Þjóðviljinn - 22.07.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.07.1986, Blaðsíða 4
 IÞROTTIR Stadan í 2. deildarkeppninni í knattspyrnu: KA...............11 7 4 0 31-7 25 Selfoss..........11 7 3 1 24-7 24 Víkingur.........11 6 2 3 31-13 20 Völsungur........11 6 2 3 27-9 20 Einherji.........10 5 2 3 13-15 17 ÍBÍ..............11 3 6 2 22-17 15 UMFN.............11 3 2 6 16-27 11 KS...............11 2 3 6 15-19 9 Þróttur R........10 2 2 6 16-22 8 Skallagrímur.....11 0 0 11 4-63 0 Markahæstir: Tryggvi Gunnarsson, KA..........17 Andri Marteinsson, Víkingi......11 Jón Gunnar Bergs, Selfossi......11 Vilhelm Fredriksen, Völsungi......8 Elías Guðmundsson, Vikinai........6 Guðmundur Jóhannsson, ÍBl........6 Jón B. Guðmundsson, Víkingi......6 Jónas Hallgrímsson, Völsungi.....6 KristjánOlgeirsson, Völsungi......6 Leik Einherja og Þróttar var frest- að til 20. ágúst. ísafjörður ÍBÍ-Víkingur 3-3 (1-0) ★ ★ * ★ Hörkufjörugur leikur á ísafirði á laugardaginn, sá skemmtileg- asti sem þar hefur farið fram á þessu keppnistímabili. Úrslitin voru nokkuð sanngjörn, Isfirð- ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Víkingar í þeim síðari, en nokkuð slysalegt mark í lokin tryggði Víkingum eitt stig. Isfirðingar sköpuðu sér nokkur ágæt færi í fyrri hálfleik. Óiafur Petersen skaut tvisvar yfir og Guðmundur Gíslason einu sinni úr góðum færum og Ólafur átti’ skalla ofaná þverslána og út. En Benedikt Einarsson skoraði stór- glæsilegt mark um miðjan hálf- leikinn. Ólafur tók hornspyrnu og Benedikt sendi þrumuskalla í bláhornið uppi, markvörður Vík- ings hreyfði hvorki legg né lið, 1-0. Þegar 17 mín. voru liðnar af síðari hálfleik náðu Víkingar að jafna. Jón Bjami Guðmundsson fékk stungusendingu og skoraði Selfoss Einstefna og stórsigur Selfoss-UMFN 6-1 (3-0) ★ ★ ★ Selfyssingar léku við hvern sinn fingur á laugardaginn þegar Njarðvíkingar komu í heimsókn. Leikurinn var lengst af einstefna á mark gestanna sem þarna töp- uðu sínum fjórða leik í röð og eru komnir í mikla fallhættu. Selfys- singar halda hinsvegar sínu striki og styrktu stöðu sína í baráttunni um 1. deildarsæti. Strax á 7. mínútu fékk Jón Gunnar Bergs boltann í vítateig UMFN og skoraði með viðstöðu- lausu skoti. Á 10. mín. var staðan orðin 2-0, Björn Axelsson skall- aði þá í mark gestanna. Áfram sóttu heimamenn en skoruðu ekki fyrr en á 41. mínútu. Glæsi- legt mark, Þórarinn Ingólfsson tók aukaspyrnu á miðjum vallar- helmingi UMFN og sendi inní vítateiginn þar sem Jón Gunnar skallaði í netið með tilþrifum, 3- 0. Tómas Pálsson var felldur í vítateig UMFN á 50. mín. og Björn Axelsson, Borgnesingurinn í Selfossliðinu, skoraði tvö fyrstu mörk sín í sumar á laugardaginn. skoraði sjálfur úr vítaspyrnunni sem dæmd var, 4-0. Hann fékk síðan dauðafæri á 56. mín. eftir fallega sendingu Páls Guðmunds- sonar en skaut framhjá galopnu markinu. Björn Axelsson skoraði glæsi- mark á 59. mínútu. Hann fékk boltann á vítateigslínu og skaut viðstöðulaust með utanfótar snúningi í fjærhornið, 5-0. Tveimur mínútum síðar barst boltinn fram völlinn eftir horn- spyrnu Njarðvíkinga, Gylfi Sig- urjónsson fékk hann á miðju og náði að brjótast uppað marki og skora, 6-0. Á 67. mín. lék Ragnar Hermannsson upp hægri kantinn og slapp óvænt inní vítateiginn og skoraði eina mark UMFN á snyrtilegan hátt, 6-1. Eftir það gerðist lítið, úrslitin löngu ráðin og bæði lið biðu þess að leiknum lyki. Maður leiksins: Páll Guð- mundsson, Selfossi. GH/Selfossi Tindastóll vann fyrstur á Ströndinni Bjarni kom sá ogsigraði og var rekinn útaf! NA-riðill Tindastóll og Leiftur unnu góða útisigra um helgina á meðan Þróttur varð að sætta sig við jafn- tefli. Norðanliðin náðu því for- skoti og Þróttarar eiga eftir úti- leikina við þau bæði. Reynir Á.-Tindastóll 0-1 Fyrsta tap nýliða Reynis á heimavelli en leikurinn á Ár- Óskar Ingimundarson skorar grimmt fyrir lærisveina sína í Leiftri. skógsströnd var jafn og þóf- kenndur. Nokkur skaphiti var í leikmönnum og einum heima- manna var vísað af leikvelli. Hólmar Ástvaldsson sá um að skora sigurmark Tindastóls. Valur Rf.-Leiftur 2-5 Aldrei spurning hvort liðið væri sterkara á Reyðarfirði þrátt fyrir baráttuhug heimamanna. Állt bendir nú til þess að Valur falli í 4. deild ásamt Leikni. Leiftur komst í 3-0 og 5-1 en mörk liðsins gerðu Óskar Ingi- mundarson 2, Friðgeir Sigurðs- son, Hafsteinn Jakobsson og Halldór Guðmundsson. Fyrir Val skoruðu Bryngeir Stefánsson og Gústaf Ómarsson. Austri E.-Þróttur N. 2-2 Bjarni Kristjánsson, sá gam- alkunni markaskorari Austra, er kominn af sjónum og farinn að láta til sín taka. Hann skoraði bæði mörkin gegn Þrótti, kom Austra tvisvar yfir, en Iét síðan reka sig útaf rétt fyrir leikslok! Aldrei lognmolla í kringum hann. Ólafur Viggósson svaraði tvisvar fyrir Þrótt sem enn hefur ekki tapað leik en jafnteflafjöldi dregur úr sigurlíkum liðsins í deildinni. Magni-Leiknir F. 7-0 Magni er sloppinn af hættu- svæðinu og úr þessu forðar ekk- ert Leikni frá falli. Heimamenn höfðu mikla yfirburði einsog töl- urnar sýna, staðan 4-0 í hálfleik. Heimir Ásgeirsson skoraði 3 mörk, Sverrir Heimisson 2, Hringur Hreinsson og Jón Ing- ólfsson eitt hvor. Staðan í NA-riðli: Tindaslóll.........9 6 3 0 21-7 21 Leiftur............9 6 2 1 19-7 20 Þróttur N..........9 4 5 0 21-9 17 FteynirA...........9 4 2 3 12-12 14 AustriE............9 3 3 3 10-10 12 Magni..............9 3 2 4 14-12 11 ValurRf............9 1 1 7 9-19 4 LeiknirF...........9 0 0 9 2-32 0 Markahæstir: EyjólfurSverrisson.Tindastóli......9 Óskar Ingimundarson, Leiftri.......9 HörðurGuðjónsson, Þrótti...........5 Marteinn Guðgeirsson, Þrótti.......5 Sagt var frá leikjunum í SV- riðli í föstudags- og laugardags- blaði. -VS en áhöld voru um hvort hann hefði verið rangstæður þar sem Víkingur snerti boltann er hann var á leið til Jóns. ÍBÍ komst yfir á ný á 69. mín. Jón Oddsson tók innkast, Guðmundur Jóhanns- son skallaði og Ólafur Petersen pikkaði boltanum í netið af stuttu færi, 2-1. Andri Marteinsson jafnaði fyrir Víking á 76. mín. Fallegt bogaskot frá vítateig eftir gott spil, 2-2. í þriðja sinn komst ÍBÍ yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Og í þriðja sinn var það eftir uppstillingu aftur innkast frá Jóni, Guðmundur Jóhannsson átti skot sem var varið en Rúnar Guðmundsson fylgdi vel, 3-2. Sigurinn virtist í höfn en á 88. mín. urðu heimamönnum á slæm vamarmistök. Varnarmaður ætl- aði að láta boltann renna aftur- fyrir endamörk, Elías Guð- mundsson var snöggur og náði honum og tókst að skora, 3-3. Benedikt, Rúnar Guðmunds- son og Ólafur áttu allir góðan leik í heilsteyptu liði ÍBÍ en Andri var bestur Víkinga. ísfirðingurinn í vöm Víkings, Haraldur Stefáns- son, átti einnig góðan dag. Maður leiksins: Ólafur Peters- en, ÍBÍ. GK/fsafirði Borgarnes Mörk á silfurfati Skallagrímur-Völsungur 0-11 (0-6) ★ ★ Versta tap Borgnesinga í sumar leit dagsins ljós á sunnudaginn. Völsungar komu í heimsókn og skoruðu 11 sinnum, enda gerði léleg vörn Skallagríms lítið til að hindra þá í þeirri iðju og færði þeim mörg mörk í silfurfati. Þrátt fyrir þessar hrikalegu tölur var leikurinn ekki alger ein- stefna. Heimamenn náðu alltaf sóknum inná milli, sérstaklega í seinni hálfleik, en þær voru alger- lega bitlausar. En ef Gunnar Jónsson hefði náð aðnýta dauða- færi sitt á 10. mínútu þegar staðan var 0-2 er óvíst að úrslitin hefðu orðið alveg svona slæm. Hann lék á nokkra varnarmenn Völsunga og á markvörðinn að auki en rann á blautum vellinum og náði ekki að skjóta. Þá höfðu Vilhelm Fredriksen (5. mín) og Jónas Hallgrímsson skorað tvö fyrstu mörk leiksins. Kristján Olgeirsson skoraði þriðja markið á 23. mín. úr laf- lausri aukaspyrnu sem líktist meira sendingu en skoti. Jónas skoraði ódýrt mark á 25. mín, Vilhelm skallamark á þeirri 31. og Björn Olgeirsson þakkaði fyrir sig á 44. mín. þegar tveir varnarmann 3orgnesinga hlupu frá boltanum og bætti við marki, 0-6. Þrjú fyrstu mörk Völsunga í seinni hálfleik voru hrikalega ódýr, Björn á 51., Vilhelm á 60. og Jónas á 75. mættu engri fyrir- stöðu í vítateig Skallagríms og skoruðu auðveldlega, 0-9. Vil- helm gerði sitt fjórða mark á 81. min. og Kristján innsiglaði sigur- inn á lokamínútuni, 0-11. Völsungar sýndu oft skemmti- legan samleik með Björn í aðal- hlutverki. Gunnar Jónsson var einn um að halda haus í liði Skall- agríms og bar af í þeim herbúð- um. Maður leiksins: Björn Olgeirs- son, Völsungi. -eop/Borgarnesi HM/Körfubolti Fyrsti sigur Kana í 32 ár Bandaríkjamcnn urðu í fyrra- kvöld heimsmeistarar í körfu- knattleik í fyrsta sinn í 32 ár þegar þeir sigruðu Sovétmenn 87-85 í úrslitaleik í Madríd á Spáni. So- vétmenn voru handhafar heimsmeistaratitilsins og voru eina liðið í keppninni sem ekki hafði tapað leik. Bandaríkjamenn höfðu ávallt undirtökin og Sovétmenn virtust þreyttir eftir hörkuleik gegn Júg- óslavíu í undanúrslitunum á föstudaginn. Staðan í hálfleik var 48-38 og Bandaríkjamenn náðu 18 stiga forystu í seinni hálfleik. En þegar 55 sekúndur voru eftir var munurinn aðeins 2 stig en þeir bandarísku héldu sínum hlut. Kenny Smith var í aðalhlut- verki hjá Bandaríkjamönnum og skoraði 23 stig. Robinson gerði 20 og C. Smith 17. Khomichus skoraði 17 stig fyrir Sovétríkin, Sabonis 16 og Tkhonenko 16. Júgóslavar unnu Brasilíumenn 117-91 í úrslitaleik um þriðja sæt- ið. Síðan varð röðin þessi: 5. Spánn, 6. Ítalía, 7. ísrael, 8. Kan- ada, 9. Kína, 10. Grikkland, 11. Kúba, 12. Argentína. Það voru samt Argentínumenn sem einir báru sigurorð af Bandaríkjunum í keppninni. Grikkinn Nikos Gal- lis var stigahæstur í keppninni, skoraði 337 stig, þar af 49 í úr- slitaleikunum um 9. sætið gegn Kínverjum sem þeir kínversku unnu 112-111. -VS/Reuter 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.