Þjóðviljinn - 13.08.1985, Blaðsíða 1
Hástökk
Óvænt
heimsmet
Bœtti sig um 14 sm!
Óþekktur 23 ára Sovétmaður,
Rudolf Povarnitsyn, setti nýtt
heimsmet í hástökki á sunnudag-
inn þegar hann varð fyrstur til að
stökkva yfir 2,40 metra á móti í
Donetsk. Povarnitsyn, fyrrum
körfuboltamaður, hafði best
stokkið 2,26 metra fyrir mótið og
árangur hans er því geysilega
óvæntur. Zhu Jianhua frá Kína
átti gamla metið en hann stökk
2,39 metra í fyrra.
Búlgarinn Kristo Markov setti
nýtt Evrópumet í þrístökki á
sunnudaginn. Hann stökk 17,77
metra og bætti nýsett met Sovét-
mannsins Olegs Protsenkos um
átta sentimetra. -VS/Reuter
England
Sviss
Luzem
vann
Sigurður Grétarsson og félagar
í Luzern eru á toppi svissnesku 1.
deildarinnar í knattspyrnu eftir 2
umferðir. Luzern vann Sion 3-1 á
laugardaginn og cr með 4 stig
ásamt hinum kunnu félögum
Grasshoppers og Servette. Sig-
urður lék allan leikinn með Luz-
ern en náði ekki að skora.
-VS
Handbolti
Charlton
sagði upp
Jack Charlton, fyrrum miðvörður
enska landsliðsins, sagði lausri stöðu
sinni sem framkvæmdastjóri 1.
deildarliðs Newcastle á laugardaginn.
Stuðningsmenn liðsins höfðu mót-
mæli í frammi á vináttuleik gegn
Sheffield United og eru þeir ósáttir við
að hann skuli ekki hafa styrkt liðið
eftir að hafa selt Chris Waddle til
Tottenham fyrir 600 þúsund pund
fyrr í sumar. í yfirlýsingingu frá
stjórn Newcastle sagði að uppsögn
Charlton hefði ekki verið tekin til
greina og vonast væri eftir að samn-
ingar tækjust við hann á ný.
-VS/Reuter
Drengjalið
Nígería vann
Nígeríumenn urðu á sunnudaginn
óvænt fyrstu heimsmeistarar drengja-
landsliða, 16 ára og yngri, í knatt-
spyrnu. Þeir sigruðu V-Þjóðverja 2-0
í úrslitaleik í Peking. Brasiiíumenn
höfnuðu í þriðja sæti eftir 4-1 sigur á
Guinea. -VS/Reuter
„Vié erum íslandsmeistarar!” Framarar fagna sigri á KR-ingum í úrslitaleiknum í 5. flokki í knattspyrnu á
sunnudaginn. Mynd: Ari. Sjá nánar á bls. 10-11.
1. deild
Léleg lið og leikur
Fátt umfína drœttiþegar Víkingur tapaðifyrir Þór
ígœrkvöldi
Lánleysi Víkinga hélt sínu
striki í gærkvöldi, en þá töpuðu
þeir fyrir Þór Akureyri 1-2 og
þurfa nú stórir hlutir að gerast
hjá Víkingum ef þeir eiga að forð-
ast fall sem blasir við. Ellefta tap
þeirra í röð.
Leikurinn var lélegur hjá tveim
lélegum liðum. Það virtist algjör-
lega tilviljunum háð hvert boltinn
fór, þegar senda átti á samherja.
Ekki er hægt að kenna strekk-
ingsvindi um það allt, þó hann
hafi haft áhrif.
Þórsarar náðu forustunni eftir
aukaspyrnu rétt utan vítateigs.
Jónas Róbertsson skaut, en Ög-
mundur Kristinsson í marki Vík-
ings missti boltann klaufalega frá
sér og Kristján Kristjánsson kom
aðvífandi og sendi boltann af ör-
yggi í markið úr frekar erfiðri að-
stöðu. Víkingar náðu síðan að
Víkingur-Þór A. 1-2 (1-2)
Mark Víkings:
Andri Marteinsson 13. mín.
Mörk Þórs:
Kristján Kristjánsson 4. mín.
Nói Björnsson 26. min.
Stjarna Víkings:
Jóhann Þorvarðarson •
Stjörnur Þórs:
Jónas Róbertsson **
Rúnar Steingrímsson •
Dómari: Friöjón Eövarðsson **
Áhorfendur: 328
jafna. Atli Einarsson komst af
harðfylgni innfyrir vörn Þórs og
sendi á Andra Marteinsson sem
var í góðu skotfæri á markteig.
Andri nýtti færið og jafnaði.
Þórsarar sóttu öllu meira og
Sund
Eðvarð fremstur
V.Evrópubúa!
Varð sjötti í 100 m baksundi, nœstur á eftir sovésku og
austur-þýsku keppendunum
Eðvarð Þór Eðvarðsson frá um sigraði á 55,24 sekúndum. synti 1500 m skriðsund á 16:39,98
Njarðvík vann það glæsilega af- Annars urðu tímarnir í úrslitas- sek. og varð síðastur af 18 kepp-
rek að komast í úrslit í 100 m undinu þessir: endum.
baksundi á Evrópumeistaramót- ig0rPolyanski,Sovétríkjunum.55,24 Michael Gross frá V.Þýska-
inu í sundi sem lauk í Sofia í Búlg- Dirk Richter, A.Þýskalandi.56,02 landi var maður mótsins, sem í
aríu um helgina. A laugar- SergeiZaborotnov.Sovétríkjunum 56,88 heild þótti frekar sviplítið Gross
dagsmorguninn synti hann á £?0"lBsa^ hlaut 6 gullverðlaun, fjögur í ein-
58,30 sek. i undanrasum, nytt Is- Eðvarð Þ. Eövarðsson, Islandi.57,92 stakhngsgreinum og 2 í boðsund-
landsmet, og hann bætti það í Hans Fredin, Svíþjóð.......58,25 um. Ástæðan fyrir frekar slökum
úrslitasundinu. Þá varð hann RicardoAldabe.Spáni.59,64 árangri í mótinu er tlin sú að í ár
sjötti á 57,92 sek. Ragnheiður Runólfsdóttir setti er „milliár” - Ólympíuleikar í
Eðvarð varð fremstur Vestur- íslandsmet á laugardaginn þegar fyrra og heimsmeistaramót á
Evrópubúa í sundinu og árangur hún synti 200 m fjórsund á næsta ári. A.Þjóðverjar hlutu
hans er því stórkostlegur. Evr- 2:30,65 mín. Það var lakasti tím- langflest verðlaun, 39 alls, en So-
ópumet var sett í úrslitasundinu, inn hjá 26 keppendum í vétmenn komu næstir með 17.
Igor Polyanski frá Sovétríkjun- greininni. Ragnar Guðmundsson -VS/Reuter
bjargaði Ögmundur tvisvar er
Halldór Áskelsson skaut að
marki. Halldór átti einnig skalla
að marki, yfir Ögmund, en einnig
yfir markið Nokkuð vel var unn-
ið að sigurmarki Þórs. Kristján
lék upp kantinn og gaf fyrir á Sig-
uróla Kristjánsson sem sendi
knöttinn til Nóa Björnssonar.
Nói náði að spyrna föstu skoti í
bláhornið, óverjandi fyrir Ög-
mund. Það sem eftir var hálf-
leiksins skeði alls ekkert.
Kristján komst í ákjósanlegt
færi á 1. mín. síðari hálfleiks, en
Ögmundur varði. Eftir það voru
Víkingar meira í sókn, en náðu
ekki að skapa sér færi, voru
reyndar oftast rangstæðir.
Á 85. mín. komust Þórsarar í
skyndisókn, en enn varði Ög-
mundur skot frá Kristjáni og Nói
rétt missti af knettinum er hann
hrökk af Ögmundi. Atli Einars-
son komst einn inn á86. mín., en
Ómar Guðmundsson í marki
Þórs kom út fyrir vítateiginn og
sló boltann frá og lenti síðan á
Atla sem slasaðist við samstuðið
og þurfti að fara af leikvelli.
Ómar átti síðasta orðið í leiknum
er hann bjargaði með úthlaupi.
Líklega vilja bæði liðin gleyma
þessum leik sem fyrst, svo lélegur
var hann. Þórsarar voru örlítið
heppnari og höfðu Jónas Ró-
bertsson sem var langbestur á
vellinum, sívinnandi og leikinn.
Þór er því í baráttunni um ís-
landsmeistaratitilinn, aðeins 4
stigum á eftir Fram. -gsm
Stjarnan
Fyrsti
titillinn
Stjarnan eignaðist í gærkvöldi
sína fyrstu íslandsmeistara í
knattspyrnu. Þá vann Garðabæj-
arliðið Breiðablik 3-1 í úrslitaleik
í 2. flokki kvenna á hinum nýja
grasvelli við Ásgarð í Garðabæ.
Þetta var fyrsti opinberi lcikurinn
á þessum nýja velli og góð byrjun
það. _VS
Sigurbergur
með
Hauka?
Miklar líkur eru á að Sigur-
bergur Sigsteinsson, fyrrum
landsliðsmaður í handknattleik,
taki við þjálfun 2. deildarliðs
Hauka. Óvíst er að Andrés Krist-
jánsson komi frá Svíþjóð fyrr en
keppnistímabilið er hafið og
jafnvel ekki fyrr en um áramót en
þá verður keppni í 2. deild lokið.
Fyrirhugað hafði verið að Andrés
myndi þjálfa sitt gamla félag og
leika með því. Sigurbergur hefur
aðallega þjálfað kvcnnalið und-
anfarin ár en sem stendur stýrir
hann kvennalandsliðinu í knatt-
spyrnu.
-VS
4. deild
Sindri
úr leik
Reynir Arskógsströnd vann
góðan sigur á Sindra frá Horna-
firði, 5-1, í úrslitakeppni 4.
deildarinnar í knattspyrnu á
laugardaginn. Örn Viðar Arnar-
son skoraði fyrst fyrir Reyni en
Hornfirðingar jöfnuðu fljótlega.
Garðar Níelsson og Örn Viðar
komu heimaliðinu í 3-1 fyrir hlé
og Björn Friðþjófsson innsiglaði
sigurinn með tveimur vitaspyrn-
um í seinni hálfleik. Sindri tapaði
6-1 fyrir Vaski í fyrsta leik riðils-
ins þannig að Vaskur og Reynir
berjast greinilega um 3. deildar-
sætið. Liðin leika fyrri leik sinn á
Akureyrarvellinum annað kvöld.
-VS
UMSJÓN: VfÐIR SIGURÐSSON
Stadan
í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu eftir
sigur Þórs á Víkingi:
Fram..............12 8 2 2 26-17 26
KR.................12 7 3 2 27-18 24
lA.................12 7 2 3 27-13 23
Valur.............12 6 4 2 17-9 22
Þór A..............12 7 1 4 20-16 22
IBK...............12 6 1 5 20-14 19
FH................12 4 1 7 14-22 13
Þróttur...........12 3 1 8 14-25 10
Víðir.............12 2 3 7 12-28 9
Víkingur..........12 1 0 11 12-27 3
Markahæstir:
ÓmarTorfason, Fram..................9
RagnarMargeirsson, ÍBK..............9
Hörður Jóhannesson, |A..............8
BjarniSveinbjörnsson, Þór...........7
Björn Rafnsson, KR..................7
GuðmundurSteinsson, Fram............7
GuðmundurTofason, Fram..............6
Jónas Róbertsson, Þór...............6