Þjóðviljinn - 20.06.1986, Blaðsíða 15
Húsavík
Víkingar lágu
Völsungur-Víkingur 3-2 (2-1)
Vilhelm Fredriksen var hetja
Völsunga í gærkvöldi. A síðustu
mínútu leiksins braust hann í
gegnum Víkingsvörnina og eftir
að hafa leikið laglega á þrjá varn-
armenn var honum brugðið í
teignum. Jónas Hallgrímsson
skoraði sigurmarkið úr víta-
spyrnunni.
Sigurinn var sanngjarn. Á 6.
mín. skoraði Vilhelm með föstu
skoti og á 20. mín. bætti Svavar
★ ★ ★
Geirfinnsson við góðu marki, 2-
0. Andri Marteinsson skoraði
beint úr aukaspyrnu fyrir Víking
á 31. mín., fallegt mark. Víkingar
jöfnuðu á 69. mín.. aftur uppúr
aukaspyrnu, Björn Bjartmarz
skoraði af öruggi af stuttu færi,
2-2. Síðustu mínúturnar voru æsi-
spennandi, færi á báða bóga. en
Vilhelm og Jónas áttu lokaorðið.
Maður leiksins: Vilhelm Fred-
riksen, Vöisungi. -ab/Húsavík
Vopnafjörður
Þrjúífyrri
Einherji-UMFN 3-1 (3-0) * * *
Vopnfirðingar gerðu útum
leikinn fyrir hlé með þremur
mörkum. Fyrst skoraði Gísli Da-
víðsson fallegt mark, skalli í
stöngina og inn eftir fyrirgjöf
Kristjáns bróður síns. Páll
Björnsson bætti öðru við, pot
eftir hornspyrnu. Baldur Kjart-
ansson gerði þriðja markið með
viðstöðulausu skoti eftir að mark-
vörðurinn hatði varið fyrra skot
hans.
Fyrri hálfleikur var jafn og
skemmtilegur en heimamenn
áttu færin. Njarðvíkingar press-
uðu nteir eftir því sem á leið og
uppskáru mark sem Ragnar Her-
mannsson gerði með góðu skoti.
Maður leiksins: Kristján Da-
víðsson, Einherja.
—vs/Vopnafirði
Siglufjörður
Þrenna Jóns Kr.
KS-Skallagrímur 6-0 (2-0) * *
Eins og vænta mátti höfðu
Siglfirðingar mikla yfirburði
gegn vængbrotnu liði Borgnes-
inga. Reyndar tóku Borgnesingar
góðan kipp í byrjun seinni hálf-
leiks en það varð bara til að koma
KS betur í gang.
Jón Kr. Gíslason, landsliðs-
maður í körfuknattleik, gerði 3
markanna, tvö með glæsilegum
skotum og eitt með skalla. Haf-
þór Kolbeinsson, Sigurgeir
Guðjónsson og hinn sívinnandi
Jakob Kárason sáu um hin.
Maður leiksins: Jakob Kára-
son, KS.
—RB/Siglufirði
Akureyri
Umdeilt vrti!
KA-Selfoss 1-1 (0-0) *
Umdeilt atvik mínútu fyrir
leikslok færði Selfyssingum dýr-
mætt stig í toppbaráttu 2. deildar.
Jón Gunnar Bergs, sem var að
bakka 9 metra frá bolta þegar
dæmd var aukaspyrna við víta-
teig KA komst á milli þegar
spyrnan var tekin. Haukur
Bragason markvörður felldi
hann, vítaspyrna sem Tómas
Pálsson jafnaði úr. Akureyringar
voru æfir en úrskurðinum var
ekki breytt.
Leikurinn var mjög slakur,
bara miðjuþóf og kýlingar uns
Tryggvi Gunnarsson potaði bolt-
anum í mark Selfoss eftir þvögu á
64. mín. Hann var síðan rétt bú-
inn að skora aftur á 79. mín.
skaut í stöng eftir að hafa komist
inní sendingu til markvarðar.
Maður leiksins: Þorvaldur Ör-
lygsson, KA.
—K&H/Akureyri
Reykjavík
Dauft jafntefli
Þróttur R.-ÍBÍ 0-0 *
Fallbaráttuleikurinn í Laugar-
dalnum var ekki uppá marga
fiska. ísfirðingar voru skárri að-
ilinn af tveimur slökum en náðu
ekki að nýta sér það til sigurs.
Sigurður Hallvarðsson komst
inní sendingu til markvarðar ÍBÍ
á 15. mtn. en hitti ekki markið.
Guðmundur Erlingsson ntark-
vörður Þróttar varði meistara-
lega skalla Guðmundar Jóhanns-
sonar og skot Örnólfs Oddssonar
sem slapp í gegn. í lokin lék
Haukur Magnússon í gegnum
vörn Próttar en skaut rétt fram-
hjá.
Maður leiksins: Kristján Jóns-
son, Þrótti.
ÍÞRÓTTIR
Kópavogur
Fjórða tapið í röð
Skaginn á toppinn með stórsigri á Blikum
Staða Breiðabliks í 1. deild hef-
ur snarsnúist við á nokkrum
dögum. Eftir fjóra tapleiki í röð
er sæluvistin við toppinn á enda
— nú blasir ískaidur raunveru-
leiki fallharáttunnar við nýliðun-
um. Þeir fcngu skell, 1-4, á sínum
eigin hcimavelli í gærkvöldi gegn
sókndjörfum Skagamönnum sem
nú hafa gert 9 mörk í síðustu
tveimur leikjunum og sitja í efsta
sæti 1. deildar.
Ofangreindar lokatölur virtust
fjarri lagi þegar Benedikt Guð-
mundsson fyrirliði Blikanna
sendi boltann uppíþaknet Skaga-
marksins af markteig. eftir góða
aukaspyrnu Guðmundar Vals
Sigurðssonar, 1-0. Blikar voru
síðan með undirtökin framanaf
en Skagamenn komu smám sant-
an inní leikinn og höfðu snúið
honum sér í hag, án marka, þegar
flautað var til hálfleiks. Hættu-
legustu færin komu um ntiðjan
hálfleik þegar Guðbjörn
Tryggvason átti skalla sem Örn
Bjarnason Blikamarkvörður
varði nauntlega við stöngina niðri
og þegar Jón Þórir Jónsson var í
dauðafæri á markteig eftir snjalla
rispu Guðntundar Vals en Birkir
Kristinsson varði skot hans á
Breiðablik-ÍA 1-4 (1-0) * * *
Kópavogsvöllur, 19. júní
Dómari Eysteinn Guömundsson *
Áhorfendur 450
1-0 Benedikt Guömundsson (3.), 1-1
Ólafur Þórðarson (48.), 1-2 Hörður Jó-
hannesson (69.), 1-3 Þorsteinn Geirs-
son (sjálfsmark 86.), 1-4 Sigurður B.
Jónsson (88.)
Stjörnur Breiðabliks:
Guðm.Valur Sigurðsson *
Magnús Magnússon *
Ólafur Björnsson *
Stjörnur ÍA:
Guðbjörn Tryggvason *
Hafliði Guðjónsson ♦
Júlíus Ingólfsson ♦
Sigurður B. Jónsson ♦
snilldarlegan hátt.
Skagamenn voru jafnfljótir að
skora í seinni hálfleik og Blikar í
þeini fyrri. Ólafur Þórðarson var
þar að verki með glæsiskoti eftir
aukaspyrnu af 18 m t'æri, 1-1. Nú
var ÍÁ með undirtökin og ljóst í
hvað stefndi. Hörður Jóhannes-
son skoraði. 1-2. af markteig eftir
fyrirgjöf Sveinbjarnar Hákonar-
sonar. Steindór Elísson fékk gott
færi til að jafna eftir fallega send-
ingu Helga Ingasonar en skaut
framhjá. í lokin komu svo tvö
ntörk enn, Hörður fékk fallega
sendingu frá Ólafi innfyrir Blika-
vörnina en missti boltann of langt
frá sér. Þorsteinn Geirsson kom
aðvífandi til bjargar en pikkaði
boltanum í eigið mark. 1-3. Sig-
urður B. Jónsson, seni átti góðan
leik í vörn IA. innsiglaði svo si-
gurinn með fallegu marki, óverj-
andi skot af vítateig eftir Itorn
spyrnu. 1-4. " __ys
Reykjavík
Varamaðurinn dugði
s
Amundi kom inná og tryggði Valsmönnum þrjú stig
Aðstæður til knattspyrnu voru
einhverjar hinar bestu sem gerast
á Hlíðarenda í gærkvöldi. Það
var logn, bjart veður og völlurinn
góður. Knattspyrnan sem leikin
var af Val og Víði var hinsvegar
ekki af sama gæðaflokki, leikur-
inn einkcnndist af mikilli baráttu
en minna fór fyrir fallegum ilétt-
um. Valsmenn höfðu þó alltaf
yfirhöndina og revndu að spila en
sókn þeirra skorti nokkuð bit, en
Víðismenn börðust af miklum
krafti allan tímann.
Valsmenn komu sér strax í gott
færi á 2. mínútu þegar Ingvar
Guðmundsson skallaði beint á
markvörðinn, Jón Örvar Arason,
sem stóð í markinu í stað Gísla
Heiðarssonar. í hinu markinu
stóð líka nýliði, Guðmundur
Hreiðarsson vegna meiðsla Stef-
F"rábær fyrri hálflcikur leiddi
Breiðablik til sigurs á KR á KR-
vellinum í 1. deild í gærkvöldi.
Þær skoruðu þá fjögur mörk og
hafa ekki leikið betur í sumar.
Lokatölur urðu síðan 5-1.
Blikastúlkurnar beittu stuttu
spili sem KR réð ekki við. Eftir
rólega byrjun í seinni skoraði
Kristrún Heiniisdóttir fyrir KR
þegar hún komst inní
sannkallaða Jesper-Olsens-
sendingu, 3-1. Breiðablik bætti
síðan við tveimur mörkum. Mörk
liðsins gerðu Ásta María Reynis-
dóttir 2, Erla Rafnsdóttir 2 og
Ásta B. Gunnlaugsdóttir.
í Hafnarfirði áttust við efsta og
neðsta lið deildarinnar. Vals-
stúlkurnar sóttu nær látlaust gegn
Haukum og sigruðu 6-0.
Haukastúlkurnar börðust vel
og gáfust aldrei upp og kom það í
áns Arnarsonar, og fékk hann
freniur lítið að gera.
Á 11. mín. komst Sigurjón
Kristjánsson í gott færi eftir send-
ingu Vals Valssonar en mistókst
að skora inark. Það sem
eftir var hálfleiks einkenndist
leikurinn af því að Vaismenn
Valur-Víðir 1-0 (0-0) * *
Hlíöarendi, 19. júní
Dómari Baldur Scheving ♦
1-0 Ámundi Sigmundsson (71.)
Stjörnur Vals:
Valur Valsson *
Ársæll Kristjánsson ♦
Ámundi Sigmundsson ♦
Stjörnur Viðis:
Vilberg Þorvaldsson ♦
Daníel Einarsson ♦
veg fyrir stærra tap. Leikurinn
var fremur leiðinlegur á að horfa
enda mótspyrna Hlíðarendaliðs-
ins lítil. Kristín Arnþórsdóttir
skoraði þrennu, Hera Ármanns-
dóttir og Arney Magnúsdóttir
eitt hvor og eitt var sjálfsmark.
Lið Vals var mjög jafnt og sama
ntá segja um dauft lið Haukanna.
Staðan í 1. deild:
Valur................5 5 0 0 18-1 12
Breiðablik..............4 3 0 1 10-4 9
lA......................3 3 0 0 8-2 9
Þor A...................3 1 0 2 4-5 3
KR......................4 1 0 3 4-9 3
IBK..................3 0 0 3 2-13 0
Haukar...............4 0 0 4 0-12 0
Markahæstar:
Kristin Arnþórsdóttir, Val..............6
Erla Rafnsdóttir, Breiöabliki...........4
HeraÁrmannsdóttir, Val..................4
—MHM
voru með knöttinn og léku saman
á miðjunni en gekk illa að
brjótast í gegnum varnarmúr
Víðis.
Strax á 51. mín. skall hurð
nærri hælum Víðismarksins þeg-
ar Jón Grétar Jónsson skallaði í
stöng eftir fyrirgjöf Ingvars og
fallega sóknarfléttu Vals. Og
fimm mín. síðar skallaði Hilmar
Sighvatsson í netið en var dæmd-
ur rangstæður.
Þegar líða tók á seinni hálf-
letkinn fóru Víðismenn aðeins að
hressast og litlu munaði á 66.
mín. en þá hitti Guðjón Guð-
mundsson ekki boltann í mjög
góðu færi við Valsmarkið. Ur-
slitamark leiksins koni á 71. mín.
Ámundi Sigmundsson, sem fimm
mínútum áður hafði kontið inná
seni varamaður, skoraöi þá lag-
lega af stuttu færi eftir góða fyrir-
gjöf Jóns Grétars. Það seni eftir
var leiksins böröust Víðismenn
mjög og lögðu allt í sölurnar, án
þess þó að skapa sér nein veruleg
marktækifæri. Undir lokin mun-
aði minnstu að Ámunda tækist að
bæta við öðru marki en Jón Örvar
var vel á veröi í Víðismarkinu.
—pv
Staðan
l.deild:
ÍA 7 4 2 1 14-4 14
Valur 7 4 1 2 9-4 13
KR 6 3 3 0 10-3 12.
Fram 6 3 2 1 10-4 11
IBK 6 3 0 3 4-7 9
Víðir 7 2 2 3 3-5 8
Þór 6 2 1 3 8-12 7
FH 6 2 1 3 7-11 7
Breiðablik 7 2 1 4 5-10 7
ÍBV 6 0 1 5 4-14 1
Markahæstir:
GuðmundurTorfason, Fram...........6'1
ValgeirBarðason, ÍA...............5
2. deild:
6 3 3 0 8-3 12
6 3 2 1 12-5 11
6 3 2 1 10-9 11
6 3 1 2 21-8 -10
6 2 4 0 12-6 10
6 2 3 1 12-6 9
6 2 2 2 11-13 8
6 0 5 1 9-11 5
6 0 2 4 5-13 2
6 0 0 6 2-28 0
Markahæstir:
Andri Marteinsson, Víkingi........9
TryggviGunnarsson.KA...............5
Elias Guðmundsson, Víkingi........4
Gústaf Björnsson, KS..............4
JónGunnarBergs, Selfossi..........4
Föstudagur 20. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
Kvennaknattspyrna
Fjögur Blika-
möifc fyrir hlé
Unnu KR5-1 íVesturbœnum. Kristín
með 3 í6-0 sigri Vals
Selfoss.....
Völsungur....
Einherji....
Víkingur....
KA..........
KS..........
UMFN........
ÍBl.........
Þróttur R...
Skallagrimur