Þjóðviljinn - 28.07.1985, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 28.07.1985, Blaðsíða 20
Lögreglustarfið þarf að skilgreina upp á nýtt - rœtt við formann Lögreglufélags Reykjavíkur Einar Bjarnason „Stundum verður maður að taka meira tillit til mannlegra tilfinninga en laga- króka“, segir Einar Bjarnason. - Mynd: Ari. „Höfuöatriðiö er að fá nýja skilgreiningu á lögreglustarf- inu. Upphaflegaerhugmynd- in á bak viö lögreglu einhvers konar lífverðir sem áttu aö gæta fjármuna og skrokka þeirra sem eitthvað áttu undir sér. í dag á frumskilyrði löggæslu að vera að gæta smæling^anna. Til þess eru þó hvorki nægjanlegaskýrar lagaheimildir né mannafli og fjármunir. Með skýrari skilgreiningu á starfinu yrði hægt að gæta þeirra sem minna mega sín mun betur og bæta sambandið við almenn- ing, en ætíð gætir talsverðrar tor- tryggni almennt gagnvart lög- reglumönnum,“ sagði Einar Bjarnason, formaður lögreglufé- lags Reykjavíkur, þegar við átt- um viðtal við hann um starf og ábyrgð lögreglumanna, en sem kunnugt er hefur það mikið verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu. „Lögreglustarfið er geysilega vandasamt starf og ég held að al- menningur geri sér kannski ekki alltaf grein fyrir því hversu oft við verðum að bregðast skjótt við undir kringumstæðum sem eru á allan hátt mjög óeðlilegar, - einnig fyrir okkur. Við erum jú aðeins menn og oft verðum við að taka fólk trúanlegt þótt við höf- um engar sannanir fyrir því að það segi satt. Við verðum alltaf að meta áhættuna og oft er maður í miklum vafa, bæði þegar ákvörðun er tekin og ekki síst á eftir. Það er mjög alvarlegt að setja mann inn saklausan. Það er refsivert, en hins vegar er ekki refsivert að trúa ekki t.d. konu sem vill láta handtaka mann, sem hún segir ofsækja sig. Þetta er galli á löggjöfinni, - að ekki skuli vera hægt að grípa inn í fyrr en maðurinn hefur gert eitthvað af sér. Ég hef sjálfur gert mistök í báðum tilvikum, - sett mann inn saklausan og látið vera að setja inn mann, sem reyndist hættu- legur.“ „Er litið mjög alvarlegum augum á það að setja mann inn fyrir ofsóknir, þótt ekkert sannist á hann og hann dæmist saklaus?“ „Já, það er að sjálfsögðu mjög alvarlegt mál. Maður metur þó ætíð kringumstæður og t.d. hvort maðurinn. hefur verið settur inn áður. Ég held að það sé áfall fyrir alla að vera settir inn, en þó eink- um, ef þeir hafa aldrei lent í úti- stöðum við lögreglu og aldrei í fangelsi komið. En hitt er þó f raun ennþá alvarlegra, ef kona hlýtur meiðsl vegna þess að þessi áhætta var ekki tekin. Þarna verða að koma skýrari ákvæði í lögum. Og það er mjög erfitt að útskýra flókna lagakróka fyrir dauðhræddri mannveru. Þannig stendur maður stöðugt frammi fyrir verkefni, sem maður veit að óvíst er að maður geti leyst á rétt- látan hátt.“ Kvenna- athvarfið bœtti öryggi kvenna „Hefur ekki kvennaathvarfið bætt úr þessu að einhverju leyti?" „Kvennaathvarfið hefur bætt mjög aðstöðu og öryggi kvenna í Reykjavík, þótt það sé auðvitað hart að þurfa að vera með eins- konar flóttamannabúðir inni í miðri borg. Ég hef sjálfur verið í lögreglunni í 23 ár og varðstjóri í 12 ár og á þessum tíma hef ég rætt við hundruð ofsóttra kvenna og kannski lánast að liðsinna um 10% þeirra. Þetta brennur því meira á manni sem maður kynn- ist því betur. Fjölgun kvenna í lögreglunni hefur einnig mikla þýðingu, því stundum fær maður mál í hendur, sem nauðsynlegt er að kona fjalli um en ekki karl- maður. Með kvennaathvarfinu varð veruleg breyting til bóta, því þótt vissulega séu til smælingjar á meðal karlmannanna líka, eru konur þó í miklum meirihluta þeirra borgara sem verða fyrir of- sóknum." „Ef við víkjum að afskiptum lögreglunnar af drukknu fólki. Nú er það staðreynd og eiginlega viðurkenndur lífsmáti á íslandi, að „detta í það“ af og til. - Mjög margir annars góðir og gegnir borgarar drekka sig af og til útúr fulla, og lenda þá í útistöðum við lögreglu. Fæst af þessu fólki er hættulegt, þótt það sé að slangra úti á götu og hafi hátt. Er fólk algerlega réttindalaust ef það er mikið ölvað?" „Nei, alls ekki. Dauðadrukk- inn maður hefur enn sín mannréttindi, en hann getur ver- ið hættulegur sjálfum sér og öðr- um. Oft hringjum við heim til viðkomandi áður en við tökum ákvörðun um það hvort eigi að láta hann sofa úr sér hjá okkur eða heima og oft erum við beðnir að senda dauðadrukkna menn ekki inn á heimili þeirra. Þarna stöndum við líka stöðugt frammi fyrir erfiðu vali - fer maðurinn sér að voða, - er hann hættulegur öðrum? Gleymum því ekki að stór hluti alvarlegra umferðarslysa og ofbeldisverka er framinn undir áhrifum áfengis." /Esifréttir í fjölmiðlum „Hvað með unglingana, eru þeir erfiðari en fullorðna fólkið?" „Nei, þvert á móti. Satt að segja er oftast hægt að tala ungt fólk til, ef maður bara hefur og gefur sér tíma. Unglingar hafa mjög vakandi réttlætiskennd og það er oftast hægt að sýna þeim fram á að þetta og hitt sé ekki „passandi“. Þeir hafa minni hroka en fullorðna fólkið og flest mistök sem maður hefur gert í sambandi við unglinga, gerir maður undir mikilli pressu og tímaskorti. Þarna eiga lfka fjöl- miðlarnir mikinn þátt í þróuninni því unglingarnir eru mjög áhrifa- gjarnir. Ámeðan stöðugt var ver- ið að mynda hallærisplanið og ólætin þar, lentu margir ung- lingar í útistöðum við lögreglu. Þegar blöðin misstu áhugann var vandamálið úr sögunni. Ég vil þó taka fram að flestir fjölmiðlar, Þjóðviljinn og Morgunblaðið sér- staklega, hafa sýnt sig að vera ábyrgir fjölmiðlar þegar lögregl- umál eru annars vegar. Það hafði mikil áhrif á framgang Skafta - málsins sem mikið hefur veriðtil umræðu, hvernig sumir fjölmiðl- ar fjölluðu um það. Út yfir tók þó í umfjöllun í leiðara DV nú í vik- unni, þar sem fjallað er um lögreglumál af fullkomnu glóru- leysi. Þetta er þó auðskilið. Æsi- fréttir selja blöð og peningamenn vilja jú græða.“ „Telur þú eðlilegt að þið rannsakið sjálfir brotamál gegn lögreglunni?“ „Persónulega finnst mér það alveg ótækt. Þótt hingað til hafi vel til tekist er mjög erfitt að rannsaka mál félaga sinna og set- ur rannsóknarlögreglumenn í mikinn vanda og dregur úr trausti almennings gagnvart dómsyfir- völdum og lögreglu. Sérstakir rannsóknaraðilar eiga að fjalla um slík mál, skipaðir af algerlega ótengdum yfirvöldum, t.d. Laga- deild Háskólans.“ Saksóknari skiptir vitnum í tvo hópa „Nú kom það fram í tilkynn- ingu sem félag ykkar sendi frá sér að það myndi síðar gagnrýna Saksóknara fyrir meðferð um- rædds máls?“ „Já, ég tel að saksóknari hafi með orðum sínum í réttinum skipt vitnum í tvo hópa, fyrsta flokks og annars flokks vitni. Það hlýtur að vera erfitt fyrir ákæru- valdið að vinna eftir frumskýrsl- um og framburði fólks sem hefur verið gert að annars flokks vitn- um. Efnislega sagði Saksóknari: Þá hef ég lokið við að rekja fram- burð lögreglumanna, dyravarða og starfsfólks í veitingahúsi. Og tek nú til að rekja framburð hinna frjálsu borgara, fólks með betri menntun og greind senni- lega yfír meðallagi og því trúverð- ugri vitni. Fólk getur svo dæmt sjálft hvað því finnst um svona ummæli. Mér finnst þetta vera sami andinn og gilti þegar aðeins efnamenn höfðu kosningarétt.” „Þið nefnduð einnig bóta- skyldu lækna í tilkynningu ykkar. Teljið þið sambærilegt að missa stjórn á skapi sínu og slasa mann og gera mistök í flóknum upp- skurði, svo dæmi sé tekið?” „Nei, alls ekki. Og við/erum ekki að halda fram að læknaý eigi að vera bótaskyldir í slíkufn til- vikum, enda myndi mistökum ekki fækka við það. Það sem við erum að ræða um er að við þurf- um skýrari lagasetningu til að vinna eftir. Það verður þó seint hægt að koma endanlega í veg fyrir mistök af einhverju tagi við löggæslu til þess eru of margar hliðar á flestum þeim málum sem við fjöllum um.“ „Hver er þín skoðun á refsingu almennt?“ „Ég hef dregist með þá skoðun alla tíð, að fangelsi bæti engan. Fangelsi ætti aðeins að vera fyrir þá sem eru skaðlegir í þjóðfé- laginu, t.d. fíkhiefnasala og margdæmda ofbeldismenn. Ég held að einhvers konar vinnu- búðir séu miklu æskilegri og heilbrigðari lausn. Margir þeirra sem stunda minniháttar afbrot, t.d. þjófnaði, myndu óttast það meira en letilíf í fangelsi og eiga meiri möguleika á að komast á réttan kjöl. Ég vorkenni engum að vinna af sér slík brot.“ „Að lokum, Einar. Er lög- reglustarfið eftirsóknarvert starf?“ „Það virðist vera það, að minnsta kosti sækja margir um. Flestir komast þó að því að þetta er óvanalega vandasamt starf. Þó hefur orðið mikil breyting. Þegar ég byrjaði í lögreglunni áttum við að vera hetjur og heljarmenni, sem aldrei brugðust, urðum aldrei kaldir og svangir og dóm- greind okkar óskeikul. Eftir sem áður eru kröfurnar til okkar mikl- ar, en fólk skilur hlutina betur og traust almennings á okkur hefur aukist. Fólk er í eðli sínu andstætt valdi, og auðvitað hendir það okkur að misbeita valdinu. En ég held að við gerum það ekki meira en aðrir. Þorri lögreglumanna vill veita þeim sem minna mega sín meiri vernd en þeir geta nú gert. Umræða um þessi mál hefur ver- ið í lágmarki og það er skoðun mín að lögmannastéttin eigi að taka alvarlega til umfjöllunar skilgreiningu á löggæslu og lagaheimildir er snerta verndun borgaranna. Þetta er mín per- sónulega skoðun, og þetta er skoðun þorra lögreglumanna. Ekki alltaf hœgt að fylgja reglugerðum í lögreglustarfið þurfa að velj- ast einstakir menn. Þeir verða að hafa mikla réttlætiskennd og við getum ekki krafist þess að slíkir menn séu skaplausir fremur en aðrir. Þeir þurfá að hafa ríkt innsæi í tilfinningalíf fólks og þol- inmæði til að hlusta á fólk á erfið- um augnablikum. Ég er ekki að segja að við séum allir þannig, en óskýrar lagaheimildir og vinnuá- lag geta gert mönnum mjög erfitt að taka réttar ákvarðanir á úr- slitaaugnablikum. Stundum verður maður að taka meira tillit til mannlegra tilfinninga en laga- króka. Mannleg samskipti geta Verið svo flókin að ekki sé hægt að fara eftir reglugerðum. Lög- reglumaður sem er svo huglaus að hann þorir aldrei að brjóta reglugerð, er ófær í starfi,” sagði Einar að lokum. ÞS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.