Þjóðviljinn - 20.06.1986, Blaðsíða 3
FRETTIR
Selfoss
30 þúsund kr. lágmarkslaun
Nýr bæjarstjórnarmeirihluti á
Selfossi, sem Alþýðubandalag,
Alþýðuflokkur, Kvennalisti og
Sjálfstæðisflokkur skipa, hefur
ákveðið að ganga til samninga við
verkalýðsfélögin á staðnum um
30.000 kr. lágmarkslaun.
Að sögn Þorvarðar Hjalta-
MeirihlutiAlþýðubandalags, Alþýðuflokks, Kvenna-
lista og Sjálfstœðisflokks tók við á miðvikudag
sonar, fulltrúa Alþýðubandalags
í bæjarstjórn, þá eru þrjátíu þús-
und króna lágmarkslaun eitt af
aðal stefnumálum hins nýja
meirihluta. Auk þess ætlar hinn
nýji meirihluti að fara af stað með
byggingu dagvistarheimilis, jafn-
framt á að gera átak í félagslegum
íbúðabyggingum og leiguíbúðum
fyrir aldraða.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk í
kosningunum þrjá menn kjörna
en Framsókn tvo, hinir þrír
flokkarnir fengu svo einn mann
hver og vantaði Alþýðubanda-
lagið aðeins 10 atkvæði upp á að
annar maður þess væri inni.
Á bæjarstjórnarfundi á mið-
vikudagskvöld var málefnasantn-
ingur nýja meirihlutans kynntur
auk þess sem Steingrímur Ingva-
son, Alþýðuflokki, var kjörinn
forseti bæjarstjórnar og Bryn-
leifur Steingrímsson, Sjálfstæðis-
flokki formaður bæjarráðs. Sam-
kvæmt málefnasamningnum á að
skipta um árlega í þessum emb-
ættum. Þá hefur verið ákveðið að
auglýsa stöðu bæjarstjóra á Sel-
fossi.
—Sáf
Trimmdagar
Dagur
leikfiminnar
Trimmdagar settir í
Laugardalkl. 10 og
íþróttahús um allt land
opinfrákl. 16
Fyrsti Trimmdagurinn er
runninn upp — í dag er Dagur
leikfiminnar. Trimmdagarnir
verða settir með athöfn í Laugar-
dal kl. 10 f.h. en kl. 16.00 hefst
leikfimiprógramm í flestum
íþróttahúsum landsins. Þar getur
fólk haflð leikflmiæflngar á hálf-
tíma fresti fram á kvöld.
Heilbrigt líf — hagur allra, er
kjörorð trimmnefndar sem
stendur að þessu verkefni sem
fulltrúi íþróttasambands íslands.
Markmiðið er að þetta verði upp-
hafið að því að sem flestir einbeiti
sér að hollri hreyfingu og réttu
mataræði, með eigið heilsufar og
líkamsástand í huga.
Morgundagurinn, 21. júní, er
Dagur sundsins. Sundstaðir
verða opnir urn allt land og
leiðbeinendur eru til staðar. Eng-
in kvöð er lögð á þátttakendur
með að synda ákveðna vega-
lengd, aðalatiðið er að vera með
og njóta hollrar hreyfingar
Sunnudagurinn 22. júní er dag-
ur gönguferða og skokks. Hann
er jafnframt hinn árlegi göngu-
dagur fjölskyldunnar hjá Ung-
mennafélagi Islands. í Reykjavík
standa Ferðafélag íslands og Úti-
vist að gönguferðum um borgina
með fararstjórn. íþróttafélög
verða með skokkbrautir á sínum
svæðum og auk þess eru sérstakar
brautir settar upp í Laugardal og
Öskjuhlíð. —VS
Akranes
Kona í
fyrsta sinn
Sá sögulegi atburður hefur
orðið á Akranesi að forseti
bæjarstjórnar verður Ingibjörg
Pálmadóttir Framsóknarflokki.
Það er í fyrsta sinn sem kona er
kosin til þessa starfa á Akranesi.
Eins og kunnugt er mynduðu
Framsóknarflokkur og Alþýðu-
bandalag meirihluta bæjarstjórn-
ar þar. —gg
Fulltrúar á ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar leggja sig alla fram í þjóðarátakinu gegn hreyfingarleysi
enda er baráttan gegn hreyfingarleysi einn mikilvægur þáttur þess að markmiðinu „heilbrigði allra árið 2000“ verði náð.
Hér eru fulltrúarnir í músík-leikfimi undir stjórn Ástbjargar Gunnarsdóttur formanns trimmfélags ÍSÍ. F.v. Páll Sigurðsson
ráðuneytisstjóri, Ólafur Ólafsson landlæknir, Almar Grimsson lyfjafræðingur og Bjarni Þjóðleifsson læknir. Mynd. Sig.
HBLBRtGT LÍF
WHO-ráðstefna
Heilbrigði allra árið 2000?
I samstarfsverkefniAlþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar erstefnt að því að
algengum langvinnum sjúkdómum verði að mestu útrýmt árið 2000. Rannsóknir
sýna að með fyrirbyggjandi starfi erþað möguleiki
Amorgun, föstudag, lýkur ráð-
stefnu Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar WHO um
Forvarnir langvinnra sjúkdóma.
Forvarnarverkefnið er liður í
áætlun WHO um „Heilbrigði
allra árið 2000“ en ráðstefnuna
sitja 35 fulltrúar 10 Evrópuríkja
auk Kanada.
Á blaðamannafundi sem full-
trúarnir héldu lögðu þeir áherslu
á að átakið miðaði fyrst og fremst
að fyrirbygjandi aðgerðum, en að
rannsóknir WHO og annarra að-
ila hefðu sýnt að hægt væri að
koma, að verulegu leyti, í veg
fyrir algenga langvinna sjúkdóma
eins og hjarta- og æðasjúkdóma,
krabbamein, slys og geðlæga
sjúkdóma. Forvarnir gegn þess-
um sjúkdómum sögðu fulltrúarn-
ir beinast að mestu gegn röngu
rnataræði, ofnotkun tóbaks og
fíkniefna, gegn hreyfingarleysi
og streitu.
Það var álit fulltrúanna að með
samhæfðum aðgerðum væri ár-
angur verkefnisins áhrifameiri og
ódýrari en ef einstaka sjúkdómar
eða áhættuþættir væru teknir
fyrir sérstaklega. Átakið byggist
því á virku samstarfi margra sér-
greina og aðgerða á mörgurn
sviðum þjóðlifsins.
Stjórn verkefnisins hér á landi
er í höndum Heilbrigðis- og
tryggingarráðuneytisins en ráðu-
neytið hefur tilnefnt Hrafn Frið-
riksson yfirlækni sent verkefna-
stjóra. Sér Hrafn um ábyrgð á
framkvæmd samræmingu og mati
á innanlandsstarfsemi vegna
verkefnisins.
-K.ÓI.
Bréf Guomundar J.
til ríkissaksóknara
Til ríkissaksóknara
Hverfisgötu 6.
Undanfarna daga hafa fjölmiðl-
ar þ.á.m. báðir ríkisfjölmiðl-
arnir birt alvarlegar ásakanir í
minn garð og tengt mig Haf-
skipsmálinu með þeim hætti, að
vegið er alvarlega að mannorði
mínu, sem ekki síst vegna fjöl-
margra trúnaðarstarfa í þjóðfé-
laginu verður að vera flekklaust.
Af þessum sökum tel ég mig
knúinn til að óska þess af háttvirt-
um ríkissaksóknara að hann
rannsaki sérstaklega hvort nafn
mitt tengist með einhverjum
hætti yfirstandandi rannsókn
Hafskipsmálsins, sérstaklega
hvað varðar fjárstuðning frá Al-
bert Guðmundssyni sem grunur
leikur á að hafi komið frá Haf-
skip, Eimskip eða jafnvel fleiri
aðilum. Eins og fram hefur kom-
ið hef ég alltaf staðið í þeirri ein-
Iægu trú, að hér væri um að ræða
persónulegan vinargreiða í
veikindum mínum. Ég tel
nauðsynlegt stöðu minnar vegna
að leitt verði í ljós með
rannsókninni, hvort ég vissi eða
mátti vita að þessar greiðslur
voru þess eðlis að mér hefði ekki
verið rétt eða heimilt að taka við
þeim á sínum tíma.
Einnig tel ég mikilvægt að
reynt verði að leiða í ljós, hvaðan
frétt þessi er upprunnin og eink-
um hver eða hverjir hafa sent
hana upphaflega til hinna er-
lendu fréttastofa, enda kunni
þessi fréttamennska sem sögð er
vera höfð eftir mönnum í gæslu-
varðhaldi að varpa verulegri rýrð
á rannsóknaraðila, sem ég per-
sónulega ber þó fullt traust til.
Meðan á þessari sérstöku rann-
sókn stendur mun ég fara þess á
leit við stjórn Dagsbrúnar og
framkvæmdastjórn Verka-
mannasambands íslands að ég
verði leystur undan skyldustörf-
um formennskunnar um stundar-
sakir. Þá tel ég rétt að sinna ekki
þingmennsku um sinn af sömu
ástæðu og mun því æskja leyfis
forseta sameinaðs Alþingis frá
þingstörfum um óákveðinn tíma
eða þar til málið skýrist.
Reykjavtk, 19. júní 1986
Virðingarfyllst,
Guðmundur J. Guðmundsson
júni 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Garðabœr
Aðför að
lýðræðinu
Sjálfstæðismcirihlutinn í
Garðabæ felldi nýlega tillögu frá
minnihlutanum þess efnis að þeir
minnihlutaflokkar sem ckki
hefðu fulltrúa í bæjarráði fengju
áfram að hafa áheyrnarfulltrúa í
ráðinu.
Að sögn Hilmars Ingólfssonar
bæjarfulltrúa Alþýðubandalags-
ins í Garðabæ, hefur minnihlut-
inn í bæjarráði aðeins einum full-
trúa á að skipa af þrentur og þess
vegna væri réttur minnihluta-
flokkanna, sem ekki ættu full-
trúa, til málfrelsis og tillöguréttar
afar mikilvægur. „Þessi sam-
þykkt Sjálfstæðismeirihlutans er
ekkert annað en gróf aðför að
lýðræðinu," ságði Hilmar að lok-
um. -K.ÓI.
ÞAÐERAÐEINS
EITT SEM GETUR
UMBREYTT LÍFI
ÞÍNUÁAÐEINS
6 DÖGUM
. . . ÞÚ
Þú getur slgrast á framtaksleysi,
feimni og óöryggi.
Þú getur eytt streitu, kvíða og
eirðarlaysi.
Þú getur bætt heilsufar þitt,
marksækni og árangur.
Þú getur lært að stjórna eigin
vitund og styrkt viljann.
EK EM þjálfunin er 6 daga kvöld-
námskeiö sem byggir á nýjustu
rannsóknum í tónlistarlækning-
um, djúpslökun, sjálfs-dáleiðslu,
draumastjórnun og beitingu
ímyndunaraflsins.
Asetningur EK EM þjálfunar-
innar er að umbreyta hcefi/eika
þinum til að upplifa liftð þannig
að vantiamá/ sem þú hefur verið
að reyna að breyta eða hefur
satt! þig við hverfa i framvindu
/ifsinssjá/fs.
Skróning Friöheimar, simi: 622305
daglega: kl. 14-18.
Tfmi: Sunnudags- og fimmtudagskvöld
kl. 19.30—23.00. Byrjar sunnudag-
inn 22. júní.
VerA: 3.600 (Slökunarkassetta innifalin).
FRIÐHEIMAR
Quintessence institute