Þjóðviljinn - 26.02.1986, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 26.02.1986, Qupperneq 7
Umsjón: Magnús H. Gíslason Þingmenn Alþýðubandalagsins óska upplýsinga um undirbúning að stjórnun búvöruframleiðlsunnar Alþingi Land- búnaðar- ráðherra gefi skýrslu i Mjólkin Landbunaðarráðherra lýstur ábyrgur Þingmenn Alþýðubandalagsins hafa farið fram á það við land- búnaðarráðherra, að hann gefi alþingi skýrslu um undirbúning að stjórnun búvöruframl- eiðslunnar á yfirstandandi verð- lagsári (1985-86) og því næsta (1986-87), þar sem m.a. komi fram: 1. hvað valdi því að ákvarðanir um stjórnun mjólkurframleiðsl- unnar eru jafnsíðbúnar og raun ber vitni, 2. hver sé heildarfullvirðisrétt- ur mjólkur á hverju búmarks- svæði og til einstakra fram- leiðenda innan hvers búmarks- svæðis eins og hann hefur verið reiknaður út og kynntur afurðast- öðvum og bændum á lögbýlum á grundvelli reglugerðar nr. 37/ 1986, 3. framleiðslubúmark naut- gripaafurða (mjólkur og kjöts) og sauðfjárafurða á árinu 1985 á búmarkssvæðum og hjá einstök- um framleiðendum, 4. hversu mörg býli hafi bú- mark reiknað í ærgildisafurðum á bilinu 1-100, 101-200, 201-300 o.s.frv.: a. á landinu öllu, b. innan búmarkssvæða, 5. framleiðslumagn mjólkur á hverju búmarkssvæði og hjá ein- stökum framleiðendum á undan- förnum 5 verðlagsárum, 6. áætluð tekjuskerðing ein- stakra mjólkurframieiðenda miðað við mismun á meðalfram- leiðslu undanfarinna þriggja verðlagsára og þeim fullvirðisrétti sem þeim hefur verið úthlutað á grundvelli reglu- gerðar nr. 37/1986, reiknað á verðlagi í janúar 1986, 7. hvað líði undirbúningi að stjórn á framleiðslu sauðfjáraf- urða, bæði á búmarkssvæðum og hjá einstökum framleiðendum, 8. hvort tillit sé tekið til og þá í hve miklum mæli: a. landkosta á einstökum svæð- um og jörðum, b. markaðsaðstæðna í einstök- um byggðum og landshlutum við undirbúning að úthlutun á fullvirðisrétti, 9. hvort ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir áætlun um uppbyggingu nýrra búgreina á einstökum svæðum og lögbýlum með tilliti til þeirra breytinga sem nú ganga yfir í hefðbundnum búgreinum og þá með hvaða hætti. í>ess er óskað að skýrslan verði tekin til umræðu á fundi Samein- aðs Alþingis fljótlega eftir að henni hefur verið útbýtt meðal þingmanna. Á stofnfundi Félags kúabænda á sunnanverðu Snæfellsnesi sem haldinn var í Lindartungu í Kol- beinsstaðahreppi 12. febr. sl., voru eftirfarandi tillögur sam- þykktar: Að krefjast þess af landbúnað- arráðherra, að hann hlutist til um að þeim héruðum, sem illa hafa orðið úti af veðurfarsástæðum, eins og verið hefur hér á Snæfells- nesi, verði veitt aukin verð- ábyrgð á mjólk til 1. sept. nk.. Jafnframt krefst fundurinn þess, að reglugerð um stjórnun mjólk- urframleiðslunnar fyrir næsta ár verði birt eigi síðar en 1. maí nk. Rökstuðningur: 1. Reglugerðin um stjórnun mjólkurframleiðslunnar kom alltof seint. Kúabœndur á Snœ- fellsnesi: Reglugerðin kom alltofseint 2. Óraunhæf viðmiðun vegna á- hrifa af veðurfari. 3. Tekinn var framleiðslurréttur af þeim, sem ekki fylltu sitt bú- mark, af einhverjum ástæð- um, t.d. óskum og áróðri frá ráðamönnum landbúnaðarins. 4. Fundurinn vítir þau vinnu- brögð, sem viðhöfð eru gagnvart frumbýlingum. Þeir eru með teikningar frá Bygg- ingarstofnun landbúnaðarins, lán frá Stofnlánadeild land- búnaðarins og búmark frá bú- marksnefnd Framleiðsluráðs. Hafa nú þessir aðilar lokið framkvæmdum og eru að byrja að framleiða, en fá nú stór- skertan framleiðslurétt. Mjög ófullnægjandi svigrúm er innan héraðs til að veita þeim meiri fullvirðisrétt. Lýsirfund- urinn því landbúnaðarráð- herra ábyrgan fyrir stöðu þess- ara manna nú. Fundurinn mælir með því að sett verði lög um hámarksstærð búa. Fundurinn mótmælir harðlega að greitt verði fyrir mjólk fram- leiðenda umfram búmark verð- lagsárið 1984-1985. Þá verði ekki verðskert að 300 ærgilda fram- leiðslu. - mhg. Miövikudagur 26. febrúar 1986 ÞJOÐVILJINN - SIÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.