Þjóðviljinn - 31.08.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.08.1985, Blaðsíða 2
Útboð Safnræsi við Kópavog. Tilboð óskast í að gera safnræsi 600-800 mm með- fram Kópavogi ásamt aðliggjandi lögnum svo og 500 mm PEH útrásarleiðslu, samtals 1586 lengdarmetra. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræð- ings Kópavogs, Fannborg 2, frá og með þriðjudegin- um 3. sept. 1985 gegn kr. 6.000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 14.00 mánu- daginn 30. sept. 1985 og verða þau opnuð þar kl. 14.15 að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þar mæta. Bæjarverkfræðingur [nýi tónlistarskólinn ;ínnúk4i ámi-392K3 nno:66Z7-4446 Frá Nýja tónlistarskólanum Innritun nemenda fyrir næsta skólaár fer fram í skólanum frá miðvikudegi 4. sept. til föstudags 6. sept. kl. 17-19. Nemendur frá í fyrra komi á miðvikudag og fimmtudag og staðfesti umsóknir sínar frá í vor með greiðslu á hluta skólagjaldsins. Tekið verður á móti nýjum umsóknum föstudaginn 6. sept. á sama tíma. Innritun í forskóla, fyrir börn á aldrinum 6-8 ára, verð- ur alla dagana frá kl. 17-19. Skólinn verður settursunnudaginn 15. sept. kl. 17.30. Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Tónlistarskólinn í Reykjavíktekurtil starfaföstudaginn 20. september n.k. Inntökupróf verða sem hér segir: fimmtudaginn 5. sept.: píanódeild kl. 13, strengjadeild kl. 14, blásara- deild kl. 16. Föstudaginn 6. september: söngdeild kl. 13, tón- fræðadeild kl. 15. Innritaðir nemendur staðfesti umsóknir sínar og greiði fyrri hluta skólagjalds þriðjudaginn 10. sept. og mið- vikudaginn 11. sept. kl. 9-15 á skrifstofu skólans, Skipholti 33. Skólastjóri Rannsóknarmaður- bútækni Rannsóknastofnun Landbúnaðarins, bútæknideild, Hvanneyri, óskar að ráða rannsóknamann til starfa. Almenn búfræðimenntun ásamt þekkingu og meðferð búvéla áskilin. Framhaldsmenntun í bútækni æskileg. Upplýsingar í síma 93-7500. Rannsóknamaður - efnagreiningar Rannsóknastofnun Landbúnaðarins óskar að ráða rannsóknamann á efnagreiningarstofu. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist fyrir 17. sept. til Rannsóknastofnunar Landbúnaðarins, Keldnaholti, 110 Reykjavík. Sólheimar í Grímsnesi Þroskaþjálfar og starfsfólk með áhuga á meðferðar- starfi óskast til starfa. Upplýsingar veitir aðstoðarfor- stöðumaður í síma 99-6430. Hjörtur Líndal Gunnarsson, lést þann 13. ágúst s.l. Jarðarförin hefurfariðfram. Þökkum auðsýnda samúð. Gunnar Baldur Guðnason Hreindís Elfa Sigurðardóttir og systkini hins láta. FRÉTTIR Dalvík Uppsagnimar dregnar til baka Söltunarfélagið gekk að tilboði KEA. Dalborgin landar á Dalvík á mánudaginn. Atvinnuástand enn ótryggt. Söltunarfélagið h.f. á Dalvík ákvað í gær að ganga að til- boði Frystihúss KEA um að greiða 24 krónur fyrir kOóið af kola í stað 17 króna sem er hið opinbera verð í landinu fyrir fyrsta flokk. Þar með er komið í veg fyrir hráefnisskort í frystihús- inu í bUi og uppsagnir starfsfólks- ins hafa verið dregnar til baka. Togarinn Dalborg sem er í eign Söltunarfélagsins, átti að sigla til Englands með afla sinn sem er aðallega koli þar sem verð fyrir kola er mun hærra þar en hér. Með því að fá 24 krónur fyrir kílóið telur útgerðarfélagið að jafn hagkvæmt sé að landa á Dal- vík, því Dalborgin getur náð að landa tvisvar þar á meðan hún landar einu sinni á sama tíma er- lendis. Þrátt fyrir að Dalborgin muni landa á Dalvík á mánudaginn er átvinnuástand á Dalvík enn ó- tryggt að sögn Gunnars Aðal- björnssonar frystihússtjóra. Enn er ráðgert að láta Baldur sigla með aflann úr næstu veiðiferð. „Það er uggur í fólki sem skiljan- íegt er, hræðslan við atvinnuleysi er mikil. í frystihúsinu vinnur nær eingöngu heimafólk og það er mikið af fullorðnu fólki hj á okkur sem hefur unnið hjá fyrirtækinu í mörg ár“, sagði Gunnar í samtali við blaðið í gær. Gunnar sagði enn fremur að verið væri að endurskoða þá ákvörðun að láta Baldur sigla. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær eru öll útgerðarfélög á Dal- vík meira eða minna í eigu KEA, sem jafnframt er eigandi frysti- hússins. Það má því segja að með ákvörðuninni í gær hafi KEA tekið eigin tilboði um verð á kol- anum. Kristján Ólafsson, forseti bæjarstjórnar á Dalvík, er einnig sjávarútvegsfulltrúi KEA og á sæti í stjórn allra útgerðarfyrir- tækja í bænum, Söltunarfélags- ins, Upsastrandar, og Útgerð- arfélags Dalvíkur. Stefán Bjarnason bæjarstjóri situr einnig í stjórn allra þessara útgerðarfélaga. Hann situr í stjórn Söltunarfélagsins og Út- gerðarfélags Dalvíkur fyrir hönd bæjarins og í stjórn Upsastrandar fyrir hönd Söltunarfélagsins, sem á þar 63%. Báðir áttu þeir þátt í þeirri ákvörðun að láta Dalborg- ina sigla með afla. „Ég get svarað því fyrir mig, að mér finnst það ekki eðlilegt að einn maður sitji í svo mörgum embættum. Ég lít aftur á móti á það sem skyldu mína að gera það sem farið er á leit við mig sem bæjarstjóra. Reyndar hef ég beð- ist undan þessum stjórnarse- tum“, sagði Stefán í gær þegar Þjóðviljinn spurði hann hvort honum fyndist eðlilegt að svo mikil völd söfnuðust á hendur svo fárra manna í litlu bæjarfélagi. gg Skólastefna Ráðstefna um skóla- stefnu í dag er haldin að Borgartúni 6 ráðstefna um íslenska skóla- stefnu. Það eru Bandalag kenn- arafélaga og Kennaraháskóli ís- lands sem efna til ráðstefnunnar og er hún öllum opin. Flutt verða fjögur erindi og framsögumenn eru þau Jónas Pálsson, rektor Kennaraháskóla íslands, Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu, Svan- hildur Kaaber, formaður Banda- lags kennarafélaga og dr. Wolf- gang Edelstein, prófessor við Max Planck Rannsóknastofnun- ina í Vestur-Berlín. Ráðstefnan stendur frá klukkan 9.00-17.00. -vd. Kvenfélög Styrkur og sQómviska Geirs Yfirlýsingfrá Kvenfélaginu Vorhvöt Kvenfélagið Vorhvöt fagnar með þjóðinni þeirri snjöllu lausn sem fundin hefur verið á hinni afar við- kvæmu deilu innan íslensku ríkis- stjórnarinnar um mataræði banda- rísku hermannanna á Keflavíkurflug- velli. Kvenfélagið Vorhvöt lýsir aftur á móti furðu sinni á því að í allri þeirri miklu umfjöllun sem mál þetta hefur fengið hefur enginn séð ástæðu til að geta sérstaklega um þá einskæru og hugsjónaríku fórnarlund sem utan- ríkisráðherra landsins Geir Hall- grímsson hefur sýnt. Utanríkisráðherra hefur óskað eftir því að innflutningur á kjöti til Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli verði kærður og í sjónvarpsviðtali þ. 20. ág. sl. lýsti hann því yfir að hann skyldi glaður taka að sér að vera hinn stefndi í málinu. Hver einasta kona í Vorhvöt er þess fullviss að göfuglyndi af þessari stærðargráðu er einstakt í sögunni - og kvenfélagið í heild sinni harmar að fyrir hönd þjóðarinnar skuli enginn hafa þakkað utanríkisráðherra þetta drengskaparbragð. Hafi íslensku þjóðinni nokkru sinni verið bjargað frá smán þá var það þarna. Hvort Bandaríkjaher eða banda- rísk stjórnvöld hafa þakkað svo sem vert væri er ekki vitað, en svo mikið er víst að ekki hefur það verið gert opinberlega og er það ekki síður harmsefni. Hafi bandarískur varnar- her nokkru sinni verið varinn af vask- leik þá var það þarna. Menn mega gjarna hafa þá stað- reynd í huga að enn sem komið er a.m.k. neyðast s.k. lýðræðisþjóðir til að beita allsherjarkosningum til að T elji utanríkisráðherra það viðeigandi að Kvenfélagið Vorhvöt kæri hann þá er félagið reiðubúið að taka það til velviljaðrar athugunar. Mynd. Sig. knýja einstaklinga upp á valdastóla. Þess munu því fá dæmi, ef nokkur, að lýðræðisþjóð geti státað af því að eiga ráðherra sem tekið hefur á sig alla þá ábyrgð sem slíku embætti fylg- ir af hugsjón einni saman. En þar eigum vér íslendingar einmitt Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra. Menn mega sannarlega minnast þess oftar en gert er að Geir Hall- grímsson situr á Alþingi íslendinga þrátt fyrir að þjóðin bæri ekki gæfu til að veita hæfileikum hans og hugðar- efnum stuðning í síðustu kosningum. Hann er þess vegna ekki bundinn af neinum kosningaloforðum. Hann hefur engar raunverulegar skyldur við íslensku þjóðina. Hann situr á þingi í krafti eigin ágætis og stjórnvisku. Fátt sýnir betur styrk Geirs Hallgrímssonar. Geir Hallgrímsson hefur nánast óumbeðinn tekið á sínar herðar hið vafasama hlutverk utanríkisráðherra landsins, enda á fárra færi að fara með svo valdamikið embætti. Og í starfi sínu sem utanríkisráð- herra hefur hann með stakri natni og eljusemi lagt æ meiri rækt við að gæta svo sameiginlegra hagsmuna íslend- inga og Bandaríkjamanna að hvorug þjóðin bæri skarðan hlut frá borði kæmi einhversstaðar upp ágreiningur vegna samskipta þessara annars nán- ustu vinaþjóða sem um getur. Kvenfélagið Vorhvöt gerir sér ljóst að ekki muni hlaupið að því að meta Geir Hallgrímsson fyllilega að verð- leikum en félagið vill hvetja a.m.k. íslensku þjóðina til að hugleiða á hvern hátt Geiri Hallgrímssyni yrði best þakkað og að breyta síðan í sam- ræmi við sannfæringu sína. Kvenfélagið Vorhvöt leyfir sér að lokum að lýsa undrun sinni á því dáð- leysi sem virðist ríkja í herbúðum Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Er engu líkara en ráðið ætli að heykjast á því að verða við óskum utanríkisráðherra um að kæra kjöt- innflutninginn á Keflavíkurflugvöll. Kvenfélaginu Vorhvöt þykir það óbærileg tilhugsun að láta fórnarlund Geirs Hallgrímssonar liggja ónýtta og lýsir Vorhvöt því hér með yfir að telji utanríkisráðherra það viðeigandi að Kvenfélagið Vorhvöt kæri hann þá er félagið reiðubúið að taka það til vel- viljaðrar athugunar. R.v.k. 29/8 ’85 Kvenfélagið Vorhvöt 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.