Þjóðviljinn - 14.09.1985, Blaðsíða 8
VtÐTALIÐ
Svavar Gestsson: þörf umræða í Alþýðubandalaginu.
Frjálshyggjan
er höfuðóvinurinn
Viðtal við Svavar Gestsson, formann Alþýðubandalagsins
- Svavar, það er óhœtt að segja
að það eru sviptingar kringum Al-
þýðubandalagið og innan þessfer
nú fram kröftug umrœða um
stefnu og vinnubrögð. Hvað
finnst þér um þessa umrœðu?
„Ég held hún sé til marks um
það, að við viljum snúa frjáls-
hyggjuöflin niður, og finna leiðir
til þess. Ég held að umræðan
þjóni þvf marki. Við viljum efla
Alþýðubandalagið sem sterkan
sósíalískan flokk gegn frjáls-
hyggjunni. Af því leiðir að hún er
af hinu góða svo lengi sem hún er
heiðarleg og drengileg."
- Pér finnst umrœðan semsé
góð?
„Já, en gallinn er sá, að and-
stæðingablöðin reyna að nota
hana gegn Alþýðubandalaginu,
til þess að snúa það niður. Það er
reynt að persónugera hlutina
með beinum hætti. Ég tel hins
vegar að það sé hverfandi hætta á
að þessi viðbrögð
anstæðingablaðanna spilli Al-
þýðubandalaginu. Ég erbúinn að
vera formaður í Alþýðubanda-
laginu í fimm ár og ég hef fengið
yfir mig gusur í hverjum einasta
mánuði, í hverri einustu viku og
mér finnst það bara eins og
heilbrigðisvottorð að fá framan í
sig skítinn úr Staksteinum Morg-
unblaðsins á morgnana.“
- Þú lítur þá fyrst og fremst á
árásirnar gegn þér sem skírteini
uppá gott pólitískt heilsufar?
„Ég geri það, já“.
- Finnst þér þá, að andstœðing-
ar Alþýðubandalagsins séu með
þessu að reyna að berja niður um-
rœðu um málefni og reyna að
snúa henni upp á persónur?
„Ég held það. Eg held að við
sem höfum komið nálægt Þjóð-
viljanum þekkjum það, báðum
megin frá, þannig að það er engin
ástæða til að kippa sér upp við
það. Ég er þess vegna ekki að
neinu leyti smeykur um stöðu Al-
þýðubandalagsins. Mér finnst að
í umræðunni sé mikil einlægni, og
heiðarleiki. Og drenglyndi. Við
erum að reyna að finna aðferðir
til að skapa forsendur til að við
getum, eícki bara varist, heldur
sótt, og að við getum sigrað!“
- Hvaðfinnst þérþá- í einlœgni
- um ýmis atriði sem komafram í
punktunum frá hinni frœgu
mæðranefnd, til dœmis að þeir
sem tali fyrir munn flokksins séu
„þungir og ábúðarmiklir karlar
og þar skorti sárlega konur?
„Þarna ráðum við ekki einir.
Það eru ríkisfjölmiðlarnir sem
kalla til fólk, heimta formanninn,
heimta þennan eða hinn forystu-
manninn. í vetur gerði ég tilraun
til þess að troða öðrum inn í um-
ræðuþátt í sjónvarpinu, fyrst og
fremst til að sýna að við eigum
mikið af baráttuhæfu fólki. Ég
hótaði að ganga út úr þættinum,
skilja stólinn eftir auðan og fyrir
rest þá þrábað Páll Magnússon
mig að koma í þáttinn, því annars
færi hann bara út um þúfur. Ég
snautaðist því til að fara. En ég vil
sýna fleira fólk, vegna þess að við
eigum svo mikið, mikið meira af
góðum mönnum. í verkalýðsfé-
lögum, í flokkstarfinu, allstaðar
um landið“.
- Þetta kemur ekki vel fram
þegar flokkurinn talar til almenn-
ings. Myndir þú sjálfur vilja beita
þér fyrir því, að meira af yngra
fólki, og fleiri konur mœltu fyrir
munn Alþýðubandatagsins?
„Það er engin spurning. Þaó á
að vera þannig. En ég vil mama
á, að við eigum mjög ötula æsku-
lýðsfylkingu, og mjög öfluga
kvennafylkingu innan flokksins í
dag. En gallinn er hins vegar sá,
að karlarnir eru ennþá í yfirgnæf-
andi meirihluta sem atvinnupólit-
íkusar. Við þurfum fleiri konur
þar á meðal. En ef við lítum til
dæmis á varaþingmenn okkar og
borgarfulltrúa í Reykjavík, þá
sýnist mér bara vanta herslumun-
inn.“
- Finnst þér að sú gagnrýni að
flokkurinn sé ekki nógu opinn og
lýðrœðislegur eigi við rök að
styðjast?
„Hvað er lýðræði? Lýðræði er
m.a. það að bera virðingu fyrir
sjónarmiðum þeirra sem maður
er að starfa með. Lýðræði er þess
vegna ekki valdapot eða valdapó-
litík. Hins vegarer eitt grundvall-
aratriði þess það, að þeir sem eru
saman til dæmis í stjórnmála-
flokki, þeir hafi opinn möguleika
til að setja sín sjónarmið fram, til
að tala heiðarlega og þeir finni að
það sé hlustað á þá. Ég er
sannfærður um að í Alþýðu-
bandalaginu höfum við lagt okk-
ur fram um að skapa forsendur
fyrir góða umræðu. En ef þú
spyrð, hvort flokkurinn sé nógu
lýðræðislegur að þessu leyti, þá
er svarið nei, á þessu sviði er
alltaf hægt að gera betur.“
- Við höfum orðið vör við að
meðal ungs fólks eiga vinstri
skoðanir undir högg að sœkja, við
erum nú í öldudal meðal ungs
fólks. Hvernig telurðu best að ná
til ungs fólks?
„Ég held að það sé alveg rétt
sem segir í margnefndum um-
ræðutesum mæðranefndar, að
leiðin sé sú, að skýra betur þær
aðferðir sem við viljum beita til
að koma á manneskjulegu, lýð-
ræðislegu þjóðfélagi.Við þurfum
að skerpa framtíðarmyndina,
hina sósíalísku framtíðarmynd.
Frjálshyggjan hefur riáð hljóm-
grunni,og af mörgum ástæðum.
Eitt er minnkandi hagvöxtur í
kjölfar olíukreppunnar, og fleira
kemur til. En aðalatriðið er það,
að talsmönnum frjálshyggjunnar
hefur tekist að telja fólki trú um
að það geti bjargað sér eitt.
Frjálshyggjan gengur út á það
eitt, eins og góður maður sagði,
að kenna fólki að gefa skít í
náungann. Og það sem frjáls-
hyggjunni hefur tekist, líka hér á
landi, er að höggva á stuðninginn
milli hinna hraustu og heilbrigðu
annars vegar og svo láglauna-
fólksins, fátlaðra, veikra og aldr-
aðra hins vegar. Ég held að meg-
inverkefni okkar sé þá, að fá fólk
til að skilja, að við leysum aldrei
nein vandamál nema við vinnum
saman!“
„Ég er líka sannfærður um að
viðgangur Æskulýðsfylkingar-
innar sýnir að við eigum þarna
leið. Hitt er svo það, að þessir
flokkar eins og Alþýðubandalag-
ið, eins og krataflokkarnir á
Norðurlöndum, þeir hafa orðið
að taka þátt í að stjórna þjóðfé-
laginu í kompaníi við aðra. Þá
hefur gerst á stundum, að mála-
miðlunin hefur farið að verka
eins og hin upphaflega stefna.
Þannig hefur sérstæðan týnst,
glatast. Og þetta auðvitað veldur
flokki einsog Alþýðubandalag-
inu vissum taktískum vanda. Það
verður að skýra sína sérstöðu.
Hvernig við viljum breyta þessu
þjóðfélagi og fá menn til að skoða
Alþýðubandalagið út frá því.
Leiðin til að ná til unga fólksins er
að skýra út fyrir því, að við eigum
lausn, að eina vonin fyrir ísland
gegn frjálshyggjunni er Alþýðu-
bandalagið".
- Ertu þá þeirrar skoðunar að
til að beita sér gegn frjálshyggj-
unni þurfi Alþýðubandalagið að
skerpa sérstöðuna að miklum
mun?
„Ég er sannfærður um að ein
ástæðan fyrir því hversu frjáls-
hyggjuöflin hafa náð langt hér á
landi er sú, að stjórnarandstaðan
er í fjórum flokkum. Við þurfum
að fá fólk til að sameinast gegn
þeirri ríkisstjórn um afl sem síðan
hefur burði til þess að taka við af
henni. Ég varð þess vegna fyrir
gífurlegum vonbrigðum með
undirtektir hinna
stjórnmálaflokkanna við tillögu
okkar um það og tel þá hafa sýnt
ábyrgðarleysi. En þú getur verið
viss um, að við munum leggja
höfuðáherslu á að vera neikvæð
við þessi mannfjandsamlegu
sjónarmið markaðshyggjunnar á
öllum sviðum."
- En hvað er það, Svavar, sem
veldurþvíþá, að stjórnarandstöð-
unni hefur ekki orðið mjög á-
gengt, að það virðist hafa verið
doði yfir henni?
„Þetta er klisja. Stjórnarand-
staðan hefur ekki verið neitt
dauf. Hún hefur verið með mikið
af málum, mikið af umræðum,
mikið af árásum. En það veikir
stjórnarandstöðuna að vera skipt
á fjóra flokka, og það veikir hana
auðvitað líka, að það var gerð
hallarbylting í ríkisútvarpinu.
Það eru flokkspólitískir gæðingar
Sjálfstæðisflokksins sem stjórna
ríkisútvarpinu í dag. Þetta hefur
þau áhrif að það sem við erum að
segja og gera, það sést ekki og
heyrist ekki í ríkisfjölmiðlunum.
Bæði við og aðrir flokkar hafa
brotist um en þess er ekki getið.“
- Telur þú, að tök ríkisstjórn-
arflokkanna á ríkisútvarpinu hafi
valdið því að raddir stjórnarand-
stöðunnar fái ekki að heyrast í
ríkisfjölmiðlunum í sanngjörnum
mœli?
„Já, ég tel að það sé veruleg
skýring".
- Eftir þá umrœðu sem er í
gangi, þá er þess að vænta að það
hlaupi kraftur íflokkinn. Hvað er
framundan?
„Fyrst má telja, að við erum
með í gangi mjög alvarlega vinnu
í sambandi við atvinnu- og efna-
hagsmál. Tilganginn hafið þið
rakið í Þjóðviljanum, það er ný
sókn til að tryggja sjálfstæði ís-
lensku þjóðarinnar. Þessi vinna
hefur verið í gangi í kjördæmun-
um, í miðstjórninni og kemur svo
fyrir landsfundinn í haust. Hún
verður grundvöllur okkar kosn-
ingabaráttu á komandi vetri, og
landsfundurinn verður upphaf
hennar. Nú, við erum með mið-
stjórnarfund í byrjun október,
eins og Morgunblaðið hefur verið
svo vinsamlegt að auglýsa fyrir
okkur. Við verðum með Nám-
stefnu um nýja sókn í atvinnulíf-
inu um næstu helgi, við erum með
undirbúning að verulega kröft-
ugu starfi í Alþýðubandalaginu
hér í Reykjavík, við verðum með
fundi alít í kringum landið hér í
lok september, og þegar þing
kemur saman munum við leggja
fram fjölmörg ný og þarfleg mál.
Ég vil sérstaklega nefna frum-
varp til laga til verndar prentfrelsi
með stofnun sérstaks prentfrels-
issjóðs, sem ég hef nú í smíðum.
En fyrir utan þetta, þá held ég
það skipti mjög miklu máli fyrir
okkur að gera fólki grein fyrir
hvað frjálshyggjan er að gera.
Hún er að breyta þessu þjóðfé-
lagi frá því að vera þjóðfélag þar
sem það er sjálfsagt mál að leggja
allt á sig fyrir þá sem minna mega
sín, yfir í þj óðfélag hinnar algj öru
sérhyggju. Eftir 1970 þá gaf Sam-
band ungra Sjálfstæðismanna út
ályktun sem hét Báknið burt. Um
það skrifaði ég upp og niður í
Þjóðviljanum. í þessu plaggi
voru mikil tíðindi sögð, þar var
frjálshyggjan að birtast í fyrsta
sinn hér á landi. En þó man ég að
nokkrir félagar mínir sögðu sem
svo, að þetta væri svo út úr kort-
inu, að þær hugmyndir sem þar
birtust yrðu aldrei að veruleika.
En hvað hefur gerst? - Á 10-12
árum hefur þetta plagg orðið að
veruleika. Þetta er stefna Sjálf-
stæðisflokksins í dag. Og það
segir líka sína sögu hvert Sjálf-
stæðisflokkurinn sækir sína for-
ystumenn í dag. Inná skrifstofur
VSÍ! Slíkt hefði þótt ótrúlega
fjarstæða í þeim flokki áður fyrri,
vegna þess að Sjálfstæðisflokkur-
inn gerði að minnsta kosti til-
raunir til að breiða yfir sitt stétt-
areðli. Nú eru allir forystumenn
hans hins vegar kontóristar hjá
VSÍ. Og „ávísanakerfið“ svokall-
aða, sem SUS er að flagga með
þessa dagana og Þjóðviljinn sagði
frá í gær, það er nákvæmlega það
sem getur gerst hér ef við spyrn-
um ekki við fótum. Og við
skulum átta okkur á því að bar-
áttunnar er þörf. Lífskjörin eru
léleg, kaupið lágt og erfitt að lifa,
vegna þess hvernig fólkið kaus í
síðustu kosningum. Menn verða
að gera sér grein fyrir, að það er
samhengi á milli atkvæðisins og
athafnarinnar. Og það er fráleitt
að hugsa til þess, að núna, þegar
allir eru sáróánægðir með
kaupið, þá segist fólki í stórum
stíl ætla að kjósa Sjálfstæðis-
flokkinn. Þetta er fjarstæða. Ég
ætla að taka dæmi um það, sem
við þurfum að einhenda okkur í
að benda fólki á. Hvað heldurðu
aó það hafi verið mörg nauðung-
aruppboð í Reykjavík auglýst á
árinu? — 3141 eign hefur verið
auglýst. Á sama tíma í fyrra var
þessi tala 2113. Auglýstum upp-
boðum hefur því fjölgað um 50 af
hundraði á þessu eina ári. Þetta
sýnir hvert frjálshyggjan er að
leiða: hún er að kreista blóð
undan nöglunum ástritandi fólki!
Það er sama hvert er litið. í
heilbrigðismálum og skólamálum
hefur framþróunin í raun og veru
verið stöðvuð á mörgum sviðum.
Sfðan að þessi stjórn tók við hef-
ur til dæmis ekki verið veitt ein
einasta staða í heilsugæslu í
Reykjavík. Biðlistar aldraðra
hafa aldrei verið jafn langir og
nú. í okkar tíð lágu fyrir plön og
peningar um hvernig ætti að leysa
þessa biðlista upp. En eins og
hefur komið fram hér í Þjóðvilj-
anum, þá er slugsað við allar
framkvæmdir fyrir aldraða, sama
gildir um fatlaða. Hins vegar er
dekrað við fjársýsluöflin. Menn
gera sér hins vegar ekki grein
fyrir þessu. Hvað vita margir til
dæmis að eftir áramótin geta út-
lendir bankar reist hér útibú?
Áhrif frjálshyggjunnar eru allt í
kringum okkur og eiga eftir að
magnast enn, ef ekkert verður að
gert. Það er okkar hlutverk að
reisa flaggið og ráðast gegn þess-
um draug. Þá fara múrar mark-
aðshyggjunar að brotna.
-Aðlokum, Svavar, verðurkosið
um formann á Landsfundi í
haust?
„Ég hef ekki hugmynd um það.
Landsfundurinn ræður sinn for-
mann“.
-ÖS
8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Laugardagur 14. september 1985