Þjóðviljinn - 13.08.1985, Blaðsíða 4
ÍÞRÓTTIR
2. deild
Sluppu vel og
unnu svo 8-1!
fÞrenna Ómars gegn Borgnesingum
Enn tapar Fylkir, nú í baráttuleik á
Siglufirði
KS-Fylkir 2-1 (0-1) **
Það var mikil harka og barátta á
Siglufirði á laugardaginn eins og alltaf
í leikjum þessara liða. Gula spjaldið
fór á loft í ein átta skipti og síðan það
rauða rétt fyrir leikslok þcgar Antoni
Jakobssyni úr Fylki var vikið af vclli
fyrir gróft brot. En KS var sterkari
aðilinn í leiknum, sérstaklega í seinni
hálfleik, og vann sanngjarnt. Er á
uppleið - en Fylkir nálgast óðum 3.
deildina á ný.
KS sótti nær stanslaust í byrjun en
Fylkir fékk hættulegar sóknir og eftir
eina slíka skoruðu Siglfirðingar sjálfs-
mark á 11. mínútu. Fylkismenn náðu
þá betri tökum á leiknum og voru
hættulegri aðilinn í frekar lélegum
fyrri hálfleik.
KS tók leikinn í sínar hendur eftir
hlé en mörkin létu á sér standa. Þegar
korter var eftir var kominn mikill
kurr í siglfirska áhorfendur, en þá
kom jöfnunarmarkið. Baldur Benó-
nýsson tók aukaspyrnu 30 metra frá
Fylkismarkinu og skoraði beint með
glæsilegu skoti, 1-1. Hafþór Kol-
beinsson vaknaði af dvala sjö mínút-
um síðar, reif sig í gegnum vörn Fylkis
og skoraði í annarri tilraun, eftir að
markvörðurinn hafði varið frá hon-
um.
Miðverðir KS, Mark Duffield og
Baldur Benónýsson, léku mjög vel,
sérstaklega Mark. Hörður Júlíusson
átti góða spretti og Gísli Sigurðsson
varði vel. Anton Jakobsson var besti
maður Fylkis, stórskemmtilegur upp-
byggjari, og Valur Ragnarsson var
sterkur.
Maður leiksins: Mark Duffield,
KS. -rb/Siglufirði
V. Þýskaland
Asgeir bestur
á vellinum
Kostulegt sjálfsmarkfœrði Uerdingen
sigur á Bayern
Frá Jóni H. Garðarssyni fréttamanni
Þjóðviljans í V.Þýskalandi:
Ásgeir Sigurvinsson var besti mað-
ur vallarins þegar Stuttgart og Bor-
ussia Mönchengladbach gerðu
markalaust jafntcfli í fyrstu umferð
vcstur-þýsku Bundesligunnar í knatt-
spyrnu á laugardaginn. Um 32 þús-
und áhorfendur mættu á leikinn, það
næstmesta í umferðinni, og endur-
koma Ásgeirs eftir langvarandi
mciðsli hafa sennilega haft talsvert að
segja þar. Hann fékk 2 í einkunn hjá
Kicker.
Leikurinn var ágætur en lítið var
um marktækifæri. Allgöwerog Klins-
mann fengu þau bestu en klúðruðu
þeim. Stuttgart varð fyrir því áfalli að
Bernd Förster, varnarmaðurinn
sterki, meiddist illa á hné í leiknum og
gæti orðið frá framyfir áramót.
Bikarmeistarar Bayer Uerdingen
unnu sanngjarnan sigur á meisturun-
um Bayern Miinchen, 1-0. Sigur-
markið var skrutlegt, varnarmaður-
IBV-Skallagrímur 8-1 (4-1)
★ ★★★
Eyjamenn léku við hvern sinn fing-
ur á Helgafellsvellinum á laugardag-
inn þegar Borgnesingar komu í heim-
sókn. Átta mörk skoruðu þeir, mesta
markaskor hjá liði í 2. deild í fimm ár,
en samt sluppu þeir með skrekkinn
þegar staðan var 2-1 og Skallagrímur
fékk nokkur guliin færi til að jafna.
Á 2. mín. skoraði Viðar Elíasson
fyrirliði fBV fyrsta markið eftir horn
Hlyns Stefánssonar og skalla Ómars
Jóhannssonar, stöngin inn af mark-
teig. Og á 5. mínútu skoraði Ómar
auðveldlega eftir sendingu Tómasar
Pálssonar, 2-0. En á 19. mínútu fékk
Gunnar Jónsson boltann í markteig
ÍBV og skaut í varnarmann og í netið,
2-l.SíðanáttiGunnar2hættulegskot
og Björn Axelsson komst einn
innfyrir vörn ÍBV á 21. mínútu en
Þorsteinn Gunnarsson biargaði í
horn. En rétt fyrir hlé gerði IBV útum
leikinn. Tómas fékk boltann frá
Viðari á 43. mín. og þrykkti honum
uppí þaknetið, 3-1, og á 45. mínútu
missti markvörður Skallagrtms bolt-
ann klaufalega frá sér á vítateig eftir
langa sendingu Bergs Ágústssonar og
Ómar renndi tuðrunni léttilega í
markið, 4-1.
Eyjamenn áttu seinni hálfleik með
húð og hári og Borgnesingar komust
varla yfir miðju. Fimmta markið kom
þó ekki fyrr en á 67. mín., þvaga og
Hlynur náði að senda boltann uppí
þaknetið, 5-1. Á 71. mín. skallaði
Tómas glæsilega frá vítateig, í blá-
hornið, 6-1. Hlynur gaf á Ómar sem
skallaði af markteig á 79. mín., 7-1,
og mínútu síðar potaði Jóhann Ge-
orgsson í netið, 8-1, eftir að skot
Sveins Sveinssonar hafði verið vel
varið.
Ómar Jóhannsson var maður dags-
ins, lék vel og skoraði 3 mörk. Bergur
og Jóhann léku líka vel. Borgnesingar
vilja örugglega gleyma þessum leik
hið fyrsta - þetta var ekki þeirra dag-
ur.
Maður leiksins: Ómar Jóhannsson,
IBV.
-JR/SE/Eyjum
Stadan
i 2. deildarkeppninni
Breiðablik......12 7
IBV............12
KA.............12
Völsungur......12
KS.............12
iBl............12
UMFN...........12
Skallagrímur...12
Fylkir.........12
Leiftur........12
í knattspyrnu:
3 2 22-12 24
30-10 23
23-11 23
21-15 18
17-17 18
12-16 14
7- 16 13
14-28 13
10-16 9
8- 23 8
Markahæstir:
Tryggvi Gunnarsson, KA..........11
Tómas Pálsson, IBV..............10
Jón Þórir Jónsson, Breiðabliki...7
Jónas Hallgrímsson Völsungi......6
Ómar Jóhannsson, ÍBV.............6
2. deild
Leiftur
nær sigri
Leiftur-Breiöablik 0-1 (0-0)
★ ★
Topplið Breiðabliks mátti vel
við una að ná þremur stigum af
botnliði Leifturs úr „flotleik” lið-
anna á Ólafsfirði á laugardaginn.
I bleytu og strekkingi var Leiftur
nær sigri en leikurinn var í heild
jafn og jafntefli hefði sennilega
verið réttlátt.
Leiftur var sterkara gegn vind-
inum í fyrri hálfleik og fékk nokk-
ur ágæt færi. Helgi (Ó) Jóhanns-
son fékk það besta eftir 12 mín-
útna leik en pollur á markteignum
flæktist fyrir honum svo ekkert
varð úr. Logi Einarsson varði
einu sinni frá Blikunum úr góðu
færi.
Breiðablik náði betri tökum á
leiknum eftir hlé en hafði aldrei
afgerandi yfirburði. Bæði lið
fengu sín færi til að ná yfirhönd-
inni en markið sem réði úrslitum
kom 15 mínútum fyrir leikslok.
Jón Þórir Jónsson fékk boltann
við vítapunkt Leifturs og náði að
snúa sér laglega og skjóta upp-
undir þverslána. Vel gert hjá hon-
um en varnarmenn Leifturs voru
illa á verði.
Lið Leifturs var jafnt og engan
hægt að nefna sérstaklega framyf-
ir annan. Guðmundur Baldurs-
son var lykilmaður hjá Breiðab-
liki, skemmtilegur og sívinnandi
miðjumaður.
Maður leiksins: Guðmundur
Baldursson, Breiðabliki.
-JH/Ólafsfirði
2. deild
Færin
ekki
nýtt
IBI-UMFN 0-0 ***
Þrátt fyrir fjölmörg marktækifæri
leit ekkert mark dagsins ijós í viður-
eign ísfirðinga og Njarðvíkinga á
laugardaginn. Leikurinn var nokkuð
fjörugur og miðað við færi hefðu
heimamenn átt að hirða ÖU þrjú stig-
in.
ísfirðingar voru léttari á sér en í
undanförnum leikjum og þeir léku
vel í fyrri hálfleiknum. Þeir sköpuðu
sér fjölmörg færi en tókst ekki að nýta
þau. Næst því að skora voru þeir
Guðjón Reynisson sem var í dauða-
færi á markteig en skaut beint í fang
Arnar Bjarnasonar markvarðar og
Jóhann Torfason sem líka lét Örn
verja frá sér.
f seinni hálfleik jafnaðist leikurinn,
sljákkaði í heimamönnum en Njarð-
vfkingar sóttu í sig veðrið. Ekki var
mikið um færi í hálfleiknum en Njarð-
víkingar fengu tvö þau bestu. í bæði
skiptin varði Sigurður Jónsson mjög
vel, í seinna skiptið frá Hauki Jó-
hannessyni sem var kominn einn í
gegnum vörnina. Sigurður lék aftur í
markinu eftir nokkurt hlé þar sem
Hreiðar Sigtryggsson markvörður er
staddur erlendis.
Maður leiksins: Örnólfur Oddsson,
ÍBÍ.
-GK/ísafirði
3. deild SV
Selfoss ömggari og
Víkingur í 4. deild
Reynir S.-Grindavík 2-2 (0-2)
Þessi úrslit gera sigur Selfyssinga í
riðlinum og 2. deildarsætið enn trygg-
ara. Grindvíkingar voru sterkari í fyr-
ri hálfleik og þá skoruðu Helgi Boga-
son og Hjálmar Hallgrímsson. Reynir
tók síðan völdin eftir hlé, Ari Haukur
Arason jafnaði með tveimur mörkum
og þegar upp var staðið máttu Grind-
víkingar vel við una að fara með eitt
stig á brott með sér.
HV-ÍK 3-4 (1-2)
HV-menn fengu öllum að óvörum
grasvöllinn á Akranesi til afnota í
fyrsta sinn í 4 ár og voru í slíku hátíða-
skapi að þeir gáfu ÍK mark á fyrstu
mínútu sem Hörður Sigurðarson
skoraði. Pétur Björnsson jafnaði fyrir
HV en Jón Hersir Elíasson kom
Kópavogsliðinu yfir 2 sekúndum fyrir
Iok fyrri hálfleiks. Þórir Gíslason
skoraði síðan, 1-3, strax í byrjun
seinni hálfleiks en HV jafnaði á svip-
stundu. Elís og Sæmundur Víglunds-
synir skoruðu hvor úr sinni horns-
pyrnunni (!) og staðan 3-3. En 2 mín-
útum fyrir leikslok slapp Þórir
innfyrir vörn HV og tryggði IK sigur.
HV var meira með boltann í leiknum
en skapaði sér nánast engin færi - ÍK
fékk hinsvegar ógrynni dauðafæra
sem ekki nýttust.
Ármann-Víkingur Ó. 5-0 (1-0)
Ármenningar fengu ekki að leika á
gervigrasinu á föstudagskvöld vegna
Evrópubikarkeppninnar á laugardag
og sunnudag (?l) en léku í staðinn á
Smárahvammsvellinum í Kópavogi.
Hann hefur alltaf reynst þeim vel og
þar afgreiddu þeir Ólafsvíkinga end-
aniega niður í 4. deild. Smári Jósa-
fatsson skoraði fyrsta og síðasta mark
leiksins en á milli gerðu Egill
Steinþórsson og Páll Guðmundsson
góð mörk með skalla og Bragi Sig-
urðsson skoraði eftir gríðarlangt út-
spark frá Rafni Thorarensen mark-
verði. -VS
3. deild NA
inn Winkelhofer ætlaði að forðast ná-
vígi við Lárus Guðmundsson og
þrumaði knettinum í burtu frá honum
- en beina leið í eigið mark af 30 m
færi! Lárus fékk 4 í einkunn og var
tekinn útaf á 70. mín. Atli Eðvalds-
son kom inná í staðinn og lék því
þarna sinn fyrsta deildaleik með
Uerdingen en náði ekki að sýna
mikið.
Úrslit fyrstu umferðarinnar urðu
þessi:
Dússeldorf-Mannheim..............4-1
Núrnberg-Bochum..................0-1
Köln-Frankfurt...................1-1
HamburgerSV-Kaiserslautern......4-1
Saarbrúcken-Dortmund.............1-1
Uerdingen-Bayern Múnchen.........1-0
Stuttgart-Gladbach...............0-0
Schalke-Bremen...................0-1
Manny Kaltz átti frábæran leik
þegar „gamlingjalið” Hamburger
malaði Kaiserslautern. Hann lagði
upp 3 mörk og skoraði það fjórða
sjálfur og fékk 1 í einkunn.
Einherji efstur
Tindastóll-Leiknir F. 2-0 (0-0)
Tindastóll komst á sigurbraut á ný,
vann sanngjarnt í rokleik á Sauðár-
króki. Mörkin tvö komu ekki fyrr en
á síðustu tíu mínútunum, fyrst nýtti
Þórhallur Ásmundsson sér rokið og
skoraði beint úr hornspyrnu og síðan
innsiglaði Guðbrandur Guðbrands-
son sigurinn. Fáskrúðsfirðingar léku
vel og að sögn heimamanna var þetta
besta aðkomulið sem leikið hefur á
Króknum í sumar. En úrslitin þýða að
Leiknir er úr leik í baráttunni um sæti
í 2. deild.
HSÞ.b-Þróttur N. 1-3 (0-2)
Þróttarar hristu sig endanlega úr
fallhættunni með sigri í Mývatnssveit
en útlitið hjá HSÞ.b er afar dökkt -
mjög líklegt að liðið verði annað
tveggja til að falla úr riðlinum í 4.
deild. Bjarni Jóhannsson og Birgir
Ágústsson (víti) skoruðu fyrir Þrótt í
fyrri hálfleiknum. Jafnræði var með
liðunum lengst af í seinni hálfleik en
15 mínútum fyrir leikslok lagaði Þór-
hallur Guðmundsson stöðuna í 1-2.
Það stóð ekki lengi, Páll Freysteins-
son svaraði, 1-3, og sigur Þróttar ekki
í hættu.
Huginn-Einherji 1-4 (0-1)
Það var aldrei spurning um úrslit á
Seyðisfirði og ef svo heldur fram sem
horfir leika Vopnfirðingar á ný í 2.
deild að ári en Seyðfirðingar í 4.
deild. Ólafur Ármannsson skoraði
með þrumuskoti í fyrri hálfleik og
eftir hlé bættu Stefán Guðmundsson
og Baldur Kjartansson við mörkum,
0-3. Þá kom hinn 17 ára gamli Hali-
grímur Guðmundsson inná og skor-
aði með fyrstu snertingu, 0-4. Guð-
mundur Helgason náði að koma
heimamönnum á blað með góðu skoti
áður en yfir lauk. Einherji er þá kom-
inn í efsta sætið.
-VS
Staðan
i 3. deildarkeppninni í knattspyrnu:
SV-riðill:
Selfoss............11 8 3
Grindavík..........12 6 3
FleynirS...........12 5 4
(K.................12 3 6
Stjarnan...........10 4 3
Ármann.............11 4 2
HV.................12 3 2
VíkingurÓ..........12 11
0 29-9 27
3 23-16 21
3 23-13 19
3 19-19 15
3 10-15 15
5 16-14 14
7 18-22 11
10 9-39 4
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 13. ágúst 1985
Markahæstir:
Ari Haukur Arason, Reyni.............11
ElísVíglundsson, HV...................7
Hjálmar Hallgrímsson, Grindavík.......6
Simon Alfreðsson, Grindavík...........6
ÞórirGíslason, lK.....................6
NA-riðill:
Einherji............12 8 2 2 26-14 26
Magni...............12 8 2 2 24-14 26
Tindastóll......... 12 7 4 1 17-6 25
Leiknir F...........13 7 1 5 18-18 22
Austri..............12 4 6 2 21-12 18
Þróttur N...........13 4 3 6 20-17 15
ValurRf.............11 2 2 7 13-23 8
Huginn..............13 2 2 9 12-30 8
HSÞ.b...............12 1 2 9 14-31 5
Markahæstir:
Bjarni Kristjánsson, Austra...........8
Eiríkur Sverrisson, Tindastól.........8
HeimirÁsgeirsson, Magna...............6
Óskar Ingimundarson, Leikni...........6