Þjóðviljinn - 14.09.1985, Side 1
SUNNUDAGS-
BLAÐ
MENNING
Reykjavík
Heilsugæslan boðin út!
• Meirihluti heilbrigðisráðs villauglýsa eftir verktökum tilað annast heilsugœslu íHlíðahverfi.
• Adda Bára Sigfúsdóttir: Hefur enga stoð ílögum. Hefur frjálshyggjan gleypt Matthías eins og Katrínu Fjeldsted?
• Heilbrigðisráði neitað um nýja skýrslu um skipulag heilsugœslu í Reykjavík
Sjö eldgosavelin
orleifur Einarsson jarðfræðingur og kennari við Háskóla íslands hampar
hér forláta Leica-myndavél, sem hann hefur átt og notað í rúm þrjátíu ár.
„Letta er sjö eldgosavél, og hefur farið víða með mér um heiminn á ferðalögum
mínum“, sagði Þorleifur i spjalli við blaðamann.
„Það eru bara gróusögur að hún hafi verið mjög eftirsótt þó að ljósmyndasafn
á Norðurlöndum hafi boðið ágætlega í hana fyrir nokkrum árum. Þeir vildu víst
líka fá eina mynd úr hverju gosi sem þessi vél hefur séð. En ég sé enga ástæðu til
að láta hana, hún hefur dugað mér vel í gegnum árin. Ég keypti hana úti í
Þýskalandi þegar ég var þar við jarðfræðinám fyrir rúmum þrjátíu árum og sting
henni alltaf í vasann eða í töskuna ef ég er að fara eitthvað.“
Þau eldgos sem Þorleifur hefur fest á filmu eru Öskjugosið 1961, Heklugosið
1970, gosið í Heimaey 1973, upphaf Kröfluelda 1975, Heklugos 1980, eldgos í
Pavlof eldfjallinu á Alaskaskaga 1965 og síðast en ekki síst myndaði Þorleifur
Surtsey á öðrum gosdegi og það er fyrsta myndin sem var tekin af nýju landi
þar. Þjóðviljinn mun greina meira frá þessari merkilegu vél síðar.
- vd.
Eftir helgina verður auglýst
eftir verktökum til að annast
heilsugæslu og heilsuvernd í
Reykjavík. Meirihluti heilbrigð-
isráðs samþykkti i gær gegn 3 at-
kvæðum minnihlutans að bjóða
út rekstur fyrirhugaðrar heilsu-
gæslustöðvar við Drápuhlíð.
Jafnframt var felld tillaga minni-
hlutans um að auglýsa sem fyrst
stöður lækna og hjúkrunarliðs
við þessa sömu stöð. Heilsugæsiu-
stöðin við Drápuhlíð sem verður
sú fyrsta sem tekin er í notkun á
kjörtímabilinu, á að verða tilbúin
fyrir áramót og þjóna íbúum
Hlíðahverfis.
„Á fundinum kom ekkert fram
um að borgin ætlaði að taka
nokkum þátt í rekstri og skipu-
lagi stöðvarinnar", sagði Adda
Bára Sigfúsdóttir í gær, „og eina
svarið um hvernig standa ætti að
rekstrinum og eftirliti með þjón-
ustunni var að um það ætti eftir
að semja við þá sem vildu taka
þetta að sér. Þetta er því allt í
lausu lofti og formaðurinn, Katr-
ín Fjeldsted sagðist aðeins telja
æskilegt að reyna nýjar leiðir í
rekstri heilsugæslunnar. Hún
hefur einfaldlega hoppað inn á
frjálshyggjuna eins og við
reyndar vöruðum við strax fyrir
síðustu kosningar.
Hingað til hefur ekki annað
komið til greina en að ráða lækna
í stöður samkvæmt lögum um
heilbrigðisþjónustu", sagði Adda
ennfremur, „og það er í raun eng-
in heimild í lögum til að fara
þessa leið. Á fundinum kom fram
að nefnd á vegum heilbrigðisráð-
herra hefur skilað tillögum um
væntanlegt fyrirkomulag á
heilsugæslu í Reykjavík, en full-
trúi borgarinnar í nefndinni,
Katrín Fjeldsted neitaði í gær að
gefa nokkrar upplýsingar um þá
skýrslu. Það tel ég vítavert, enda
fráleitt að slík skýrsla geti verið
leyndarmál gagnvart heilbrigðis-
ráði borgarinnar. Mér sýnist að
heilbrigðisráðherra geti engan
veginn gefið leyfi til að bjóða
heilsugæsluna út að óbreyttum
lögum. Nú reynir á hvort frjáls-
hyggjan hefur gleypt hann iíka,
þannig að hann kasti fram frum-
varpi þar um í þingbyrjun", sagði
Adda Bára að lokum.
-ÁI.
Útlönd
Hægri-
bylgjan
er að
fjara út
Einar Förde
varaformaður norska
Verkamannaflokks-
ins í einkaviðtali við
Pjóðviljann
í Evrópu má sjá mörg merki
þess að hægribylgjan sé að fjara
út og það er ljóst að í Noregi blása
vinstrivindar. Það er því ekkert
ólíklegt að vinstriflokkar komist
til valda í mörgum ríkjum Evrópu
á næstu misserum.
Þetta segir Einar Förde vara-
formaður norska Verkamanna-
flokksins meðal annars í einka-
viðtali sem Þjóðviljinn átti við
hann í gær. Þar segir hann frá
niðurstöðum kosninganna sl.
mánudag en í þeim var flokkur
Förder ótvíræður sigurvegari.
Meðal þess sem breyttist við
kosningarnar er að hægristjórnin
mun þurfa að slá af stefnu sinni í
utanríkis- og varnarmálum en
hún hefur þótt einkar velviljuð
Bandaríkjunum og Nató.
Viðtalið við Einar Förde birtist
í heild í blaðinu í dag.
-þh.
Sjá bls. 2
Fjárkúgun
Hótaði með LSD!
Madrid- Julio Mula, höfuðsmað-
ur í spænska hernum hefur verið
handtekinn og ákærður fyrir til-
raunir til að kúga fé út úr tveimur
matvælafyrirtækjum með því að
hóta að eitra framleiðslu þeirra
með LSD.
Mela sem er 41 árs og höfuðs-
maður í véladeild hersins sendi
fyrirtækjunum bréf sem undirrit-
uð voru „Kropotkin herdeildin"
og áttu að vera frá leynisam-
tökum anarkista. Þar var fyrir-
tækjunum gert að greiða rúmlega
eina miljón króna hvoru og sagt
fyrir um hvernig greiðslum bæri
að hátta. Annars...
- ÞH/reuter.
Þingflokkur Ab.
Skiptar skoðanir
Hugmyndir Skúla Alexanders-
sonar um afnám kvótakerfls-
ins svonefnda og það strax 1. okt-
óber nk. eru langt frá því að
endurspegla viðhorf þingflokks-
ins í heild að mínu mati, sagði
Hjörleifur Guttormsson m.a. í
samtali við Þjóðviljann í gær.
„Það er ljóst, að grípa þarf nú
þegar til ráðstafana til að afstýra
því að núverandi fískveiðistefna
leiði til algers hruns í sjávarútvegi
á íslandi“, sagði Skúli Alexand-
ersson í samtali við blaðið í gær
um ástandið í sjávarútveginum.
-gg-
Sjá bls. 3 og 19