Þjóðviljinn - 13.07.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.07.1986, Blaðsíða 3
Lulu að eilífu Þær Debbie Harry, söngkonan úr Blondie sálugu og Hanna Schygulla, sem fræg er fyrir leik sinn í fjölda mynda Fassbinders sáluga, leiða saman hesta sína í grínmyndinni Lulu að eilífu. Myndin er gerð af Amos Kollek, en hann er þekktastur fyrir myndina Goodbye, New York. Fjallar myndin um lífsbaráttu tveggja kvenna í New York. Birgit Nilsson er hœtt Sænska óperusöngkonan Birg- it Nilsson, sem íslendingar minn- ast frá heimsókn hennar á listahá- tíð 1984 hefur ákveðið að hætta að syngja opinberlega. Birgit er ein þekktasta sópransöngkona heims og túlkun hennar á hlu- tverkum í óperum Wagners mar- grómuð. Birgit sagði við fréttamenn þegar hún tilkynnti þessa ákvörð- un sína, að héðan í frá myndi hún eingöngu syngja í baði. Ástæðan fyrir því að hún hættir er að henn- ar sögn að upp á síðkastið hafi hún fundið fyrir sviðskrekk, en af honum hafi hún aldrei þjáðst áður. Litblinda Bandaríska alríkislögreglan FBI gefur út tímarit sem ber nafnið FBI Law Enforcement Bulletin. Júníheftið fjallaði um nauðgun og á síðustu stundu var það stöðvað af alríkislögreglunni vegna forsíðunnar. Á forsíðunni var mynd áf svartri karlmanns- hönd sem grípur þéttingsfast í hönd á hvítri konu. Undir stóð stórum stöfum Nauðgun. Ákveðið var að skipta um for- síðu og kostaði uppátækið um 600 þúsund krónur. Nokkrum eintökum hafði þó verið dreift áður en upp komst um kynþátta- fordómana. „f framtíðinni verður ákvörð- un um forsíðu tekin á hærri stöð- um,“ sagði talsmaður alríkislög- reglunnar. j i •< 1 _ ■ • ■ • a ið Galtalækjarskógi Sveitarstjórastarf Hreppsnefnd Þórshafnarhrepps auglýsir stööu sveitarstjóra til umsóknar. Skriflegar umsóknir ásamt. upplýsingum um menntun og starfsreynslu berist skrifstofu Þórs- hafnarhrepps, Langanesvegi 3, fyrir 22. júlí nk. Upplýsingar um starfiö gefa eftirtaldir: Stefán í síma 96-81275, Jóhann í símum 96-81137 og 96-81139, Þórunn í símum 96-81101 og 96- 81212. Frá menntamálaráðuneytinu: Réttindanám vélavarða. Starf í skýrsluvéladeild Óskum aö ráöa vélstjórnanda (Operator) í skýrsl- uvéladeild. Æskilegt er aö umsækjendur hafi góöa undirstöðumenntun. Unniö er á vöktum. Hér er um aö ræða lifandi starf fyrir réttan og áhugasaman aðila. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöö hjá starfsmannahaldi, Ármúla 3, sími 681411. Samvinnutryggingar G.T. 5AMVINNU TRYGGINGAR Ármúla 3 sími 681411 Vakin er athygli þeirra er hyggja á vélavarðanám komandi haust að hafa samband við einhvern eftirtalinna skóla: Vélskóli íslands, Reykjavík Fjölbrautaskólinn á Akranesi Iðnskólinn á ísafirði Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki Verkmenntaskólinn á Akureyri Gagnfræðaskóli Húsavíkur Verkmenntaskóli Austurlands, Neskaupstað Heppuskóli, Höfn í Hornafirði Fjölbrautaskóli Suðurlands, Selfossi Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Keflavík. Menntamálaráðuneytið Ritari Rannsóknadeild ríkisskattstjóra óskar aö ráöa ritara frá og meö 1. ágúst 1986. Umsækjendur þurfa helst aö hafa lokiö stú- dentsprófi eöa aflað sér sambærilegrar menntunar. Góö vélritunar- og íslenskukunnátta nauðsynleg auk grunnþekkingar á sviöi tölvu- vinnslu. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar rannsóknardeild ríkisskattstjóra, Skúlagötu 57, 105 Reykjavík. Rannsóknardeild ríkisskattstjóra Laus staða Laus er til umsóknar staöa fulltrúa viö rannsóknardeild ríkisskattstjóra. Umsækjendur þurfa aö hafa lokið prófi í lögfræði, hagfræði, viðskiptafræði, eöa búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á sviði bókhalds- og skatta- mála. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar rannsóknardeild ríkisskattstjóra, Skúlagötu 57, 105 Reykjavík fyrir 1. ágúst 1986. Tilkynning frá Sölu varn- arliðseigna Skrifstofa vor og verslanir verða lokaðar frá 21. júlí-18. ágúst vegna sumarleyfa. %'sm Útboð VEGAGERÐIN Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboðum í styrkingu og malarslitlög á vegi í V.-Hún. 1986. (30.000 m3, 18 km). Verki skal lokiö 30. september 1986. Útboðsgögn veröa afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aöalgjaldkera) frá og meö 15. júlí nk. Skila skal tilboðum á sömu stööum fyrir kl. 14.00 þann 28. júlí 1986. Vegamálastjóri. ff| Borgarspítalinn ||| Lausstaða Félagsráðgjafi Félagsráðgjafi óskast aö geödeildum Bsp. Starfsreynsla áskilin. Yfirfélagsráðgjafi geö- deildanna veitir allar nánari upplýsingar í síma 13744. Umsóknir skulu sendast til yfirlæknis geðdeilda Bsp. fyrir 1. ágúst nk. Reykjavík, 10. júlí 1986. Borgarspítalinn. Tvo kennara vantar viö Seyðisfjarðarskóla - íþróttakennara pg almennan kennara. íbúöir á góöum kjörum í boði. Upplýsingar gefur skólastjóri í símum 97-2172 eða 97-2365, og formaður skólanefndar í síma 97-2291. Erekkitilvalið aðgerast áskrifandi? DJÓÐVIUINN Sunnudagur 13. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.