Þjóðviljinn - 20.09.1985, Page 10

Þjóðviljinn - 20.09.1985, Page 10
FISKELDISSÝNING Fiskafóður Fóður- stöð í sigtinu Stefnt að rekstri hennará Akureyri. Á að nægja bæði íslendingum og Færeyingum Meðal þeirra, sem þátt taka í fiskeldissýningunni, sem nú stendur yfir í Laugardalshöllinni, erfyrir- tækið ístess, ætlun þess er að framleiða fiskafóður. Þar var m.a í forsvari starfs- maður ístess, Pétur Bjarna- son, og varð hann góðfús- lega við því að fræða okkur um betta fyrirtæki. - Istess er stofnað 1. júlí í sumar. Það er í eigu þriggja aðila: fiskafóðursfyrirtækisins P. Skretting í Noregi, sem á 48% hlutafjárins, Kaupfélags Eyfirð- inga, en það á 26%, og Krossa- nesverksmiðjunnar, en hún á einnig26% afhlutafénu. Þaðhef- ur aðsetur á Akureyri. Það var Iðnþróunarfélag Akureyrar, sem kom okkur í samband við Norð- mennina. Skretting framleiðir Tess fisk- afóður og frá því koma 60-80% þess laxafóðurs, sem Norðmenn nota. Ennþá hefur ístess ekki hafið störf, en að því er eindregið stefnt að byrja á næsta ári. Höfu- ðmarkmiðið er það, að framleiða fiskafóður, sem nægilegt væri bæði fyrir íslendinga og Færey- inga. - Krossanesverksmiðjan er eignaraðili segirðu. Kemur hrá- efnið kannski þaðan? - Já, það verður notað hráefni frá Krossanesi. í fóðrinu verður innlent hráefni að 75 hundraðsh- lutum, loðnumjöl og loðnulýsi og þarf að vera úrvalsefni. Krossa- Pétur Bjarnason, starfsmaður fstess. Mynd: E.ÓI. nesverksmiðjan er líklega eina verksmiðjan hér á landi, sem framleiðir nægilega gott mjöl til þessara nota, en fiskurinn er áka- flega viðkvæmur fyrir fóðrinu, einkum laxinn. Áður var soyamj- öl notað í fiskafóður en nú hefur því algjörlega verið hætt. Þetta er mjög vandasöm fóðurframleiðsla og Skretting er fyrsta fyrirtækið, sem náð hefur viðhlítandi tökum á þeim vandamálum, sem þarna hefur verið við að glíma. Fram- leiðsla ístess verður á vegum Norðmanna að því leyti, að þeir sjá um gæðaeftirlitið. Við munum framleiða svokall- að eðalfóður, en Skretting hóf framleiðslu á því árið 1979. Óhætt er að segja að það hafi al- veg „slegið í gegn“. Eðalfóðrið hefur einkum tvo kosti umfram annað eldisfiskafóður: Það sekk- ur hægt í vatninu og í því eru rétt hlutföll milli næringarefna. Þe- svegna þarf minna fóður til þess að framleiða hvert kg. af fiski. Þannig hefur notkun Tesseðal- fóðursins í för með sér meiri arð- semi, og þeir sem reka fiskeldi- sstöðvar spyrja eðlilega: Hvað kostar hvert kg. af fóðrinu og hvað kostar hvert kg. af laxinum? Því minni fóðurkostnaður Við það að ná sama árangri þeim mun hagkvæmari rekstur. Reynslan hefur sýnt, að þama hefur eðal- fóðrið mikla yfirburði. Og naumast ætti að þurfa að benda mönnum á hagnaðinn af þvf að framleiða úrvals fóður í landinu sjálfu og mestan part úr innlendum hráefiium, í stað þess að flytja það inn. - mhg ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Fiskeldi Fé hefur skort Horfir þó vonandi til bóta - Blessaöur vertu, þetta hetur stungist á ýmsum endum að und- anförnu og yfirleitt má segja að reksturinn hafi gengið illa þar til þá nú í ár, að hafbeitin og seiða- eldið hefur lánast mun betur en áður. Og það held ég að eigi við nokkuð almennt. Svo mælti Finnbogi Kjeld, en hann er einn af aðalhluthöfunum í tveimur fiskeldisstöðvum, Pól- arlaxi í Straumsvík og Fiskeldi á Húsavík, og stendur þannig fó- tum bæði nyrðra og syðra. - Við erum vonandi á góðri leið með að komast yfir byrjunarerf- iðleikana, sagði Finnbogi. - Það þarf enginn að búast við því að allt gangi áfallalaust þegar frá upphafi og fiskeldi verður trúlega alltaf áhættusamur rekstur. En menn smá læra, bæði af eigin reynslu og annarra. - Hvemig hefur gengið með að fá fjármagn til fiskeldis? - Það er langur vegur frá því að það hafi gengið nægilega vel. Skortur á fjármagni hefur staðið fiskeldinu mjög fyrir þrifum. En mér finnst ég sjá nokkur merki þess, að viðhorfin séu að breytast, menn séu smátt og smátt að öðlast meiri trú á fisk- eldið en áður. Og til eru þeir ráð- menn, svo sem forsætisráðherra, sem hafa látið þá skoðun í ljós, að fiskeldi geti komið til með að verða stærsta atvinnugrein þjóð- arinnar og jafnframt sú arðbær- asta. Maður verður að gera ráð fyrir því að sú trú verði sýnd í verki. Jú, jú, ég er bjartsýnn á að fisk- eldið eigi góða framtíð fyrir sér hér á landi, annars væri maður heldur ekki að atast í þessu, sagði Finnbogi Keld. -mhg CNJ Mjólkurfélag Reykjavíkur hefur hafið framleiðslu á SILVER CUP fiskafóðri. Við bjóðum 2ja, 3ja, 4ra, 5 og 7 mm laxa- og silungafóður, framleitt að stórum hluta úr innlendum hráefnum. Eigum einnig innflutt kornað seiðafóður í mörgum stærðum. Hfisi FOÐUR Mjolkurfelag Reykjavíkur - Laugavegi 164 - Sími 11125 Fóðurgjafar Erum með framleiðslu á fóðurgjöfum, eldiskerjum, klakkerjum, klakrennum,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.