Þjóðviljinn - 25.02.1986, Síða 1

Þjóðviljinn - 25.02.1986, Síða 1
Landsliðið Stöndum og föllum með leiknum í kvöld íslensku strákarnir tilbúnir íslaginn við Suður-Kóreu og líst vel á sig í íþróttahöllinni Frá Víði Sigurðssyni í Sviss: „Við stöndum og föllum með leiknum við Suður-Kóreu, fram- haidið ræðst algerlega af því hvernig okkur gengur í Genf ann- að kvöld. Það er mikilvægt að byrja vel í keppninni, og við erum í besta hugsanlegu formi fyrir Snjóar Þoriiergur ókominn Sennilega ekki með gegn Kóreu Þorbergur Aðalsteinsson var enn ekki kominn til móts við ís- ienska liðið í gærkvöldi. Flugi hans seinkaði vegna snjókomu í Ziirich og kom þangað rétt seint í gærkvöldi. Hann átti þá eftir á þriðja hundrað kílómetra til Gen- far. Vegna þessa verður að teljast ólíklegt að hann leiki með liðinu í kvöld. -VS/m Bogdan Kowelszyk í uppáhaldsstellingu landsliðsþjálfarans. leikinn og bíðum hans af mikilli óþreyju“ sagði Þorbjörn Jensson fyrirliði íslenska landsliðsins í samtali við Þjóðviljann í gær. Landsliðið æfði í gær í höllinni Palace de Sport í Genf, sem leikið verður í í kvöld. „Mér líst vel á hana, nýtt parkettgólf, mátulega stamt, og þetta er stór og gömul höll“, sagði Bjarni Guðmundsson. „Hún er gríðar- lega stór, og það var gott að fá að kynnast henni til að átta sig á fjarlægðunum“ sagði Þorbjörn. Pressan á íslenska liðinu fyrir leikinn í kvöld er gífurleg. Mest- allur undirbúningur þess síðustu vikur hefur miðast við leikað- ferðir Suður-Kóreu. „Þeir hafa víst verið að grúska í okkur líka og skoða leiki okkar, þannig að sennilega er jafnt á komið með liðunum" sagði Þorbjörn. Liðið sem leikur í kvöld verður ekki valið fyrren um hádegisbilið í dag. Allar líkur eru þó á að það verði þannig skipað: Markverðir: Einar Porvarðar- son og Kristján Sigmundsson. Aðrir leikmenn: Kristján Ara- son, Atli Hilmarsson, Páll Ólafs- son, Þorgils Óttar Mathiesen, Bjarni Guðmundsson, Guð- mundur Guðmundsson, Sigurður Gunnarsson, Alfreð Gíslason, Þorbjörn Jensson, Steinar Birgis- son. Þá hvfla þeir Ellert Vigfússon, Þorbergur Aðalsteinsson, Jakob Sigurðsson og Geir Sveinsson. HM/Sviss Rúmenar í basli Lenda á íslendinga- hótelinu! Rúmenska landsliðið sem flest- ir telja eitt hinna illvígari á HM í Sviss var enn ekki komið til lands- ins í gærkvöldi vegna snjóa á flug- völlum. Liðið á að ieika fyrsta leik sinn í dag, og gæti þessi seinkun komið því afar illa. Að auki lenda rúmenarnir í þeim ósköpum að vera á sama hóteli og stór hópur íslenskra handknattleiksáhugamanna í Bern, og má búast við að þjálfari liðsins þurfi að hafa sig allan við að halda báðum hópum sæmilega stilltum. -VS/m HM/Sviss Bogdan veðjar á Júgó í mótsblaði sem kemur út í Sviss í tengslum við heimsmeist- arakcppnina eru níu af sextán landsliðsþjálfurum þátttökuland- anna beðnir að giska á úrslit í þremur efstu sætum keppninnar. Þjálfari íslenska landsliðsins gisk- ar á þessi lið: Júgóslavar í fyrsta sæti, Rúmenar í annað, Vestur- Þjóðverjar í þriðja. Félagi Bogdan er mátulega sér- sinna meðal þjálfaranna. Flestir þeirra, fimm, segja að Sovétmenn vinni keppnina, þrír nefna Júgóslava, einn (sá vesturþýski) Rúmena. Átta þjálfarar telja að Rúmenar hafni í öðru sæti, einn nefnir Sovét- menn, - og má það því teljast almenn skoðun þeirra sem gerst þekkja til að úrslitaleikurinn verði milli Sovét- manna og Rúmena. Fimm þjálfararanna telja að Júgó- slavar fái þriðja sætið, aðrir giska á Austurþjóðverja, Sovétmenn, Vest- urþjóðverja (Bogdan) og Spánverja (alsírski þjálfarinn). - VS/m Sigrún Blomsterberg brýst í gegn fyrir meistara Fram gegn Haukum. (Mynd. EÓI). UMSJÓN: MÖRÐUR ÁRNASON Kvennahandbolti Fram meistari Fram-stúlkurnar þurftu að hafafyrir sigrinum gegnHaukum. ValurvannVíking íspennandi leik. Stjarnan stal sigri afKR Framliðið tryggði sér meist- aratitilinn í kvennahandboltan- um með sigri yfir botnliði Hauka í Hafnarfirði á sunnudag. Fram lagði Haukana að’ velli með 23 mörkum gegn 18. Leikur- inn var ekki sá besti sem meistar- arnir hafa sýnt, og Fram- stúlkurnar þurftu að hafa fyrir sigrinum á neðsta liði deildarinn- ar. Fram hafði yfir í hálfleik, 11- 10. Arna Steinsen átti ágætan leik og sömu sögu má segja um Guð- ríði. Markahæstar hjá Fram voru Arna með 6 mörk og Guðríður með 4. Af Haukum skoraði Hrafnhildur 6 og þær stöllur Elva og Ragnheiður 4. Valur vann Víking með 18 mörkum gegn 17 í mjög spenn- andi leik í Seljaskóla. Eiríka Ás- grímsdóttir átti stórleik og skoraði 9 mörk Víkings. Síðari hálfleikur var þó sérstaklega vel spilaður og skiptust liðin á að skora, um miðjan hálfleikinn var staðan jöfn, 12-12. Valur hafði betur á lokasprettinum og lauk leiknum 18-17. Mörk Vals: Katrín 4, Erna 4, Kristín 3, Dúna og Ásta 2 og þær Harpa, Magnea og Þórey eitt mark hver. Mörk Víkings: Eiríka 9, Inga 3, Jóna 2, Sigurrós, Valdís og Metta 1 hver. Stjarnan-KR 21-21. Stjarnan stal sigrinum frá KR í Digranesi. KR-stelpurnar áttu ágætisleik og voru tveimur til þremur mörkum yfir allan leikinn, en á lokasprett- inum náði þjálfari Stjörnunnar, Margrét Theodórsdóttir, að skora jöfnunarmark þeirra og það aðeins tveimur sekúndum fyrir leikslok. KR-liðið var mun sprækará og áttu þær allar góðan leik. Hrund Grétarsdóttir, Stjörnunni, átti bestan leik í liði Stjörnunnar, - skemmtilegur hornamaður. Mörk Stjörnunnar: Erla 6, Hrund 5, Oddný 3, Drífa, Guðný og Margrét 2 hver, Anna 1. Mörk KR: Sigurbjörg 8, Elsa 4, Aldís 3, Jóhanna og Hjördís 2 hvor, og þær Karólína og Snjó- laug 1. -MHM Staóan i 1. delld kvenna: Fram.......... 10 10 0 0 235-172 20 Stjarnan......10 6 2 2 238-199 14 FH............ 10 7 0 3 182-164 14 Valur......... 10 3 2 5 195-198 8 Víkingur........11 3 2 6 209-217 8 KR............. 10 2 2 6 192-222 6 Haukar......... 11 0 2 9 162-241 2

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.