Þjóðviljinn - 01.10.1985, Page 1
Sviss
Sigurður
skoraði
Sigurður Grétarsson skoraði
eitt mark þegar Luzern vann góð-
an útisigur á Chaux-de-Fonds,
3:1, í svissnesku 1. deildinni í
knattspyrnu á laugardaginn.
Luzern er í þriðja sæti, aðeins
einu stigi á eftir Uli Stielike og
félögum í Neuchatel sem skutust
á toppinn með 1:0 sigri á Aarau.
Servette tapaði hinsvegar 3:0
fyrir Young Boys. Neuchatel hef-
ur 14 stig eftir 9 umferðir, Ser-
vette og Luzern 13, en síðan
koma Grasshoppers, Sion og Yo-
ung Boys með 12 stig.
- VS
Danmörk
Ribe byrjar
Gunnar skoraði 3 í Holbœk
„íslendingaliðið“ Ribe vann
góðan útisigur í Holbæk, 20:14, í
fyrstu umferð dönsku 1. deildar-
innar í handknattleik á sunnu-
daginn. Staðan í hálfleik var 12:8,
Ribe í hag, og sigur liðsins var
aldrei í hættu.
Ole Lauridsen skoraði 6 marka
Ribe, Anders Dahl-Nielsen og
Gunnar Gunnarsson 3 hvor.
Hinn gamalkunni Mogens Jepp-
esen varði mark Ribe allan tím-
ann, en hann og Gísli Felix
Bjarnason eru markverðir nýlið-
anna eins og kunnugt er. Holbæk
er nú talið lakasta lið deildarinn-
ar en byrjunin hjá Ribe er góð
samt sem áður. _ ys
Húsavík
Ómar
kyrr?
Omar Rafnsson, fyrrum lands-
liðsbakvörður í knattspyrnu,
leikur að öllum líkindum áfram
með Völsungum í 2. deildinni
næsta sumar. Miklar líkur voru
taldar á að hann færi aftur til
Breiðabliks en hann hefur mikinn
áhuga á að dveija áfram á Húsa-
vík.
- VS
Eðvarö Þ. Eðvarðsson hefur náð
frábærum árangri á þessu ári.
Akureyri
Haiidór
valinn
sá besti
Halldór Askelsson úr Þór var á
laugardaginn kjörinn Knattspyrnu-
maður Akureyrar 1985. Hann var út-
nefndur efnilegasti leikmaður I.
deildar af leikmönnum 1 deildarlið-
anna fyrir skömmu eins og kunnugt
er.
Siguróli Kristjánsson, Þór, varð
annar, Baldvin Guðmundsson, Þór,
þriðji, Erlingur Kristjánsson, KA,
fjórði og fimmta sætinu deildu þeir
Jónas Baldursson, Vaski, og Bjarni
Sveinbjörnsson, Þór.
- K&H/Akureyri
Sund
Eðvarð
á heims-
listann!
Attundi besti í
Evrópu og 21. í heimi
Eðvarð Þ. Eðvarðsson frá
Njarðvík er á „heimslistanum" í
100 m baksundi, fyrstur íslenskra
sundmanna. Hann hefur náð 21.
besta tíma í heiminum í þessari
grein á árinu, 57,92 sekúndur.
Igor Poliansky frá Sovétríkjunum
á besta tímann, 55,24 sek.
Tími Eðvarðs er sá áttundi
besti hjá Evrópubúa, en Eðvarð
náði sjötta sæti á Evrópumeistar-
amótinu í sumar. Hann er einnig
á lista yfir 25 bestu Evrópubúa í
200 m baksundi, er þar í 22. sæti
með 2:05,77 mínútur.
- VS
Ragnar
„Mjög
spenntur“
Skrifaði undir til tveggja ára hjá Waterschei
„Ég er mjög spenntur fyrir þessu og hlakka til að leika í belgísku 1.
deildinni. Aðstæður hjá Waterschei eru mjög góðar og liðið hefur
leikið ágætlega undanfarið þótt það sé aðeins um miðja deild,“ sagði
Ragnar Margeirsson frá Keflavík í samtali við Þjóðviljann í gær.
Ragnar bættist í hóp íslenskra atvinnuknattspyrnumanna í fyrra-
kvöld er hann skrifaði undir samning við Waterschei. Samningurinn er
til tveggja ára og Ragnar heldur til Belgíu eftir nokkra daga. Einn
annar erlendur leikmaður leikur með Waterschei og er sá frá Búlgaríu.
Lárus Guðmundsson hóf sem kunnugt er atvinnuferil sinn hjá Wat-
erschei og varð bikarmeistari með liðinu vorið 1982.
- VS
Valsstúlkur
Fimleikar
Belgíuför
Hlín Bjarnadóttir og Hanna
Lóa Friðjónsdóttir verða fulltrú-
ar íslands í 15 landa keppni í fim-
leikum sem fram fer í Belgíu um
næstu helgi. Þær eru báðar úr
Gerplu í Kópavogi.
„Erfiður leikur“
Valur vann 18-15 á steingólfi í Tongeren
„Þetta var erfiður leikur, við þurft-
um að hafa fyrir sigrinum. Hann
hafðist með æðislega góðri vörn og
frábærri markvörslu Kristínar Þor-
leifsdóttur. Þetta er ekki búið en það
er gott að vera með þrjú mörk í for-
skot fyrir leikinn hér heima,“ sagði
Erna Lúðvíksdóttir, landsliðskona í
handknattleik, í samtali við Þjóðvilj-
ann í gær.
Valur vann Tongeren 18-15 í fyrri
Akureyri
vlðGuHskóAjd
,nattspV^Jar0e9inV'ö
’serT1ooG*b^ndUr
Gústaf og Bjöm
Akureyrarfélögin KA og Þór gengu
frá þjálfaramálum sínum fyrir næstu
knattspyrnuvertíð nú um helgina.
KA endurréð Gústaf Baldvinsson
sem stjórnar liðinu því þriðja árið í
röð á næsla keppnistímabili. Leik-
menn voru einhuga um endurráðn-
ingu Eyjamannsins.
Þórsarar gengu frá samningum við
Björn Árnason í fyrrakvöld. Hann
þjálfaði lið þeirra árið 1983 en
stýrði liði Víkinga 1984 og fram á mitt
sl. sumar.
- K&H/Akureyri
leik liðanna í Evrópukeppninni sem
fram fór í Tongeren í Belgíu á sunnu-
daginn. Leikurinn var jafn allan tím-
ann en Valur þó oftast yfir, 8-7 í hálf-
leik. Tongeren komst í 10-9 en Valur
náði undirtökunum á ný.
Að sögn Ernu var leikið á steingólfi
og fyrir fullu húsi áhorfenda sem
hvöttu sitt hð óspart. „Þetta var þeim
mun sætari sigur fyrir vikið og sér-
staklega gott vegna þess að þetta er
okkar fyrsti leikur í haust,“ sagði
Erna. Hún sagði að Tongeren hefði
aðeins notað 8 leikmenn, enda þjálf-
arinn pólskur, og leikmenn liðsins
væru eldsnöggir og hefðu skorað flest
sín mörk úr hraðaupphlaupum. „Með
sterkri vörn sigrum við þetta lið aftur í
Höllinni á laugardaginn,“ sagði Erna.
Kristín Arnþórsdóttir skoraði 4
mörk, Magnea Friðriksdóttir 3, Soff-
ía Hreinsdóttir 3, Guðrún Kristjáns-
dóttir 3, Erna Lúðvíksdóttir 2,
Steinunn Einarsdóttir 2 og Harpa Sig-
urðardóttir 1 mark.
-VS
England
Giles hættur
Johnny Giles, fyrrum leikmaður
Leeds og írska landsliðsins í knatt-
spyrnu, sagði í gær upp starfi sínu
sem framkvæmdastjóri 1. dcildarliðs-
ins West Bromwich Albion.
WBA situr á botni 1. deildarinnar
ensku hefur tapað 9 leikjum i röð, og
hefur aldrei byrjað jafn illa.
-VS/Reuter
UMSJÓN: VfÐIR SIGURÐSSON