík. 1. deild Akveönir Þorsarar Fyrstu útistigin fengust gegn daufum FH-ingum 2. deild Yfirburðir Prenna Gunnars gegn Leiftri Þórsarar komu harðir og á- kveðnir til leiks í Kaplakrikanum í Hafnarfírði á laugardaginn og með þetta, sigurvilja og skynsemi að vopni náðu þeir sínum fyrstu stigum á útivelli í sumar í annars jöfnum leik gegn FH. Leikurinn einkenndist mjög af miðjuþófi og kýlingum og var ekki mikið fyrir augað. FH-ingar misstu Inga Björn Albertsson þjálfara útaf meiddan strax í byrjun og fyrir vikið var sókn liðsins máttlítil. Jón Erling Ragnarsson fékk fyrsta færi leiksins á 25. mín. en skaut yfir Þórsmarkið af stuttu færi. Á 35. mín. komst Bjarni Sveinbjörns- son í dauðafæri við mark FH eftir glæsisendingu frá Halldóri Ás- kelssyni en skaut framhjá. Hall- dór skoraði síðan strax á eftir fyrir Þór, komst frír inná mark- teig og skoraði snyrtilega, 0-1. Halldór Halldórsson markvörður FH hikaði við að fara út á móti og gaf nafna sínum þar með tíma til að athafna sig. Flestir bókuðu síðan 0-2 í hálfleik þegar Bjarni komst í dauðafæri á 45. mínútu, en þá varði Halldór meistaralega. Síðari hálfleikur var daufari, lítill kraftur í FH-ingum og Þórs- arar sættu sig við eitt mark og bökkuðu. Sterk vörn hjá þeim með Árna Stefánsson sem lykil- mann. FH fékk að ráða ferðinni og pressaði oft þungt, Baldvin Guðmundsson varði frá Jóni Er- ling úr dauðafæri á 63. mín. og Þórsarar björguðu tvisvar á línu rétt á eftir - mark lá í loftinu en það kom hinum meginn'a síðustu sekúndunni. Kristján Kristjáns- son komst þá í gott færi og skaut, Guðmundur Hilmarsson varði með höndum á línu. Vítaspyrna, Jónas Róbertsson skoraði, 0-2, og þar með var flautað til leiks- loka. -*g- Kvennaboltinn Tap og sigur KA ÍA áfram með fullt hús stiga Skallagr.-Leíftur 4-2 (3-0) *** Borgnesingar léku á laugardaginn sinn sjötta leik í röð í 2. deildinni án taps - og höfðu mikla yfírburði gegn Ólafsfirðingum. Mörkin hefðu getað orðið mun fleiri en fjögur og það var ekki fyrr en heimamenn slökuðu á að gcstirnir náðu að skora tvisvar. Róbert Gunnarsson átti fyrsta hættulega skotiö, á mark Skallagríms á 11. mín., en Kristinn Arnarson varði vel. Síðan hófst stórskotahríð hinum megin, Gunnar Jónsson var tvisvar nálægt því að skora, átti m.a. sláarskot á 19. mín, áður en hann skoraði, 1-0, með laglegu skoti á 23. mín. eftir að Björn Axelsson hafði skotið í varnarmann. Björn átti síðan gott skot sem var varið en hinum megin forðaði Björn Jónsson marki á síðustu stundu eftir að Róbert hafði komist í gegn. Á 40. mín. átti Sigur- geir Erlendsson meinleysislega auka- spyrnu inní vítateig Leifturs, Gunnar Orrason stökk hæst og skallaði í net- ið, 2-0. Tveimur mínútum síðar gekk mikið á í vítateig Leifturs, fimm horn í röð, Björn Jóns átti skalla í slá í þeim hamagangi, og eftir fimmta hornið skoraði Gunnar Orra öðru sinni, 3-0. Gunnargerði síðan sitt þriðja mark á 7 mínútum þegar hann skoraði eftir að hafa leikið á tvo Ólafsfirðinga á annarri mínútu seinni hálfleiks, 4-0. Björn Axelsson fékk tvö færi og Gunnar Jónsson eitt til að bæta við markatöluna, en síðan dofnaði yfir Skallagrími og Leiftur komst loks inní leikinn að einhverju ráði. Halldór Guðmundsson skoraði með skalla eftir horn á 70. mínútu og á 82. mín. felldi Sigurgeir hann í vítateig Skalla- gríms og Sigurbjörn Jakobsson skoraði úr vítaspyrnunni, 4-2. Síðan varði Kristinn gott skot frá Geir Ág- ústssyni, en sigri Skallagríms varð aldrei ógnað. Lið Skallagríms var jafnt og heilsteypt, allir stóðu fyrir sínu en Gunnar Orra maður leiksins fyrir mörkin þrjú. Róbert var bestur Ól- afsfirðinga og fyrirliðinn Guðmundur Garðarsson stóð sig vel. Maður lciksins: Gunnar Orrasun, Skallagrími. -eop/Borgarnesi FH-Þór 0-2 (0-1) ** Mörk Þórs: Halldór Áskelsson 36. mín, Jónas Róbertsson 90. mín. (víti) Stjörnur FH: Dýri Guömundson * Kristján Gislason * Viðar Halldórsson * Stjörnur Þórs: Árni Stefánsson *• Halldór Áskelsson •• Bjarnl Sveinbjörnsson • Dómari Friðjón Eðvarðsson ** Það stefnir allt í harða fallbar- áttu í 1. deild kvenna í knatt- spyrnu eftir útslit helgarinnar. KÁ vann á Isafirði en tapaði í Keflavík - þar með stefnir allt í fall ísafjarðarstúlknanna en spurningin virðist ætla að verða um hverjar fylgi þeim niður. KA náði að sigra 1-0 á ísafirði á laugardaginn með marki Önnu Gunnlaugsdóttur og hélt síðan til Keflavíkur. Þar vann ÍBK 3-2, komst í 2-0 í fyrri hálfleik með tveimur mörkum Katrínar Eiríkssdóttur en í seinni hálfleik skoraði Guðný S. Magnúsdóttir fyrir ÍBK og þær Þórdís Sævars- dóttir og Valgerður Brynjars- dóttir fyrir KA. ÍA vann Þór 3-1 á Akranesi á föstudagskvöldið og er áfram með fullt hús stiga. lÁ hafði yfir- burði í fyrri hálfleik og þá skoruðu Ragnheiður Jónasdóttir og Vanda Sigurgeirsdóttir. í þeim síðari skoraði Anna Einars- dóttir, 2-1, eftir ljót varnarmistök Skagastúlknanna, en Vanda skoraði öðru sinni skömmu fyrir leikslok og tryggði sigur ÍA. Staðan í 1. deild kvenna: lA 6 6 0 0 29-4 18 Breiðablik 5 4 0 1 28-5 12 Þór A 7 4 0 3 10-16 12 KR 7 3 0 4 10-13 9 Valur 5 2 0 3 12-10 6 KA 5 2 0 3 4-6 6 IBK 5 2 0 3 6-28 6 (Bl 6 0 0 6 5-22 0 -ÞBM/sh/VS 2. deild Enn jafnt hjá IBV Sanngjörn úrslit í baráttuleik í Eyjum 1 (i-i) *** IBV-KA Það var hart barist í Eyjum á laugardaginn, stundum einum of, enda mikið í húfi í toppbaráttu 2. deildar. Þegar upp var staðið voru úrslitin sanngjörn, fjórða jafntefii Eyjamanna en gott útistig KA sem hcldur öðru sætinu í deildinni. fBV var sterkara í byrjun og Þórir Ólafsson komst í gott en þröngt færi á 8. mín. og skaut yfir. Síðan jafnaðist leikurinn og opnaðist og Bjarni Jóns- son skaut í þvcrslá Eyjamarksins á 13. mín. Rétt á eftir varði Þorvaldur Ör- lygsson markvörður KA vel hættulegt skot frá Sveini Sveinssyni. Sigbjörn Óskarsson komst tvisvar í gegnum vörn KA, skaut framhjá og síðan varði Þorvaldur, og á milli var Tryggi Gunnarsson í opnu færi við mark IBV en hitti ekki markið. Á 35. mín. náði KA forystunni. Árni Þór Freysteinsson fékk send- ingu inní vörn ÍBV, sneri á varnar- mann og skoraði örugglega, 0-1. Að- eins þremur mínútum síðar fékk Tómas Pálsson boltann rétt utan víta- teigs KA og jafnaði með góðu skoti útvið stöng, 1-1. Njáll Eiðsson skaut síðan naumlega framhjá marki ÍBV undir lok hálfleiksins. Seinni hálfleikur var opinn og jafn, þrjú hættuleg færi á hvort lið. Tómas komst tvisvar í gegnum vörn KA en Þorvaldur og varnarmenn hans björg- uðu og Ómar Jóhannsson skallaði yfir af markteig. Hinum megin varði Þor- steinn Gunnarsson tvívegis mjög vel frá Tryggva og einu sinni frá Bjarna Jónssyni. Markmennirnir voru bestir í liðum sínum og ekki að sjá á Þorvaldi að hann sé útispilari að upplagi. Tryggvi er hættulegur í framlínu KA. Gunnar Jóhannsson dæmdi þokkalega en leyfði full mikla hörku. Maður leiksins: Þorvaldur Orlygs- son> KA- SE/Eyjum 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 9. júlí 1985 Stadan í 2. deildarkeppninni í knattspyrnu: Breiðablik............7 5 1 1 17-8 16 KA....................8 4 2 2 15-7 14 Völsungur............8 4 2 2 15-11 14 ÍBV...................8 3 4 1 12-8 13 KS....................8 3 3 2 11-9 12 fBl.................8 2 4 2 10-10 10 Skallagrímur........8 2 4 2 12-15 10 UMFN..................8 2 3 3 5-9 9 Fylkir.................7 0 3 4 3-9 3 Leiftur................8 0 2 6 6-20 2 Markahæstir: TryggviGunnarsson, KA.................6 Jóhann Grétarsson, Breiðabliki........5 Tómas Pálsson, IBV....................5 Jón Þórir Jónsson, Breiðabliki........4 Jónas Hallgrímsson, Völsungi..........4 KristjánOlgeirsson, Völsungi..........4 Fylkir og Breiðablik mætast i síðasta leik 8. umterðar á Árbæjarvellinum kl. 20. i kvöld.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.