Þjóðviljinn - 04.03.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.03.1986, Blaðsíða 3
IÞROTTIR Ísland-Ungverjaland 20-21 Dýrkeypt sóknarmistök Vondur kafli í byrjun seinni hálfleiks gerði útafvið sigurdrauminn. Vörnin íheimsklassa, -og við megum vel við una Draumur sem næstum var orð- inn að veruleika. ísland átti möguleika á að ná þeim einstæða árangri að sigra þrjú lið frá Austur-Evrópu í röð í heimsmeistarakeppninni. Og það munaði ekki miklu að draumur- inn rættist, - eins marks tap gegn Ungverjalandi í glæsilegri höli Sankti Jakobs í Basel, 20-21, hefði einhverntíma þótt vel við uriandi. Og víst er engin skömm að því. En í leik þarsem íslenska liðið sýnir heimsklassavörn, með heimsklassaframmistöðu hjá Ein- ari Þorvarðarsyni í markinu fyrir aftan sig, hefðu úrslitin átt að vera hagstæðari. Við áttum að vinna, með eðlilegum sóknarleik, sagði Sigurður Gunnarsson við Þjóðviljann eftir leikinn, og hann hitti naglann á höfuðið. Kaflinn sem réði úrslitum voru ellefu fyrstu mínútur seinni hálf- leiks. Eftir 12-11 fyrir ísland í hálfleik skoruðu Ungverjar fimm mörk gegn einu frá Kristjáni Ara- syni. Á þessum kafla mistókust tvö hraðaupphlaup, tveir voru reknir útaf, boltinn tapaðist, dæmd töf á íslenska liðið, og Al- freð brenndi af í stórkostlegu færi þegar staðan var 13-14. Þótt ís- land jafnaði síðan, 16-16, höfðu Ungverjarnir náð mikilvægum undirtökum. Markvarsla hins lítt þekkta Biros vó þungt á metun- um. Við höfðum ekki séð hann, stúderuðum Hoffman, en Biro var alger andstæða hans, sagði Atli Hilmarsson. Aldrei var þó gefist upp, og möguleikinn jafnvel fyrir hendi eftir að Sigurð- ur skoraði, 20-21, fimmtán sek- úndum fyrir leikslok, en Ung- verjar létu ekki hirða af sér bolt- ann. Mistökin í sóknarleiknum voru dýrkeypt. í báðum hálfleikjum tapaðist boltinn á mikilvægum augnablikum - á tímum þegar möguleikar voru á að bæta við forystuna eða jafna. Við töpuð- um á mistökum, tveir leikmenn voru sérstaklega sekir, sagði Bog- dan landsliðsþjálfari. Það vant- aði cinbeitingu, hraðaupp- hlaupin fóru til dæmis í rugl, sagði Einar Þorvarðarson. Við fórum illa með góð færi, það er alltaf súrt að tapa á eigin klúðri, sagði Sigurður. Við höfðum ekki hcppnina með okkur í skotum, sagði Bjarni Guðmundsson. Fleira kom þó til. Tíðir brott- rekstrar í seinni hálfleik riðluðu leik íslenska liðsins. Við vorum manni færri þriðjung seinni hálf- Bogdan og félagar í svissnesku blaði. í upprunalega myndartextanum er talað um „norðanmenn" fyrir framan „sína" Bernar-áhorfendur, Myndin er frá leiknum við Tékka. ieiks. Þá reyndum við að halda boltanum, en sóknin varð ráð- leysisleg og við misstum einbeitni, sagði Kristján Arason. Hann fékk sérstaka athygli hjá • svissneska sjónvarpinu, greini- lega orðinn eitt af stóru nöfnu- num hér í Sviss. Kristján átti erf- itt uppdráttar, hann lék gegn ris- unum Gyurka og Kovacs, sagði Bogdan. Þeir voru erfiðir, en ég reyndi að iáta þá finna vel fyrir mér, sagði Kristján. Varnarleikurinn var lengstaf frábær, sömuleiðis markvarsla Einars. Já, vörn og markvarsla voru í góðu lagi, sagði Bogdan. Með svona markvörslu eiga leikir að vinnast, sagði Bjáíni Guð- mundsson. En var þá Einar ekki svekktur yfir því að félagar hans nýttu sér ekki stórleik hans? Hann vék sér hæversklega undan þeirri spurningu, sóknin gat jú Úrslit á sunnudag Milliriðill I A-Þýskal.-Sviss......23-16 (11-6) Sovétríkin-V-Þýskal..23-20 (8-10) Júgóslavía-Spánn.....18-17 (10-8) Staðan Júgóslavía.......3 3 0 0 66-59 6 A-Þýskaland......3 2 0 1 66-56 4 V-Þýskaland......3 2 0 1 56-54 4 Sovétríkin.......3 1 0 2 63-69 2 Spánn............3 0 1 2 46-51 1 Sviss............3 0 1 2 48-56 1 I dag leika í Olten Júgóslavia-Svlss og A-Þýskaland-V-Þýskaland, i Luz- ern Sovétríkin-Spánn. Á fimmtudag- inn lýkur keppni í riðlinum með leikjun- um Júgóslavía-V-Þýskaland, A-Þýskaland-Spánn, Sovétrfk- In-Svlss. Milliriðill II Ungverjaland-island 21-20 (11-12) Svíþjóð-Rúmenia.....25-20 (11-11) Danmörk-S-Kórea....31-27 (18-17) Staðan Ungverjaland.....3 3 0 0 69-63 6 Svíþjóð..........3 2 0 1 71-64 4 S-Kórea..........3 1 02 78-74 2 Danmörk..........3 1 0 2 73-76 2 Rúmenía..........3 1 0 2 65-71 2 Island...........3 1 0 2 66-74 2 f dag leika i Winterthur S-Kórea- Svíþjóð, i Luzern Ísland-Danmörk og í Genf Rúmenía-Ungverjaland. A fimmtudaginn lýkur keppni í riðlinum með leikjunum fsland-Svíþjóð, Ung- verjaland-S-Kórea, Danmörk-Rúm- enía. Neðstu liðin Tékkóslóvakia-Kúba ... 27-23 (16-9) Pólland-Alsir........28-23 (13-6) Staðan Pólland.........1 1 0 0 28-23 2 Tékkóslóvakia...1 1 0 0 27-23 2 Kúba............1 0 0 1 23-27 0 Alsír...........1 0 0 1 23-28 0 I dag leika i Winterthur Kúba-Alsir og i Genf Pólland-Tékkóslóvakía. Keppni um sæti 13-16 lýkur á fimmtu- dag með leikjunum Pólíand-Kúba og Tékkóslóvakia-Alsír. verið betri: Ég hef verið að spila mig í form eftir meiðslin og er ánægður með þróunina hjá mér í síðustu leikjum. Vonandi hryn ég ekki í næsta leik, sagði Einar. Hafði Einar stúderað skyttur Ungverja? Nei, en ég hélt ró minni og einbeitti mér að góðum staðsctningum. Ungverjar vinna ísland - nokkuð sem Tékkar og Rúmenar gátu ekki. Standa þeir hinum tveimur liðunum framar? Þeir leika öðruvísi, sagði Bjarni. Þeir voru ekki betri heldur stærri og sterkari, sagði Atli. Þeir eru seigir, spila skynsamlega og bíða eftir færum, sagði Sigurður. Hinn hávaxni Peter Kovacs og kraftakarlinn á línunni, Szabo, voru ásamt Biro markverði mennirnir á bakvið sigur Ung- verja. Szabo fiskaði flest þeirra sjö vítakasta sem Ungverjar fengu og vógu svo þungt, enda óhemju erfitt að stöðva hann, - hann kemur'sér alltaf í skotfæri. Kovacs er lykilmaður í vörn og sókn, alhliða leikmaður sem hef- ur svipaða þýðingu fyrir ungver- ska liðið og Kristján Árason fyrir hið íslenska. Ungverjaland á orðið alla möguleika á að leika um verð- launasæti í keppninni, og af því og leiknum á sunnudag má ráða HM/Sviss Mikilvæg sæti Röð liða í HM í Sviss er auðvitað mikilvæg í sjálfu sér, en hefur einnig framhaldsafleiðingar fyrir þátttöku í næstu heimsmeistarakeppni og Ólymípulcikum. Liðin í 1.-6. sæti fara beint í A- keppni á næsta HM og einnig beint á ÓL í S-Kóreu. Önnur lið þurfa í riðl- akeppni fyrir ÓL. Liðin í 7.-13. sæti taka þátt í B- keppni á næstu HM, og þurfa að standa sig þar til að komast í A- keppnina. Liðin í 14.-16. sæti fara hinsvegar í C-keppni HM. Þessi skipan gæti riðlast eitthvað vegna þess að S-Kóreumenn taka hvorteðer þátt í handboltanum á Ól- ympíuleikunum næstu sem gestgjaf- ar, og lendi þeir í einhverjum sex ef- stu sæta ætti það sjöunda að gefa far- miða til Seoul. Eins stóð til að Tékkar héldu næstu A-keppni HM. VS/m. nokkuð um þá stöðu sem ísland hefur skapað sér í handknatt- leiksheiminum síðustu daga. Af íslensku leikmönnunum standa þeir Einar og Kristján Arason nokkuð uppúr. Sigurður og Atli voru drjúgir en mistækir. Annars er tæpast orðið sann- gjarnt að vera með of miklar út- leggingar um einstaka leikmenn. Það skal hinsvegar endurtekið úr fyrri umsögnum að landslið ís- lands er fyrst og fremst lið - án samvinnunnar og samheldninnar værum við ekki komnir þetta langt. Frönsku dómararnir skiluðu sínu hlutverki nokkuð vel. - VS/Sviss. Landsliðið Óttar með gegn Dönum Þorgils Óttar Mathiesen, línu- maðurinn snjalli úr FH, hefur enn ekkcrt leikið með íslenska landsliðinu í Sviss. Hann hvíldi gegn Suður-Kóreu og margir eru á því að þar hafi Bogdan orðið á slæm mistök. Hina þrjá leikina hefur hann verið á bekknum en aldrci komið inná. Þjóðviljinn spurði Bogdan um ástæðurnar og um hvort hann yrði með í næstu leikjum. „Vegna meiðsla Óttars er erfitt að nota hann. Vörn getur hann ekki leikið - og í framhaldi af því nýtist hann illa í hraðaupp- hlaupum. En ég reikna fastlega með því að nota hann gegn Dönum“ sagði landsliðsþjálfar- inn. VS/Sviss. Leikurinn í tölum Markaröð 0-1 Gyurka Kristján 1 -1 Guðmundur 2-1 2-2 2- 3 3- 3 4- 3 5- 3 5- 4 6- 4 6- 5 6-6 7- 6 8- 6 8- 7 8-8 9- 8 Guðmundur Sigurður Kristján Atli Kristján Sigurður Ivangsik Kontra/v P. Kovacs M. Kovacs P. Kovacs Kontra/v P. Kovacs Sigurður Atli 10-8 10- 9 Ivangsik Kristján 11-9 11- 10 Ivangsik Bjarni 12-10 12- 11 Kontra/v (hlé) 12-12 Kontra/v 12- 13 P. Kovacs Kristján 13-13 13- 14 Kontra/v 13-15 Kontra/v 13-16 Szabo Kristján 14-16 Kristján/v 15-16 Atli 16-16 16- 17 P. Kovacs Kristján/v 17-17 17- 18 Kontra/v 17- 19 Gyurka Kristján 18-19 18- 20 P. Kovacs Steinar 19-20 19- 21 Marosi Sigurður 20-21 Kristján Arason skoraði 9 mörk, átti 5 misheppnuð skot, 2 sendingar sem gáfu mörk. Atli Hiimarsson skoraði 3 mörk, átti 5 misheppnuð skot, 3 sendingar sem gáfu mörk, tapaði bolta tvisvar. Sigurður Gunnarsson skoraði 4 mörk, átti 3 misheppnuð skot, eina sendingu sem gaf rnark, tap- aði bolta tvisvar. Guðmundur Guðmundsson skoraði tvö mörk. Steinar Birgisson skoraði eitt mark, tapaði bolta tvisvar. Bjárni Guðmundsson skoraði eitt mark, átti eina sendingu sem gaf mark, missti bolta tvisvar. Alfreð Gíslason átti eina mis- heppnaða sendingu. Þorbergur Aðalsteinsson átti tvær misheppnaðar sendingar, tapaði bolta einusinni. Þorbjörn Jensson átti eina sendingu sem gaf rnark (fiskaði vítakast). Einar Þorvarðarson varði 15 skot, 13 þannig að íslendingar fengu boltann, tvö þannig að Ungverjar fengu boltann. Kristján Sigmundsson kom tvisvar inná í vítum, varði hvor- ugt. Mörk Ungverja: Kontra 7 (7v), Péter Kovacs 6, Ivángsik 3, Gyurka 2, Sza- bó 1, Mihály Kovács 1, Marosi 1. Leikurinn á sunnudaginn var 14. landsleikur íslendinga og Ungverja í handknattleik, og sá 11. sem tapast. íslendingar hafa tvisvar unnið, í Reykjavík 1974 og Frakklandi í árs- byrjun í fyrra, einu sinni hefur orðið jafntefli. Heildarmarkatalan: 263- 335. Mctrkaskorarar Kristján með þrjátíu Kristján Arason er í þriðja til fjórða sæti á lista yfir marka- hæstu menn hingaðtil í HM í Sviss, - efstur er sem fyrr Kóreu- maðurinn illvígi, Jae-Won Kang. Tíu mestu skorararnir: Jae-Wong Kang, S-Kóreu.........39 Juiian Duranona, Kúbu..........37 Kristján Arason Maricel Voinea, Rúmeníu 30 30 Daniel Waszkiewicz, Póll 28 Péter Kovács, Ungv.l 27 IngolfWiegert, A-Þýskal 27 PeterMikael Fenger, Danm.... 26 BjörnJilsen.Svíþjóð 25 Erhard Wunderlich, V-Þýskal. 24 VS/Sviss Þri&judagur 4. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.