Þjóðviljinn - 22.07.1986, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR
ÍÞRÓTTIR
Friðarleikarnir
Næstu leikar í
Seattle árið 1990
Sovétmenn fengu langflest verðlaun. Tapið 15 miljónir
Friðarleikunum í Moskvu lauk
á sunnudaginn og þá var tilkynnt
að næstu leikar færu fram í
Seattle í Bandaríkjunum árið
1990. í heild þótti árangur á
leikunum í slakara iagi, enda van-
taði fjölmargt af besta íþróttaf-
ólki heims, einkum frá Banda-
ríkjunum og Austur-Þýskalandi,
en skipuleggjandi þeirra, banda-
ríski auðjöfurinn Ted Turner,
lýsti yfir ánægju með þessa frum-
raun enda þótt tap á leikunum
næmi 15 miljónum dollara.
Sovétmenn höfðu talsverða
yfirburði í mörgum greinum og
hlutu langflest verðlaun, 105 gull,
73 silfur og42 brons. Bandaríkja-
Sergei Bubka setur annað tveggja heimsmeta sem féllu á Friðarleikunum,
fer yfir 6,01 metra í stangarstökki. Mynd: APN.
menn fengu 41 gull, 49 silfur og
39 brons, og A.Þjóðverjar 6 gull,
11 silfur og 7 brons. Búlgarir
fengu samtals 28 verðlaun en aðr-
ar þjóðir til að eiga fulltrúa á
verðlaunapalli voru Rúmenía,
Kanada, Tékkóslóvakía, Japan,
Portúgal, Ástralía, Bretland,
Eþíópía, Sviss, Kína, Pólland,
Frakkland, Ungverjaland,
Mongólía, Norður-Kórea, Tyrk-
land, Perú, Finnland, V.Þýska-
land, Venesúela, ftalía, Brasilía,
Nígería, Fflabeinsströndin, Ken-
ýa, Noregur og Holland.
Athyglisverðustu úrslit síðustu
dagana eru sigur Sovétmanna á
bandarísku heimsmeisturunum í
blaki karla. Sovétmenn sigruðu
3-2 í leik sem tók hálfa þriðju
klukkustund og þykir einn sá
besti sem sést hefur. Bandaríkja-
menn komust í 2-0 en með
geysisterkum varnarleik náðu
heimamenn að snúa blaðinú við
og sigra.
-VS/Reuter-
ísafjörður
Önnur
þrenna
Stellu
Stella Hjaltadóttir skíðakona
skoraði 3 mörk annan leikinn í
röð þegar ÍBÍ vann léttan sigur á
FH, 5-0, í B-riðli 2. deildar
kvenna í knattspyrnu á laugar-
daginn. Hún hefur nú gert 9 mörk
í deildinni í sumar. Steina Ólafs-
dóttir og Sigurlín Pétursdóttir
skoruðu hin mörk ísfirsku stúlkn-
anna.
-GK/ísafirði
Hafnarfjörður
Gunnar var
hetja FH-inga
KR-ingar náðu ekki að skora ísjötta
ikað mark- koma KR yfir en skallaði frai
Guftmundur Torfason skorar sigurmark Fram gegn Breiðabliki, Magnús Magnússon og|Örn Bjarnason markvörður koma engum vörnum við. Mynd: Ari.
Reykjavík
FH-ingar geta þakkað mark-
verði sínum, Gunnari Straum-
land, fyrir stigið sem þeir fengu
gegn KR á laugardaginn. Gunnar
varði oft mjög vel frá KR-
ingunum úr dauðafærum en þrátt
fyrir góða frammistöðu hans
voru KR-ingar klaufar að skora
ekki og máttu sætta sig við 0-0
jafntefli. Sjötti leikur liðsins í röð
án sigurs.
Leikurinn byrjaði rólega. KR-
ingar voru þó sterkari aðilinn
* fyrstu mínúturnar og áttu nokkur
sæmileg færi sem þeir misnotuðu
af sannfæringu. Þegar líða tók á
leikinn fóru FH-ingar að láta
meira að sér kveða án þess þó að
skapa sér hættuleg færi.
Um miðjan fyrri hálfleik fékk
Gunnar Gíslason gullið færi til að
koma KR yfir en skallaði fram-
hjá. Þeir Willum Þórsson og Ás-
bjöm Björnsson fóru líka illa
með góð færi í hálfleiknum.
Á þriðju mínútu síðari hálf-
leiks varði Gunnar Straumland
glæsilega frá Þorsteini Hall-
Leik sinum an sigurs
FH-KR 0-0 * * *
Kaplakriki, 19. júli
Dómari Baldur Scheving *
Áhorfendur 350
Stjörnur FH:
Gunnar Straumland * *
Ólafur Jóhannesson *
Stjörnur KR:
Gunnar Gíslason *
Þorsteinn Halldórsson *
dórssyni, nýiiðanum frá Nes-
kaupstað, og stuttu síðar komust
KR-ingar í tvígang innfyrir vöm
FH en Gunnar varði. Það sem
eftir var leiksins náðu liðin ekki
að skapa sér hættuleg færi.
Þó ekki hafi verið skorað var
þessi leikur ágætur á að horfa og
alls ekki léleg knattspyma sem
liðin buðu uppá. Gunnar var
bestur FH-inga, Pálmi Jónsson
og Ólafur Jóhannesson áttu einn-
ig ágætan leik. Hjá KR bar mest á
Gunnari Gíslasyni en Loftur Ól-
afsson og Þorsteinn Halldórsson
áttu góða spretti. -Ibe.
Fram-Breiðablik 2-1 (1-1) * *
Laugardalsvöllur, 20. júlí
Dómari Ólafur Lárusson * «
Áhorfendur 971
0-1 Rögnvaldur Rögnvaldsson (15.),
1-1 Guðmundur Torfason (26.), 2-1
Guðmundur Torfason (47.)
Stjörnur Fram:
Gauti Laxdal *
Guðmundur Steinsson *
Guðmundur Torfason *
Pétur Ormslev *
Stjörnur Breiðabliks:
Þorsteinn Geirsson *
undur ger
Skoraði bœði mörk Fram gegn Breiðabliki og stefnir á markamet Péturs Péturssonar
Stjörnugjöfin
Leikur: 1 stjarna = lélegur, 2 =
sæmilegur, 3 = góður, 4 = mjög góð-
ur, 5 = frábær.
Leikmaður: 1 stjarna = góður, 2 =
mjög góður, 3 = frábær.
Dómari: 1 stjarna = ekki nógu
góður, 2 = eðlileg dómgæsla, 3 =
mjög góður.
Guðmundur Torfason er svo
sannarlega betri en enginn í leik
og spili Fram. Það sýndi hann og
sannaði er Framarar sigruðu
Breiðablik 2-1 í fyrrakvöld og
náðu fímm stiga forystu í 1. deild.
Guðmundur skoraði bæði mörk-
in og langmarkahæstur í deildinni
með 13 mörk. Það aukast alitaf
líkurnar á að þessi mikli marka-
skorari slái markamet Péturs Pét-
urssonar í 1. deildinni, 19 mörk.
Leikurinn var frekar tíðindalít-
ill og ekki skemmtilegur á að
horfa. Framarar voru mun sterk-
ari frá fyrstu mínútu og pressuðu
oft mjög án þess þó að skapa sér
mörg umtalsverð tækifæri. Þeir
spiluðu oft of þröngt og það nýttu
Blikarnir sér, en mark þeirra
kom einmitt eftir að þeir komust
inm sendingu Framara.
Það kom á 15. mínútu, alveg
gagnstætt gangi leiksins. Ein af
fáum skyndisóknum Blikanna og
hana endaði Rögnvaldur
Rögnvaldsson laglega með því að
senda boltann efst í markhornið,
rétt utan markteigs, 0-1. Óverj-
andi fyrir Friðrik markvörð og
vel að markinu staðið. Á undan
hafði Guðmundur Torfason
komist í gott færi en Ólafi Björns-
syni tókst að bægja hættunni frá á
síðustu stundu.
En Fram hélt áfram að pressa
og markið lá í loftinu. Það kom á
26. mínútu, Jón Sveinsson átti
frábæra sendingu frá miðju fram
allan völlinn, beint á Guðmund
Torfason sem var felldur þegar
hann var kominn á auðan sjó.
Vítaspyrna og Guðmundur
skoraði sjálfur, Örn Bjarnason
varði reyndar spyrnu hans en
Guðmundur fylgdi vel á eftir, 1-
1.
Á 28. mín. átti Guðmundur
Valur Sigurðsson þrumuskot frá
vítateig að marki Fram en naum-
lega framhjá. Á síðustu mínútu
fyrri hálfleiks fékk Guðmundur
Torfason kjörið tækifæri á mark-
teig en hitti boltann ekki nægi-
lega vel.
Ekki var liðin nema ein mínúta
af síðari hálfleik þegar Fram
bætti seinna marki sínu við. Að
sjálfsögðu var Guðmundur
Torfason þar að verki. Boltinn
barst til hans hægra megin í víta-
teignum eftir mikla þvögu og
darraðardans í teignum. Guð-
mundur var þar einsamall og
þrumaði knettinum í markið svo
söng í. Algérlega óverjandi fyrir
Öm, svo fast var skotið, 2-1.
Enn hélt sókn Fram áfram. Á
56. mín. bjargaði Ólafur Björns-
son á línu eftir fast og hnitmiðað
skot Gauta Laxdals utan víta-
teigs. Tíu mín. síðar kiksaði Guð-
mundur Torfason í góðu færi á
markteig.
Tvö síðustu færi leiksins átti
Breiðablik. Það fyrra fékk Magn-
ús Magnússon á 78. mín. er hann
skallaði beint í fang Friðriks mar-
kvarðar. Það síðara skóp Guð-
mundur Valur á 81. mín., vel út-
færð aukaspyrna en Friðrik bjar-
gaði í horn.
Blikarnir spiluðu leikinn
skynsamlega. Þeir vissu vel að við
ofurefli var að etja og léku sam-
kvæmt því, drógu sig til baka og
beittu skyndisóknum. Það var
ekki nema á kafla í síðari hálfleik
sem liðið sýndi á sér klærnar en
mestan þátt í því áttu þeir Þor-
steinn Geirsson og Hákon Gunn-
arsson sem komu inná sem vara-
menn.
í liði Fram bar mest á Pétri
Ormslev og Gauta Laxdal sem
unnu vel og Guðmundunum í
framlínunni. Það vekur athygli
hversu illa Janusi Guðlaugssyni
gengur að komast inní leikkerfi
Framara þótt hann standi alltaf
fyrir sínu.
v.stef
Staöan
f 1. deildarkeppninni i knattspyrnu:
Fram..
IBK....
Valur..
(A....
Þór....
KR....
FH....
Víðir..
..12 9 2
. 12 8 0
........12 7 2
.......12 5 3
.......12 5 2
.......12 3 6
........12 4 2
.......12 3 3
Breiðablik..........12 3 2
IBV.................12 1 2
1 27-7 29
4 15-14 24
3 18-5 23
4 19-12 18
5 16-21 17
3 13-9 15
6 17-20 14
6 9-16 12
7 9-22 11
9 10-27 5
Markahæstir:
GuðmundurTorfason.Fram..............13
GuðmundurSteinsson, Fram.............6
Ingi B. Albertsson, FH...............6
Valgeir Barðason, (A.................6
HlynurBirgisson, Þór.................5
Jón Þórir Jónsson, Breiðabliki.......5
Kristján Kristjánsson, Þór...........5
Sigurjón Kristjánsson, Val...........5
Markvörðurinn skorar og skorar!
Markahœsti leikmaður B. I. Haukar og Bolungarvík komin í úrslit. Hvöt heldur enn hreinu og sigur blasir við.
Dómari í brunaútkall í Ólafsvík og dómaramál á Vestfjörðum í ólestri
Haukar og Bolungarvík tryggðu sér um
helgina sæti í úrslitakeppni 4. deildarinn-
ar í knattspyrnu með stórsigrum. Aftur-
elding var áður komin í úrslit. Leiknir úr
Breiðholti á alla möguleika á að verða
fjórða liðið suðvestanlands en á norð-
austursvæðinu er úrslit hvergi endanlega
ráðin. Hvöt er þó með pálmann í höndun-
um i E-riðli, hefur enn ekki fengið á sig
mark í sumar og dugir jafntefli gegn
Kormáki heima til að tryggja sér sigur.
Tjörnes og HSÞ.b leika hreinan úrslita-
leik f F-riðli um næstu helgi og þar þarf
Tjörnes að vinna með 3 mörkum til að
fara f úrslit. Einnig stefnir allt í hreinan
úrslitaleik Hrafnkels og Sindra fyrir
austan 'eftir óvænt tap Hattar á heimavelli
gegn Hrafnkeli.
Dómaramál eru víða ekki uppá það
besta en hvergi sennilega verri en á Vest-
fjörðum. Þar vantar iðulega dómara á
leiki og lið Stefnis frá Suðureyri hefur
farið einna verst útúr því. I eitt skiptið var
liðið t.d. komið alla leið til Hólmavíkur
en ekkert Ieikið þar sem dómari kom
ekki. í Ólafsvík gerðist það hinsvegar
þegar Léttismenn komu í heimsókn á
laugardaginn að hálftíma fyrir leik var
dómarinn skyndilega kvaddur á brott í
brunaútkall! Heimamaður hljóp í skarðið
og stóð fyrir sínu. í Þorlákshöfn var línu-
varðarlaust á leik Þórs og Augnabliks en
tveir kornungir piltar tóku verkið að sér,
annar 4. flokksdrengur úr Kópavogi sem
þótti eiga stórleik með flaggið.
A-riðill
Grundarfjörður 0
Haukar 2 (Grétar Hilmarsson, Eiríkur Jörunds-
son)
Haukar 14 (Eiríkur Jörundsson4, LýðurSkarp-
héðinsson 2, Grétar Hilmarsson 2, Reynir Jó-
hannesson 2, Jón Örn Stefánsson, Arnar Hilm-
arsson, Albert Jónsson, Bragi Jóhannesson)
Skotfélagið 0
Grundarfjörður 1 (Kristmundur Harðarson)
Snæfell 5 (Pétur Rafnsson, Rafn Rafnsson,
Egill Ragnarsson, Jóhann Isleifsson, Sigurður
Sigurþórsson)
Þór Þ. 3 (Sæmundur Steingrímsson, Hallfreð
Sveinsson, Hannes Haraldsson)
Augnablik 8 (Kormákur Bragason 3, Sigurður
Halldórsson 2, Jón Einarsson, BirgirTeitsson,
Ingvar Teitsson)
Haukar 8 9
Augnablik 8
ÞórÞ 9
Skotfólagiö 9
Grundarfjöröur 9
3 1
B-riðill
1 30-7 21
2 21-14 17
2 28-18 14
5 20-26 10
5 15-31 8
7 8-26 4
Afturelding 10 (Láms Jónsson 4, Guðgeir
Magnússon 2, Óskar Óskarsson 2, Ríkharð
örn Jónsson, Sigurður Sveinsson)
Stokkseyri 0
Vfkverji 4 (Tómas Sölvason 4)
Hveragerði 2 (Páll Leó Jónsson, Kristján
Theodórsson)
Vfkingur Ó.
Rúnarsson)
LéttlrO
2 (Tryggvi Óttarsson, Gunnar
Afturelding...............9 9 0 0 49-5 27
Víkverji..................9 5 1 3 29-14 16
Hveragerði................9 4 2 3 20-17 14
Léttir....................9 4 1 4 11-21 13
VíkingurÓ.................9 2 1 6 8-31 7
Stokkseyri................9 0 1 8 10-39 I
C-riðill
Grótta 1 (sjálfsmark)
Lelknir R. 5 (Konráð Arnason 2, Kristján Ósk-
arsson, Baldur Baldursson, Ingvar Hannes-
son)
Eyfellingur 0
Árvakur 6 (Sigurður Indriðason 3, Haukur Ara-
son, Bjöm Pétursson, Árni Guðmundsson)
LeiknirR................7 5 1 1 26-9 16
Árvakur..................7 5 1 1 27-13 16
Grótta...................7 4 0 3 16-12 12
Hafnir...................7 3 0 4 21-16 9
Eyfellingur..............8 0 0 8 4-44 0
D-riðill
Reynir Hn. 0
B.í. 1 (Pétur Guðmundsson)
Stefnir 1 (Arnar Guðmundsson)
Geislinn 4 (Flosi Helgason 2, Ólafur Magnús-
son, Guðmundur V. Gústafsson)
Höfrungur 0
Bolungarvfk 7 (Jóhann Ævarsson 2, Jón
Kristjánsson 2, Friðgeir Halldórsson 2, Jóhann
Kristjánsson)
Bolungarvík.............9 9 0 0 48-8 27
Geislinn...............g 7 0 2 53-11 21
B.l.....................8 4 0 4 16-23 9
ReynirHn................9 2 1 6 8-37 7
Stefnir 6 1 1 4 8-20 4
Höfrungur 9 1 0 8 4-38 3
E-riðill
Svarfdælir 0
Hvöt 2 (Garðar Jónsson 2)
Hvöt 7 6 1 0 11-0 19
Vaskur 6 4 1 1 9-4 13
Svarfdælir 7 3 1 3 8-6 10
5 1 0 4 4-14 3
Höfðstrendingur. 7 0 1 6 2-10 1
F-riðill
Austri R. 2 (Jón Ólafsson, Einar Sigurðsson)
Núpar 4 (Dagbjartur Halldórsson 3, Stefán Már
Guðmundsson)
HSÞ.b 5 (Hörður Benónýsson 2, Ari Hallgríms-
son, Róbert Agnarsson, Jóhannes Steingríms-
son)
Æskan 1 (Atli Brynjólfsson)
Núpar 0
Tjörnes 2 (Sigurður lllugason, Friðrik Jónas-
son)
HSÞ.b...................7 7 0 0 33-6 21
Tjörnes.................7 6 0 1 24-2 18
Núpar....................8 2 2 4 13-17 8
Æskan.....................6 0 1 5 5-20 1
AustriR...................6 0 1 5 3-33 1
G-riðill
Höttur 1 (Jóhann Sigurðsson)
Hrafnkell 2 (Vignir Garðarsson, Ingólfur Arnar-
son)
Huginn 2 (BirgirGuðmundsson, Guðjón Harð-
arson)
Neisti 1 (Jóhann Halldórsson)
Súlan 1 (Jónas Ólafsson)
Sindri 2 (Ómar Ingi Bragason, Hermann Stef-
ánsson)
Sindri...................8 6 0 2 19-9 18
Hrafnkell................8 5 2 1 12-10 17
Höttur...................8 5 0 3 15-5 15
Súlan....................8 3 2 3 9-9 11
Huginn...................8 2 0 6 11-20 6
Neisti...................8 0 2 6 8-21 2
Pétur Guðmundsson markvörður Bad-
mintonfélags ísafjarðar gerir það ekki
endasleppt. Hann skoraði sigurmark BÍ
gegn Reyni Hnífsdal úr vítaspyrnu
tveimur mínútum fyrir lcikslok og er
langmarkahæsti maður liðsins með 4
mörk!
Jón Einarsson Augnabliki var venj-
unni trúr í Þorlákshöfn. Hann átti 2 sláar-
skot og er því kominn með 5 í tveimur
leikjum.
Tómas Sölvason borðtennismaður
smassaði fjórum sinnum í mark Hver-
gerðinga þegar Víkverjar hefndu fyrir
skellinn í bikarkeppninni fyrr í sumar.
Skotfélagið mætti með 8 menn í Hafn-
arfjörðinn og átti því lítið erindi í
Haukana. Sex leikmenn liðsins höfðu
brugðið sér úr bænum og tveir voru í út-
varpsþætti meðan Icikurinn fór fram!
Guðgeir Magnússon úr Aftureldingu
lét að sér kveða þegar hann kom inná sem
varamaður gegn Stokkseyri korteri fyrir
leikslok. Hann bjargaði á línu, lagði upp
mark og skoraði síðan tvö sjálfur.
Markahæstir i 4. deild:
Jón Gunnar T raustason, Geislanum.....21
Jóhann Ævarsson, Bolungarvík..........14
Lárus Jónsson, Aftureldingu...........14
Hörður Benónýsson, HSÞ.b..............13
Óskar Óskarsson, Aftureldingu.........12
Flosi Helgason, Geislanum.............11
Sigurður Guðfinnsson, Bolungarvík.....10
Tómas Sölvason, Víkverja..............10
-v.stef/VS
Vestmannaeyjar
Þórsarar skáni og
3jatapBVíröð
Þórsarar sloppnir afmesta hœttusvœðinu
Eyjamenn töpuðu sínum þriðja
leik í röð í 1. deild þegar Þórsarar
komu í heimsókn á laugardaginn.
Heldur er því farið að syrta í álinn
hjá þeim á ný eftir sigurinn og
jafnteflið þar á undan og staðan á
botninum versnar stöðugt.
Þórsarar voru heldur skárri
aðilinn af tveimur slökum í
leiknum en sýndu þó lítið. Bald-
vin Guðmundsson markvörður
þeirra forðaði marki á 8. mínútu,
Jón Atli Gunnarsson lék þá upp
völlinn og sendi á Ómar Jóhanns-
son. Fyrirgjöf hans sem var ætluð
Bergi Ágústssyni dauðafríum
hirti Baldvin með góðu úthlaupi.
Þórsarar náðu forystu um
miðjan hálfleikinn. Halldór
Áskelsson lék upp kantinn og
sendi á Hlyn Birgisson, sem skaut
góðu skoti rétt utan vítateigs og
Þorsteinn Gunnarsson mark-
vörður ÍB V réð ekki við það, 0-1.
En ÍBV jafnaði á markamínút-
unni. Jón Atli sendi á Ómar,
hann gaf á Elías Friðriksson sem
var á markteig en hitti ekki bolt-
ann. Bergur var hinsvegar á
markteigshorninu og þrumaði
boltanum í fjærhornið, 1-1.
Þórsarar skoruðu fljótlega eftir
hlé markið sem réð úrslitum.
Halldór sendi á Jónas Róberts-
ÍBV-Þór 1-2 (1-1) * *
Hásteinsvöllur, 19. júlí
Dómari Kjartan Ólafsson »
Áhorfendur 700
0-1 Hlynur Birgisson (22.), 1-1 Bergur
Ágústsson (43 ), 1-2 Jónas Róberts-
son (51.)
Stjörnur ÍBV:
Þórður Hallgrimsson *
Stjörnur Þórs:
Halldór Áskelsson *
Hlynur Birgisson *
son sem skallaði yfir Þorstein og í
markið, 1-2. Þorsteinn kom út á
móti og rakst á Jónas, heima-
menn vildu meina að Jónas hefði
brotið á honum en undirritaður
var í góðri aðstöðu til að skera úr
um að markið var fyllilega lög-
legt.
Á 75. mínútu var mikil hætta í
vítateig Þórs en Akureyringarnir
náðu að hreinsa frá eftir mikinn
barning. Rétt á eftir var mikið um
úu vcia. í.iiií gitcsispu niyus ug
Halldórs lék Halldór á Þorstein
markvörð ÍBV og skaut en Þórð-
ur Hallgrímsson bjargaði á línu.
Hornspyrna, boltinn beint í stöng
Eyjamarksins og út. Þar var hann
sendur langt framá völl og Ingi
Sigurðsson var skyndilega slopp-
inn innfyrir vörn Þórs en Baldvin
bjargaði með góðu úthlaupi.
Þetta var síðasta færið í leiknum
og Akureyringamir flugu heim
með þrjú stig sem koma þeim af
mesta hættusvæði deildarinnar.
-R/Eyjum
Þrlðjudagur 22. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11