Þjóðviljinn - 03.12.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.12.1985, Blaðsíða 4
ÍÞRÓTTIR Úrslit I ensku knattspyrnunni: 1. deild: Arsenal-Birmingham.............1:1 Aston Villa-Tottenham..........1:2 Ipswich-Sheff.Wed..............2:1 Liverpool-Chelsea..............1:1 Luton-Manch.City...............2:1 Manch.-Utd--Watford............1:1 Newcastle-Leicester...........2:1 Nottm.For-Oxford...............1:1 Q.P.R.-Coventry................0:2 Southampton-Everton............2:3 WestHam-W.B.A..................4:0 2. deild: Barnsley-Millwall..............2:1 Bradford C.-Portsmouth..frestað(1) Brighton-HullCity..............3:1 Charlton-Carlisle..............3:0 Fulham-Oldham..................2:2 Grimsby-Blackburn..............5:2 Leeds-Norwich..................0:2 Middlesboro-Shrewsbury.........3:1 Sheff.Utd.-Cr. Palace..........0:0 Stoke-Sunderland...............1:0 Wimbledon-Huddersfield.........2:2 3. deild: Blackpool-Plymouth.............1:1 Bristol City-Bolton............2:0 Bury-Walsall...................2:1 Cardiff-Wolves.................1:1 DerbyCounty-Reading............1:1 Gillingham-Doncaster...........4:0 Notts County-Swansea...........3:0 Wigan-Lincoln..................3:2 York-Brentford.................1:0 4. deild: Aldershot-Peterborough.........1:0 Cambridge-Northampton..........2:5 Exeter-Preston N.E.............3:0 Mansfield-Rochdale.............3:2 Orient-Swindon.................1:0 Scunthorpe-Burnley.............1:1 Southend-Chester...............1:1 Tranmere-Stockport.............2:3 Staðan 1. deild Man.Utd .19 13 4 2 36:11 43 Liverpool ..19 12 5 2 42:18 41 WestHam... ..19 11 5 3 35:19 38 Chelsea ..19 11 4 4 31:20 37 Sheff.Wed... .19 10 5 4 29:27 35 Everton ..19 10 4 5 41:25 34 Arsenal ..19 9 5 5 22:22 32 Luton ..19 8 6 5 33:23 30 Newcastle... .19 8 5 6 27:28 29 Nottm.For.... ..19 8 3 8 30:30 27 Q.P.R ..19 8 3 8 20:24 27 Tottenham... ..18 7 4 7 31:24 25 Watford ..19 6 5 8 34:34 23 Coventry ..19 6 5 8 24:25 23 Southampton 19 5 6 8 23:28 21 AstonVilla... ..19 4 7 8 24:27 19 Oxford ..20 4 7 9 29:39 19 Man.City ..19 4 6 9 18:27 18 Leicester ..20 4 6 10 25:38 18 Birmingham 18 5 2 11 11:25 17 Ipswich ..19 3 3 13 16:34 12 W.B.A „19 1 4 14 14:47 7 2. deild Portsmouth. „17 11 2 4 29:12 35 Sheff.Wed.... „19 9 7 3 37:22 34 Charlton „19 10 4 5 34:20 34 Norwich „19 9 6 4 33:20 33 Wimbledon.. „19 9 6 4 23:18 33 Cr. Palace... „19 9 4 6 26:21 31 Barnsley „19 8 5 6 22:16 29 Brighton „19 8 4 7 33:29 28 Oldham .19 8 4 7 32:29 28 Blackburn.... „19 7 7 5 22:23 28 Hull „19 6 7 6 31:26 25 Sunderland. „19 7 4 8 19:26 25 Grimsby .19 6 6 7 32:27 24 Stoke .19 5 8 6 22:23 23 Leeds .19 6 5 8 22:33 23 Millwall „18 6 3 9 25:30 21 Fulham .16 6 2 8 17:22 20 Huddersfield 19 4 7 8 26:35 19 BradfordC.... .16 5 3 8 17:24 18 Middlesboro 18 4 6 8 13:22 18 Shrewsbury 19 4 5 10 23:32 17 Carlisle .18 2 3 13 18:46 9 3. deild Reading .20 16 2 2 34:17 50 York .20 11 3 6 40:25 36 Gíllingham.... .20 10 6 4 39:24 36 Notts Co .20 10 6 4 32:24 36 Lincoln .20 4 6 10 26:42 18 Wolves .20 4 4 12 28:47 16 Swansea .20 4 3 13 17:41 15 Cardiff .20 3 3 14 18:41 12 4. deild Chester .19 11 6 2 41:18 39 Southend .19 10 6 3 36:27 36 Mansfield .20 10 5 5 36:21 35 Orient .20 10 5 5 35:25 35 Markahæstir í l.deild: Frank McAvennie.West Ham........16 BrianStein, Luton...............12 Kerry Dicon, Chelsea............11 Tony Cottee, West Ham...........10 Peter Davenport, Nott. For......10 MarkHughes, Man.Utd.............10 Gary Lineker, Everton...........10 lan Rush, Liverpool.............10 Enska knattspyrnan Tvö mörk á lokamín- útunum á Anfield 1-1 hjá Liverpool og Chelsea, líkaMan. UtdogWatford. Enn vinnur West Ham Það var útherjinn snjalli hjá Chelsea, Pat Nevin, sem kom í veg fyrir að Liverpool tæki forystuna í l.deild ensku knattspyrnunnar á laugardaginn. Hann jafnaði, 1-1, í leik liðanna á Anfield í Liverpool þegar tvær mínútur voru til leiks- loka en tveimur mínútum áður hafði Jan Mölby komið Liverpool yfir,l-0. Réttlætinu var fullnægt því Chelsea hafði alls ekki átt rhinna í spennandi og fjörugum leik. Bæði lið áttu sláar- skot, Liverpool bjargaði tvisvar á marklínu og Eddie Niedzwiecki varði tvisvar stórkostlega frá leikmönnum Liverpool. Vítaspyrnan sem Mölby skoraði úr á 86.mín. var mjög um- deild. Joe McLaúghlin og Ian Rush lentu í návígi og sá fyrrnefndi hafði betur. Öllum til undrunar benti dóm- arinn á vítapunktinn og eftir langvinn mótmæli Ieikmanna Chelsea skoraði Mölby, 1-0. Níundi sigur Liverpool í níu heimaleikjum í vetur virtist vera í höfn. En á 88.mín. náði Bruce Grobbelaar ekki að handsama bolt- ann í fyrirgjöf og Nevin skoraði af stuttu færi, 1-1. Ekki tókst Manchester United að nýta sér þetta til að auka forystu sína á ný því liðið mátti sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Watford á Old Traff- ord. Fimmti leikur Man.Utd í röð án sigurs. Alan Brazil kom inná sem varamaður seint í leiknum og kom Man.Utd yfir. En í lokin lagði John Barnes, sem lék frábærlega, upp jöfnunarmark Watford fyrir Colin West. Það skipti West Ham ekki miklu máli þótt markakóngurinn Frank McAvennie færi með skoska landslið- inu til Ástralíu á mcðan félagar hans léku við WBA á Upton Park. West Ham renndi sér uppí þriðja sætið með 4-0 sigri og hefur nú leikið 15 leiki í röð í l.deild án taps. Tony Cottee, George Parris, Alan Devonshire og Neil Orr skoruðu mörkin. Hið óútreiknanlega lið Totten- ham vann 2-1 sigur á Aston Villa á Upton Park. Gary Mabbutt og Mark Falco komu Tottenham í 2-0 en Mark Walters lagaði stöðuna fyrir Villa rétt fyrir leikslok. Meistarar Everton halda áfram að skora og eru markahæsta lið 1. deild- arinnar. Þeir eyðilögðu 100 ára af- mælishátíð Southamton með 3-2 sigri á The Dell. Glenn Cockerill og Steve Moran komu heimaliðinu tvívegis yfir en Gary Lineker, Adrian Heath og Trevor Stefen sáu um að færa Everton þrjú stig. Pat Nevin jafnaði fyrir Chelsea á Anfield. Spánn Barcelona komið á sigurbraut Spænsku meistararnir Barcelona unnu sinn fimmta leik í röð í l.deild á sunnudaginn. peir sóttu þá Real Soci- edad hcim í Baskalandið og unnu glæsilegan sigur, 5-1. Bernd Schuster skoraði fyrst en Alonso og Alexanco bættu við tveimur mörkum hvor. Real Madrid heldur forystunni og vann Las Palmas 5-1. Sanchez skoraði 2 markanna, Gordillo, Butr- agueno og Gonzale eitt hver. Skotland Hearts í 2. sætið Hearts frá Edinborg komst í annað sæti skosku úrvaísdeildar- innar í knattspyrnu á laugardag- inn með 4-1 sigri á Clydebank. Öðrum leikjum var frestað vegna Ástralíuferðar skoska landsliðs- ins. Aberdeen hefur 21 stig, Hearts 20,Celtic 19, Dundee Utd 18, Ran- gers 17, Hibernian 16, St.Mirren 16, Dundee 15, Clydebank 10 og Motherwell 8 stig. —VS/Reuter Hercules, lið Péturs Péturssonar tapaði 1-0 fyrir Real Betis á útivelli. Real Madrid hefur 21 stig, Barce- lona 20 og Sporting Gijon 19 á topp- num. Neðst eru Hercules, Racing Santander, Espanol og Las Palmas með 10 stig, Osasuna með 9 og Celta Vigo með 7 stig. -VS/Reuter Belgía Sex mörk Anderlecht Belgísku meistararnir Ander- lecht virðast vera að komast í sinn gamla ham. Þeir unnu Charleroi 6-2 á útiveili á sunnudaginn og framundan virðist vera cinvígi þeirra við FC Brugge um meist- aratitilinn. Brugge vann Beer- schot 2-0 á útivclli og hefur 26 stig, Anderlecht 23 og Ghent 21. Ghent vann Waterschei, lið Ragnars Margeirssonar, 2-0. Waterschei er í þriðja neðsta sæti með 9 stig, Kortrijk hefur 9 og Molenbeek 8 stig. -VS/Reuter Sigurður Jónsson lék nú loks á ný með Sheff.Wed, kom inná sem varamaður tíu mínútum fyrir leikslok í Ipswich. Þar tapaði Sheff.Wed. í fyrsta sinn í tíu leikjum en Ipswich vann í fyrsta sinn í tólf leikjum. Leik- menn Ipswich skoruðu öll mörkin, eitt sjálfsmark, en Mich D’Avray tryggði 2-1 sigur og er nú markakóng- ur liðsins með 3 mörk. Brian Stein hélt Luton í efri hluta deildarinnar með báðum mörkum liðsins í 2-1 sigri á Manchester City. Mark Lillis skoraði fyrir City úr vít- aspyrnu. Oxford náði dýrmætu stigi á City Ground í Nottingham, 1-1 gegn For- est. Andy Thomas kom Oxford yfir en Peter Davenport jafnaði fyrir For- est. Coventry var spáð falli af flestum en með þessu áframhaldi leikur liðið áfram í 1 .deild eins og síðustu 20 árin. Terry Gibson og varnarmaður OPR sáu um mörkin í óvæntum 2-0 sigri á gervigrasinu í London. Jeff Ciarke og Peter Beardsley komu Newcastle í 2-0 en Alan Smith lagaði stöðuna fyrir Leicester. Ekki tókst Arsenal að sigra Birm- ingham á heimavelli. Úrslitin 0-0, fyrsta stig Birmingham í níu leikjum. Þrátt fyrir frestaðan leik heldur Portsmouth forystu sinni í 2.deild. Sheff.Utd mistókst að komast á topp- inn, gerði markalaust jafntefli við Crystal Palace. Norwich klífur enn töfíuna og er orðið mjög líklegt til að endurheimta sæti sitt í l.deild. Charlton ætlar líka að halda sér í toppbaráttunni. -VS/Reuter Brian Stein - skoraði tvö mörk hjá Manchester City. Ítalía Fyrstu möik Rossi fyrir AC Milano Paolo Rossi skoraði sín fyrstu mörk fyrir AC Milano í ítölsku l.deildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Hann gerði bæði mörk liðsins í 2-2 jafn- tcflisleik gcgn nágrönnunum Inter Milano. Sandro Altobelli og Liam Brady skoruðu fyrir Inter, Brady úr vítaspyrnu eftir að Karl-Heinz Rum- menigge hafði vcrið felldur. Juventus vann Fiorentina með marki frá Sergio Brio og heldur fimm stiga forystu. Meistarar Verona stein- lágu fyrir Udinese, 5-1, Napoli vann Bari 2-1 á úlivelli, Sampdoria vann Roma U0 og Como og Torino skildu jöfn, 1-1. Juventus hefur 21 stig, Napoli 16, Inter 15, AC Milano 15, Tórino 14, Fiorentina 13, Roma 13, Avellino 12, Udinese 11, Sampdoria 11, Atalanta 10, Pisa 10; Verona 10, Bari 8, Como 7 og Lecce 6 stig. -VS/Reuter Frakkland Jafntefli Paris og Bordeaux Bordeaux og Paris St.Germain gerðu markalaust jafntefli í topp- slag frönsku l.deildarinnar í knattspyrnu á sunnudaginn. Par- ísarliðið hefur þá leikið 21 leik í dcildinni án taps. Nantes vann Bastia 3-2 á Kors- íku og skoraði Vahid Halilhodzic sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Paris St.Germain hefur 36 stig, Nantes 31, Bordeaux 30, Lens 26 og Monaco 25 stig. -VS/Reuter Evrópuknattspyrnan Storsigur PSV gegn Feyenoord PSV Eindhoven náði á sunnu- daginn fimm stiga forystu í Hol- landi með 5-0 sigri á liði númer tvö, Feyenoord. Ajax sýndi veldi sitt með 8-1 útisigri gegn Twente. PSV hefur 29 stig, Feyenoord 24 og Ajax 22 stig. Austria Wien tapaði aldrei þessu vant í Austurríki, 2-0 fyrir Klagenfurt. Rapid Wien nýtti sér það og vann SAK 4-0. Austria hef- ur35 stigog markatöluna 61-11 en Rapid 33 og markatöluna 66-15. GAK og Sturm Graz koma næst með 21 stig. Hinn 36 ára gamli Nene tryggði Benfica 1-0 sigur á Academica í Portúgal. Alsírbúinn Madjer skoraði þrennu fyrir Porto sem vann Maritimo 4-2. Porto hcfur 20 stig, Benfica 19 og Sporting Lissabon 19. Bcroe Stara er áfram efst í Búlgaríu, hefur 20 stig en Trakia, Sredets, Lokomotiv og Varna 18 hvert. Partizan er á ný efst í Júgó- slavíu, hefur 25 stig eftir 3-2 sigur á Dinamo Zagreb. Rauða stjarn- an tapaði 2-1 fyrir Pristina og hef- ur 23. Velez Mostar er í þriðja sæti með 21 stig. Panathinaikos tapaði 4-3 fyrir Ofi í Grikklandi en heldur foryst- unni, hefur 16 stig. Panionios, Larissa, Aris og AEK hafa 15 hvert. -VS/Reuter

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.