Þjóðviljinn - 03.12.1985, Blaðsíða 3
3. deild
Týr aftur
á toppinn
Týr er á ný á toppi 3.
deildarinnar í handknattleik
eftir Reykjavíkurferð um helg-
ina. Týsarar unnu Fylki 25-20 á
laugardaginn og Ögra 29-12 á
sunnudaginn.
Norðanliðin Þór og Völsungur
léku á Vesturlandinu um helgina,
fjóra leiki alls, en fengu samtals
aðeins tvö stig. Þór vann Skalla-
grím 24-18 í Borgarnesi en tapaði
29-26 fyrir ÍA á Akranesi. Völs-
ungur tapaði 33-22 fyrir ÍA og
21-18 fyrir Skallagrími.
Reynir frá Sandgerði vann ÍH í
Hafnarfirði 30-22.
Staðan í 3.deild:
Týr........ 10 8 0 2 275-196 16
Reynir S..... 10 7 2 1 245-220 16
lA......... 9 7 1 1 236-192 15
IBK........ 8 7 0 1 208-159 14
Pór A....... 11 6 1 4 258-230 13
Fylkir.... 10 4 1 5 210-197 9
UMFN.......... 9 3 2 4 239-225 8
ÍH......... 9 4 0 5 217-238 8
Völsungur.... 11 3 1 7 262-274 7
Selfoss..... 8 2 2 4 177-187 6
Hveragerði... 8 2 1 5 202-235 5
Skallagrímur.. 9 2 1 6 190-229 5
ögri....... 10 0 0 10 144-181 0
Annað kvöld mætast
ÍBK-Hveragerði, Selfoss-Skalla-
grímur, Fylkir-ÍH og Týr-Reynir.
-,VS.
ÍÞRÓTTIR
Stórmótið
KR varði titilinn
Vann Fram í úrslitaleiknum á Akranesi
KR sigraði 4-3 í hörkuspenn-
andi úrslitaleik á Stórmóti
íþróttafréttamanna í innanhúss-
knattspyrnu sem fram fór á Akra-
nesi á sunnudaginn. KR-ingar
vörðu því titil sinn en þeir sigruðu
einnig í fyrra.
Átta lið léku í tveimur riðlum
og var geysihörð keppni um sæti í
undanúrslitunum. I A-riðli fékk
KR 4 stig, Fylkir 3, ÍA 3 og ÍBK 2
stig. í B-riðli fékk Fram 4 stig,
Valur 3, Þór 3 og lið Samtaka
fliróttafréttamanna 2 stig.
Iþróttafréttamenn unnu frækinn
sigur á Þórsurum og komu í veg
fyrir að norðanmenn kæmust í
undanúrslitin.
Fram vann síðan Fylki 5-4 í
undanúrslitum og KR vann Val
4-2. Sæbjörn Guðmuncísson
skoraði öll fjögur mörk KR í
þeim leik. Fylkir vann Val 4-2 í
úrslitum um 3.sætið.
Úrslitaleikurinn var j afn og tví-
sýnn. Fram jafnaði. 3-3, rétt fyrir
leikslok en Sævar Leifsson
skoraði fyrir KR í framlenging-
unni og tryggði Vesturbæjarlið-
inu sigur, 4-3. Sæbjörn skoraði
öll þrjú mörk KR í venjulegum
leiktíma og hann varð marka-
hæsti leikmaður mótsins með 14
mörk. KR-ingar hlutu því
Adidas-bikarinn í annað sinn en
Fram hlaut hann fyrsta árið sem
mótið fór fram. -VS
Sæbjörn Guömundsson var
maðurinn á bakvið sigur KR-inga I
Stórmótinu.
Vestur-Pýskaland
Stuttgart úr leik?
Steinlá í Bremen, 6-0. Góður leikur Gladbach og Bayern
Möguleikar Stuttgart á að
blanda sér í baráttuna um vestur-
þýska meistaratitilinn í knatt-
spyrnu eru orðnir litlir eftir
slæman skell í Bremen á föstu-
dagskvöldið. Werder Bremen lék
á als oddi og sigraði 6-0 og jók
forystu sína uppí þrjú stig á ný.
Frank Ordenewitz og Michael
Kutzop skoruðu tvö mörk hvor
fyrir Bremen í leiknum og liðið er
nú orðið haustmeistari, en svo
nefnist það lið sem er á toppnum
þegar 17 umferðum af 34 er lok-
ið. í 17 skipti síðustu 22 árin hefur
haustmeistarinn orðið meistari
þegar upp hefur verið staðið.
Viðureign Borussia Mönc-
hengladbach og Bayern Múnc-
hen var sýnd beint í íslenska sjón-
varpinu. Hún var í allt öðrum
gæðaflokki en hörmungin
Bayern-Bremen helgina á undan.
Criens kom Gladbach í 2-0 og
þegar hinn stórskemmtilegi Rahn
skoraði þriðja markið eftir glæsi-
lega sókn virtist leikurinn búinn.
En lið Bayern er þekkt fyrir
seiglu og þegar Rummenigge og
Nachtweih höfðu minnkað mun-
inn í 3-2 virtist allt geta gerst. En
bakvörðurinn Drehsen bætti upp
dauðafæri sem hann hafði klúðr-
að illilega með því að skalla í
mark Bayern, 4-2, og Gladbach
er því komið í annað sætið á ný.
Úrslit
helgina:
í Bundesligunni um
Bremen-Stuttgarl.................6-0
Gladbach-Bayern Munchen..........4-2
Kaiserslautern-Saarbrucken.......1-1
Dortmund-Hannover................2-0
Leverkusen-Schalke...............2-0
Dusseldorl-Uerdingen.............1-1
Atli Eðvaldsson og Lárus Guð-
mundsson léku báðir með Uer-
dingen gegn gamla félaginu hans
Atla. Lárus var tekinn útaf
skömmu fyrir leikslok en Atli lék
allan leikinn. Wolfgang Funkel
kom Uerdingen yfir en Bocken-
feld jafnaði.
Staðan í Bundesligunni:
Bremen...... 17 11 3 3 50-27
Gladbach.... 16 9 4 3 37-22
Bayern...... 17 10 2 5 32-20
Hamburger.... 16 9 3 4 27-13
Leverkusen... 16 7 5 4 32-21
Bochum...... 16 8 1 7 33-26
Mannheim.... 15 6 4 5 27-22
Köln........ 15 5 6 4 25-24
Kaiserslautern.. 16 6 4 6 22-21
Stuttgart... 16 7 2 7 28-28
Uerdingen... 16 6 4 6 25-39
Schalke..... 16 5 4 7 20-24
Dortmund.... 16 5 4 7 25-32
Saarbrucken... 17 3 7 7 22-30
Frankfurt... 16 2 8 6 15-27
Hannover.... 16 4 4 8 25-43
Nurnberg.... 16 4 2 10 23-31
Dusseldorl.. 17 3 3 11 25-43
25
22
22
21
19
17
16
16
16
16
16
14
14
13
12
12
10
9
-VS/Reuter
Hans-Jörg Criens skoraði tvö
mörk fyrir Gladbach gegn Bayern.
HM
Irakar í úrslit
Fimleikar
Bima
formaður
Birna Björnsdóttir var kjörin
formaður Finileikasambands Is-
lands á ársþingi sambandsins sem
haldið var fyrir skömniu. Hún
tekur við af Lovísu Einarsdóttur
sem hefur gegnt embættinu og
starfað af miklum krafti síðustu
fjögur árin en gaf ekki kost á sér
til áframhaldandi formennsku. í
stjórn ásamt Birnu eru þau Asta
ísberg, Rúnar Þorvaldsson,
Oddný M. Ragnarsdóttir og Ósk-
ar Ólafssqn. I varastjórn eru As-
laug Dís Asgeirsdóttir, Jónína S.
Pálmadóttir og Jóhanna Sigurð-
ardóttir.
Blak
Kanar unnu
Bandaríkjamenn tryggðu sér
um helgina heimsmcistaratitilinn
í blaki karla en þá lauk keppninni
í Japan. Bandaríkjamenn unnu
alla sjö leiki sína en Sovétmenn og
Tékkar komu næstir með fimm
sigra í 7 leikjum.
- VS/Reuter.
Úrvalsdeildin
Þriðja tap
ÍBK í röð
Haukar stungu af strax eftir hlé
án heimaleiks
írakar eru komnir í úrslit HM í knattspyrnu i fyrsta skipti.
Þeir urðu 23. þjóðin af 24 til að tryggja sér Mexíkóför er þeir
sigruðu Sýrland 3-1 í Saudi-Arabíu á föstudagskvöldið. Fyrri
úrslitaleik þjóðanna sem fram fór í Sýrlandi lauk með marka-
lausu jafntefli.
Árangur íraka er athyglisverður því þeir urðu að leika alla
leiki sína á hlutlausum völlum. Vegna stríðsástandsins í landinu
bannaði Alþjóða knattspyrnusamjón Guðmundsson liðsstjóri
og Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSÍ.
Heimsbikarinn
Tvöfaldur sigur
Júgóslavanna
Haukar unnu mjög sannfær-
andi sigur á ÍBK í Keflavík á
laugardaginn, 84-70. Þeir gerðu
útum leikinn í fyrri hluta seinni
hálflciks þegar þeir skoruðu 22
stig gegn 7 og náðu við það 26
stiga forystu. Er nú heldur farið
að draga af nýliðum ÍBK eftir
góða byrjun þeirra í mótinu og
þetta var þriðja tap þeirra í röð.
Það var aðeins urn miðbik fyrri
hálfleiks sem einhver spenna var í
leiknum. Þá komust Keflvíkingar
stigi yfir, en það var í fyrsta og
eina skiptið í leiknum. Haukar
voru fljótir að snúa leiknum sér í
hag, náðu góðri forystu fyrir hlé
og stungu síðan af eins og áður er
sagt.
Haukarnir léku vel og þeir
Viðar, Pálmar og ívar Webster
voru þar fremstir í flokki.
Keflvíkingar voru í heild mjög
slakir, sérstaklega var hittnin hjá
þeim léleg. Hreinn átti bestan
leik og nýliðinn Magnús Guð-
finnsson kom á óvart.
-SÓM/Suðurnesjum
Ketlavík 30.nóv.
ÍBK-Haukar 70-84 (31-42)
10-17, 23-22,28-42, 31 -42 - 38-64,
57-77, 70-84.
Stig ÍBK: Hreinn Þorkelsson 17,
Siguröur Ingimundarson 14, Guöjón
Skúlason 13, Hrannar Hólm 7, Magn-
ús Guöfinnsson 7, Jón Kr.Gíslason 5,
Ingólfur Haraldsson 4, Pétur Jónsson
3, Þorsteinn Bjarnason 1.
Stig Hauka: Pálmar Sigurösson 21,
Ivar Webster 18, Viðar Vignisson 18,
Ólafur Rafnsson 11, Henning Henn-
ingsson 6, Ivar Ásgrímsson 4, Kristinn
Kristinsson 4, Eyþór Árnason 2.
Dómarar: Kristinn Albertsson og
Jón Otti Ólafsson - góöir.
Maöur leiksins: Viöar Vignisson,
Haukum.
Júgóslavar fögnuðu tvöföldum
sigri þegar svigkeppni heimsbik-
arsins á skíðum hófst á sunnudag-
inn. Keppt var í Sestriere á Italíu
og hinn 19 ára gamli Rok Petrovic
fékk besta tímann, sanianlagt
1:40,79 mín. Landi hans, hinn
öllu þekktari Boran Krizaj, varð
annar á 1:41,53 og Ivano Edalini
frá Ítalíu þriðji á 1:41,69.
Ingemar Stenmark frá Sví-
þjóð varð sjötti en mörgum
frægum skíðamönnum tókst ekki
að Ijúka keppni, og má þar nefna
Marc Girardelli, Andreaz Wenz-
el, Max Julen, Paul Frommelt og
Pirmin Zurbriggen.
Karl Alpiger frá Sviss hefur nú
forystu í stigakeppni heimsbik-
arsins með 50 stig. Peter Múller
frá Sviss er annar með 32 stig og
síðan koma þeir Petrovic og
Markus Wasmaier frá Vestur-
Þýskalandi með 25 stig hvor.
-VS/Reuter
Útgáfa
Leikreglur í
körfu
Ut eru komnar leikrcglur í
körfuknattleik, gefnar út af
fræðslunefnd ISÍ. Reglur komu
síðast út árið 1981 en síðan hafa
orðið miklar breytingar. Leik-
reglurnar eru settar upp á að-
gengilegan og skemmtilegan hátt
að enskri fyrirmynd. Sigurður
Valur Halldórsson, hinn kunni
körfuknattleiksdómari, þýddi
reglurnar en KKÍ sér um dreif-
ingu og er hægt að fá þær á skrif-
stofu sambandsins.
Bekkpressa
Met hjá
Baldri
Baldur Borgþórsson setti ís-
landsmet unglinga í bekkpressu
þegar hann lyfti 172,5 kg á bekk-
pressumóti Æfingastöðvarinnar
Engihjalla á sunnudaginn. Hann
varð annar á mótinu en Hörður
Magnússon sigraði, lyfti 200 kg
og hlaut 106,84 stig gegn 101,65
hjá Baldri.
Þriðjudagur 3. desember 1985 | ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11