Þjóðviljinn - 28.07.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.07.1985, Blaðsíða 16
LEIÐARAOPNA Nýlega bárust þær fréttir að fulltrúar landbúnaðarráðuneytis og sjávarútvegsráðuneytis sætu á fundum og leituðu leiða til að auka veiði á sel frá því sem nú er. Þótt seladráp hafi aukist verulega frá því Hringormanefnd (sem síðar tók sér nafnið Sel- ormanefnd) hóf að verðlauna veiðimenn árið 1982 er ætlað að selum fækki ekki með núverandi veiði (1984: 5.500 selir), og Árni Kolbeinsson stjóri í sjávarútvegsráðneyti segir í nýlegu blaðaviðtali: „Það þarf að auka veiðarnar frá því sem nú er, en fiskvinnslan hefur vaxandi áhyggjur af fjölda hringorma í fiski.“ Frá því Hringormanefndin hóf afskipti af selveiðum hafa fjöl- margir mótmælt starfsaðferðum nefndarinnar á ýmsum for- sendum, og snemma árs kom út um 100 blaðsíðna skýrsla, samin af þremur líffræðingum, þarsem nefndin er harðlega gagnrýnd á vísindalegum forsendum. Enn má minnast á harðar umræður í lok síðasta þings um svokallað selafrumvarp sem býr núverandi seladrápi lagaramma. Þjóðviljinn steypir sér í dag til sunds í álitahafinu og ieitar uppi þorsk og sel og orm og mann og annan. Selaskýrsla líffrceðingci: Alls ekki víst að ormum fœkki Hringormanefndin gengur þvert d vísindalegar hefðir og sfarfsaðferðir Helgi Péfursson, ritstjóri NT; Drepa Undanfarin ár og þá sérstak- lega eftir aö hvalfriöungar hófu verulega sókn gegn okk- ur hefðum við átt að drepa sel og aftur sel, segir ritstjóri NT í leiðara blaðs síns laugardag- inn 20. júlí. Leiðarinn nefnist „Drepum selinn strax“, og þar er sagt að hvalverndunarmenn haldi því fram með réttu að hvalveiðar séu okkur ekki lífsnauðsyn. Sjávarú- tvegur er okkur hinsvegar lífsnauðsyn, og þar með sela- dráp, að dómi leiðarahöfundar: „Því það er svo makalaust, hversu oft sem bent hefur verið á vandann, að selnum hér við land heldur áfram að fjölga og þó eru allir sammála um, að hann sé einn helsti skaðvaldur í sjávarút- vegi og er þó sótt að sjávarútvegi úr ýmsum áttum.“ „Fiskveiðar (eru) undirstaða þjóðarbúsins og svo mikið vita forráðamenn umhverfisvernd- arsinna og viðurkenna það. Þvíer nauðsynlegt, að tryggja okkur frið við seladráp sem framundan er.“ Vinnubrögð og staðhæfingar hringormanef ndar fá ekki hrósískýrslunni „Selirog hringormar" sem gefin var út ávegum Landverndar snemma í ár. Flest rök nefndarinnar fyrir starfsháttum sínum eru talin ó- fullnægjandi eða rökleysur; dreg- ið er í efa að störf nefndarinnar verði til góðs fyrir íslenskan sjá- varútveg, og sjálf tilvera nefndar- innar og valdsvið er talin brjóta í bága við grundvallarreglur í sam- gangi manns og náttúru. „Það er rangt, að hagsmunaaðilum líðist að greiða verðlaun til höfuðs ein- hverri dýrategund, af því að þeir telji hana keppinaut sinn. Nú á tímum eru gerðar kröfur um vistfræðilegar rannsóknir áður en þvílíkar ákvarðanir eru taknar“, segja höfundar skýrslunnar á ein- um stað, - þau Sigrún Helgadótt- ir líffræðingur, Stefán Bergmann líffræðingur og Ævar Petersen dýrafræðingur. Fleiri staðir úr selaskýrslunni: ... Þótt selum fækki eitthvað (við aðgerðir Hringormanefn- dar) er ólíklegt að hringorma- tíðni minnki vegna þess að margir aðrir þættir en selir koma hér við sögu. Til dæmis geta tiltölulega fáir selir staðið undir hárri hring- ormatíðni þar sem dreifing og fjöldi millihýsla er heppileg fyrir hringorma. Geta sjófuglar hugs- anlega dreift hringormum? Það atriði er ókannað að mestu. Ef svo væri mundu fækkunarað- gerðir Hringormanefndar verða með öllu marklausar. Sjófuglar gætu haldið hringormi við, þótt selum yrði útrýmt. Á það hefur verið bent, að maðurinn kunni að eiga nokkra sök á því að dreifa hringormum. Úrgangi, m.a. inn- yflum, er oftast hent beint í sjó við aðgerð. Þetta éta fuglar, fisk- ar og önnur dýr sem sfðan geta borið hringorma um stærra svæði en ella... ... Ekki verður annað séð en Hringormanefnd hafi gengið þvert á starfsaðgerðir og hefðir vísindamanna þegar nefndin: - Ákvað að fækka þyrfti selum áður en hún hóf rannsókn á lifn- aðarháttum þeirra og tengslum þeirra við hringorma. - Ákvað fyrirfram að niðurstöður rannsókna skyldu veita svör við gagnrýni á fækkunaraðgerðir á selum. - Kom í veg fyrir að niður- stöður rannsókna væru kynntar áður en aðgerðir hófust og við- bragða leitað hjá öðrum líffræð- ingum en þeim eina sem launaður er af Hringormanefnd... ... Það er höfuðatriði, að gera sér grein fyrir hvort fiskveiðar ís- lendinga ykjust, ef selum yrði fækkað til muna eða útrýmt. Oft- ast þegar maðurinn hefur tekið fram í fyrir náttúrunni að van- hugsuðu máli hefur illa farið að lokum. Menn virðast almennt telja, að það sem selir éta kæmi óskert sem aukning á afla. Svo er ekki. Selir eru hluti af vistkerfi sjávarins og hafa verið um órofa tíð. Ýmsir aðrir dýrahópar sjáv- arins lifa einnig á nytjafiski, m.a. þorskurinn sjálfur. Á milli þess- ara dýrahópa hefur myndast jafnvægi í aldanna rás, þar sem hver dýrastofn er undir öðrum kominn að meira eða minna leyti. Það .eru því mestar líkur á, að íslendingar muni aðeins hljóta óverulegt magn af þeirri aukningu á nytjafiski sem menn telj að verði til reiðu ef selum er útrýmt. Aðrir dýrahópar (sjó- fuglar, þorskur, lúða o.fl.) kynnu að stækka að sama skapi og selum fækkaði, því þeir gætu fært sér í nyt þá fæðu sem alir annars ætu... ... (Hér áður) var varpað fram þeirri spurningu hvort seladráp Hringormanefndar muni skila fjárhagslegum ávinningi. Ólík- legt er, að Hringormanefnd hljóti árangur sem erfiði. Það er alls óvíst, hvort hringormavandamál- ið minnki... ... Því hefur verið haldið fram, að í kjölfar minnkandi selveiða hafi hringormavandamál aukist í fiskiðnaði. Það er ljóst, að vandi frystihúsa hefur aukist vegna hringorma, en það er ekki víst að aukningu í selastofnum sé um að kenna... -------------LEIÐARI---------- Meindýr í sjávarútvegi Aföll í sjávarútvegi á síðustu áratugum hafa kennt íslendingum ýmislegt. Áföll í sjávarútvegi kenndu ísleningum til dæmis að standa saman um rétt sinn til að nýta gæði landsins og sjávar- ins sem umlykur það. Þau kenndu okkur hvern- ig á að vinna þorskastríð. Sömu áföll í sjávarútvegi kenndu íslending- um grundvallarsetningar í vistfræði; að það er ekki hægt að ganga endalaust á auðævi úr lífríkinu, að fara verður að með gát við nýtingu þeirra gæða sem land og sjór bjóða okkur. Blindi stundargróði sýn eina vertíð getur orðið þröngt í búi eftir hina næstu. Þótt hart sé deilt um kvótakerfi og kjarnfóður- gjald eru flestir sammála um að nýting og varð- veisla lífríkisins er á ábyrgð allra landsmanna. Undir leiðsögn kjörinna fulltrúa verða hagsmunaaðilar, bæði í landbúnaði og sjávarútvegi, að ná samkomulagi sín á milli um hversu langt skal gengið við að hirða afrakstur lífríkisins, og það samkomulag verður að styðj- ast við fræðileg rök og rannsóknir sem tryggja að ekki sé söguð af sú greinin sem við sitjum á. Nefndin sem skipuð var árið 1982 og kennd er við hringorm virðist á ýmsan hátt ekki hafa gætt þessara sjónarmiða. Áföll vegna hring- ormavanda virðast ekki hafa kennt henni mikið. í nýlegri skýrslu þriggja líffræðinga um vinnu- brögð og staðhæfingar nefndarinnar er fullyrt að flestar ákvarðanir hennar styðjist ekki við fræðileg rök. Líffræðingarnirfullyða meðal ann- ars að þegar nefndin ákvað að efna til rannsókna á tengslum hringormavanda í fisk- vinnslu og stærðar selastofna hafi nefndar- menn þegar verið búnir að gefa sér niðurstöð- unnar ú rannsóknunum. í krafti þeirra niður- staðna hafi nefndin gert selinn að meindýri og fleytt af stað ógrundaðri krossferð gegn þessu sjávarspendýri við ákafa aðvörun og mótmæli náttúrufræðinga, selabænda og umhverfis- verndarmanna. Þá telja líffræðingarnir og aðrir gagnrýnendur hringormanefndarinnar afar óeðlilegt að hagsmunaaðilar einir, í þessu tilviki fram- kvæmdastjórar útflutningsfyrirtækja, skuli skip- aðir í nefnd sem þessa án þess að vísindastofn- anir komi nærri. Líffræðingarnir efast um að seladráp á vegum nefndarinnar skili nokkrum árangri við að leysa þann vanda sem hringorm- ur í fiski óneitanlega veldur sjávarútveginum og jafnframtöllu samfélaginu, og líffræðiprófessor- inn Arnþór Garðarsson heldur því beinlínis fram að nefndarmenn fari fram með vísvitandi blekk- ingum við túlkun á niðurstöðum rannsókna. Það er ekki Þjóðviljans að skera úr deilum fræðimanna, en athygli vekur að skýrsla líffræð- inganna þriggja hefur farið hljótt um dyr fjöl- miðla og ekki orðið frammámönnum í sjávarút- vegi tilefni umræðna, hvað þá að hringorma- nefndarmenn hafi leitast við að svara fyrir síg. Enginn ábyrgur vísindamaður eða umhverf- isverndarmaður hefur haldið því fram að seli eigi að friða vegna þess að fólki á borð við leikkonuna Brigitte Bardot þykja kópar snoppu- fríðir. Þvert á móti telja flestir gagnrýnendur þeirra hringormamanna að nýta eigi selinn með skynsamlegum hætti undir umsjá kunnáttu- manna. Gagnrýnendur nefndarinnar halda því hins- vegar fram að stórkarlaleg og óvísindaleg inn- grip í lífríkið geti haft hættulegar afleiðingar fyrir síðari aðgang að þessu lífríki, - og þeir hafa minnt á að á fiskmörkuðum erlendis eru nátt- úruverndarmenn áhrifamiklir. Það er því full ástæða til að vara við þeirri skotgleði sem nú er hvatt til í selalátrum á ís- landi. Bendi rannsóknir til að sel verði að fækka, þá fækkum við sel. En það er ekki stórmannlegt að gera selinn að blóraböggli í þeim vanda sem nú hrjáir sjávarútveg og forráðamenn hans. í þeirri atvinnugrein eru önnur meindýr en selurinn. -m 16 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.