Þjóðviljinn - 03.09.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.09.1985, Blaðsíða 1
 22i Bretland Woodcock og Martin aftur í hópinn Souness í banni vegna brotsins á Sigurði! Tony Woodcock frá Arsenal og Al- vin Martin frá West Ham eru á ný komnir í enska landsliðshópinn eftir nokkra fjarveru. Bobby Robson landsliðseinvaldur tilkynnti 25 manna hópinn ígærogíhonumerm.a. Terry Butcher frá Ipswich, sem enn hefur ekki leikið á þessu keppnistímabili þar sem hann gekkst undir uppskurð nýlega. í hópnum eru eftirtaldir leikmenn: Peter Shilton, Gary Bailey, Chris Wo- ods, Viv Anderson, Gary Stevens (Everton), Kenny Sansom, Terry Fenwick, Dave Watson, Mark Wright, Alvin Martin, Terry Butc- her, Bryan Robson, Peter Reid, Paui Bracewell, Trevor Steven, Glenn Ho- ddle, Ray Wilkins, Chris Waddie, John Barnes, Kerry Dixon, Mark Golf Sigurður sigraði Sigurður Pétursson sigraði Ragnar Ólafsson í úrslitaviður- eign Stigameistaramóts íslands í golfi sem fram fór í Grafarholti um helgina. Sigurður sigraði Geir Svansson í undanúrslitum og Ragnar vann þá Úlfar Jónsson. Sextán hæstu golfarar úr stigamótunum í sumar kepptu á mótinu. -VS Spánn Hateley, Gary Lineker, Trevor Fra- ncis og Tony Woodcock. Englending- ar mæta Rúmenum í undankeppni HM í næstu viku. Jock Stein landsliðseinvaldur Skota er með svipaðan hóp og gegn íslandi sl. vor fyrir leikinn við Wales næsta þriðjudag. Pó vantar Graeme Souness, gula spjaldið sem hann fékk fyrir að brjóta gróflega á Sigurði Jónssyni á Laugardalsvellinum var númer tvö í röðinni hjá honum og það þýðir eins leiks bann. Þá er Kenny Dalglish með í hópnum þó hann sé með nokkur spor í öðru hnénu síðan hann meiddist í leik með Liverpool fyrir skömmu. Walesbúar hafa bætt hinum reynda varnarmanni Joey Jones í sinn hóp fyrir leikinn við Skota. Ólíklegt er þó að hann verði í byrjunarliði þar sem Pat Van Den Hauwe frá Everton lék mjög vel í sínum fyrsta landsleik, gegn Spánverjum, sl. vor, meðan Jones var í banni. frar leika við Sviss og hafa bætt einum nýliða í sinn hóp. Það er mið- herjinn Tony Cascarino sem leikur með Gillingham í 3. deild. Hann er fæddur í Skotlandi en írsk amma dug- ar honum til að komast í landslið Ir- lands! -VS/Reuter Getraunir 65 með 12 Alls komu fram 65 raðir með 12 réttum leikjum í annarri leikviku Getrauna og 844 raðir með 11 réttum. Vinningur fyrir 12 rétta er kr. 7,915 en vinningur fyrir 11 rétta náði ekki lágmarksupphæð og bættist við fyrsta vinning. Hercules tapaði Pétur Pétursson lék í fyrra- kvöld sinn fyrsta leik með Hercu- les í spænsku 1. deildinni í knatt- spyrnu. Hercules tapaði 1-0 fyrir Real Zaragoza á útivelli - Pétur var í strangri gæslu varnarmanna heimaliðsins og komst lítt áleiðis. Honum var skipt útaf þegar 20 mínútur voru til leiksloka. Meistararnir Barcelona gerðu aðeins 0-0 jafntefli við Racing Santander á útivelli. Real Betis og Real Madrid skildu jöfn, 2-2, og Atletico Madrid vann Sevilla 3-0. -VS tagði upp °9 skallaði í slöng p,-igMSigur«1Sam,a við Þjóðviljann. e{st eftir 6 umferðir með 1 Servette vann St. Cjaiien k ma Neuchatel Xamax, J íuzern er raeð 9 *«'S ?" 0 S’stielike. .estur-þísk. Aarau og Voung Boys ^sttg. ^ helgiM e„ ll6 landsliðsmaðunnn, va 94 Luzern leikur næst Neuchatel. sigrað, saml Zuneh ^ ^ sigut6at, en Aarau á «1»^ ' "M 'f útiveUi á laugardagtnn. Aarau vann wettmgen o Kristján Kristjánsson fagnar fyrra marki sínu af tveimur fyrir Þór gegn KR á laugardaginn. Þór á mikla möguleika á Islands- meistaratitlinum eftir 3-1 sigurinn en KR-ingar eru úr leik. Sjá bls. 10-11. MÖL& LNDURHF. -vsj /. dedd Fræðilegt en fjarlægt Staðan Víkingur-FH 3-2 (1-0) * * Mörk Víkings: Trausti Ómarsson 8. og 89. mín. Einar Einarsson 78. mín. Mörk FH: Sigurþór Þórólfsson 57. mín. Ingi Björn Albertsson 65. mín. Stjörnur Víkings: Atli Einarsson * Andri Marteinsson * Björn Bjartmarz * Trausti Ómarsson • Jóhann Þorvarðarson * Stjörnur FH: Ingi Björn Albertsson * Kristján Gíslason * Kristján Hllmarsson * Magnús Pálsson * Viöar Halldórsson * Dómari: Óli Olsen * * Áhorfendur: 221 Trausti skoraði sigurmark Víkings á síðustu mínútu Vflringar hafa enn fræðilegan möguleika á að halda sér í 1. deild. Möguleikinn er mjög fjar- lægur, en engu að síður fyrir hendi eftir að þeir unnu sinn fyrsta sigur í 15 leikjum í 1. deild. Það var FH sem beið iægri hlut í leik liðanna á Fögruvöllum í gær- kvöldi. FH-ingar áttu 2 skot framhjá Víkingamarkinu áður en Víking- ar fengu sitt fyrsta færi og nýttu það. Trausti Ómarson fékk knöttinn um 20 m. frá marki. Hann snéri sér við og skaut fal- legu skoti með vinstri fæti. Bolt- inn small yst í þverslánna og það- an í netið. Gullfallegt mark. Lið- in sóttu svipað út hálfleikinn, en sóknir FH voru mun hættulegri. Ögmundur Kristinsson varði með fótunum skot frá Inga Birni Albertssyni úr dauðafæri og Jó- hannes Bárðarson bjargaði á línu er Ingi Björn skaut af stuttu færi og Halldór Halldórsson varði vel skot frá Andra Marteinssyni. Á 45. mín. munaði litlu að Víkingar skoruðu sjálfsmark er Ögmundur rétt náði að verja í horn mis- heppnaða sendingu frá samherja. FH-ingar komu mun frískari til síðari hálfleiks og náðu fljótlega að jafna. Viðar Halldórsson gaf vel fyrir og þar kom Sigurþór Þórólfsson og skallaði í netið. FH náði forystu þegar UMSJÓN: V(ÐIR SIGURÐSSON Kristján Hilmarsson tók aukaspyrnu og gaf fyrir á Inga Björn. Ingi skallaði yfir Ögmund og datt boltinn í markið. Jöfnunarmark Víkings var nánast endurtekning á marki Inga. Jóhann Þorvarðarson gaf fyrir úr aukaspyrnu og nú var það Einar Einarsson sem skallaði yfir Halldór í FH-markinu og inn. FH-ingar voru sterkari og náðu betra spili, en það voru Víkingar sem tryggðu sér sigur þegar boltinn hrökk til Trausta, sem var ekki að tvínóna við hlutina og spyrnti viðstöðulaust, nú með hægri fæti, í markið fór bolt- inn. Ekki er hægt að segja að sigurinn hafi verið sanngjarn, nema sem sára- bót eftir mikið lánleysi Víkinga í sumum leikjum í sumar. -gsm f 1. delldarkeppninni í knattspyrnu: Valur........... 16 9 5 2 25-11 32 Fram.............16 9 4 3 30-22 31 ÞórA............ 16 10 1 5 27-20 31 lA.............. 16 9 3 4 33-18 30 KR.............. 16 8 4 4 31-24 28 IBK............. 16 8 2 6 27-19 26 FH.............. 16 5 2 9 21-30 17 Þróttur......... 16 3 3 10 16-29 12 Víðir........... 16 3 3 10 17-35 12 Víkingur........ 16 2 1 13 15-34 7 Markahæstir: Hörður Jóhannesson, (A............11 GuðmundurSteinsson, Fram...........9 GuðmundurÞorbjörnsson, Val........'9 ÓmarTorfason, Fram.................9 RagnarMargeirsson, (BK.............9 Bjarni Sveinbjörnsson, Þór..."^""[7 Björn Rafnsson, KR.................7 GuðmundurTorfason, Fram............7 Ingi B. Albertsson, FH...........” '7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.