Þjóðviljinn - 13.07.1986, Side 13

Þjóðviljinn - 13.07.1986, Side 13
Þorsteinn frá Hamri - „Kauðaskap á ekki að líða á ofanverðri tuttugustu öld“. trúnað sem henni ber - einkum og sér í lagi á tíð sem kappkostar að íþyngja mannssálinni með há- vaða, ágengni og hégómadýrð. „Leirskáldunum á ekki að vera vært,“ sagði Jónas Hallgrímsson, „nema þau fari að taka sér fram, og hætti með öllu eða yrki betur“. Þeir sem hann beindi þá geiri sín- um að urðu þó varla sakaðir um að hafa ekki hljóðstafi á valdi sínu, heldur deildi hann á al- mennan böggulshátt, leiðan vana sem hafði sett mark sitt á rímna- kveðskapinn og spillti smekk manna. Bragvillingarnir komu ekki þeirri umræðu við, enda hafði enginn verið að kjassa þá sérstaklega. Fyrir laginu varð ekki minni maður en Sigurður Breiðfjörð, sem þráttfyrir margs- konar niðurlægingu í lífi og starfi, líka böggulsháttinn, sýndi listræn tilþrif er seint fyrnast. Nú er brag- heltinni og böggulshættinum samanlögðum hossað á vindsæng hégómaskapar og lítilþægni. Það er svo sælt að gleyma. Ég sé enga ástæðu til að þeim sem hafa kauðaskap um hönd og í háveg- um eigi að vera eitthvað værara nú á dögum - fólki sem er sprott- ið af sjálfstæðri, upplýstri, menntaðri og umfram allt stoltri menningarþjóð á ofanverðri tutt- ugustu öld ... Eða var kannski einhver að ef- ast um það? Eitt er okkur óhætt að hafa hugfast um öll svið sem manninn varða: það sem til heilla mætti horfa og vel er unnið á yfirleitt í vök að verjast - nokkurnveginn einsog réttlætismálin í henni ver- öld. En ruglið sér um sig. Það er allsstaðar, allt um kring og í okk- ur sjálfum. Það hefur alla tíð ver- ið offramleiðsla á rugli í heimin- um. Allskonar vitleysa nær sér jafnan á nógu áberandi flug án opinberrar aðstoðar, og mætti sú staðreynd vera huggun þeim sem helzt vilja unna hégómanum jafnaðar á við þann skapandi loga sem auðgar tilveruna og betrar manninn. Bff-IAUSAR STÖÐUR HJÁ W REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfsmaður óskast í unglingaathvarfið í 46% kvöldstarf frá 10.08.86. Umsækjandi þarf aö hafa menntun í uppeldis-, félagsvísindum og/ eöa annað sambærilegt nám. Reynsla í ung- lingastarfi æskileg. Um er aö ræöa mjög lifandi og skemmtilegt uppeldis- og meðferðarstarf með unglinga. Upplýsingar eru veittar í síma 20606 eftir há- degi (14-18). Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9,6. hæð, fyrir kl. 16:00 föstudaginn 25.07.1986. Svrþjóð Atvinnu- rekendur gegn kjarnorkuvá Andstaðan 'gegn kjarnorku- verum hefur vaxið mjög í Svíþjóð eftir slysið við Tjernobil. , Stórkapítalistar í Svíþjóð gefa út vikurit sem nefnist Vekcans affárer, einslags Frjáls verslun þeirra Svía. Rit þetta er málgagn stóreignamanna, iðjuhölda, pen- ingaaðalsins í landinu. Á forsíðu blaðsins 19. júní gat að líta mynd af kjarnorkuveri og risafyrirsögn þar sem þess er krafist að kjarn- orkuverin verði lögð niður strax, enda hafi ríkisstjórnin vilja þjóð- arinnar að baki sér. -Sáf Grunnskóli Ólafsvíkur Kennara vantar í eftirtaldar stöður: Almenna kennslu, sérkennslu, tónmennt og íþróttir. Nánari upplýsingar veita skólastjóri í síma 93- 6293 og yfirkennari í síma 93-6251. Leikskóli Ólafsvíkur Forstöðumann vantar við leikskóla Ólafsvíkur. Fóstrumenntun æskileg. Nánari upplýsingar á bæjarskrifstofunni í síma 93-6153. Bæjarstjóri. Priðja pósisjón Jallatte öryggisskórnir eru svo léttir og þægilegir, að ganga í þeim er sem ónægjulegur dans. Þeir draga úr þreytu vinnudagsins og auka vellíðan. Stól í tó er vernd gegn þrýstingi og höggi. Stólþynna í sóla er vernd gegn nöglum og hvössum hlutum. JALLATTE ER ALLT SEM ÞARF Í HINN DAGLEGA DANS Skeifan 3h - Sími 82670

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.