Þjóðviljinn - 06.05.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.05.1986, Blaðsíða 2
IÞROTTIR Knattspyrna Rossi á leið til Frakklands? Forseti AC Milano sagði í gær að miklar líkur væru á að félagið myndi selja hinn fræga Paolo Rossi til fransks liðs fyrir næsta keppnistímabil. Hann sagði að nafn félagsins væri trúnaðarmál, reyndar hefðu tvö frönsk lið boð- ið í hann. Rossi var keyptur frá Juventus í fyrra en missti af mörgum leikjum á síðasta keppnistímabili vegna þrálátra meiðsla. Hann var hetja ítala í heimsmeistara- keppninni á Spáni fyrir fjórum Fischer árum en hefur síðan átt fullt í fangi með að standa undir vegs- emdinni sem honum hlotnaðist þá. —VS/Reuter Alfreð Gfslason var besti maður vallarins í stórsigri Essen á Hofweier. Vestur-Þýskaland Stórleikur Alfreðs og Knattspyrna KA vann KRA- Vann þrjá leiki KA hrósaði sigri í KRA-mótinu sem iauk á Akureyri um helgina. KA vann erkióvinina í Þór 3-2 á fimmtudaginn og sigraði síðan Vask 5-0 á laugardag og Magna 5-0 á sunnudag. Þórsarar voru betri framanaf í leiknum við KA og tóku foryst- una á 3. mínútu með glæsilegu marki Halldórs Áskelssonar. En KA náði forystu með mörkum frá Hinrik Þórhallssyni og Tryggva Gunnarssyni í seinni hálfleik. Bjarni Sveinbjörnsson jafnaði fyrir Þór, 2-2, en Bjarni Jónsson tryggði KA sigurinn, 3-2. mótið á fjórum dögum Tryggvi skoraði þrennu gegn Vaski, Árni Freysteinsson og Eyjólfur Hilmarsson eitt hvor. Gegn Magna gerði Helgi Jó- hannsson 2 mörk, Árni 2 og Eyjólfur 1. KA hlaut 6 stig, Þór 4, Vaskur 2 og Magni ekkert stig. Þórsarar léku æfingaleik gegn ÍBV í Eyjum á laugardaginn og sigruðu 3-2. Óskar Gunnarsson, Kristján Kristjánsson og Bjarni Sveinbjörnsson skoruðu mörk Þórsara. —K&H/Akureyri Essen stefnir á titilinn Skoraði 7 í 22-9 sigri. Keppinautarnir töpuðu. Félagarnir úr Þrótti í harðri fallbaráttu Tvisvar í viku? Frá Jóni H.Garðarssyni frétta- manni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: Klaus Fischer, markakóngur- inn og fyrrum landsliðsmaðurinn hjá Bochum, ætlaði að hætta eftir þetta keppnistímabil. Hann er enda að verða 37 ára gamall, hef- ur leikið á sjötta hundrað leiki í Bundesligunni í knattspyrnu og skorað um 260 mörk. En þjálfari Bochum vill ekki fyrir nokkra muni missa hann og hefur boðið honum að hann þurfi aðeins að æfa tvisvar í viku ef hann heldur áfram! Fischer er að íhuga mál- ið... Frá Jóni H.Garðarssyni, frétta- manni Þjóðviljans í V.Þýskalandi. Tusem Essen stefnir nú hrað- byri á meistaratitilinn í hand- knattleik. Liðið vann stórsigur á Hofweier, 22-9, á laugardaginn á meðan keppinautarnir töpuðu, Schwabing 19-21 heima gegn Gummersbach og Grosswallstadt 25-17 í Göppingen. Alfreð Gíslason átti stórleik með Essen, var besti maður vall- arins og skoraði 7 mörk. Varnar- leikur Essen er sá albesti sem ger- ist hér í landi og Alfreð leikur þar stórt hlutverk, ekki síður en í sókninni. Staðan var 11-6 í hálf- leik þannig að Essen fékk aðeins 3 mörk á sig í seinni hálfleiknum! Lemgo datt aftur niður í næstneðsta sætið við ósigur gegn Handewitt á útivelli, 21-19. Sig- urður Sveinsson gerði 6 marka Handholti Sabac tapaöi Metaloplastica Sabac, júgó- slavnesku meistararnir með bróðurpart HM-liðsins innan- borðs, töpuðu 29-24 fyrir Wy- brzeze Gdansk í Póllandi í fyrri úrslitaleik liðanna í Evrópu- keppni meistaraliða á sunnudag- inn. Staðan í hálfleik var 11-11 en Pólverjarnir náðu undirtökum í seinni hálfleik. Þrátt fyrir tapið ætti Sabac að eiga góða mögu- leika á að halda Evrópumeistar- atitlinum. Mörk Gdansk: Waszkiewicz 9, Mal- uszkiewicz 8, Wenta 7, Plechoc 3, Urban- owicz 2. Mörk Sabac: Vujovic 10, Portner 6, Is- akovic 3, Vukovic 2, Mrkonja 2, Vucman- ovski 1. —VS/Reuter 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Lemgo, 2 úr vítaköstum. Dank- ersen, lið Páls Ólafssonar, hafði sætaskipti við Lemgo, vann Berl- in 25-23. Gömlu félagarnir úr Þrótti, Siggi og Palli, ætla greini- lega að slást um að halda sér uppi. Gunzburg, lið Atla Hilm- arssonar, er að ná sér á strik og vann Dortmund 17-15 á útivelli. Staðan í Bundesligunni er þessi þegar 5 umferðum er ólokið: Essen...............21 425-336 35 Grosswallstadt......21 485-430 32 Schwabing...........21 495-449 31 Gummersbach.........22 480-431 30 Dusseldort............19 399-356 23 Kiel..................19 430-396 23 Dortmund..............20 373-361 20 Handewitt.............21 452-482 17 Göppingen.............21 490-526 17 Gunzburg..............21 413-443 15 Hofweier..............21 432-478 14 Dankersen.............21 431-489 14 Lemgo.................21 394-430 13 RFBerlin..............21 411-505 6 Hameln, lið Kristjáns Arason- ara, tapaði 23-20 fyrir Bergkam- en í 2. deild, og er með 36 stig gegn 38 hjá Dormagen sem er efst. Kristján lék með þrátt fyrir meiðsli og skoraði 2 mörk. Badminton Kína tvöfaldur heimsmeistari Indónesar með bæði silfrin Kínverjar tryggðu sér tvöfald- an sigur í heimsmeistarakeppni landsliða í badminton sem lauk í Jakarta í Indónesíu á sunnudag- inn. Kína og Indónesía léku til úrslita, bæði í karla- og kvenna- flokki. Kínverjar sigruðu 3-2 á báðum vígstöðvum og herbragð þeirra í karlaflokki, að hvíla heimsmeistarann Han Jian í ein- liðaleiknum og láta Yang Yang spila í staðinn við Indónesann snjalla, Icuk Sugiarto, sem er handhafl heimsbikarsins, réði sennilega úrslitum. Yang hefur gott tak á Sugiarto og vann hann 15-7 og 15-1. —VS/Reutcr Körfubolti Tvö töp Lakers Jafnt, 2-2, gegn Mavericks Los Angeles Lakers, lið Péturs Guðmundssonar, tapaði tvisvar fyrir Dallas Mavericks í úrslita- keppni NBA-deiIdarinnar banda- rísku um helgina. Mavericks vann 110-108 á föstudagskvöldið og 120-118 á sunnudaginn. Pétur lék ekki með Lakers, sat á vara- mannabekk allan tímann. Lakers og Mavericks hafa nú unnið tvo leiki hvort í einvígi liðanna en það sem fyrr vinnur fjóra kemst í úr- slit á vesturströndinni. Denver Nuggets og Houston Rockets eru jöfn, 2-2, í hinu ein- vígi vesturstrandarinnar. f austurhlutanum töpuðu Boston Celtics fyrir Atlanta Hawks, 106- 94, en hafa samt 3-1 forystu og Philadelphia 76ers hefur 2-1 yfir gegn Milwaukee Bucks. Sigur- vegarnir á vestur- og austursvæð- unum mætast loks í úrslitaeinvígi um bandaríska meistaratitilinn, „heimsmeistaratitilinn“ eins og hann er nefndur þar vestra. —VS/Reuter

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.