Þjóðviljinn - 14.09.1985, Side 19

Þjóðviljinn - 14.09.1985, Side 19
VJÐTAL Hugmyndir Skúla um fiskveiðistjórn 1985 m.a.: • Afnema kvótakerfið 1. október n.k. • Bótar hafi ekki veiðarfœri í sjó fró föstu- dagsmorgni til laugardagskvölds. • Þorskveiðitúrar togara verði ekki iengri en 6 sólarhringar. • Engar veiðar verði stundaðar fró 19. desember til 31. desember. (Þrjú síðasttöldu dtriðin fœrist yfir ó órið 1986 ef þörf er ó vegna fiskverndun- arsjónarmiða). 1986 m.a.: Skúli Alexandersson. Fiskveiðar • Um póska 10 dagar, um 1. maí 2 dagar, um hvítasunnu 3 dagar, sjómannadagur 2 dagar, 17. júní 2 dagar, um jól og óramót 15 dagar skulu veiðar ekki stundaðar. • Fró 10. júlí til 10. ógúst skal vera í gildi aukin takmörkun ó úthaldstíma togara og lengd löndunarfrí. Fró 26. júlí til 10. ógúst skulu bótar ekki stunda veiðar. • Fullvinnsla (frysting) um borð í veiðiskipum verði þvf aðeins leyfð, að allur afli verði nýttur. • Ákvörðun um leyfilegt aflamagn miðað við tímabil eða ór verði tekin ó svipaðan hótt og verið hefur undanfarin ór. • Hafrannsóknarstofnun verði efld og stofnuninni gert kleift að auka rannsóknir ó fiskistofnum, lífríki og óstandi hafsvœðisins umhverfis landið. Nýtt Grundvöllurfiskveiðistefn- unnar verður að vera sá, að stuðla að tekju- og atvinnu- öryggi, bættum vinnuskil- yrðum og betri félagslegri að- stöðu þess fólks sem starfar við fiskveiðar og fiskvinnslu. Núverandi kvótakerfi brýtur gjörsamlega í bága við þessi atriði, sagði Skúli Alexanders- son þingmaður Alþýðubanda- lagsins í samtali við Þjóðvilj- annígær. Skúli hefur komið fram með margþættar tillögur um fisk- veiðistjórnun þessa árs og þess næsta. Þar leggur hann til að nú- verandi kvótakerfi verði afnumið FRAMLEIÐSLURÁÐ LANDBUNAÐARINS AUGLÝSIR: Sláturtíðin fer í hönd. Þau heimili sem hafa frystikistur geta gert Kaupið dilkakjötið í heilum skrokkum, þið fáið meira fyrir peningana og kjöt- ið sagað að ósk ykkar. Kaupið heil Úr dilkakjöti er hægt að útbúa ýmsa góða rétti. Allt kjötið nýtist. Ótal rétti er hægt að laga úr hverjum hluta skrokksins fyrir sig. 1. og 11 Hækill Brúnað og notað í kjötsoð. 2. Súpukjöt Ótal pottréttir. 3. Lærissneiðar Pönnusteikt eða glóðað. 2a og 3. Læri Ofnsteikt, glóðað o.fl. 4. Huppar Hakk eða kjötsoð. 5. Hryggur Ofnsteikt, glóðað, kótelettur. 6. Slög Rúllupylsa eða glóðað. 7. Framhryggur Glóðað í sneiðum. pottréttir. 8. Háls Kjötsoð, hakk. 9. Banakringla Kjötsoð eða kjötrétti. 10. Bringa Hakk. 11. Hækill Kjötsoð. ATH. Innmatur er mjög ódýr og holl fæða og er lifrin þar efst á blaði. Framleiðsluráð landbúnaðarins stjórnkerfi 1. október næstkomandi og við taki aðrar stjórnunarleiðir, þar sem ljóst er að kvótakerfi Hall- dórs Asgrímssonar siávarútvegs- ráðherra hefur leitt sjávarútveg íslendinga í ógöngur. í byrjun júlí gerði þingflokkur Alþýðu- bandalagsins svohljóðandi sam- þykkt um stjórn bolfiskveiða: „Stjórn bolfiskveiða verði endur- skoðuð með það fyrir augum sér- staklega að auka gæði og bæta nýtingu aflans“. Ut frá þessari samþykkt setti Skúli tillögur sínar saman og voru þær fyrst kynntar opinberlega í Þjóðviljanum í gær. Þrjú aðal markmið „Fiskveiðum okkar verður að stjórna þannig að þremur aðal markmiðum verði náð. f fyrsta lagi verður að tryggja og stórauka atvinnu- og félagsleg réttindi fiskimanna og fiskvinnslufólks. Sókn í fiskistofna verður að tak- marka og skipuleggjátil að koma í veg fyrir ofveiði og til að stuðla að betri nýtingu aflans. Og í þriðja lagi er nauðsynlegt að ná hámarksgæðum á afla, jafnt á veiðum sem vinnslu“. Hvernig vill þú ná þessum markmiðum? „Fyrsta skrefið í þá átt væri að afnema núverandi kvótakerfi. Kvótakerfi Halldórs Ásgríms- sonar hefur leitt til þess að skipin hafa reynt að ná aflanum upp á sem skemmstum tíma án tillits til afkastagetu vinnslunnar í landi. Afleiðingin hefur orðið sú, að mun minna verð hefur fengist fyrir afurðir en ella og markaðir okkar eru í stórhættu. Þegar afla er mokað á land skipulagslaust verður vinnuþrælkunin í landi óhófleg. Þannig er stefna Hall- dórs Asgrímssonar með öllu af- leit. Að mínu mati verður að af- nema skiptingu á milli einstakra skipa og gera alla jafna gagnvart heildarmagni, en heildarafla- magn verði ákvarðað á svipaðan hátt og verið hefur undanfarin ár. Síðan er hægt að draga úr sókn- inni á ýmsan hátt. Það má tak- marka lengd veiðitúra togara. Setja reglur um veiðistöðvanir í kringum helgidaga. Koma á veiðstöðvunum á ákveðnum tíma ársins. Þetta eru hugmyndir á umræðugrundvelli. Þær á eftir að ræða betur og eflaust verða þær útfærðar nánar. En það er ljóst að grípa þarf til ráðstafana nú þegar til að afstýra því að núver- andi fiskveiðistefna leiði til algers hruns“, sagði Skúli að lokum. gg Ekkó GUÐIRNIR UNGU eftir Claes Andersen. Þýðing: Olafur Haukur Símonarson. Tónlist: Ragnhildur Gísladóttir. Leikstjórn: Andrés Sigurvinsson. Akureyri ........ Húsavík ......... Þórshöfn ........ Vopnafjörður .... Borgarfj. eystri ... Egilsstaðir ..... Neskaupstaður .... Höfn ............ Vík ............. Hvolsvöllur...... 14. sept. kl. 15.00 16. sept. kl. 21.00 17. sept. kl. 21.00 18. sept. kl. 21.00 19. sept. kl. 21.00 20. sept. kl. 21.00 21. sept. kl. 21.00 23. sept. kl. 21.00 24. sept. kl. 21.00 25. sept. kl. 21.00

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.