Þjóðviljinn - 03.09.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.09.1985, Blaðsíða 4
ÍÞRÓTTIR 2. deild Blikar lágu í Borgamesi Skallagrímur sloppinn eftir tvö mörk á lokamínútunum Skallagrímur-Breiðablik 2-1 (0-1) *** Breiðablik má halda vel á spöðun- um til að ná öðru af tveimur efstu sætum 2. deildarinnar eftir þennan ósigur í Borgarnesi. Skallagrímur hefur þá fengið 4 stig úr leikjum sín- um við Kópavogsliðið í sumar og á- framhaldandi sæti í 2. deild er tryggt eftir misvindsamt gengi undanfarið. Skallagrímur var betri aðilinn fyrsta hálftímann. Strax í byrjun áttu Ólafur Jóhannesson og Valdimar Halldórsson góð færi en skutu yfir og framhjá. Porsteinn Hilmarsson skaut rétt framhjá marki Skallagríms á 8. mínútu. Breiðablik tók forystuna á 23. mínútu. Jóhann Grétarsson fékk boltann eftir langt innkast, sneri sér og skaut í gegnum þvöguna og í netið. Staðan 0-1, gegn gangi leiksins. Mín- útu síðar skaut Gunnar Jónsson rétt framhjá marki Breiðabliks en á 31. mín. skaut Hákon Gunnarsson góðu skoti í utanverða stöng Skallagríms- marksins. Gunnar Orrason fékk dauðafæri á markteig Blikanna á 53. mínútu en skaut beint í Svein markvörð. Sveinn bjargaði naumlega í horn eftir þrumuskot Björns Axelssonar á 60. mín.. Skallagrímur sótti en Blikar töfðu leikinn eins og þeir gátu og það fór að fara í skap heimamanna. Björn Jónsson, Ólafur og Gunnar Jónsson áttu allir skot framhjá, en loksins á 81. mínútu kom jöfnunarmarkið. Gunnar Jónsson sendi boltann á Gunnar Orrason sem skaut, Gunnar Jóns var á undan markverðinum í boltann og sendi hann ínetið, 1-1. Og sigurmarkið kom aðeins tveimur mín- útum síðar. Ómar Sigurðsson, ný- kominn inná sem varamaður, lék á nokkra varnarmenn og gaf boltann laglega á Björn Axelsson. Hann skaut viðstöðulaust, laglegt skot út- við stöng, 2-1. Birnirnir, Jónsson og Axelsson, voru bestir Borgnesinga ásamt Gunn- ari Jónssyni. Benedikt Guðmundsson var langbestur Blikanna og Guð- mundur Baldursson lék ágætlega. Maður leiksins: Björn Axelsson, Skallagrími. —eop/Borgarnesi 2. deild 2. deild Fylkisfall? Fylkir-UMFN 1-3 (0-1) ** Útlitið hjá Árbæingum er orðið ansi dökkt eftir þetta tap á laugardag- inn. Þeir þurfa nú að sigra bæði Breiðablik og Leiftur til að eiga mögu- leika á að halda sér í deildinni á kostn- að Isfírðinga. Njarðvíkingar tryggðu sér hinsvegar áframhaldandi 2. deildarsæti með þessum sigri. Fylkismenn sóttu nær iátlaust allan fyrri hálfleikinn en allt bit vantaði í sóknina hjá þeim og þeir sköpuðu sér fá marktækifæri. Njarðvíkingar kom- ust í sína fyrstu almennilegu sókn á síðustu sekúndum hálfleiksins og þá skoruðu þeir. Albert Eðvarðsson fékk stungu fram völlinn, vann tækl- ingu við varnarmann og eftirleikurinn var honum auðveldur, 0-1. Fylkir var áfram með undirtökin eftir hlé en Njarðvíkingar komu meira inní leikinn og á 61. mínútu 3. deild NA Huginn féll Norðfirðingar sveittir í sólarhring eftir sigur Vals. Þrenna hjá Eiríki Leiknir F.-Valur Rf. 0-2 (0-0) Þriðja árið í röð hristu Reyðfirð- ingar af sér falldrauginn á síðustu stundu og þeir unnu sætan sigur á Fá- skrúðsfirði á föstudagskvöldið. Leiknir sótti talsvert meira en Vals- menn börðust af krafti og skoruðu tvö snyrtileg mörk um miðjan seinni hálf- leik - Gústaf Ómarsson og Jón Sveinsson voru þar að verki. Við þessi úrslit upphófst taugastríð Norð- firðinga, ef Huginn myndi vinna Tindastól daginn eftir væri Þróttur fallinn í 4. deild. Tindastóll-Huginn 6-1 (2-1) En þar eystra létti mönnum seinni part laugardagsins þegar úrslitin bár- ust frá Sauðárkróki. Seyðfirðingar voru þar ofurliði bornir þrátt fyrir mikla og góða baráttu og leika í 4. deild að ári ásamt HSÞ b. Guð- brandur Guðbrandsson og Eiríkur Sverrisson (víti) komu Tindastól í 2-0 en þá gerði Sveinbjörn Jóhannsson fallegt mark fyrir Huginn úr auka- spyrnu, 2-1. Guðbrandur kom Tinda- stól í 3-1 með skoti af 20 m færi og síðan gerðu Eiríkur og Eyjólfur Sverrissynir sitt markið hvor. Loka-, Elnherji 16 11 3 2 35-17 36 Tindastóll 16 9 6 1 26-8 33 Magni 16 10 2 4 31-18 32 Leiknir F 16 9 1 6 24-23 28 Austri 16 4 7 5 25-22 19 VaiurRf 16 5 2 9 22-28 17 Þróttur N 16 4 4 8 22-25 16 Huginn 16 4 2 10 24-40 14 HSÞ.b 16 1 3 12 19-47 6 Markahæstir: Eiríkur Sverrisson, Tindastól......11 Bjarni Kristjánsson, Austra........10 Jón Sveinsson, Val..................9 HringurHreinsson, Magna.............8 Stefán Guðmundsson, Einherja........8 -VS Vonar-Leiftur! Frábœr nýting Ólafsfirðinga á Siglufirði Sigurmark á 93. mínútu og von um aðforðastfall KS-Leiftur 3-4 (1-2) Nýtt vonar-leiftur hefur kviknað hjá Ólafsfírðingum eftir þennan óvænta sigur á Siglufírði á laugardag- inn. Það er ekki beint hægt að segja að hann hafí verið sanngjarn, KS sótti svona 80 prósent af leiknum, en nýt- ing Ólafsfírðinga var með eindæmum og þeir tryggðu sér 3 stig á ævintýra- legan hátt þegar venjulegur leiktími var liðinn. KS hóf strax að sækja af krafti, en án færa. Fyrsta sókn Leifturs kom á 10. mínútu og þá skallaði Jóhann Ör- lygsson í öxl varnarmanns KS og það- an sveif boltinn yfir markvörðinn, 0- 1. Tíu mínútum síðar jafnaði Jón Kr. Gíslason með gullfallegu marki frá vítapunkti, 1-1, og þá upphófst mikil stórskotahríð að marki Leifturs. Ólafur Ólafsson, Jón Kr. og Björn Sveinsson voru allir hársbreidd frá því að skora - en á 32. mín. komst Leiftur í frekar máttlausa sókn. Bolt- inn hrökk uppí hendi varnarmanns í vítateig - vítaspyrna og úr henni skoraði Sigurbjörn Jakobsson, 1-2. Talning af myndbandi leiddi í Ijós að KS átti 32 sóknir í fyrri hálfleik en Leiftur 13. Jafnræði var með liðunum til að byrja með eftir hlé en síðan upphófst sama Siglufjarðarsóknin. Logi Ein- arsson var betri en enginn í marki Leifturs en hann réð ekki við lúmskt skot Óla Agnarssonar af vítateig á 59. mín., 2-2. Eftir þetta fór boltinn varla 2. deild IBVefst Enginn glœsibragur en sigur samt útúr vítateíg Leifturs þar til á 83. mín- útu. Fjöldi markskota-Jón Kr. skaut m.a. tvisvar í stöng. En á 83. mínútu fór Leiftur í sína þriðju sókn í seinni hálfleik. Henni lauk með því að Guð- mundur Garðarsson fyrirliði skoraði með góðu skoti, 2-3. Það var síðan ein mínúta eftir af leiktímanum þegar KS jafnaði í þriðja sinn. Nú skallaði Baldur Benónýsson fallega í markið eftir hornspyrnu, 3-3. Rétt á eftir varði Logi vel frá Jóni Kr. en það ótrúlega gerðist, Leiftur náði forystu í fjórða sinn og beið nú með það þar til á 93. mínútu - 20 sekúndum áður en flautað var til leiksloka. Lagleg sókn. Helgi (A) Jóhannsson fékk boltann við endamörk - þar lék hann glæsi- lega á þrjá Siglfirðinga og sendi bolt- ann á Hafstein Jakobsson sem skoraði fallegt mark - mark sem gefur Leiftri nýja von um að halda sæti sínu í 2. deild. Hinn kraftmikli korfuboltamaður Jón Kr. var bestur í liði KS ásamt Baldri og Herði Júlíussyni. Logi markvörður, Hafsteinn og Guð- mundur stóðu sig best Ólafsfirðinga. Maður leiksins: Jón Kr. Gislason, KS. -rb/Siglufirði komust þeir í 0-2 þegar Þórður Karls- son skoraði auðveldlega eftir skyndi- sókn. Á 69. mínútu lagaði Kristján Jón Guðmundsson stöðuna fyrir Fylki í 1-2 með fallegu skallarmarki. Kristinn Guðmundsson átti þrumu- skot í utanverðan vinkil Njarðvíkur- marksins á 79. mínútu er Fylkismenn reyndu án afláts að jafna. Guðmund- ur Valur Sigurðsson komst í gott færi við Fylkismarkið á 83. mín. en var of seinn að athafna sig og missti af bolt- anum. En þegar 2 mínútur voru eftir gerði UMFN útum leikinn. Unnar Stefánsson, nýkominn inná sem vara- maður, skallaði í mark eftir auka- spyrnu, 1-3. Guðmundur Valur var bestur Njarðvíkinga en Anton Jakobsson og Kristinn Guðmundsson voru burð- arásarnir í liði Fylkis. Maður leiksins: Guðmundur Valur Sigurðsson, UMFN. -VS ÍBV-Völsungur 1-0 (1-0) ** Eyjamenn nýttu sér tap Breiðabliks og tóku forystuna í 2. deild á laugar- daginn með sigri á Húsvíkingum. Enginn glæsibragur var þó á leik heimamanna og þeir sluppu ágætlega með eins marks sigur. ÍBV var heldur sterkari aðilinn í nokkuð líflegum fyrri hálfleik. Völs- ungur átti fyrsta færið, á 8. mínútu, en þá varði Þorsteinn Gunnarsson skot Jóns Leós Ríkharðssonar. Bergur Ágústsson skaut í þverslá Völsungs- marksins eftir aukaspyrnu á 13. mín- útu og á 27. mín. skaut Jóhann Ge- orgsson beint úr aukaspyrnu í slána og yfir. Tómas Pálsson vippaði bolt- anum yfir mark Völsungs af markteig á 33. mínútu og Viðar Elíasson átti skot sem sleikti stöng á 36. mín.. Á 38. mín. skaut Hlynur Stefánsson í hendi Völsungs í vítateig og umsvifa- laust dæmd vítaspyrna. Ur henni þru- maði Jóhann óeorgsson uppundir þaknetið, 1-0. Tómas átti skot rétt • framhjá marki Völsungs á 43. mín. Völsungar nánast áttu seinni hálf- leik en gekk illa að skapa sér mark- tækifæri og fátt spennandi gerðist. Jó- hann Georgsson átti skot sem Gunn- ar Straumland varði á 56. mínútu og mínútu síðar skaut Kristján Olgeirs- son naumlega yfir mark ÍBV. Völs- ungar pressuðu en ekkert gekk hjá þeim og leiktíminn rann út án frekari fréttapunkta. Hlynur var bestur í liði ÍBV en hjá Völsungum stóð Ómar Rafnsson uppúr. Maður leiksins: Hlynur Stcfánsson, ÍBV. -JR/Eyjum orðið átti Eiríkur með laglegri hjól- hestaspyrnu, þriðja mark hans og hann varð þar með markahæstur í riðlinum. HSÞ b-Austri 1-1 (1-1) Það var létt yfir báðum liðum í Mý- vatnssveitinni enda skiptu úrslitin litlu máli. Haraldur Haraldsson markvörður HSÞ b var meiddur en lék þá sem tengiliður og skoraði með góðu skoti eftir aukaspyrnu. Bjarki Unnarsson jafnaði með snyrtilegu marki og þar við sat. Lokastaðan í NA-riðli: 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 3. september 1985 Staðan I 2. deildarkeppninni í knattspyrnu: IBV 16 9 6 1 38-13 33 Breiðablik 16 9 4 3 29-15 31 KA 15 9 3 3 32-14 30 KS 16 7 3 6 24-23 24 Völsungur 16 6 3 7 24-23 21 UMFN 15 5 4 6 13-18 19 Skallagrímur 16 5 4 7 21-35 19 IbI 16 3 7 6 15-25 16 Fylkir 16 3 3 10 13-23 12 Leiftur 16 3 3 10 14-34 12 Markahæstir: T ryggvi Gunnarsson, KA..............14 Tómas Pálsson, IBV...................12 Jón Þórir Jónsson, Breiðabliki.......10 HlynurStefánsson, IBV................8 Jóhann Grótarsson, Breiðabliki........7 Jónas Hallgrímsson Völsungi...........7 Ómar Jóhannsson, IBV..................7 SteingrímurBirgisson, KA..............7 3. deild NA „Reynslan og samheldnin gáfu þennan áiangur“ Spjörum okkurí2. deildinni, segir Ólafur fyrirliði Einherja. Sanngjarnt á Grenivík. Isakvarðivíti. Sigurmark á síðustu mínútunni. Mikill fögnuður Vopnfirðinga „Það voru reynslan og sam- heldnin sem gáfu þennan sigur í sumar. Við erum með sama hóp- inn og lék í 2. deild í fyrra. Fyrst við komumst upp núna þá miss- um við örugglega ekki menn, bæ- tum frekar við. Ég held að við munum spjara okkur í 2. deildinni að ári,“ sagði Olafur Ármannsson fyrirliði Einherja frá Vopnafirði í samtali við Þjóð- viljann eftir 2-1 sigur á Magna á Grenivík á laugardaginn, hátt uppi í tvennum skilningi! Einherji vann Magna á Greni- vík í hreinum úrslitaleik liðanna um sigur í NA-riðli 3. deildar og þar með sæti í 2. deild. Sigur Vopnfirðinga var mjög sanngjarn en þeim dugði jafntefli til að komast upp. Þeir fengu víta- spyrnu á 8. mínútu en fsak Oddgeirsson markvörður Magna varði laflaust skot Stefáns Guð- mundssonar. Og Magni stefndi í 2. deild á 28. mfnútu þegar Jón S. Ingólfsson skoraði úr vítaspyrnu, 1-0. Hreggvirður Ágústsson í mörk Einherja í NA-riðlinum I sumar, 8 talsins. Hann fékk gullið tækifæri til að bæta við á Grenivík en lét verja frá sór vítaspyrnu. Mynd: K&H. marki Einherja varði vel góðan skalla Bjarna Gunnarssonar tveimur mínútum síðar og þar ! með eru upptalin einu umtals- verðu færi Magna. Einherjar sóttu stíft en fram- línumenn þeirra voru klaufskir uppvið markið og ísak bjargaði oft vel. Loks á 65. mín. bar sókn- in árangur þegar Guðjón Anton- íusson potaði boltanum í netið eftir þvögu í vítateig Magna. Staðan 1-1 og Vopnfirðingar fögnuðu mikið, jafntefli myndi duga þeim. En þeir sóttu áfram stíft og gáfu Magna ekkert færi á sér og mínútu fyrir leikslok innsigluðu þeir sigurinn. Steindór Sveinsson fékk boltann á lofti rétt utan vítateigs, sveiflaði vinstra fæti og skoraði með óverj- andi skoti útvið stöng, 1-2. Ein- herjar ærðust af fögnuði - tak- markinu var náð og tvær síðustu helgar leika þeir heima og heiman við Selfyssinga um meistaratitil 3. deildarinnar. -K&H/Akureyri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.